Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Kers hf. og dóttur- félaga (áður Olíufélags Íslands hf.) á fyrri helmingi ársins nam 864 millj- ónum króna en á sama tíma í fyrra var tap félagsins 304 milljónir. Hagnaðurinn hefur því aukist um 1.168 milljónir króna milli ára. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nemur 576 milljónum króna á tíma- bilinu en 697 milljónum fyrir sama tímabil á fyrra ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að hagstæð gengisþróun hafi orðið til þess að snúa við þeirri þróun sem var á síðasta ári. Þannig sé um að ræða gengishagnað á fyrri hluta þessa árs í stað gengistaps í fyrra. Fjármagns- liðir voru jákvæðir um 837 milljónir á fyrri helmingi þessa árs en nei- kvæðir um 949 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Þá segir að að teknu tilliti til þeirrar þróunar sem átt hef- ur sér stað á fyrri hluta ársins standi væntingar stjórnenda félagsins ekki til annars en að árið í heild verði fé- laginu hagstætt. Þó beri að hafa í huga að gengisþróun og breyting á stöðugleika í efnahagsmálum og þró- un efnahagsmála á heimsvísu geti haft mikil áhrif á rekstur félagsins. Samstæðuárshlutareikningur Kers hf. og dótturfélaga þess, Olíufé- lagsins ehf. og Íshafs hf., á breyttum reikningsskilaaðferðum frá fyrra ári, því verðbólgureikningsskil eru af- numin. Ef beitt hefði verið verðleið- réttum reikningsskilum líkt og á fyrra ári hefði hagnaður félagsins á tímabilinu verið 23 milljónum króna hærri og eigið fé verið hærra um 151 milljón króna. Auknar afskriftir vegna viðskiptakrafna Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrri helmingi þessa árs nema 7.562 milljónum króna, sem er 78 milljón- um króna lægri fjárhæð en fyrir sama tímabil í fyrra ári. Hreinar rekstrartekjur nema 2.278 milljón- um króna en voru 2.245 milljónir í fyrra. Rekstrargjöld án afskrifta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nema 1.702 milljónum króna sem er um 10% hærri fjárhæð en fyrir sama tímabil á fyrra ári. Segir í tilkynn- ingunni að þetta sé í takt við verð- lagsþróun á tímabilinu þegar tekið hefur verið tillit til þeirra liða sem hækka verulega umfram verðbólgu en þar ber hæst hækkun á afskrif- uðum töpuðum kröfum. Gjaldfærðar afskriftir vegna við- skiptakrafna og skuldabréfa eru samtals 263 milljónir króna á tíma- bilinu. Segir í tilkynningunni að hér sé um verulega aukningu að ræða miðað við sama tímabil á fyrra ári. Aukningin sé fyrst og fremst vegna krafna á útgerðir er stundað hafi veiðar á fjarlægum miðum, en veru- legir erfiðleikar hafi verið í rekstri þessara fyrirtækja. Er félagið með þessu að taka tillit til aukinnar áhættu þessu samfara. Gert er ráð fyrir frekara framlagi í afskriftar- reikning á árinu en mat á því verður framkvæmt miðað við aðstæður um áramótin. Samstæða Olíufélagsins ehf. sam- anstendur af Olíufélaginu ehf. og dótturfélagi þessi Olíudreifingu ehf. Rekstrartekjur Olíufélagsins ehf. á tímabilinu janúar til júní 2002 voru 7.405 milljónir króna. Eldsneytissala félagsins á tímabilinu var 154.318 þúsund lítrar sem er 5,9% aukning á milli ára. Í tilkynningu Kers segir að ástæða þessarar söluaukningar sé fyrst og fremst aukin sala á olíu til fiskiskipa en önnur eldsneytissala hafi verið svipuð á milli ára fyrir ut- an sölu á flugvélaeldsneyti sem dróst verulega saman. Heildarframlegð af eldsneytis- og vörusölu var 2.044 milljónir og jókst framlegðin um 7% á milli ára. Að teknu tilliti til annarra tekna námu hreinar rekstrartekjur 2.250 milljón- um. Segir í tilkynningu Kers hf. að verði ekki um að ræða neinar meiri- háttar breytingar á ytri aðstæðum sé gert ráð fyrir að afkoma félagsins verði svipuð á síðari hluta ársins og í samræmi við rekstraráætlanir. Ker hf. hagnast um 864 milljónir króna                                                                                   ! "#     !"!#$ %"$#&  %''  ()#) (!$  %*' *   %%"+%) +"!'$  ! &*& (*#+ *&,*- %,#)                !! "#        ! "  ! "  ! "                   HAGNAÐUR Norðurljósa sam- skiptafélags hf. á fyrri helmingi árs- ins nam 145 milljónum króna. Tap fé- lagsins á öllu síðasta ári var um 2,8 milljarðar króna, en afkomutölur fé- lagsins voru birtar í gær. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstur Norðurljósa hafi gengið vel fyrri hluta árs. Muni þar mest um framúrskarandi fjárhagslegan ár- angur sjónvarpstöðvarinnar Sýnar, sem meðal annars sýndi beint frá öll- um leikjum heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu, ásamt því að rekst- ur kvikmyndadeildar Norðurljósa hafi gengið mjög vel, einkum vegna velgengni Smárabíós. Fjármagnsliðir Norðurljósa eru já- kvæðir á fyrri helmingi þessa árs upp á 390 milljónir króna en þeir voru nei- kvæðir upp á 1.472 milljónir í fyrra. Þar af var gengismunur jákvæður um 568 milljónir í ár en neikvæður um 813 milljónir í fyrra. Þá eru af- skriftir á fyrri helmingi þessa árs 386 milljónir en voru 1.417 milljónir á síð- asta ári. Samstæða Norðurljósa nær til Ís- lenska útvarpsfélagsins, Sýnar og Skífunnar. Íslenska útvarpsfélagið rekur nokkrar sjónvarps- og útvarps- stöðvar, þar á meðal Stöð 2 og Bylgj- una, en Skífan rekur meðal annars kvikmyndahús og afþreyingarversl- anir. Rekstrarhagnaður Norðurljósa fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) er 202 milljónir á fyrri helmingi þessa árs en hann var 402 milljónir í fyrra. Rekstrartekjur námu tæpum 2,6 milljörðum á fyrri helmingi ársins og rekstrargjöld tæpum 2,4 milljörðum. Á öllu síðasta ári voru rekstrartekjur rúmir 4,9 milljarðar og rekstrargjöld tæpir 4,6 milljarðar. Rekstrartap, þ.e. þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta, nam 184 milljónum á fyrri hluta þessa árs en var 1.014 milljónir í fyrra. Auglýsingatekjur Norðurljósa námu 501 milljón á fyrri helmingi þessa árs en 911 milljónum á öllu síð- asta ári. Skammtímaskuldir umfram veltufjármuni Heildareignir Norðurljósa 30. júní síðastliðinn námu um 10,6 milljörðum króna og höfðu lækkað um 614 millj- ónir frá áramótum. Eigið fé var 487 milljónir en skuldir samtals 10.095 milljónir. Þær höfðu lækkað um 766 milljónir frá áramótum. Í áritun endurskoðenda Norður- ljósa í árshlutareikningi félagsins er sérstaklega bent á að skammtíma- skuldir félagsins séu 2.659 milljónir króna umfram veltufjármuni í lok júní 2002. Skammtímaskuldir námu 4.113 milljónum 30. júní síðastliðinn en veltufjármunir 1.454 milljónum. Handbært fé frá rekstri var 34 millj- ónir en það var neikvætt upp á 183 milljónir á áramótum. Hagnaður Íslenska útvarpsfélagsins um 4 milljónir Afkomutölur Íslenska útvarps- félagsins, eins dótturfélaga Norður- ljós, voru birtar í gær. Hagnaður á fyrri hluta ársins nam um 4 milljón- um króna en tap síðasta árs var tæp- ur 1,1 milljarður. Í tilkynningu frá fé- laginu segir að þetta sé mjög viðunandi árangur eftir erfitt ár á undan. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 76 milljónum miðað við 232 milljónir á öllu árinu á undan. Segir í tilkynningunni að síðasti árs- hluti vegi allajafna þyngst í heildar- rekstrarhagnaði ársins þannig að samanburðurinn sé hagstæður. Þá segir að þessi rekstrarniðurstaða sé í samræmi við áætlanir félagsins og gefi góða von um að markmið ársins náist. Hagnaður Norðurljósa 145 milljónir á fyrri helmingi ársins Umskipti frá síðasta ári Morgunblaðið/Sverrir Fjármagnsliðir Norðurljósa eru jákvæðir á fyrri helmingi þessa árs upp á 390 milljónir króna en voru neikvæðir upp á 1.472 milljónir á síðasta ári. HAGNAÐUR af rekstri BYKO hf., dótturfélags Norvikur hf., nam 215,1 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 23,3 milljóna króna tap á sama tímabili árið 2001. Rekstrartekjur BYKO námu 2.995,4 milljónum króna en 3.135,2 milljónum í fyrra. Rekstrargjöld námu 2.827 milljón- um en 2.911,7 milljónum króna í fyrra. Hreinar fjármagnstekjur námu 175,5 milljónum króna miðað við ríflega 191,4 milljóna króna fjár- magnsgjöld á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 269,2 milljónum en 191,4 millj- ónum í fyrra. Hlutfall vörunotkunar af sölu- tekjum var 65,7% miðað við 66,2% á sama tímabili árið áður. Álagning félagsins nam því alls 1.025 millj- ónum króna en 1.059 milljónum á fyrri helmingi síðasta árs. Laun og launatengd gjöld námu 17,6% af vörusölu eða um 527,4 milljónum króna, en hlutfallið var 16,4% á sama tíma á síðasta ári. Af- skriftir félagsins jukust úr 53,8 milljónum á fyrri helmingi ársins 2001 í um 74,7 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Heildareignir félagsins námu 5.969,4 milljónum króna og var eigið fé í lok tímabils var 1.630,1 milljón króna. Eiginfjárhlutfall var 27,3% við lok tímabils miðað við 23,7% á sama tíma síðasta árs. Veltufjár- hlutfall í lok júní var 2,2. Veltufé frá rekstri nam 164 millj- ónum króna en var 439 milljónir króna í fyrra. Handbært fé frá rekstri var rúmar 56 milljónir króna en var á neikvætt um tæpar 200 milljónir á sama tíma 2001. Verð- mæti vörubirgða í júnílok var 1.367,2 milljónir króna í lok júní og hafði hækkað um 164 milljónir króna frá áramótum. BYKO skilar 215 milljóna hagnaði HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf., sem nú er í eigu Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar ehf., á fyrstu sex mánuðum ársins nam 317,2 millj- ónum króna eftir skatta. Á sama tímabili á síðasta ári var tap fé- lagsins 161,4 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins námu 4.309 milljónum og rekstrarkostn- aður nam um 4.159 milljónum króna. Hreinar fjármunatekjur á tímabilinu námu 249,1 milljón en hreinn fjármagnskostnaður á sama tímabili árið á undan var 379,5 milljónir króna. Gengishagnaður vegna skuldbindinga félagsins í er- lendum myntum nam 257,7 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 399 milljónir en 212 milljónir króna í fyrra. Hlutfall vörunotkunar af sölu- tekjum var 61,8% en 63,0% á sama tímabili í fyrra og nam álagning Húsasmiðjunnar um 1.617 milljón- um á fyrri helmingi ársins. Laun og launatengd gjöld námu 772 milljónum króna eða 18,2% af sölutekjum sem er sama hlutfall og í fyrra. Afskriftir jukust úr 130 milljónum króna á fyrri helmingi 2001 í tæplega 178 milljónir króna 2002. Heildareignir Húsasmiðjunnar námu 9.989,3 milljónum króna og eigið fé var í lok tímabilsins 3.637,6 milljónir. Eiginfjárhlutfall var þá 36,4% en var 34,1% í upp- hafi árs. Veltufjárhlutfall í lok júní var 2,2. Heildarskuldir félagsins voru í lok tímabilsins 6.351,8 milljónir en 6.500 milljóna króna skuldir í lok júní 2001. Veltufé frá rekstri nam 310 milljónum króna en var 215 millj- ónir á sama tímabili árið áður. Handbært fé frá rekstri nam 378 milljónum króna en var á sama tíma í fyrra neikvætt um tæpar 932 milljónir króna. Verðmæti vörubirgða í lok tímabilsins var 1.648,7 milljónir og hafði hækkað um 31,4 milljónir króna frá ára- mótum. Húsasmiðjan hagn- ast um 317 milljónir KREDITREIKNINGAR eru al- gengir í viðskiptum að sögn Knúts Þórhallssonar, löggilts endurskoð- anda hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deolitte & Touche. Hann segir að kreditreikningar séu færðir til lækk- unar á tekjum hjá útgefanda en til lækkunar á gjöldum hjá kaupanda. „Þegar kaupandi kaupir vörur af seljanda á fullu verði eru kaupin færð til gjalda í bókhaldi kaupandans,“ segir Knútur. „Algengt er að semja t.d. um að ef viðskipti ná ákveðnu magni, eða við greiðslu, þá sé gefinn afsláttur eftir á. Kaupandinn færir vörukaupin til gjalda í bókhaldi sínu en svo þegar uppgjör fer fram getur komið kredit-reikningur, sem þá er færður til lækkunar á gjöldum.“ Knútur segir að ekki sé hægt að gefa út kreditreikning nema um sé að ræða einhvern afslátt eða leiðréttingu af tilgreindum viðskiptum. Kreditreikningur hjá Baugi Heimild Ríkislögreglustjóans til húsleitar hjá Baugi síðastliðinn mið- vikudag byggðist á gögnum sem eig- andi Nordica Inc. lét í té, þar á meðal reikningi sem hann sagði hafa verið tilbúning. Lögmaður Baugs sagði í kæru til héraðsdóms vegna húsleit- arinnar að um sé að ræða kreditreikn- ing, sem gefinn var út af Nordica til Baugs vegna afsláttar. Kreditreikn- ingar eru algengir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.