Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 55
Páll segir Papana hafa nokkra sérstöðu meðal íslenskra hljóm- sveita og ráði tegund tónlistar þeirra þar mestu um. „Við erum þeir einu sem erum að keyra heil böll á írskri tónlist. Fólk veit að hverju það gengur þegar það kemur á böll með okk- ur,“ segir Páll. Paparnir hafa jafnhliða spila- mennskunni verið iðnir við út- gáfu á tónlist sinni en nú liggja eftir þá alls sjö plötur. Það ein- kennir jafnt tónleikahald þeirra sem útgáfustarfsemi að þeir taka áður útgefin lög og klæða þau í sinn fræga Papa-búning. „Já, á öllum okkar plötum er efni eftir aðra,“ segir Páll en upp- lýsir þó að fyrsta plata þeirra félaga, sem kom út á vínyl, hafði að geyma eingöngu frumsamin lög á annarri hliðinni. Páll segir lögin sem þeir taka upp á sína arma vera eins misjöfn og þau eru mörg og að tónlist þurfi ekki að uppfylla nein ákveðin skilyrði til að verða Papa-tónlist. Bókaðir fram að áramótum Talið berst næst að nýútkominni plötu Papanna, Riggarobb, sem heitir eftir samnefndum texta Jón- asar Árnasonar. Af hverju ákváðu Paparnir að tileinka Jónasi heitnum heila plötu? „Það er eiginlega bara tilhlýði- legt,“ svarar Páll að bragði. „Við höfum haft lögin hans Jónasar á dagskrá okkar frá því að við byrj- uðum og þau hafa aldrei dottið út. Ég held að þau hafi ekki einu sinni dottið út þegar við gerðumst rokk- band í smátíma.“ Páll segir þá hugmynd oft hafa komið til umræðu á undanförnum árum að heiðra Jónas Árnason með þessum hætti. „Ég held satt að segja að upp- haflega megi rekja þetta mál til Magnúsar Einarssonar hjá Rás 2. Hann gaukaði þessari hugmynd að mér fyrir mörgum árum, að við tækjum lögin hans með okkar írska nefi en sú hugmynd hafði þá einnig blundað í okkur,“ segir Páll. „Þessi plata er mjög mikilvæg þar sem hún sér um að færa Jónas næstu kynslóð. Jónas er það mikilvægur þáttur í íslenskri tónlistarsögu.“ Páll segir þá félaga vera mjög ánægða með nýju plötuna og ekki skemmi fyrir þær viðtökur sem hún hefur fengið hjá lands- mönnum. „Við erum bókaðir fram að áramótum og allir laugardagarn- ir á þessu ári farnir,“ segir Páll. „Þetta fylgist allt að, um leið og plötusalan gengur vel þá spilum við meira. Við bjuggumst alveg við að þessi plata myndi ganga vel en ekki að hún yrði eins vin- sæl og raun ber vitni og ekki svona fljótt.“ Sumarfrí í ágúst Eflaust vekur athygli margra hve margir söngvarar leggja Pöpunum lið á Riggarobb en meðal þeirra má nefna Einar Ágúst Víðisson, Stefán Karl Stefánsson, Bergsvein Arilíus- son og Andreu Gylfadóttur. „Á plötunni eru 16 lög og okkur fannst hreinlega ekki við hæfi að Matthías syngi þau öll,“ segir Páll en bætir við að vissulega hefði verið annað upp á teningnum hefði platan verið fyllt með þeirra eigin lögum. „Valið á söngvurunum var sam- eiginleg ákvörðun okkar og útgef- anda. Sumt af þessu var alveg borð- leggjandi en annað kom eftir smá tíma,“ segir Páll. „Okkur fannst meðal annarra Andrea Gylfadóttir þurfa að vera á plötunni og eins Bergsveinn Arilíusson. Hann er einn af eldri söngvurum Papanna.“ Eins og áður sagði er mikið ann- ríki framundan hjá Pöpunum en þeir hafa lítið spilað síðustu vikur, þótt ótrúlegt megi virðast. „Já, við erum í sumarfríi,“ segir Páll sáttur. „Við höfum haft það fyr- ir sið frá upphafi að taka alltaf mán- aðarfrí í ágúst. Það er skrýtið að hafa verið í fríi meðan platan hefur gengið svona vel í sölu,“ segir hann að lokum. Það er greinilegt á öllu að Pap- arnir eru orðnir fastir í sessi. Papinn Páll Eyjólfsson segist ekki hafa átt von á að nýja platan, Riggarobb, yrði eins feikivinsæl og raun ber vitni. birta@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 55 JÓNAS Árna- son fæddist ár- ið 1923 en lést fyrir fjórum árum, þá 75 ára að aldri. Hann kom víða við á ferli sínum, var rit- höfundur, kennari, al- þingismaður og blaðamaður, svo fátt eitt sé nefnt. Hann stundaði nám við blaðamennskudeildir tveggja bandarískra háskóla og skrif- aði hér heima fyrir vikuritið Fálkann og dagblaðið Þjóðvilj- ann. Jónas var þingmaður Sós- íalistaflokksins á árunum 1949 til 1953 og Alþýðubandalagsins á árunum 1967 til 1979. Jónas samdi jafnframt bæði leikrit og tónlist og þá stundum í félagi við bróður sinn, Jón Múla. Meðal leikverka Jónasar má nefna Þið munið hann Jör- und, Táp og fjör og Koppalogn. Textarnir á Riggarobb eru allir fengnir úr smiðju Jónasar. Jónas Árnason Jónas Árnason www.regnboginn.is „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 10 ára The Sweetest Thing Sexý og Single i l Yfir 25.000 MANNS Yfir 35.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i t r r l i lif Hverfisgötu  551 9000 mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 4, 6, 8.30 og 10.45. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Yfir 15.000 MANNS  Radíó X 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B. i. 14. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. með íslensku tali. Ben affleck Morgan FreemanBen affleck organ Free an  SK Radíó X  ÓHT Rás2 „Enginn ætti að missa af þessari,“ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.30, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6 og 9. B. i. 14. Yfir 25.000 MANNS Yfir 15.000 MANNS Sýnd kl. 1.50, 4, 6, 8 og 10.10.  Radíó X 1/2Kvikmyndir.is  HL Mbl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.