Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fasteignamiðlun Vesturlands - sími 431 4144
Akranes - opið hús
Vesturgata
160, Akranesi
231 m² einbýlishús á
tveimur hæðum ásamt
22 m² innb. bílskúr.
5 svefnherb., sólstofa
og svalir við stofu.
Gróinn og fallegur
garður sunnanvert við
húsið. Ath. skipti á
eign í Reykjavík eða Akranesi. Nánari uppl. á mbl.is og hjá
Fasteignamiðlun Vesturlands: fastvest@simnet.is,
s. 431 4144. Ath.: Opið hús sunnud. 8. sept. kl. 14-18.
Vorum að fá í sölu FIMM NÝJAR ÍBÚÐIR sem eru 2ja, 3ja og
4ra herbergja í húsi sem verið er að breyta í FIMMBÝLI. Íbúðirnar
skilast fullbúnar án gólfefna. Húsið skilast fullbúið að utan og lóð
frágengin.
VERÐ:
2ja herbergja 63 fm íbúð: SELD.
2ja herbergja 84 fm íbúð kr. 8,4 millj.
3ja herbergja 96 fm íbúð kr. 9,8 millj.
4ra herbergja 106 fm íbúð kr. 10,0 millj.
4ra herbergja 148 fm íbúð kr. 11,5 millj.
Bílskúr getur fylgt öllum íbúðum.
GUÐMUNDUR MUN SJÁ UM AÐ SÝNA ÍBÚÐIRNAR.
HANN ER Í SÍMA 696 8600. VERIÐ VELKOMIN.
VOGAGERÐI 8
- VOGUM - VATNSLEYSUSTRÖND - NÝJAR ÍBÚÐIR
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13 OG 17
Ás fasteignasala, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sími 520 2600,
fax 520 2601, netfang as@as.is, heimasíða www.as.is
ALLTAF leiddist mérgrasafræði. Þó man égað það voru engin dýr íhenni. Þegar sagt var
um mann í mínu ungdæmi Hann er
planta mátti ganga að því vísu að
hann væri ódámur, kvikindi, skít-
seiði, drullusokkur, hundingi,
ómenni, þrælbein eða varmenni.
Að öðru leyti voru menn taldir til
dýra – eins og orðið skepna ber
með sér. Orðabók Menningarsjóðs
er sama sinnis um plöntur. Merk-
ing 2: léleg (illa innrætt) persóna.
Nú er orðið fátítt að menn sletti
latínu. Ætli það þyki ekki álíka
svalt og að sletta dönsku. Að bestu
manna yfirsýn eru bæði málin
dauð. Stöku slettur sitja þó eftir.
Þannig er algengt að tala um fjöl-
breytta flóru fólks og segja að í
mannlífsflórunni kenni margra
grasa. Þetta eru dapurlegar lýs-
ingar á mannlífinu í ljósi þeirrar
grasafræði sem ég rakti í byrjun.
Þegar svona er komið væri raunar
heiðarlegast að kalla hlutina sínu
rétta nafni eins og Bólu-Hjálmar í
vísunni:
… Guð á margan gimstein þann
sem glóir í mannsorpinu.
Þarna er dregin upp raunsönn
mynd af mannlífsflóru. Þetta er
himingnæfandi haugur af tómum
mjólkurfernum, kaffikorgi og not-
uðum smokkum og svo glampar
hér og hvar á okkur hin.
Flóra merkir jurtaríki. Dýraríki
er kallað fána og það orð má nota
um dýrin sem stundum eru kölluð
bestíur, asnar, álkur, fálkar,
bavíanar, sauðir, naut, þorskar,
villidýr, páfagaukar, dúfur, hýen-
ur, lömb eða nöðrur, sem sagt
menn.
– – –
Annan latínufróðleik á ég alltaf
bágt með. Það er þegar menn sem
hafa gengið fyrir margra dyr og
hvergi fengið úrlausn segjast hafa
verið sendir milli Pontíusar og
Pílatusar. Íslenska er stuðlamál og
stundum hálfgert stuðlaberg. En
Pontíus og Pílatus eru þó altjent
sami maðurinn: Pontíus Pílatus,
rómverski landstjórinn sem getið
er í Nýja testamentinu fyrir þrifn-
að. Þeir Heródes konungur hentu
Frelsaranum á milli sín eins og
heitum graut, eins og það gæti
heitið á afslöppuðu myndmáli.
Málalokin urðu í senn sorgleg og
huggunarrík. En málsmeðferðin er
eftirminnileg af því að hvorugur
vildi taka af skarið, Heródes eða
Pílatus. Ekki er annars getið en að
Pílatus sjálfur hafi verið nokkurn
veginn einhuga. Hann tók að
minnsta kosti höndum saman þeg-
ar hann þurfti að þvo þær. Stuðl-
aða útgáfan finnst mér jafngilda
því að við segðum um mann sem
stæði í vegi fyrir okkur að hann
væri Þrándur í Þrastarskógi. Vit-
leysa sem lætur vel í eyrum.
– – –
Íslenskan er beygingamál. Íslend-
ingur má varla taka sér hross í
munn. Viðkoman er slík að fyrr en
varir er komið stóð upp á fimmtán
stykki: hestur, hest, hesti, hests,
hestar, hesta,
hestum, hesta,
hesturinn,
hestinn, hest-
inum, hests-
ins, hestarnir,
hestana, hest-
unum, hest-
anna. Það er
ekki furða þótt standi í óvönum.
Fyrr á tímum, þegar latína var
refsivöndur, léku margir skólapilt-
ar leik sem hét að gleypa endingar.
Þeir kváðu hátt og snjallt að fyrri
hluta orðs en þegar kom að þeim
partinum sem alltaf var að breyt-
ast dró niður í þeim. Listin fólst í
því að lækka róminn mátulega til
að maður yrði látinn njóta vafans.
Væri endingin manni því miður al-
veg ókunn reið á að geta fyllt upp
með sannfærandi hljóðum. Þetta
er erfið íþrótt, enda hafa margir
þeirra hæfileikasnauðari ábyggi-
lega tekið þann kost að læra
heima.
Svona þykir útlendingum ís-
lenska. Ekki skrítið þótt menn
dreymi um að geta farið inn í búð
og sagt: Takið þið Visa? Ég ætla að
fá fimm hestur.
Tré heitir ölur, líka kallað elrir
eða elri. Það er að verða hálfgert
illviði. Um daginn voru auglýst öl-
húsgögn. Þetta bendir til þess að
tréð sé full-sveigjanlegt. Skyndi-
könnun leiddi í ljós að það er beygt
á alla mögulega vegu, flesta
ómögulega.
Líkt var komið fyrir orðinu spöl-
ur sem menn höfðu lítið notað
nema í nefnifalli og þolfalli eintölu
þar til samnefnt félag vildi fara að
grafa göng undir Hvalfjörð. Ég
sagði strax að í því greni mundi ég
bera beinin ef ég álpaðist inn. Þessi
skoðun hefur ekki haggast nema í
smáatriðum. Nú veit ég að hver
ferð verður mín síðasta. Hægir
mér ekkert þótt ég beygi nafn fyr-
irtækisins í sífellu á leiðinni.
Ölur um ölur frá ölri til ölurs.
Það var ekki svo vel að það beygð-
ist eins og mölur, spölur og völur.
En haldi menn sig ekki við þetta og
fari í staðinn að smíða húsgögn úr
öli er þarflaust að kvarta þótt þeim
verði starsýnt á nagaða stólfætur
eftir samkvæmi.
– – –
Mikil aukning hefur orðið á komum
ferðamanna. Hvernig dettur fólki í
hug að taka svona til orða þegar
hægt er að segja vafningalaust:
Mikil komuaukning hefur orðið á
ferðamönnum eða Ferðamanna-
aukning á komum hefur orðið mik-
il? En þetta kann ekki að skammast
sín: Komum ferðamanna til lands-
ins hefur fjölgað mikið. Ég er nú
ekki málhagur en mér datt strax í
hug: Ósköp er þetta umhendis.
Maður segir auðvitað: Orðið hefur
mikil fjölgun á ferðamannakomum
til landsins, Komufjölgun ferða-
manna til landsins hefur orðið mikil
eða Mikil ferðamannakomufjölgun
hefur orðið til landsins. Af nógu er
að taka. Auðvitað má líka segja: Æ
fleiri ferðamenn koma til landsins.
En skelfing lítur það fátæklega út.
– – –
Uppvakningar eru gamall minni-
hlutahópur, útdauður eins og marg-
ir slíkir, til dæmis stiftamtmenn og
mjólkurbúðarjómfrúr. Ég held að
uppvakninga sé ekki saknað, þeir
voru morknir, útbíaðir og vægast
sagt ósamkvæmisklæddir eins og
einhver sagði um mann sem mætti í
fínt boð í útsölufötum. Við þetta
bættist að þeir voru dauðir og
komu beint úr gröfinni. Samt er til
þess tekið hvað þeir voru brosmild-
ir. En það vissi ekki á gott: þeim
var ætlað að drepa þann sem þeir
heimsóttu. Þeir höfðu verið vaktir
upp. Það er ábyggilega ergilegt.
Að vekja getur m.a. þýtt að valda
e-u, koma e-u af stað: vekja deilur,
vekja spurningar, vekja efa, vekja
umræður o.s.frv. En nú orðið eru
þessi fyrirbæri oft vakin upp, eink-
um spurningarnar. Það er þó ekki
meiningin, heldur er langoftast átt
við það að eitthvað hafi orðið til þess
að menn fóru að spyrja spurninga,
valdið spurningum, vakið mönnum
spurningar. Sama gildir um efa-
semdir, reiði, deilur og fleira.
Kannski er best að láta athyglina
minna sig á þetta. Fáir mundu
segja: Það vakti upp mikla athygli.
Menn segja einfaldlega: Það vakti
mikla athygli. Sem sagt: olli athygli.
Á frægri mynd í Sixtusarkapell-
unni er Guð í þann veginn að drepa
fingri á skrokk sem hann hefur
skapað – og vekja líf, kveikja lífs-
neista.
Látum okkur nægja að vekja það
upp sem vel er dautt – eða að
minnsta kosti sofandi. Annað nægir
að vekja.
Látum okkur
nægja að vekja
það upp sem
vel er dautt –
eða að minnsta
kosti sofandi
asgeir@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Ásgeir Ásgeirsson
ÁRNI Björnsson,
virtur læknir og beittur
penni, gerir mér upp
skoðanir í grein sinni í
Morgunblaðinu 29.
ágúst s.l. undir yfir-
skriftinni „Endurskipu-
lagning með hliðsjón af
byggðastefnu“. Þar
segir hann að ég,
„ágætur sjálfstæðis-
þingmaður og fv. for-
maður Hjúkrunarfræð-
ingafélags Íslands“,
hafi bent á þá leið að
fjárhagsvandi Land-
spítala yrði leystur með
því að „flytja útgerðina
út á landsbyggðina“, enda væri það í
samræmi við stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í byggðamálum.
Þessi ummæli hef ég aldrei viðhaft
og slíkar hugmyndir ekki hvarflað að
mér. Mér er óskiljanlegt að hinn virti
læknir skuli gera mér upp skoðanir
sem þessar. Það hlýtur að snúa upp á
hann að útskýra hvern-
ig hann hefur getað les-
ið það úr orðum mínum
eða skrifum.
Að öllu jöfnu er gam-
an að lesa greinar sem
kryddaðar háði og
spaugi sýna tilveruna í
spéspegli. Frásögnin
verður þó marklaus ef
ekki er flugufótur fyrir
henni og sú er því miður
raunin hér.
Í lokaorðum greinar
sinnar vísar hann hins
vegar í umræðu um
Lýðheilsustöð og stað-
setningu hennar. Sett í
samhengi við efni greinarinnar dró ég
þá ályktun að hann væri að rugla mér
saman við konu í öðrum stjórnmála-
flokki en þeim sem ég fylgi að málum,
sem hefur mælt fyrir því að slík stofn-
un yrði staðsett á Akureyri. Ég hef
lýst mig andvíga þeirri hugmynd t.d. í
pistli sem birtur er á heimasíðu minni
um málið en þar segir m.a. eftirfar-
andi: „Við flutning verkefna ríkisins
út á landsbyggðina mega fagpólitísk
sjónarmið ekki víkja fyrir byggðapóli-
tískum sjónarmiðum“.
Því má ljóst vera að enginn fótur er
fyrir þeim hugmyndum sem læknir-
inn gerir mér upp, enda hefur hann
beðið mig afsökunar símleiðis á mis-
tökum sínum. Er þessu máli því lokið
af minni hálfu, þó að ég hafi fundið
mig knúna til að koma ofangreindum
leiðréttingum á framfæri opinber-
lega.
Markleysa
Ásta Möller
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Byggðastefna
Enginn fótur er fyrir
þeim hugmyndum sem
læknirinn gerir mér
upp, segir Ásta Möller,
enda hefur hann beðið
mig afsökunar.
Á BIÐLISTA eftir
félagslegum leiguíbúð-
um í Reykjavík voru
769 einstaklingar 1.
ágúst sl. Fyrr í sumar
voru þeir 730 sem þá
þegar var sögulegt há-
mark. Á þessum 769
manna biðlista eru 475
sem bíða eftir eins til
tveggja herbergja
íbúðum og 200 sem bíða
eftir þriggja herbergja
íbúðum.
Löng bið
Það segir þó ekki alla
söguna þótt sótt sé um
félagslegar leiguíbúðir
því að biðlistinn er langur. Að með-
altali er 27 mánaða eða tæp tveggja
og hálfs árs bið eftir eins til tveggja
herbergja íbúðum. Eins og hálfs árs
bið er eftir þriggja herbergja íbúðum
og þrettán mánaða bið eftir fjögurra
herbergja íbúðum. Samkvæmt gild-
andi reglum um leigurétt og úthlutun
á félagslegum leiguíbúðum í Reykja-
vík verður umsækjandi að eiga lög-
heimili í Reykjavík þegar sótt er um
og a.m.k. síðustu þrjú árin samfleytt
áður en umsókn berst. Félagsmála-
ráð samþykkti einróma að óska eftir
áliti borgarlögmanns á lögmæti skil-
yrðis um þriggja ára búsetu. Þá hef-
ur félagsmálaráð þegar samþykkt
hækkun tekjumarka og að heimilt sé
að taka tillit til skuldastöðu umsækj-
anda. Allt bendir því til þess að enn
muni biðlistinn lengjast verulega á
næstu vikum og mánuðum.
Fulltrúar hverra?
Ástandið á almennum leigumark-
aði er mjög slæmt, ekki síst vegna
stórhækkunar á leigu-
verði og mikils skorts á
minni íbúðum sem er
afleiðing af skipulags-
og lóðastefnu R-listans
í borginni. Þessu
ófremdarástandi
stjórnar meirihlutinn í
Reykjavík, kosninga-
bandalag Framsóknar-
flokks, Samfylkingar
og Vinstri grænna.
Framsókn fer með
ráðuneyti félagsmála í
ríkisstjórn Íslands og
þeir tveir síðastnefndu
telja sig sjálfskipaða
fulltrúa þeirra sem
minna mega sín og félagshyggjuöflin
í samfélaginu. Þvílíkt rangnefni. Um
það ber vitni fjöldi fólks sem ekki
treystir sér að leigja á almennum
markaði, sækir um félagslegar leigu-
íbúðir og bíður og bíður.
769 á biðlista
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og situr í
félagsmálaráði.
Leiguhúsnæði
Ástandið á leigumark-
aðnum er slæmt, segir
Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir, ekki síst vegna
hækkunar á leigu og
skorts á minni íbúðum,
sem er afleiðing af
stefnu R-listans.