Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 24

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SÆNSKA lögreglan handtók í gær sænskan ríkisborgara af túniskum uppruna er skammbyssa fannst í handfarangri hans rétt áður en hann hugðist stíga um borð í flugvél. Er hann grunaður um að hafa ætlað að ræna henni. Maðurinn, tæplega þrítugur, var handtekinn í fyrrakvöld í flugstöð- inni í Västerås, sem er um 100 km vestur af Stokkhólmi. Í tilkynningu lögreglunnar sagði, að hann væri grunaður um að hafa ætlað að ræna flugvélinni auk þess sem hann hefði brotið lög um vopnaburð. Sagt var, að hann hefði áður komist í kast við lögin, verið dæmdur fyrir þjófnað og líkamsárás, en engar frekari upplýs- ingar gefnar um hann. Maðurinn var með hópi 20 músl- íma, sem var á leið á íslamska ráð- stefnu í Birmingham á Englandi, og ætlaði þangað með flugvél frá Ryanair-flugfélaginu írska. Voru aðrir í hópnum yfirheyrðir en sleppt á föstudagsmorgni. Fréttastofan TT hafði í gær eftir heimildum innan sænsku lögregl- unnar, að ólíklegt sé talið, að mað- urinn hafi ætlað sér að vinna hryðju- verk. Líklegast sé, að hann sé veill á geði og hafi verið einn að verki. Öryggisviðbúnaður kannaður? Aftonbladet sænska segir, að lög- reglan sé þó að kanna þann mögu- leika, að maðurinn hafi verið að kanna öryggisviðbúnað á flugvellin- um vegna „fyrirhugaðra hryðju- verka“. Þá hefur Dagens Nyheter það eftir heimildum, að maðurinn segist ekki hafa vitað af byssunni í farangri sínum. Lögreglumenn með alvæpni um- kringdu flugvélina eftir að skamm- byssan kom í leitirnar og segir Ex- pressen, að flugstjórinn hafi þá lýst yfir, að um borð væri fólk, „sem ég kæri mig ekki um“. Í Svíþjóð eru við- urlög við flugránstilraun frá fjögurra ára og upp í lífstíðarfangelsi. Svíi af túniskum uppruna handtekinn á flugvellinum í Västerås Sakaður um til- raun til flugráns Västerås. AP, AFP. KANADÍSKT par hefur höfðað mál gegn Air Canada-flugfélag- inu og krefur það um fimm millj- ónir dollara, eða um 440 milljón- ir króna, í skaðabætur fyrir að hafa týnt ketti þess á flugi milli Kanada og Kalíforníu. Í ágúst- mánuði í fyrra flugu þau Andr- ew Wysotski og Lori Learmont frá Ontario til San Fransisco með hinn fimmtán ára gamla Fu, sem þurfti að dúsa í farangurs- geymslu vélarinnar. Þegar til Kalíforníu var komið var hins vegar stórt gat á kassa kattarins og Fu á bak og burt. Heimurinn er lítill BERNARD Crowden, rannsókn- arlögreglumaður í New Orleans í Bandaríkjunum, sat á braut- arstöð á frívaktinni að lesa yfir skjöl í morðmáli sem hann var að vinna að þegar hinn grunaði gekk upp að honum og spurði hvar hann gæti fengið leigubíl. Nokkr- um dögum áður hafði Crowden gefið út handtökuskipun á hend- ur Tron Hughes og skipti því engum togum að Hughes var settur í járn og fluttur á lög- reglustöð. „Ég er líklega eini lög- reglumaðurinn á svæðinu sem þekkti hann í sjón,“ segir Crowd- en. „Hann er greinilega svolítið óheppinn.“ Lífverðir óttast bílþjófa ÖRYGGISÞJÓNUSTA pólska ríkisins, sem sér um að gæta inn- lendra og erlendra fyrirmanna í landinu, mun ekki lengur nota fjórtán þýska glæsivagna, sem henni voru fengnir, af ótta við að þeim verði stolið. Starfsmenn þjónustunnar halda að þeir muni eyða meiri tíma í að gæta bif- reiðanna en þeirra sem í bíl- unum eru, segir ráðuneytisstjóri pólska forsætisráðuneytisins. Pólskir bílþjófar eru einstaklega bíræfnir og hefur lögreglu enn ekki tekist að hafa upp á bíl nú- verandi forsætisráðherra, sem stolið var árið 1993, þegar hann var ráðherra dómsmála. Rándýr köttur BORGARALEGU stjórnarandstöðuflokk- arnir í Þýzkalandi kynntu í gær nýjar til- lögur um aðgerðaáætl- un sem miðar að því að hleypa nýju lífi í efna- hagslífið, sem þeir hyggjast hrinda í fram- kvæmd sigri þeir í kosn- ingunum sem fram fara eftir þrjár vikur. Sam- tímis þessu voru birtar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem benda til að mjög mjótt sé á mununum milli keppinautanna um völdin í mesta efnahagsveldi Evrópu. Skoðanakönnunin, sem gerð var fyrir sjónvarpsstöðina ZDF, virtist staðfesta þá þróun, að Gerhard Schröder kanzlari og Jafnaðar- mannaflokkur hans (SPD) sé að sækja í sig veðrið og flokkurinn njóti nú svo gott sem jafnmikils fylgis og keppinauturinn, kristilegu systur- flokkarnir CDU og CSU og kanzlara- efni þeirra. SPD mældist með 38% og CDU/CSU með 39%. Edmund Stoiber, for- sætisráðherra Bæjara- lands og kanzlaraefni CDU/CSU, kynnti á blaðamannafundi í Berlín í gær aðgerða- áætlun í efnahagsmál- um, sem beindist mjög að því að bæta rekstr- araðstæður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en að sögn Stoibers eru þau lykillinn að því að hleypa nýjum krafti í þýzkt atvinnulíf. Annað mikilvægasta takmark- ið sem hann hygðist setja í forgang á fyrsta hálfa árinu eftir að hann fengi stjórn- artaumana í sínar hendur væri að skapa sveigjanlegri vinnumarkað í landinu. Kosninga-efnahagsmálaáætlun Stoibers var kynnt á sama tíma og neikvæðum fréttum úr þýzku efna- hagslífi hélt áfram að fjölga – ríkis- stjórn Schröders til mæðu. Dagblaðið Die Welt greindi frá því, að fjöldi at- vinnulausra í Þýzkalandi hefði haldizt yfir hinni pólitískt viðkvæmu tölu fjórum milljónum út ágústmánuð og stæði nú í 4,04 milljónum. Aðalkosn- ingaloforð Schröders fyrir kosning- arnar fyrir fjórum árum, er hann batt enda á 16 ára valdatíma CDU/CSU undir forystu Helmut Kohls, var að á kjörtímabilinu myndi hann koma fjölda atvinnulausra í landinu niður fyrir 3,5 milljónir. Þjóðverjar varaðir við Auk þess birtist bæði í Die Welt og dagblaðinu Handelsblatt frétt um að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins væri nú að undirbúa að senda þýzku stjórninni aðvörunar- bréf – svokallað „blátt bréf“ – vegna þess að fjárlagahallinn er kominn ískyggilega nálægt þeim mörkum sem kveðið er á um í stöðugleikasátt- mála Efnahags- og myntbandalags- ins. Hafði Handelsblatt það eftir ónafngreindum embættismanni framkvæmdastjórnarinnar, að þar á bæ væru menn nú mjög vantrúaðir á að stjórninni í Berlín tækist að halda skuldaaukningu ríkisins innan við 3% af vergri landsframleiðslu, en það eru þau mörk sem stöðugleikasáttmálinn kveður á um. Kosningabaráttan í Þýskalandi fer harðnandi Dregur saman með frambjóðendum Berlín. AFP. Edmund Stoiber BEKKJARFÉLAGAR hins þrettán ára gamla Abdel-Hadi al-Hamayd- ah kveðja hann, en Abdel-Hadi féll á fimmtudaginn fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna þar sem hann lék sér nærri rústum heimilis síns á Gaza. Talsmenn Palestínumanna hafa fordæmt að Ísraelsher hafi beitt svokallaðri „örvasprengju“ gegn almennum borgurum á Gaza í vikunni með þeim afleiðingum að fjórir biðu bana. Sprengjan er þannig búin að þegar hún springur skjótast úr henni fimm þúsund litl- ar örvar sem dreifast á mörghundr- uð fermetra svæði. Reuters „Örvasprengjum“ beitt TVEIR tyrkneskir fallhlífaher- menn lentu í vandræðum eftir að fallhlífar þeirra flæktust saman á sigurhátíð í gær. Annar þeirra slas- aðist en hinn slapp ómeiddur. Reuters Árekstur í háloftunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.