Morgunblaðið - 31.08.2002, Page 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UPPISTAND UM JAFNRÉTTISMÁL
Leikfélag Akureyrar
Leikfélag Akureyrar efnir til samkeppni
í skapandi skrifum undir yfirskriftinni
"Uppistand um jafnréttismál"
Óskað er eftir einleiksverkum í formi uppistands (stand-up)
sem taka um 20 til 30 mínútur í flutningi og fjalla á einn
eða annan hátt um samskipti kynjana eða jafnréttismál.
Leikfélag Akureyrar ráðgerir að sýna þrjú uppistandsverk
sem valin verða af dómnefnd og verður dagskráin
frumsýnd í janúar 2003.
Leikfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum handritum
eða fækka þeim sem valin verða til uppsetningar.
Höfundarlaun verða greidd í samræmi við gildandi
samning Leikfélags Akureyrar við Rithöfundasamband
Íslands og Leikskáldafélagið.
Skilafrestur er til 15. nóvember 2002. Allar nánari
upplýsingar veitir leikhússtjóri í síma 462 5073.
Leikfélag Akureyrar
FORSVARSMENN Norðurorku á
Akureyri eru að skoða þann mögu-
leika að virkja Glerá á nýjan leik. Að
sögn Franz Árnasonar fram-
kvæmdastjóra Norðurorku er málið
þó aðeins á frumstigi og engin
ákvörðun hefur verið tekin. „Þarna
er stífla og þarna var einu sinni
virkjun og menn eru því að leika sér
með þá hugmynd að endurgera
þessa virkjun að einhverju leyti.
Ekki það að menn telji sig þéna mik-
ið á því, heldur fyrst og fremst af
sögulegum ástæðum en þó þannig að
eitthvert vit sé í því að ráðast í verk-
ið. Þarna yrði þá um virkjun að ræða
af stærðargráðu bændavirkjunar,
sem hugsanlega gæti framleitt 200–
500 KW.“
Göngubrú er yfir stífluna á Glerá,
sem Rafveita Akureyrar lét hanna í
tilefni af 75 ára afmæli veitunnar ár-
ið 1997 og lagði fram þriðjung kostn-
aðar við byggingu brúarinnar. Ak-
ureyrarbær lét svo smíða brúna árið
1998. Franz sagði að rekstur virkj-
unar þarna mundi ekki hafa nein
áhrif á göngubrúna.
Stíflan fyrsta mannvirki
Rafveitu Akureyrar
Stíflan á Glerá er fyrsta mannvirki
Rafveitu Akureyrar og hluti af Gler-
árstöð, sem var fyrsta virkjun Raf-
veitunnar. Stíflan var byggð 1921,
stöðvarhúsið 1922 og virkjunin tekin
í notkun það ár en ekki 1992, eins og
missagt var í Morgunblaðinu í vik-
unni.
Í bók Gísla Jónssonar fyrrverandi
menntaskólakennara, Rafveita Ak-
ureyrar 1922–1999 – þættir úr sögu
rafvæðingar á Akureyri, kemur fram
að bygging Glerárstöðvar hafi verið
mjög umdeild. „Árið 1921 var mjög
sögulegt í rafveitumálinu. Blaðadeil-
ur voru linnulitlar, fundir í rafveitu-
nefnd bókaðir hvorki fleiri en færri
en 23 og framkvæmdir hafnar um
sumarið,“ segir í bók Gísla. Einnig
kemur fram að fyrst eftir að Laxá I í
Laxárvirkjun var tekin í notkun
1939, hafi Glerárstöðinni verið gefin
hvíld. Hún var þó gangfær, enda full
not fyrir hana öðru hvoru. „Hún
brann til skemmda í febrúar 1951 en
var endurbyggð og notuð eftir það,
þegar á lá, allt til ársins 1960.“ Raf-
veitustjórn ákvað 1963, að tillögu
Knúts Otterstedt, að gefa Iðnskól-
anum og væntanlegum tækniskóla á
Akureyri Glerárstöð, eftir að viðgerð
hafði farið fram á stokk. Tilgangur-
inn var tvíþættur; að varðveita stöð-
ina sögunnar vegna og auðvelda
skólunum iðnfræðslu og kennslu í
tæknilegum fræðum.
Nenntu menn jafnvel að brjóta
niður vélar með sleggjum
„Formleg afhending fór þó aldrei
fram og bar þar til skemmdir á stöð-
inni, bæði af náttúrunnar hendi og af
manna völdum. Komu viðgerðir Raf-
veitunnar til lítils. Húsið stóð þó
nokkur ár en sætti sífelldum
skemmdarverkum utan og innan.
Nenntu menn jafnvel að brjóta niður
vélar með sleggjum. Því ákvað bæj-
arstjórn í apríl 1978, að stöðvarhúsið
skyldi rifið og tók Lionsklúbburinn
Huginn að sér að jafna það við
jörðu.“
Ennfremur kemur fram í bókinni,
að stíflan á Glerá hafi verið endur-
byggð 1986 og gegni nú því hlutverki
að hefta sand- og malarburð ofan á
eyrarnar. Áður en stífla var gerð
þarna, fylltist oft farvegur árinnar af
möl niðri á eyrunum og olli það flóð-
um.
Morgunblaðið/Kristján
Stíflan yfir Glerá var endurbyggð árið 1986 og heftir nú sand- og malarburð ofan á eyrarnar.
Verður Glerá virkjuð á ný?
EFNAFRÆÐIFÉLAG Íslands
heldur ráðstefnu á Hótel KEA á Ak-
ureyri dagana 13. og 14. september
nk. Á ráðstefnunni verður fjallað um
þrjá efnisflokka, líftækni í fiskiðnaði,
málningar- og hreinlætisvörur og
efnafræðikennslu í framhaldsskól-
um.
Að auki verða pallborðsumræður
um efnafræðikennslu í framhalds-
skólum. Þá verður veggspjaldakynn-
ing á innsendum rannsóknarverk-
efnum meðan á ráðstefnunni
stendur. Frestur til skráningar og til
að skila inn ágripum rennur út 1.
september nk.
Ráðstefna
efna-
fræðinga
BÚSETI á Akureyri afhenti í
gær síðustu 6 íbúðirnar af 28
sem félagið hefur verið með í
byggingu undanfarið við
Skessugil 4-16. Íbúðirnar eru
í 7 fjölbýlishúsum. Nýlega
hófust framkvæmdir við
byggingu 20 íbúða fyrir félag-
ið við Klettaborg og er gert
ráð fyrir að þær verði afhent-
ar á tímabilinu 1. febrúar til
1. júlí á næsta ári. Í þessum
áfanga verður eitthundr-
aðasta íbúð félagsins á Ak-
ureyri. Þá hefur Búseti fengið
úthlutað lóðum undir 12 íbúð-
ir í Naustahverfi. Framundan
eru viðræður við bæjaryfir-
völd um ósk félagsins um
svæði í Naustahverfi undir
allt að 100 íbúðir sem byggð-
ar yrðu á næstu 4-5 árum.
Framkvæmdir í Skessugili
hófust í apríl í fyrra og er nú
að fullu lokið. Fyrstu íbúð-
irnar voru afhentar í desem-
ber sl. og síðan jafnt og þétt
þar til nú. Verktaki er Bygg-
ingafélagið Hyrna ehf. en
hönnuður húsanna er Fanney
Hauksdóttir arkitekt.
Sú nýjung hefur verið tekin
upp við byggingar á vegum
félagsins, að byggðar eru
sameiginlegar sorpgeymslur
sem einnig eru ætlaðar til
flokkunar á sorpi. Er það gert
í samræmi við stefnumótun
bæjarfélagsins í umhverfis-
málum, segir í frétt frá Bú-
seta. Íbúar í þessum bygging-
aráfanga félagsins eru 99
talsins en alls hafa 142 ein-
staklingar flutt í íbúðir félags-
ins frá því í desember 2000.
Búseti afhendir
síðustu íbúðirnar
við Skessugil
Óskað eftir
svæði fyrir
100 íbúðir
í Nausta-
hverfi
DVALAR- og hjúkrunarheimilið
Hlíð varð 40 ára sl. fimmtudag, á
140 ára afmæli Akureyrar. Af því
tilefni var efnt til afmælishófs í Hlíð
og komu þangað fjölmargir gestir,
þáðu veitingar og samfögnuðu vist-
mönnum og starfsfólki á þessum
tímamótum. Framtíðarkonur voru
fjölmennar í afmælisveislunni en
Kvenfélagið Framtíðin, sem reynd-
ar var lagt niður árið 2000, hefur
alla tíð staðið myndarlega að baki
Hlíð. Eftir að kvenfélagið hætti, var
stofnuð nefnd innan Félags eldri
borgara á Akureyri, sem heitir
Framtíðin og hefur sú nefnd haldið
áfram stuðningi við stofnunina.
Eins og nafnið gefur til kynna er
Hlíð annarsvegar dvalarheimili og
hinsvegar hjúkrunarheimili. Á
heimilunum geta íbúar á Akureyri
og í nokkrum nágrannasveit-
arfélögum sótt um vist þegar þeir
geta ekki búið á eigin heimilum
vegna öldrunar. Á hjúkrunarheim-
ilinu fá íbúar viðameiri þjónustu
enda geta þeir ekki búið á dval-
arheimilinu sökum sjúkleika. Á
dvalarheimilinu fær fólk aðstoð við
athafnir daglegs lífs og stendur til
boða tómstundastarf og ýmis af-
þreying. Íbúar á dvalarheimili eru
um 42 talsins. Á hjúkrunarheim-
ilinu eru 82 íbúar. Eins og sést hér
að neðan var fjölmennt á Hlíð í gær.
Dvalar- og
hjúkrunar-
heimilið
Hlíð 40 ára
Morgunblaðið/Kristján
SÍÐASTA söngvaka sumarsins í
Minjasafnskirkjunni á Akureyri
verður mánudaginn 2. september.
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleif-
ur Hjartarson flytja þá í tali og tón-
um dæmi úr tónlistarsögu okkar Ís-
lendinga frá dróttkvæðum til dægur-
laga nútímans. Tónleikarnir hefjast
kl. 20.30.
Síðasta söng-
vaka sumarsins
Morgunblaðið/Kristján
ÞORSTEINN Bachmann tók í gær
við starfi leikhússtjóra Leikfélags
Akureyrar af Sigurði Hróarssyni,
sem stýrt hefur starfi LA und-
anfarin tæp fjögur ár. Þorsteinn
var ráðinn til þriggja ára en hann
var valinn úr hópi 12 umsækjenda.
Sigurður Hróarsson afhenti Þor-
steini lykla að skrifstofu leik-
hússtjóra við hátíðlega athöfn í
Samkomuhúsinu gær. Þorsteinn
sagði m.a. við það tækifæri, að Sig-
urður skilaði góðu búi og að vilji
sinn stæði til þess að byggja ofan á
það starf sem Sigurður hefði innt af
hendi við leikhúsið. Sigurður sagð-
ist ekki segja alveg skilið við leik-
húsið, þótt hann hefði látið af starfi
leikhússstjóra, þar sem hann hefur
verið fenginn til að leiða viðræður
við ríki og bæ um nýjan samning við
leikhúsið. Þá færði samstarfsfólk
Sigurðar honum gjöf á þessum
tímamótum, með þakklæti fyrir frá-
bært samstarf. Sigurður Hróarsson
afhendir hér Þorsteini Bachmann
lykla að skrifstofu leikhússtjóra LA.
Leikhús-
stjóra-
skipti
hjá LA
♦ ♦ ♦