Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 14

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR hoppuðu nær hæð sína í loft upp, strákarnir í 4. flokki HK á fimmtudagskvöld þegar liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í 4. flokki karla annað árið í röð eftir að hafa borið sigurorð af Fjölni í úr- slitaleik á Kópavogsvelli með fjór- um mörkum gegn einu. Fjölmenni var á leiknum og komst Fjölnir yfir snemma í leikn- um en HK jafnaði um hæl og bætti síðan við öðru marki fyrir hlé. Tvö mörk HK í síðari hálfleik gerðu síð- an út um leikinn. HK varð einnig Íslandsmeistari í þessum aldursflokki í fyrra, en það er fremur óalgengt að lið vinni titil tvö ár í röð í þessum aldursflokki. Að sögn Benedikts Höskuldssonar, formanns knattspyrnudeildar HK, hefur árangur deildarinnar allrar verið framar öllum vonum í sumar. „Ég held að þetta sé besta árið okkar frá upphafi,“ segir hann. „Við erum að ná árangri í vel- flestum flokkanna: meistaraflokk- urinn er kominn upp í fyrstu deild- ina, við þurfum eitt stig í öðrum flokki til að komast upp í A-riðil og vera með þeim átta bestu, í þriðja flokki erum við að fara í undan- úrslit á Blöndósi í dag [í gær] og fjórði flokkurinn vannst á fimmtu- dag. Í sjötta flokki gekk okkur ágætlega en þar vorum við með besta árangur á Pollamótinu og á Lottómótinu vorum við með tvö lið í úrslitum. Þetta er það besta sem maður man.“ Klárir meistarar framtíðarinnar Hvað stelpurnar varðar segir Benedikt að þar einbeiti menn sér meira að uppbyggingu liðanna. „Sérstaklega hjá eldri stelpunum þar sem við erum í samstarfi við Víkingana þannig að það er ekki komið jafn langt. En við teljum okk- ur vera í mjög góðu undirbúnings- starfi þannig að við væntum þess að vera mjög sterk innan tveggja, þriggja ára. Hins vegar tekur þetta tíma og það þarf að vinna þessu veg.“ Hann segir alveg klárt að strák- arnir sem unnu á fimmtudaginn eigi eftir að verða meistarar framtíð- arinnar. „Það er alveg kristalklárt að þeir munu skipa okkar bestu lið í framtíðinni. Þegar horft er á meist- araflokkinn sést að hann hefur á að skipa ungu fólki og við erum að fá sterka stráka upp. Það eru að koma alveg gríðarlegar styrkingar upp á hverju einasta ári.“ Að sögn Benedikts ber fyrst og fremst að þakka góðu starfi í deild- inni þennan góða árangur. Að sjálf- sögðu verður síðan haldið upp á öll herlegheitin, fyrst á laugardaginn eftir viku þegar fimmti og sjöundi flokkur verða heiðraðir í hálfleik í síðasta leik meistaraflokksins í sum- ar á svokölluðum HK-sigurdegi og síðan á lokahófi félagsins þann 21. september næstkomandi. „Þá verð- ur fjör í Kópavoginum – það er lof- orð,“ segir Benedikt að lokum. Fjórði flokkur HK Íslandsmeistarar annað árið í röð Ljósmynd/Friðþjófur Helgason „Held að þetta sé besta árið okkar frá upphafi“ Kópavogur FRAMKVÆMDASTJÓRI Sorpu hefur óskað eftir viðræðum við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði um mögulega staðsetningu nýrrar end- urvinnslustöðvar í bænum. Segir í bréfi framkvæmdastjórans að bæjarráð Hafnarfjarðar hafi ítrekað óskað eftir slíkri stöð en þeim óskum hafi ekki fylgt hugmyndir að lóð eða staðsetningu hennar. Bréfið var tekið fyrir á fundi skipu- lags- og byggingarráðs í vikunni. Var skipulagsstjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra Sorpu um málið jafnframt því sem því var vísað í vinnu við aðalskipulag bæjarins. Óskað eftir lóð fyrir endur- vinnslustöð Hafnarfjörður NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands fara fram á að í deiliskipulagi Norðlingaholts verði fylgt Umhverf- isáætlun Reykjavíkur – Staðardag- skrá 21 – sérstaklega hvað varðar votlendi og flæðilönd við ána Bugðu. „Votlendi og flæðilönd við ána Bugðu eru mikilvæg vegna fjöl- breytts lífríkis sem er á hröðu und- anhaldi í borginni. Á það við bæði um gróður, fugla og annað dýralíf. Þar sem Bugða er og verður við jaðar byggðar í Reykjavík er hún einnig mikilvæg fyrir fugla og annað dýralíf handan byggðarinnar, m.a. í frið- landi Rauðhóla, og mikilvægt er að ganga ekki á áhrifasvæði árinnar frekar en orðið er. Þannig eru Bugða og flæðilönd hennar eitthvert mik- ilvægasta náttúrusvæði borgarinnar eins og fram kemur í greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands um náttúrufar í austurlandi Reykjavík- ur. Í Umhverfisáætlun Reykjavíkur stendur m.a. á bls. 16: „Stefnt er að því að höfuðstóll náttúrusvæða hald- ist óskertur.“ „Stefnt er að því að endurheimta einstök votlendis- svæði.“ Það vekur því sérstaka at- hygli að í tillögum að deiliskipulagi Norðlingaholts er gert ráð fyrir um- talsverðum uppfyllingum á flæði- landi og votlendi við Bugðu og vænt- um við þess að borgaryfirvöld standi við yfirlýsta stefnu Staðardagskrár 21 og rýri ekki höfuðstól þessa mik- ilvæga náttúrusvæðis með uppfyll- ingum. Náttúrusvæðið við Bugðu hefur þegar verið rýrt óhæfilega,“ segir í fréttatilkynningu frá Nátt- úruverndarsamtökum Íslands. Náttúruverndarsamtök Íslands Vilja vernda vot- lendi við Bugðu Norðlingaholt BÆJARSTJÓRI Seltjarnarness tók á móti hópi barna í Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness í síð- ustu viku í tilefni þess að fyrr í sum- ar unnu þau til verðlauna á hátíð ungra hljóðfæraleikara í Gauta- borg. Hlaut sveitin fyrstu verðlaun í keppni ungra lúðrasveita. Alls eru í sveitinni 32 börn og unglingar sem öll eru nemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness en Kári H. Einarsson stjórnar sveit- inni. Þátttakendur á hátíðinni voru hátt á annað þúsund og komu þeir víðsvegar að. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum og hreppti Skóla- lúðrasveit Seltjarnarness fyrstu verðlaun í keppnisflokki ungra hljóðfæraleikara. Þá náði sveitin flestum stigum allra lúðrasveita í öllum keppnisflokkum. Hér má sjá sveitina ásamt Ágústi Ragnarssyni, fararstjóra í ferðinni, Jónmundi Guðmarssyni bæjar- stjóra, Kára H. Einarssyni, stjórn- anda hljómsveitarinnar, og Guð- rúnu Elísabetu Gunnarsdóttur fararstjóra. Unnu fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni Seltjarnarnes SELTJARNARNESBÆR hefur ákveðið að óska efti því við félags- málaráðherra að hann heimili að af- létt verði kaupskyldu og forkaups- rétti sveitarfélagins vegna félags- legra eignaríbúða og kaupleiguíbúða í sveitarfélaginu. Verði ráðherra við beiðninni munu eigendur félagslegra eignaíbúða geta selt þær á frjálsum markaði kjósi þeir það. Samþykkt bæjarstjórnar er í sam- ræmi við heimild í breytingu á lögum um húsnæðismál frá 1998 sem sam- þykkt var á Alþingi í maí síðastliðn- um. Ákvörðunin mun þó ekki hafa áhrif á rétt eigenda til að óska eftir því að Seltjarnarnesbær leysi til sín félagslega eignaríbúð sem kaup- skylda hvílir á samkvæmt ákvæðum í þessum sömu lögum. Sama á við þegar um nauðungarsölu á félags- legum eignaríbúðum er að ræða. Forkaupsrétti og kaupskyldu félagslegra íbúða aflétt Seltjarnarnes BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Kirkjubyggingasjóðs Reykja- víkurborgar að úthlutun styrkja úr sjóðnum á yfirstandandi ári. Alls er tuttugu milljónum króna úthlutað að þessu sinni. Kirkjurnar sem hljóta styrk eru Breiðholtskirkja, Dómkirkjan, Graf- arvogskirkja, Grensáskirkja, Hall- grímskirkja, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía og Laugarneskirkja. Í bréfi sjóðsstjórnar til borgarráðs er á það bent að samkvæmt sam- þykktum sjóðsins skuli úthlutun lok- ið fyrir 1. mars ár hvert. „Úthlutun hefur því dregist mjög á þessu ári, þar sem tafir urðu á því að ganga frá nýjum samþykktum fyrir sjóðinn og síðan að tilnefna í stjórn hans. Það er því mjög brýnt að sem fyrst verði gengið frá úthlutun, þannig að styrk- irnir megi koma kirkjunum að gagni við framkvæmdir þessa árs,“ segir í bréfinu. Styrkjum úthlutað úr Kirkjubyggingasjóði Reykjavík HAFNARFJARÐARBÆR og Námsflokkar Hafnarfjarðar – Mið- stöð símenntunar og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér sam- starfssamning sem felur í sér að íbú- um á höfuðborgarsvæðinu verður tryggt aðgengi að fjarnámi frá Há- skólanum á Akureyri. Í fréttatilkynningu frá Hafnar- fjarðarbæ segir að háskólinn skipu- leggi námið og beri á því faglega ábyrgð en Námsflokkar Hafnar- fjarðar – Miðstöð símenntunar mun leggja til og kosta náms- og starfs- aðstöðu fyrir nemendur í Hafnar- firði, miðla upplýsingum og gögnum til þeirra og annast tæknilega um- sjón og prófahald. Í haust verður boðið upp á nám í leikskólafræðum til B.Ed.-gráðu bæði á 1. og 3. ári og í auðlindadeild sem er þriggja ára BS-nám. Morgunblaðið/Þorkell Theodór Hallsson, skólastjóri Námsflokkanna, Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Samið um fjarnám Hafnarfjörður Í DAG verður kveikt á nýjum hnappastýrðum umferðarljós- um fyrir fótgangandi (gang- brautarljósum) á Suðurgötu við Guðbrandsgötu og í Álfheimum við Sólheima. Ný umferðarljós Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.