Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 23

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 23 Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Pottaplöntuútsala af kaktusum, þykkblöðungum, orkideum og bonsai 50%afsláttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 18 65 0 08 /2 00 2 STJÓRNVÖLD í Kóreuríkjunum náðu um það samkomulagi í gær á fundi í Seoul í Suður-Kóreu að taka aftur upp lestar- samgöngur milli landanna en þær hafa legið niðri í hálfa öld. Hefst vinna við það í næsta mánuði. Í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna segir, að lokið verði við að leggja ein lestarspor á þessu ári og munu sunnanmenn útvega norðan- mönnum efni og búnað til verksins. Þá hafa sunnanmenn einnig heitið frændum sínum í norðri 400.000 tonnum af hrísgrjónum og 100.000 tonnum af áburði. Ætla bæði ríkin að hefja vinnu „seint í nóvember“ við að tengja aðra lestarteina og vegi og á einni vegtengingu að vera lokið næsta vor. Vegna framkvæmdanna verður að fjarlægja mikið af jarð- sprengjum á landamærunum en það kallar á nýjar viðræður um hermál. Eiga þær að hefjast 18. september. Auk þessa munu ríkin standa saman að uppbyggingu iðnaðar í n-kóresku borginni Kaesong, sem er skammt frá landamærunum, og þau ætla að standa saman að flóðavörnum. Kóreuríkin tvö komust að sam- komulagi árið 2000 um að tengja saman járnbrauta- og vegakerfi þeirra, en var slegið á frest eftir að sambúð ríkjanna versnaði til muna á síðasta ári. Næstu fundur ríkjanna verður í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, 6. til 9. nóvember næstkomandi. Landsleikur í knattspyrnu Af öðrum málum má nefna, að stefnt er að því að heimila aftur end- urfundi ættingja beggja vegna landamæranna, en margar fjölskyld- ur lentu í því að meðlimir voru sitt hvoru megin við landamærin þegar Kóreustríðinu lauk árið 1953. Þá munu landslið ríkjanna í knatt- spyrnu munu reyna með sér í Seoul 7. september. Norður- og Suður-Kórea semja um samgöngur og matvælaaðstoð Seoul. AP, AFP. Lestarferðir fyrir árslok Kim Jong-il DANSKA lögreglan hefur ákveðið að veita fjórum dönsk- um gyðingum sérstaka vernd en fréttir hafa verið um, að meðal öfgasinnaðra múslíma í Danmörku séu á kreiki dauða- listar með nöfnum kunnra gyð- inga. Kom þetta fram í Jyl- lands-Posten í gær, sem sagði, að almenn gæsla væri um einn mannanna en hinna þriggja væri gætt mjög vel. Var þetta ákveðið eftir að Jacques Blum, frammámaður í röðum gyð- inga, hafði samband við lög- regluna en þá hafði blaðamaður við Jyllands-Posten sagt hon- um frá dauðalistanum. Í fram- haldi af því hleraði lögreglan síma blaðamannsins til að reyna að komast að því hverjir heimildamenn hans væru. Hef- ur það vakið nokkurt uppistand og mótmæli í Danmörku og víð- ar. Andreasen rekin TILKYNNT var í gær, að Mörtu Andreasen, aðalendur- skoðanda Evrópusambandsins, ESB, hefði verið vikið úr starfi fyrir að segja opinberlega frá athugasemdum sínum við færslu útgjalda á vegum sam- bandsins. Í maí síðastliðnum var hún lækkuð í tign fyrir sömu sakir. Sagði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, að mál hennar yrðu tekin fyrir í aganefnd en auk þess að hafa farið með athugasemdirnar í fjölmiðla er hún sökuð um óleyfilegar fjarvistir og hafa ekki farið eftir fyrirmælum yf- irboðara sinna. Þá er sagt, að yfirlýsingar Andreasen séu út í hött vegna þes, að búið sé að bæta úr umræddum vankönt- um. Hafi hún raunar verið ráð- in til þess fyrir síðustu áramót. Svíar hlið- hollir evru SÆNSKIR stuðningsmenn evrunnar eru fleiri en andstæð- ingar hennar en átta mánuðir eru nú liðnir síðan hún var tek- in upp. Samkvæmt skoðana- könnun Sifo-stofnunarinnar vilja 43% Svía taka upp sameig- inlega gjaldmiðilinn en 38% eru andvíg því. Óákveðnir voru 17%. Fyrir mánuði voru tölurn- ar líkar eða 44% á móti 37%. Svíar, Danir og Bretar eru einu Evrópusambandsríkin, sem standa utan myntbandalagsins. Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segir líklegt, að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um evruna á næsta ári en dagurinn hefur ekki verið ákveðinn. Skærur í Kasmír INDVERSKIR hermenn skutu til bana níu íslamska skæruliða í Kasmír í fyrradag. Segja þeir, að mennirnir hafi komið inn í indverskan hluta Kasmírs eftir brú yfir Neelam-fljót þar sem pakistanski herinn er með mik- inn viðbúnað. Það sýni og sanni, að skæruliðarnir hafi farið yfir hana með vitund og vilja Pak- istana enda hafi skæruliðarnir allir verið pakistanskir borgar- ar. STUTT Gæsla um danska gyðinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.