Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 30

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 30
30 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V IÐJAR vanans eru ýmsum fjötur um fót. Oft er erfitt að leiða fólk inn á nýjar brautir eða víddir vegna þess, hve margir óttast breyt- ingar. Fleiri virðast frekar sjá hættur í breytingum en tækifæri og almennt er lík- lega auðveldara að fá fólk til að samþykkja óbreytt ástand en breytingu, einkum ef það sér einhverja óvissu fylgja henni fyrir það sjálft. Þegar rætt er um breytingar, er þeim gjarnan harð- lega mótmælt með því að benda á ávinning af óbreyttu ástandi. Nærtækt dæmi úr samtímanum eru umræður um nýja starfsaðstöðu fyrir rannsóknastarfsemina, sem hefur verið stunduð í Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum síðan 1948. Íbúðabyggð í Reykjavík hefur þrengt að stöðinni og umlykur hana nú, eins og sjá má þegar litið er á húsin í Grafarvogi og á Grafarholti. Þegar forráðamenn stöðv- arinnar kynntu óskir um nýframkvæmdir við hana í þágu dýrarannsókna, var þeim bent á, að ekki yrði unnt að ráðast í þær á Keldum. Með framtíðaraðstöðu stöðv- arinnar í huga væri skynsamlegt að taka ákvarðanir á þeim forsendum, að starfsemin hlyti að flytjast annað, ef skortur á húsnæði stæði í vegi fyrir þróun hennar og góðri þjónustu. Þegar umræður hófust um þekkingarþorp eða vís- indagarða í Vatnsmýrinni við Háskóla Íslands og Land- spítala – háskólasjúkrahús, kom í ljós, að bæði innan há- skólans og sjúkrahússins var áhugi á því, að starfsemi á Keldum flyttist í þetta umhverfi. Yrði það í senn til þess að efla starfsemina þar og skjóta traustari stoðum undir rannsóknastarf á Keldum. Þá hefur verið rætt, að dýra- hald á vegum stöðvarinnar færist út fyrir höfuðborg- arsvæðið og tengist ásamt dýrarannsóknum starfsemi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, sem starfar undir handarjaðri landbúnaðarráðuneytisins eins og yf- irdýralæknir og þeir, sem starfa á hans vegum á Keld- um. Framtíð Keldnastöðvarinnar verður einnig að skoða í ljósi viðræðna, sem fram hafa farið um nokkurra miss- era skeið milli fjármálaráðuneytis og Reykjavík- urborgar um sölu á Keldnalandi frá ríki til bor Ræðst verð og áhugi kaupanda að sjálfsögðu a hvort verið sé að selja landið í heild eða einsta úr því. x x x Vísindamenn eru sífellt að leita á vit framtíð lega byggja þeir á því, sem er og var, en þá fyr árangri, þegar þeir komast inn á nýjar brautir ætla, að þeir, sem bera hag Keldna einkum fyr telji spennandi tækifæri felast í nýrri aðstöðu umhverfi. Flutningur á milli húsa eða á nýjan ir að sjálfsögðu engu um inntak vísindastarfa ig vísindamenn haga störfum sínum, nema þei sjálfir. Fjarlægðir hafa horfið í heimi rannsókna og og þess vegna á ekki að skipta neinu, hvort me Grafavoginum, á Hvanneyri, í Vatnsmýrinni e York, þegar þeir stunda rannsóknir sínar. Á h er almennt viðurkennt, að vísindagarðar á bor sem er verið að undirbúa við Háskóla Íslands mennt hið hagstæðasta starfsumhverfi fyrir v menn og stuðli að nýsköpun með þvervísindal vinnubrögðum. Á Keldum varð einmitt til slíkt umhverfi á s Ákvörðunin um að tengja ólíkar vísindagreina um bar vott um mikla framsýni. Íslenskt hásk indasamfélag hefur hins vegar breyst mikið sí þess sem þróun byggðar og þörf fyrir ný dýra sóknahús á Keldum valda því, að skynsamleg fyrir því að skoða og síðan nýta sér þau nýju t sem gefast við núverandi aðstæður. x x x Af fréttum má ráða, að starfsmenn á Keldu allir sáttir við hugmyndir um að flytja á nýjan sjálfu sér ekki nýtt, að deilt sé, þegar rætt er u flytja opinbera starfsemi á milli húsa, bæjarhl landshluta. Starfsmenn hins opinbera koma fr öðrum hætti við vinnuveitanda sinn, þegar han VETTVANGUR Viðjar vanans, tæki Eftir Björn Bjarnason H UGTÖKIN þróun og sjálf- bærni eru mikið til umræðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þró- un, sem nú stendur yfir í Jó- hannesarborg. Í gegnum árin hafa iðnríki Vesturlanda haft meiri áhyggjur af sjálf- bærni umhverfisins en ríki þriðja heimsins meiri áhuga á efnahagslegri framþróun. Á stórum umhverfisráðstefnum eru það yf- irleitt sjónarmið fyrsta heimsins sem verða ofan á. Það sem mun ráða úrslitum í Jóhann- esarborg er hvort heimurinn sé reiðubú- inn að láta framþróun hafa forgang fram yfir sjálfbærni. Hvers vegna hafa iðnríkin svona mikinn áhuga á sjálfbærni? Ástæðan er sú að stöðugt dembist yfir okkur bænasöngur um það hversu illa stödd náttúran sé. Auð- lindir fara þverrandi. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt og því verður stöðugt minni fæða til staðar. Dýrategundum er útrýmt í stórum stíl. Skógar eru að hverfa. Loft og vatn jarðarinnar verður stöðugt meng- aðra. Maðurinn er í stuttu máli að ganga frá jörðinni með framferði sínu og gæti út- rýmt mannkyninu þegar upp er staðið. Á þessu er hins vegar einn hængur. Það virðast engar sannanir liggja að baki bænasöngnum. Orka og auðlindir eru til í meira magni en áður, ekki minna. Meira er framleitt af matvælum á hvern jarð- arbúa en nokkurn tímann fyrr í sögunni. Færri svelta en áður. Rétt er að nokkrar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Hins vegar er búist við að einungis 0,7% þeirra muni hverfa á næstu árum en ekki 20-50% líkt og oftast er haldið fram. Það virðist eiga við um flesta umhverfismengun að umfang henn- ar hefur annaðhvort verið ýkt eða þá að hún er tímabundin og tengist frumstigum iðnvæðingar. Besta leiðin til að bregðast við mengun er því ekki að hægja á hag- vexti heldur ýta undir hann. Það að við á Vesturlöndum erum jafn ginnkeypt fyrir bænasöngnum og raun ber vitni, þrátt fyrir yfirgnæfandi sann- anir um hið gagnstæða, má rekja til þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á sjálfbærni. Hvergi kemur þetta jafnskýrt fram og varðandi loftslagsbreytingar. Það liggur fyrir að hitastig jarðar hefur hækkað og mun halda áfram að hækka ef við dælum út koltvísýringi með bruna kol- efnisorkugjafa. Hins vegar snýst umræðan allt of mikið um það hvernig draga megi úr útblæstri án tillits til kostnaðar. Með því að samþykkja Kyoto-sáttmála ársins 1997 hafa Evrópuríki sett sér það markmið að minnka koltvísýringsútblástur sinn niður í magn ársins 1990 á árabilinu 2008-2012. Það þýðir 30% minni útblástur en raunin hefði verið árið 2012 án aðgerða. Jafnve verði tek Sameinuð hækka um Búist er v á iðnríkin Þrátt f grípa til r breytinga ingar fra grípa til koltvísýr Þróun ekki sjá Eftir Bjørn Lomborg Victor Manuel, sem er tuttugu og fimm ára g ÁVÖXTUN LÍFEYRISSJÓÐA VERND HEIMILDARMANNA Hleranir dönsku lögreglunnará samtölum blaðamanns Jyl-landsposten við samstarfs- mann sinn hafa vakið harðar deilur. Viðkomandi blaðamaður, Stig Matth- iesen, skrifaði fréttaskýringu um múslíma í Danmörku. Var þar meðal annars fjallað um þann orðróm að til væri listi með nöfnum þekktra danskra gyðinga, sem gengi milli manna í röðum herskárra múslíma í Danmörku, og fyrirheit um verðlaun ef þeir yrðu myrtir. Dagblaðið lét lögreglu þegar í té nokkur nöfn málsmetandi gyðinga í dönsku samfélagi sem samkvæmt heimildum þess mætti ætla að gætu verið á listanum. Ekkert er hins veg- ar vitað um hvort slíkur listi er til í raun og segir einn heimildarmaður Matthiesens í greininni að orðróm- urinn um morðhótanirnar gæti jafn- vel verið frá „gyðingunum sjálfum kominn til þess að vinna samúð“. Lögreglan krafðist þess að dag- blaðið léti af hendi nöfn heimildar- manna Matthiesens. Þegar blaðið neitaði leitaði lögreglan á náðir dóm- stóla, sem féllust á kröfu hennar. Blaðið áfrýjaði málinu þá til Eystri landsréttar í Kaupmannahöfn, þar sem það er nú til meðferðar. Um leið og greinin birtist, 11. ágúst, hófust hins vegar hleranirnar. Jørgen Ejbøl, ritstjóri Jyllands- posten, segir að það sé ósamræm- anlegt lýðræðislegu réttarríki að lögregla hleri frjálsa fjölmiðla og bætir við: „Ef mannslíf eru í húfi og við höfum upplýsingar um það mynd- um við vitaskuld koma þeim upplýs- ingum samstundis til lögreglu um leið og við vernduðum heimildir okk- ar.“ Samband blaðamanns og heimild- armanns byggist á trausti. Ef heim- ildarmaður býr yfir upplýsingum, sem eru þess eðlis að það varði al- mannahag að þær komi fram, en vill ekki láta nafns síns getið þarf að fjalla þannig um málið að böndin berist ekki að honum. Bregðist blaðamaður því trausti missir hann trúverðugleika sinn. Sama má segja um þann fjölmiðil, sem ekki stendur vörð um þetta samband. Rannsóknarlögregla ríkisins krafðist þess um miðjan síðasta ára- tug að Agnes Bragadóttir, einn af fréttastjórum Morgunblaðsins, gæfi upp heimildir, sem hún hafði byggt á í greinaflokki sínum í Morgun- blaðinu um endalok Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu að henni bæri að gefa upp nafn heimild- armannsins, en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og staðfesti grundvall- arrétt blaðamanna til þess að vernda heimildir sínar. Talað hefur verið um að sá dómur hafi verið sigur fyrir blaðamennsku hér á landi. Í máli því, sem upp er komið í Danmörku, stangast hins vegar á tvö grundvallaratriði. Annars vegar er það réttur blaðamannsins til að vernda heimild sína, hins vegar sú siðferðislega skylda að koma í veg fyrir morð. Að vissu leyti er sam- band blaðamanns og heimildar- manns eins og skriftabarns og prests. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það eigi að láta heimild- armanninn komast upp með að nota fjölmiðil blaðamannsins til að koma málstað sínum á framfæri og njóta um leið nafnleyndar til að fremja óhæfuverk. Á milli ábyrgs fjölmiðils og yfirvalda á að ríkja sá trúnaður að því megi treysta að fjölmiðillinn láti ekki koma sér í þá stöðu að hann hylmi yfir með morðingja eða vit- orðsmönnum hans. Rökin fyrir því að fjölmiðlar þurfi að geta veitt nafn- lausum heimildarmönnum vernd eru þau að hægt sé að draga fram mik- ilvægar upplýsingar um gang mála í þjóðfélaginu. Brot á þeirri vernd getur stefnt heimildarmanninum í hættu og jafnvel blaðamanninum einnig. Lögreglan hefur sínar eigin leiðir til þess að afla upplýsinga og þær felast ekki í því að stytta sér leið með því að hlera símtöl blaðamanna. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins ífyrradag birtist tafla, þar sem gerð var grein fyrir ávöxtun fjár- muna lífeyrissjóða landsmanna á árinu 2001 og var byggð á skýrslu Fjármálaeftirlits um þetta efni, sem út kom nú í ágústmánuði. Heildar- niðurstaðan er sú, að raunávöxtun lífeyrissjóðanna var neikvæð um 1,9%. Hins vegar var mikill mismun- ur á afkomu lífeyrissjóðanna inn- byrðis. Nú er ekki hægt að búast við því, að lífeyrissjóðir skili góðri afkomu á hverju einasta ári og ekki má gleyma því að afkoma margra lífeyrissjóða hefur verið býsna góð mörg undan- farin ár. Að sjálfsögðu endurspegl- ast árferðið að töluverðu leyti í af- komu sjóðanna. Þótt ekki sé hægt að ætlast til beztu ávöxtunar ár hvert er þó hægt að gera eftirfarandi kröfur til þeirra, sem stjórna málefnum lífeyrissjóð- anna: Í fyrsta lagi að þeir séu varkárir í fjárfestingum. Það er ábyrgðarhluti að fjalla um þá peninga, sem fólk ætl- ar að byggja afkomu sína á í ellinni. Í öðru lagi er eðlilegt að hver og einn sjóðfélagi í séreignarsjóðum geti sjálfur tekið ákvörðun um hvaða sparnaðarleiðir hann vill fara með séreign sína. Í þriðja lagi er hægt að gera kröfu til þess, að félagsmenn lífeyrissjóð- anna fái reglulegar og skjótar upp- lýsingar um framvindu mála hjá sjóðunum. Allt er þetta með mismunandi hætti hjá lífeyrissjóðunum. Hjá sum- um þeirra eru þessi málefni í góðu lagi, hjá öðrum er ekki staðið jafnvel að málum. Neikvæð þróun í ávöxtun lífeyris- sjóðanna síðustu misseri ætti að verða til þess að auka aðhald með stjórnendum þeirra og að kröfur aukist um reglulega upplýsingamiðl- un til sjóðfélaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.