Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 31

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 31 M ANNKYN að störfum. Eða hvað? Það er ekki laust við að mannfjöldinn á leiðtogafundi Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun í Jó- hannesarborg sé yfirþyrmandi. Sextíu þúsund manns þegar allt er talið, jafnvel fleiri er sagt, reyndar kemst bara tíundi hluti þessa fjölda inn í ráðstefnu- miðstöðina í einu og þar hafa fulltrúar í sendinefndum þátt- tökuríkjanna tæplega 200 for- gang. En um alla borg er fundað, skrafað og bornar saman bækur. Miðstöð frjálsra félagasamtaka og alls kyns þrýstihópa er á svæði sem er líkast til hundrað sinnum stærra en Laugardals- höllin okkar. Um það bil 600 við- burðir bara þar. Úrtölu- og svartsýnismenn segja ekkert vit í svona sam- kundum. Hér sé hver höndin upp á móti annarri og ekki nokkur leið til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu sem komi öllu mann- kyni til góða. Sú hætta er vissu- lega fyrir hendi. Í þessari viku hafa saminganefndir þjóðanna setið á ströngum fundum og reynt að fækka ágreinings- atriðum í drögum að fram- kvæmdaáætlun ráðstefnunnar. Á morgun mæta leiðtogarnir til leiks og þeim er ætlað að útkljá erfiðustu deiluefnin. Þeir eiga ekki létt verk fyrir höndum. En meðan þessu fer fram halda um- hverfisverndar- og mannrétt- indasamtök og alls kyns hags- munahópar samningamönnum við efnið. Stóra spurningin er auðvitað hvort ráðstefnan í Jóhann- esarborg árið 2002 verði jafn söguleg og árangursrík ráð- stefna og Ríó-fundurinn 1992. Ýmsir leiðtogar t.d. George W. Bush Bandaríkjaforseti, sem er víst í sumarleyfi, og álitsgjafar etja kappi um að afskrifa þessa ráðstefnu áður en hún er yf- irstaðin. Fjarvera Bandaríkja- forseta ber fyrst og fremst vitni um skort á pólitískum kjarki og ótrúlega skammsýni í umhverf- ismálum. Og það sama má segja um aðra leiðtoga sem telja sér ekki fært að mæta til fundarins. Átakalínurnar eru skýrar. Evrópusambandið á aðra hönd og Bandaríkin á hina. Ísland og Noregur virðast vinna nokkuð náið með ESB en Ástralía og Kanada eru oftast í liði með Bandaríkjastjórn. Á milli ESB og Bandaríkjanna er grundvallarágreiningur um það hvort framkvæmdaskjalið eigi að innhalda tölusett og tíma- sett markmið í umhverfismálum. Samningamenn Bandaríkja- stjórnar vilja hafa orðalag óljóst og opið. ESB vill skuldbindingar til 10–15 ára í senn. Hinn gríð- arstóri ríkjahópur þróunarland- anna, G-77, er innbyrðis mjög ólíkur og oft erfitt að henda reiður á hvað heldur honum saman. Hvað eiga olíuríkin í OPEC t.d. sameiginlegt með fá- tækustu ríkjunum í Afríku? Þessi samsetning einfaldar ekki samningaviðræður. Verði niðurstaðan óljós og lítt skuldbindandi fyrir ríki jarðar mun það valda flestum sem hér eru miklum vonbrigðum. Hitt er þó alvarlegra að slík niðurstaða væri í raun uppgjöf gagnvart þeim verkefnum sem framundan eru og svik við þá 2 milljarða mannkyns sem draga fram lífið á minna en 150 krónum á dag. Frjáls verslun er í brennidepli í Jóhannesarborg. Milliríkja- viðskipti þurfa ekki einvörðungu að vera frjáls heldur að styðjast við sanngjarnar leikreglur. Á hverju ári verja iðnríkin 50 millj- örðum Bandaríkjadollara í þró- unaraðstoð. Á sama tíma eru 350 milljarðar dollara veittir til nið- urgreiðslu á landbúnaðar- afurðum í þessum sömu löndum. Hingað til hafa hagsmunir iðn- ríkjanna algjörlega ráðið ferð- inni í mótun leikreglna Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) með þeim afleiðingum að fátæk- ustu ríki heims eiga litla sem enga möguleika til þess að koma framleiðslu sinni á markað á Vesturlöndum. Framleiðslu- styrkir og niðurgreiðsla land- búnaðarafurða í Bandaríkjunum og innan ESB er mestur Þránd- ur í Götu ríkjanna í suðri. Hvern- ig eiga þau að geta unnið sig út úr fátækt er útflutningsmark- aðir fyrir framleiðslu þeirra eru lokaðir og verðinu á vörunni sem þessi ríki gætu keppt við, t.d. landbúnaðarafurðum, er haldið óeðlilega lágu með markaðs- inngripum á Vesturlöndum? Fátt skiptir viðskiptahagsmuni þróunarlandanna meira máli til framtíðar en aðgangur að mörk- uðum ríkustu þjóða heims. Ísland, Noregur og Evr- ópusambandið vilja senda sterk skilaboð til umheims- ins um þróun notkunar endurnýjanlegra orku- gjafa. Deilan um orðalag greinarinnar í fram- kvæmdaskjalinu sem fjallar um aukna notkun endurýjanlegra orkugjafa stendur við Bandaríkin og OPEC-ríkin. Hér er auðvitað á ferðinni prinsippmál sem olíuveldin mega ekki standa í vegi fyrir. Útrýming fátæktar er for- gangsverkefni á sviði mannrétt- indabaráttunnar sagði Mary Robinson, yfirmaður Mannrétt- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, í ávarpi sínu til ráðstefnu- fulltrúa í Jóhannesarborg. Það er líka forgangsverkefni eigi sjálfbær þróun umhverfisins að verða að veruleika. Verkefnin blasa við hvert sem litið verður. Heilsugæsla og bólusetning barna, grunnmenntun fyrir alla, bæði stelpur og stráka, sjálfs- ákvörðunarréttur kvenna yfir líkama sínum og lífi, efling mannréttinda um allan heim. Skynsamleg og réttlát nýting náttúruauðlinda. Aðgangur allra að hreinu drykkjarvatni. Ef ekki verður tekist á við þessi grund- vallarverkefni er tómt mál að tala um náttúru- og umhverf- isvernd í anda sjálfbærrar þró- unar á 21. öldinni. Þess vegna er ekki bara æskilegt heldur nauð- synlegt að stjórnvöldum sé hald- ið við efnið með fundum sem þessum á 10 ára fresti eða svo. Hér gefst ómetanlegt tækifæri til þess að staldra við, líta um öxl og horfa fram á við og spyrja sig vort við séum á réttri leið til sjálfbærrar þróunar. Frjáls verslun, fátækt, kven- frelsi, eignarhald á landi og virð- ing fyrir mannréttindum. Allt eru þetta lykilatriði í umræðunni um framtíð sjálfbærrar þróunar á jörðinni hér í Jóhannesarborg. Líklega þykir einhverjum um- hverfisvernd og frjáls verslun eiga fátt skylt en þegar málið er krufið til mergjar kemur annað í ljós. Sjálfbær þróun í umgengni við náttúruna og auðlindir jarðar er forsenda þess að árangur ná- ist í baráttunni við örbirgð og vaxandi misskiptingu tekna í heiminum. Aftur á bak í Jó- hannesarborg? Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Framleiðslustyrkirog niðurgreiðsla landbúnaðarafurða í Bandaríkjunum og innan ESB er mestur Þrándur í Götu ríkjanna í suðri. ‘ rgar. af því, akar spildur ðar. Vissu- rst ná þeir r. Má því rir brjósti, og nýju stað breyt- eða hvern- ir ákveði g vísinda enn eru í eða New hinn bóginn rð við þá, skapi al- vísinda- egum sínum tíma. ar á Keld- kóla- og vís- íðan auk arann- rök virðast ækifæri, m séu ekki n stað. Er í um að luta eða ram með nn tekur ákvarðanir af þessu tagi, en þeir, sem vinna hjá einkaað- ilum. Stundum er engu líkara en þeir telji sig fara með eignarhald á opinberum mannvirkjum, lóðum og lendum og ekki megi taka ákvarðanir um þær án þeirra sam- þykkis. Þegar litið er til raka þeirra, sem hafa opinberlega lagst gegn því, að flutt verði frá Keldum, sést, að þeir líta fremur til fortíðar en framtíðar. Má þar nefna grein eftir Halldór Þormar, fyrrverandi prófessor við Háskóla Ís- lands, í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. Hún byggist meira á fortíðarþrá en framtíðarsýn. Þó sér höfundur þann kost, að reisa megi háhýsi yfir menn og dýr á Keldum, þegar fram líða stundir. Segir hann það skammsýn gróðasjón- armið um lóðasölu, að flytja Keldnastarfsemina annað. Höfuðrök prófessorsins fyrrverandi lúta þó ekki að aðstöðu eða heimilisfangi heldur að því, hvaða vís- indamenn störfuðu á Keldum og hverjir leiddu starfið þar, það er Björn Sigurðsson, Páll Agnar Pálsson, Guð- mundur Pétursson og Guðmundur Georgsson. Undir forystu þessara manna hafi Keldur öðlast alþjóðlega virðingu. x x x Þótt starfsemi á Keldum flytjist á nýjan stað, er ekki vegið að brautryðjandastarfi Björns Sigurðssonar. Áfram verður kenning hans í kennslubókum í sýklafræði og læknisfræði. Áfram verður fyrir hendi vitneskja um, að kenning Björns spratt af rannsóknum hans á smit- andi sauðfjársjúkdómum. Áfram verður litið á kenningu Björns sem mesta framlag Íslendings í læknavísindum. Með starfi sínu og miklum árangri hefur Björn orðið mörgum íslenskum vísindamanni fyrirmynd. Spurning er, hvort ekki eigi að tengja hina miklu rannsóknastarfsemi, sem sprottin er af starfi Björns, við stofnun með nafni hans sjálfs. Hitt er að sjálfsögðu auð- velt að flytja Keldna-nafnið með tilraunastöðinni, verði ákveðið að velja henni nýjan stað. Reynsla af starfinu á Keldum glatast ekki, þótt flutt sé á milli húsa eða borgarhverfa. Hún kennir, að mik- ilvægt er að sameina vísindalegar rannsóknir á sviði líf- og læknisfræði og svonefndar þjónusturannsóknir á dýrasjúkdómum. Allt annað er að glíma við viðfangsefni af þessum toga núna en árið 1948. Þrátt fyrir framsýni sá enginn þá, að átta háskólar yrðu starfandi í landinu árið 2002 og þar af einn á Hvanneyri, sem sinnti land- búnaðarvísindum sérstaklega. Úttekt á grunnvísindastarfi hér á landi sýnir, að í al- þjóðlegum samanburði eru Íslendingar í fremstu röð í heilbrigðisvísindum. Læknisfræðilegar rannsóknir ís- lenskra sérfræðinga vekja heimsathygli á mörgum svið- um. Allt bendir því til þess, að vísindagarðar í Vatnsmýr- inni með sérstaka áherslu á líf- og læknisfræði ávinni sér með skjótum hætti alþjóðlega viðurkenningu. Við núverandi aðstæður kann beinlínis að vera skað- legt fyrir þróun vísindastarfsemi, að láta ákvarðanir um húsnæðis- og starfsaðstöðu, sem teknar voru fyrir meira en hálfri öld, ráða ferðinni við val á starfsumhverfi og daglegum tengslum við aðrar vísindagreinar. x x x Það er verðugt viðfangsefni að velta fyrir sér og ræða framtíðaraðstöðu fyrir hið mikilvæga vísindastarf, sem unnið er á Keldum. Óskynsamlegt er að gera það á for- sendum ótta við breytingar eða vegna þarfar á að búa við öryggi í viðjum vanans. Góðir vísindamenn náðu góðum árangri við störf sín á Keldum. Enginn getur fullyrt, að þeir hefðu ekki gert það, þótt tilraunastöðin hefði verið öðru vísi í sveit sett. Hafi heimilisfang hennar ráðið úrslitum, er lítið gert úr hæfileikum þeirra, sem að rannsóknum unnu. Þeim, sem nú starfa á Keldum, er einnig gert rangt til, ef látið er í veðri vaka, að þeir nái ekki árangri í vís- indastörfum sínum nema vegna þess að forverar þeirra, einmitt á þessum stað, unnu vísindaleg afrek. Umræður af þessum toga um vísindastarf á Keldum skila í raun engu, því að þær snúast um annað en þau viðfangsefni, sem við blasa, þegar litið er til þróunar byggðar og þarf- ar á Keldum fyrir aukið húsrými undir vísindastarf þar. ifæri breytinganna bjorn@centrum.is l þótt endurnýjanlegir orkugjafar knir upp telur umhverfisnefnd ðu þjóðanna að hitastig muni m 2-3 gráður fram til ársins 2100. við að sú breyting hafi minni áhrif n en þróunarríkin. fyrir að okkur finnist við þurfa að róttækra aðgerða vegna loftslags- a þá sýna hagfræðilegir útreikn- am á að það er miklu dýrara að róttæks niðurskurðar á útblæstri ings heldur en greiða þann kostn- að sem hlýst af aðlögun að hlýrra loftslagi. Að auki benda öll reiknilíkön til að Kyoto- samþykktin muni hafa hverfandi áhrif á loftslag og einungis fresta loftslagsbreyt- ingum sem spáð er að verði fyrir árið 2100 um sex ár. Þrátt fyrir það er áætlaður kostnaður við Kyoto-bókunina á bilinu 150–350 milljarðar dollara árlega. Þá tölu má bera saman við árleg framlög til þróunaraðstoðar í heiminum, en þau nema um 50 milljörðum dollara. Þar sem loftslagsbreytingar hafa hlut- fallslega meiri áhrif á þriðjaheimsríki verðum við að velta því fyrir okkur hvort Kyoto sé rétta leiðin til að hjálpa þeim. Svarið er nei. Fyrir sömu upphæð og Kyoto kostar á hverju ári mætti leysa al- varlegasta vandamál heimsbyggðarinnar. Við gætum tryggt hverju einasta manns- barni hreint vatn. Það eitt og sér myndi bjarga tveimur milljónum mannslífa á ári og koma í veg fyrir að 500 milljónir manna sýkist alvarlega. Í raun mætti, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna, tryggja öllum íbúum heimsins aðgang að lágmarksheil- brigðisþjónustu, menntun, fjölskylduráð- gjöf, vatni og hreinlætisaðgerðum fyrir þá upphæð sem Kyoto hefði kostað Bandarík- in einvörðungu. Myndi það ekki þjóna heiminum betur að fara þá leið? Áherslan ætti að vera á þróun en ekki sjálfbærni. Þróun er ekki einungis verð- mæt í sjálfu sér. Til lengri tíma litið mun hún gera þriðja heiminn meðvitaðri um umhverfið. Það er ekki fyrr en fólk hefur nóg að borða að það fer að velta fyrir sér áhrifum gjörða sinna á umheiminn og framtíðarkynslóðir. Með því að einblína á sjálfbærni eru iðnríkin að leggja áherslu á framtíðina í stað nútímans. Þetta er öf- ugsnúið. Áhersla á þróun hjálpar fólki í samtíðinni og leggur jafnframt grunninn að betri framtíð. Bandaríkin standa frammi fyrir ein- stöku tækifæri í Jóhannesarborg. Þau geta nýtt sér mátt sinn til að draga athyglina að þróun. Stjórn Bush hefur verið úthúðað af mörgum Evrópubúum fyrir að leggja ekki nægilega áherslu á sjálfbærni og þá ekki síst fyrir að hafna Kyoto-bókuninni. Líklega hafa hinir kaldhæðnu Evrópu- menn rétt fyrir sér er þeir halda því fram að ákvörðun Bandaríkjanna hafi verið tek- in á grundvelli efnahagslegra eiginhags- muna í stað trúar á framþróun í heiminum. Í Jóhannesarborg getur Bandaríkjastjórn hins vegar sett ákvörðun sína í það ljós að rétt sé að leggja áherslu á mikilvægari málefni: Hreint drykkjarvatn, betri hrein- lætisaðgerðir, heilbrigðismál og baráttuna gegn fátækt í heiminum. Það myndi gefa Bandaríkjunum siðferðilega yfirburði. Þegar Bandaríkin höfnuðu Kyoto á síð- asta ári héldu Evrópumenn því stöðugt fram að nú væri það í þeirra höndum „að bjarga heiminum“. Ef Bandaríkin væru hins vegar fús til að beita sér fyrir því að framþróun yrði tryggð gætu þau staðið uppi sem bjargvætturinn. álfbærni Reuters gamall, leitar að einhverju nothæfu á sorphaug í Managva í Níkaragva. Höfundur er forstöðumaður Dönsku umhverf- ismatsstofnunarinnar og höfundur bókarinnar The Skeptical Environmentalist. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.