Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 39

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 39 LANDSVIRKJUN er stórt fyrir- tæki en ekki stórgróðafyrirtæki. Hún tapaði rúmlega 1,8 milljörðum króna árið 2001. Nettóeignir fyrir- tækisins eru nærri 38 milljarðar króna en þeir peningar verða fljótir að fara með lækkandi álverði og auknum taprekstri. Landsvirkjun er heldur ekki hugsuð sem gróðafyrir- tæki heldur sem opinbert þjónustu- fyrirtæki, í þjónustu allra lands- manna enda með einokun á sölu raforku og þess vegna ekkert at- hugavert við að fyrirtækið raki ekki saman auði. Engu að síður hegða forsvarsmenn Landsvirkjunar sér oft sem óforskammaðir einkafor- stjórar og bera opinbert fé á lista- menn, náttúrufræðinga og aðra sem stjórnendum fyrirtækisins þykir þægilegt að hafa auðsveipa og und- irgefna. Hvað sem þeim loddaraleik líður er aðalatriðið að Landsvirkjun sé vel rekin, veiti þjóðinni, almenn- ingi, raforku á besta fáanlega verði og komi fram af ábyrgð við fólk og náttúru þessa lands. Því verður að gera kröfur bæði um framsýna um- hverfisstefnu og sannfærandi rekstraráætlanir. Óljós rekstraráætlun Í árskýrslu Landsvirkjunar er ekki að finna haldbærar áætlanir um rekstur næstu ára. Áætlanir Lands- virkjunar birtast gjarnan í fjölmiðl- um sem minnisblöð og samkomulög þar sem vart er nokkur leið að átta sig á hvort fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru fjárhagslega raunhæf- ar og viðunandi fyrir umhverfið. Líklegt er að stofnkostnaður 630 MW Kárahnjúkavirkjunar verði nærri USD 1.100 milljónir (94 millj- arðar króna). Framleiðslukostnaður við hverja kwst slíkrar virkjunar yrði um 24 mill (2,0 kr). Gera verður ráð fyrir tengingu við álverð og þar með a.m.k. 1–1,5% lækkun á ári, þ.a. upphafsverð þyrfti að vera um 30 mill á kwst. Kredithliðin er öllu óljósari. Af samningaviðræðum við Norsk Hydro og skýrslu Sumitomo Bank mátti ráða að gert væri ráð fyrir um 18 mill meðalverði en með- alverð fyrir raforku til stóriðju á Ís- landi árið 2001 var 13 mill á kwst. Engin ástæða er til að halda að Al- coa muni bjóða hærri greiðslur fyrir orkuverð. Lágt álverð og ódýr raforka Markaðsaðstæður á álmörkuðum eru erfiðar og líklegt er að á næstu árum bætist við mikið af ódýru áli frá Rússlandi og Kína. Framleiðend- ur hljóta því að fara ákaflega varlega í fjárfestingum og harla ólíklegt er að Alcoa geti rekið fyrirhugað álver í Reyðarfirði á hærra meðal raforku- verði en 15–18 mill á kwst. Miðað við gefnar forsendur Landsvirkjunar um framleiðslukostnað raforku frá Kárahnjúkavirkjun blasir við stór- felld skuldasöfnun, nema Lands- virkjun misnoti einokunaraðstöðuna og hækki raforku til almennings um marga milljarða á ári. Reyndar er slík tilfærsla óheimil en erfitt kann að verða að draga stjórnvöld og Landsvirkjun til ábyrgðar. Sjá töflu. Hversu langt eru íslensk stjórn- völd og Friðrik Sophusson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, tilbúin að ganga í skuldasöfnun með ríkis- tryggðum lánum til að skapa álveri Alcoa rekstrargrundvöll? 10 millj- arða, 100 milljarða, 200 milljarða? Eru ekki ótal betri leiðir til að ávaxta þessa milljarða, t.d. í menntun og þekkingu, jafnvel í Vísindasjóði, sem úthlutaði næstum 0,193 milljörðum króna á síðastliðnu ári, árinu sem Landsvirkjun tapaði 1,8 milljörðum? Landsvirkjun – stór- gróði eða stórtap? Ólafur S. Andrésson Virkjanir Miðað við gefnar forsendur Lands- virkjunar um fram- leiðslukostnað raforku frá Kárahnjúkavirkjun, segir Ólafur S. Andrésson, blasir við stórfelld skuldasöfnun. Höfundur er lífefnafræðingur og í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Áætl. afrakstur Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar Orkuverð Árlegt tap Uppsafnað tap á 50 árum * 13 mill/kwst 3,7 miljarðar kr 193 miljarðar kr 18 mill/kwst 2 miljarðar kr 106 miljarðar kr 24 mill/kwst 0,0 miljarðar kr 1 miljarður kr * Við bætast vextir vegna framkv. sem eru allt að 4 árum á undan tekjum Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.