Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 13
HEIMILI og skóli, landssamtök foreldra, eiga
tíu ára afmæli nú í september. Samtökin héldu af
því tilefni blaðamannafund á fimmtudag og
gerðu þar grein fyrir helstu áherslum í starfsemi
sinni og kynntu jafnframt fræðslu- og upplýs-
ingaefni sem þau gefa út um þessar mundir.
Að sögn Jónínu Bjartmarz, formanns Heimilis
og skóla, var samstarfssamningur undirritaður
nú í vor á milli Heimilis og skóla og mennta-
málaráðuneytisins. Hún sagði að ráðuneytið
greiddi samtökunum 1,7 milljónir króna á ári til
þriggja ára. Með því ætti þeim að vera betur
kleift að sinna símaþjónustu, sem er mikilvægur
þáttur í starfsemi samtakanna, auk þess sem
Heimili og skóli skuldbinda sig til að efla starf
foreldraráðanna í grunnskólunum og loks að
standa að útgáfustarfi. „Varðandi útgáfustarfið
höfum við lagt mesta áherslu á gagnvart ráðu-
neytinu stuðning þess um útgáfu alls konar efnis
um stjórnsýslu skóla, réttarstöðu foreldra,
réttindi og skyldur innan kerfisins og hvernig
foreldrar eiga að bera sig að,“ sagði Jónína og
benti á að nú væri meðal annars verið að kynna
bækling sem ber heitið Meðferð skólastarfs-
manna á trúnaðarupplýsingum. Þar fást almenn-
ar upplýsingar sem eiga að vera til gagns bæði
fyrir foreldra og ekki síður fyrir kennara og
skólanefndarmenn.
Hvatning til foreldra til
að lesa upphátt fyrir börnin
Heimili og skóli kynntu einnig nýjan bækling
sem kallast Korter á dag, hefur þú tíma til þess?
og er hann hugsaður sem hvatning til foreldra til
að lesa upphátt fyrir börnin sín og að sinna því
að börnin lesi sjálf upphátt. Með þessari útgáfu
eru Heimili og skóli að bregðast við niðurstöðum
Pisa-rannsóknar OECD.
Samtökin hafa ráðist í að gefa út Foreldra-
samning fyrir foreldra yngri barna og er það
efni ætlað foreldrum barna í fyrstu bekkjum
grunnskólans, 6–11 ára. Foreldrasamningurinn
er ákveðið forvarnarefni sem hefur verið gefið út
undanfarin ár fyrir foreldra eldri barna.
Þá kynntu Heimili og skóli Rotterdam-yfirlýs-
inguna um börn og fjölmiðla sem samþykkt var á
aðalfundi Evrópusamtaka foreldra í fyrra. Loks
kynntu samtökin bæklinginn SUSI – örugg net-
notkun en þar er hægt að finna ráð og upplýs-
ingar fyrir foreldra og kennara um öryggi á Net-
inu.
Jónína lagði áherslu á að um árabil hefðu sam-
tökin rekið símaþjónustu, þar sem leitast væri
við að svara spurningum sem brenna á for-
eldrum og veita upplýsingar og ýmiss konar ráð-
gjöf. Hún undirstrikaði að þjónustan væri vel
nýtt.
Jónína sagði að af gefnu tilefni þætti Heimili
og skóla rétt að taka það fram að samtökin stuðl-
uðu eftir öllum ráðum að bættum uppeldis- og
menntunarskilyrðum barna. Hún lagði áherslu á
að þau hefðu orðið vör við þann algenga mis-
skilning að Heimili og skóli væru stofnun, rekin
af einhverju stjórnvaldi. „En í sannleika sagt þá
eru það okkar félagsmenn, sem við reynum að
halda ekki færri en 8.000, sem standa alfarið
undir okkar rekstri. Ástæða þess að ég tek þetta
fram er sú að við þurfum að fara árlega í fé-
lagaöflun og leitum þá til foreldra barnanna sem
eru að byrja í skóla því um leið og börnin hætta í
grunnskólanum ganga foreldrarnir út,“ hélt hún
áfram. Hún sagði að nú væri engin ástæða til
þess því samtökin væru nú einnig samtök for-
eldra í barna framhaldsskólum og bætti hún við
að þörfin fyrir þessa breytingu hefði verið mikil
eftir hækkun sjálfræðisaldursins.
Tíu ára afmæli Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra
Samstarfssamningur gerður
við menntamálaráðuneytið
Morgunblaðið/Þorkell
Jónína Bjartmarz formaður kynnir helstu
áherslur í starfsemi Heimilis og skóla.
Á FUNDI Heimilis og skóla
kom fram að símtöl sem ber-
ast til símaþjónustu samtak-
anna hefðu verið tölvuskráð í
nokkur ár. Efni þeirra er af-
ar misjafnt og sagði Jónína
Bjartmarz að bæði síðastliðið
vor og nú í haust hefði mjög
mikið verið hringt vegna
lengingar skólaársins og
væru foreldrar ákaflega
óánægðir með þá tilhögun.
„Við verðum líka vör við
að fólk hringi út af lestr-
arerfiðleikum, þá eru það
bæði foreldrar barna sem
eiga við lestrarerfiðleika að
etja og svo fullorðið fólk sem
er að hringja út af þessu
sama og spyrja hvar úrlausn-
ir sé að fá.
Það er einnig mikið hringt
út af skólaakstri, einelti og
fleira. Allt er þetta hefð-
bundið fyrir utan fjölgun sím-
tala út af lestrarerfiðleikum
og út af lengingu skólaárs-
ins,“ benti hún á.
Símaþjónusta
Heimilis og skóla
Lenging
skólaárs
og lestr-
arerfið-
leikar full-
orðinna