Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 54
fjórði maðurinn bættist svo í hópinn
fóru Paparnir sífellt meira að láta í
sér heyra á Rauða ljóninu, sem var
þá, að sögn Páls, „mjög heitur stað-
ur“.
„Árið 1992 fengum við svo til liðs
við okkur ameríska fiðluleikarann
Dan Cassidy og James Olsen
trommuleikara frá Færeyjum,“ seg-
ir Páll. „Það var í fyrsta sinn sem við
höfðum trommuleikara en fram að
því höfðum við eingöngu stuðst við
trommuheila og vorum því fram að
EFTIR að hafa starfað saman í ein
11 ár hafa hinir síkátu Papar aldrei
verið vinsælli. Ástæðan er platan
Riggarobb sem verið hefur ein sölu-
hæsta plata sumarsins en á henni er
að finna safn kunnustu vísna, sem
Jónas Árnason samdi við erlend
þjóðlög, í flutningi Papanna og ann-
arra landsfrægra söngvara. Með
þessar grunnuplýsingar í farteskinu
ætti öllum að vera óhætt að leyfa
Páli Eyjólfssyni, einum stofnend-
anna, að rekja feril stórhljómsveit-
arinnar Papanna sem skartar allt að
12 liðsmönnum.
Undir eðlilegum kringumstæðum
eru Paparnir skipaðir, auk Páls,
þeim Dan Cassidy fiðluleikara, Ey-
steini Eysteinssyni trommuleikara,
Georg Ólafssyni bassaleikara,
Matthíasi Matthíassyni söngvara og
Vigni Ólafssyni gítar- og banjóleik-
ara.
„Hljómsveitin var stofnuð árið
1986 og við höfum alls haft þrjá
trommuleikara og fjóra söngvara.
Það eru nú ekki mjög miklar manna-
breytingar á öllum þessum árum,“
byrjar Páll. „Paparnir eru byggðir
upp á svolítið skemmtilegan hátt.
Allir þeir sem hafa einhvern tíma
verið í hljómsveitinni tilheyra henni
ennþá. Þeir eru bara ekki virkir. Við
köllum allan hópinn saman reglu-
lega en í honum eru alls 12 manns
núna.“
Paparnir litu dagsins ljós í Vest-
mannaeyjum og þá sem tríó. Eftir
tveggja ára spilamennsku var ferð-
inni heitið upp á meginlandið.
„Markaðurinn er náttúrlega eng-
inn þarna, við vorum búnir að kemba
þar sem hægt var að kemba,“ segir
Páll um Vestmannaeyjar.
Fyrstu árin léku þeir hvað mest á
A. Hansen í Hafnarfirðinum. Þegar
því svolítið skemmtaraband. Það
gekk vel en eftir að þessi mannskap-
ur kom til sögunnar komumst við
meira á kortið og Paparnir urðu að
eiginlegri hljómsveit.“
Ömurlegasta rokkband
á Íslandi
Páll segir Papana eiginlega alltaf
hafa verið trúa þeirri írsku stefnu
sem þeir eru þekktir fyrir í tónlist
sinni. Það er þó alltaf undantekning
frá regluni ekki satt?
„Við gerðum eina tilraun um 1990.
Þá gerðumst við rokkband en það
var ömurlegt,“ viðurkennir Páll.
„Við vorum ömurlegasta rokkband á
Íslandi og fengum ekkert að gera!“
Páll segir þennan rokktíma Pap-
anna þó hafa haft sína kosti fyrir
sveitina.
„Þessi tími sagði okkur hvað við
stóðum í raun og veru fyrir og það
hefur margborgað sig að vera trúir
þeirri stefnu allt fram á þennan
dag,“ segir hann.
Nýja plata Papanna, tileinkuð Jónasi Árnasyni, er ein allra vinsælasta plata sumarsins
„Ja, þvílíkt og annað eins Riggarobb.“ Paparnir á góðri stundu.
Færum
Jónas næstu
kynslóð
Páll Eyjólfsson er hljómborðsleikari hljóm-
sveitarinnar Papanna. Birta Björnsdóttir
hitti hann og fékk að fræðast un Riggarobb,
Jónas Árnason og ömurlegan rokkferil
sveitarinnar, svo fátt eitt sé nefnt.
54 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 10. B. i. 14.
Framleiðandi
Tom Hanks
Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 2, 3, 4 og 5.
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Radíó X
Frumsýning
miðaverð aðeins 350 kr!
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
„Besta mynd ársins til þessa“
1/2HÖJ Kvikmyndir.com
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
HK DV
Radíó X
Sýnd kl. 8 og 10.
Yfir 25.000 MANNS
„meistaraverk sem
lengi mun lifa“
ÓHT Rás 2
i
l i li
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE
Sýnd kl. 8, 10 og 11. B. i. 14.
Sýnd kl. 2, 2.30, 3, 3.30, 4, 4.30, 5.30 og 6.30.
kl. 5.30, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 8. B.i. 10 ára
Radíó X
Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali.
Sýnd kl. 6 með ensku tali.
Yfir 15.000 MANNS
Frumsýning
1/2Kvikmyndir.is
miðaverð aðeins 350 kr!
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15.
STUTTMYND HL Mbl
HJ Mbl
ÓHT Rás 2