Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson eru ekki sáttir við sölu á hlut Landsbankans á eignar- hlut bankans í Vátryggingafélagi Ís- lands. Þá telja þeir það vekja spurn- ingar að þeir tveir fyrirtækjahópar, sem einnig sækjast eftir hlut ríkisins í bankanum, fái að koma fram sem tveir aðilar, þegar eigna- og stjórn- artengsl séu eins mikil á milli þeirra og raun beri vitni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Björgólfi Thor, en þar segir einnig að vegna frétta síðustu daga vilji þremenning- arnir taka fram að áhugi þeirra á kaupum á kjölfestuhlut í Lands- bankanum sé enn til staðar. „Við erum ekki mjög hressir með söluna á VÍS út úr bankanum. Þetta er ein stærsta eign bankans og okk- ur finnst tímapunkturinn á þessari sölu í rauninni alveg stórfurðuleg- ur,“ segir Björgólfur Thor. „Á sama degi og við erum á kynningu hjá einkavæðingarnefnd er stór hluti af eignum Landsbankans seldur. Tíma- setningin er þess vegna mjög ein- kennileg.“ Björgólfur Thor segir að áhugi þeirra á bankanum sé eingöngu við- skiptalegs eðlis og að samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi sé bankinn áhugaverður. Þá vanti hins vegar upplýsingar til að meta hvort forsendur þeirra séu réttar. „Við höfum í rauninni ekki komist að bankanum ennþá til að leggja mat á hann. Við höfum ekki komist í áreið- anleikakönnun, sem er algjör for- senda fyrir því hvort við viljum kaupa hann eða ekki og hvað við telj- um okkur geta greitt fyrir hann. Við vitum ekki verðmætið því við kom- umst ekki í áreiðanleikakönnunina, og við komumst ekki í áreiðanleika- könnunina því það er ekki búið að velja kjölfestufjárfestinn, og við vit- um ekki heldur hvaða forsendur eru gefnar til að velja hann. En við vinnum í góðri trú með einka- væðingarnefnd í þeirri von að við komumst á það stig að meta bank- ann,“ segir Björgólfur Thor. Aðspurður segir hann að einkavæðinga- nefnd hafi gefið út að líklega verði ákveðið í næstu viku við hvaða hóp fjárfesta verði rætt áfram um kaup á hlut í bankanum. Hann segir að þeir séu fegnir því að þetta komist á það stig, en að þeir líti á það sem byrjunar- stigið en ekki endapunkt eins og margir virðist telja. Það sé langt því frá að allt sé búið þegar þangað sé komið, því þá eigi eftir að semja við þann aðila sem valinn verði. Tilheyra engu pólitísku afli „Öll umræða í fjölmiðlum og ástæða þess að ég er að ræða við fjöl- miðla nú, snýst um pólitík. Mér finnst mjög ósanngjarnt að draga okkar áhuga niður á pólitískt stig. Við erum ekki í þessu út af pólitík, tilheyrum engu pólitísku afli og það getur enginn gert kröfu um það að við tölum fyrir eitthvert annað afl en okkur sjálfa. Við erum fjárfestar og höfum fjármuni sem við höfum aflað erlendis og viljum koma í ávöxtun. Á þessum forsendum komum við að borðinu, en þá er öllu málinu snúið upp í pólitík. Ég hef búið að mestu erlendis í fimmtán ár, þar af í tíu ár í Rúss- landi. Það er land sem hefur haft orð á sér fyr- ir að markaðsöflin ráði ekki alltaf ferðinni. Svo kemur maður þaðan til Íslands og þá sér mað- ur að markaðsöflin eru ekki höfð í hávegum hér og að hér ræður pólitíkin miklu. Mér finnst mjög ósanngjarnt að draga okkur í einhverja póli- tíska dilka og eign rík- isins verði skipt eftir pólitískum flokkum. Við viljum ekki nálgast málið með þessum hætti og teljum ósanngjarnt að það sé gert,“ segir Björgólfur Thor. Spurður nánar út í söluna á hluta Landsbankans í VÍS segir hann að það sé ekki aðeins tímasetningin sem honum finnst furðuleg. „Mér finnst líka undarlegt, að samkeppnisaðilar um kaup á hlut í Landsbankanum séu að kaupa út og stokka upp eignir bankans, á sama tíma og þeir eru í samkeppni við okkur. Og þetta ger- ist áður en samningaviðræður hefj- ast. Þetta breytir náttúrlega for- sendum bankans, en við þurfum að komast að gögnum í bankanum til að geta metið hverjar framtíðarhorfur bankans eru án VÍS. Og það gerum við ekki nema við komumst í áreið- anleikakönnun. Það er ekki pólitík sem mun ráða áhuga okkar á bankanum heldur áreiðanleikakönnunin, það er alveg skýrt.“ Ekki jafnræði um söluna á hlutnum í VÍS Spurður að því hvort þeir hafi lagt mat á það verð sem Landsbankinn fékk fyrir hlut sinn í VÍS segir Björgólfur Thor að þeir hafi ekki myndað sér skoðun á því ennþá. „En ég vona að bankinn hafi metið verðið rétt. Ég tel hins vegar víst að ekki hafi verið leitað eftir öðrum kaup- anda að þessum hlut, til dæmis er- lendum sem kynni að hafa haft áhuga. Þegar ekki er leitað fleiri kaupenda getur það haft áhrif á verðmætið. Þetta er nákvæmlega það sama og talað var um þegar menn vildu auglýsa hlutinn í bank- anum þegar við sýndum áhuga. Þá var sagt að jafnræðisregla yrði að gilda, en hún virðist ekki þurfa að gilda um sölu á hlutnum í VÍS. Hann er bara seldur einum hópi en ekki auglýstur til sölu, að minnsta kosti ekki beint. Það eru ekki sömu vinnu- brögð við þessa sölu eins og þegar ríkið er að selja hlut sinn í bankan- um.“ Spurður um þá aðila sem keppa við hann og félaga hans um kaupin á hlutnum í Landsbankanum segir hann að þetta séu mjög tengdir að- ilar. „Það er í rauninni svekkjandi að þeir geti komið fram sem tveir hóp- ar, því mikil hagsmunatengsl á milli þeirra,“ segir Björgólfur Thor, Auk þremenninganna á einkavæð- ingarnefnd í viðræðum við tvo hópa fjárfesta um hugsanleg kaup á kjöl- festuhlut í Landsbankanum. Þessir hópar eru Kaldbakur hf. og Eign- arhaldsfélagið Andvaka, Eignar- haldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjan Skagfirðingur hf., Kaup- félag Skagfirðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og Samvinnulífeyris- sjóðurinn. Tímasetning á sölu eign- arhlutar í VÍS gagnrýnd Björgólfur Thor Björgólfsson hefur enn áhuga á kjölfestuhlut í Lands- bankanum en gagnrýnir hvernig að sölunni hefur verið staðið Björgólfur Thor Björgólfsson MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Eiríki S. Jóhannssyni, fyrir hönd Kaldbaks fjárfestingar- félags hf.: „Að gefnu tilefni vill Kald- bakur að eftirfarandi komi fram: Kaldbakur tekur undir þau viðbrögð sem fram hafa kom- ið hjá Björgólfi Thor er varða þann þátt að Landsbanki Ís- lands hf. selji jafnmikilvæga eign frá sér og VÍS er meðan á söluferli hans stendur. Tók Kaldbakur fram á fyrsta fundi sínum með einkavæð- ingarnefnd að eignarhlutur Landsbankans í VÍS væri bankanum afar mikilvægur. Hins vegar bera orð Björg- ólfs Thors um „mikil eigna- og stjórnunartengsl milli Kaldbaks og þeirra fyrir- tækja er mynda þriðja áhuga- hópinn um Landsbankann, vott um mikla vanþekkingu hans á þeim aðilum sem einkavæðingarnefnd á nú í viðræðum við um sölu á Landsbanka Íslands hf. Einu stjórnunartengsl sem um er að ræða eru að fram- kvæmdastjóri Kaldbaks situr í stjórn Eignarhaldsfélaganna Samvinnutrygginga og And- vöku. Honum var ekki kunn- ugt um að félögin myndu lýsa yfir áhuga á bankakaupum fyrr en það var almenningi kunnugt.“ Yfirlýsing frá Kald- baki fjár- festingar- félagi hf. KVÓTAÁRINU lýkur á miðnætti og á Húsavík hefur mikið verið að gera við löndun úr ísrækjubátunum frá því í gær. Votabergið SU kom fyrst inn til löndunar en síðan komu Sigurborg SH, Guðrún Þorkelsdóttir SU og Þórir SF, en Aron ÞH er væntanlegur í dag. Bátarnir voru með 20 til 35 tonn af rækju, en Geiri Péturs ÞH frystir rækjuna um borð og kom með um 100 tonn. Aflanum af Votabergi, Þóri og Guðrúnu Þorkels- dóttur er ekið til vinnslu á Eskifirði en afli hinna bátanna er unninn hjá rækjuverksmiðju Fiskiðju- samlags Húsavíkur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Þórir SF kemur til hafnar á Húsavík úr sinni síðustu veiðiferð á kvótaárinu sem lýkur á miðnætti í kvöld. Kvótaárinu lýkur á miðnætti ÚRSKURÐUR um hvort ákæru ríkissaksóknara vegna innflutnings á 30 kílóum af hassi verði vísað frá dómi verður kveðinn upp á næstu dögum en málflutningur fór fram í gær. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari mótmælti frávísunarkröfunni og benti á að fulltrúinn væri ekki ákærandi í málinu og því ætti sú lagagrein sem vísað væri til um van- hæfi hans ekki við í málinu. Þórir Örn Árnason hdl., verjandi manns sem lögregla telur höfuðpaur í málinu, heldur því fram að fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík hafi verið vanhæfur til að stjórna rann- sókn málsins vegna tengsla við Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. sem er verjandi annars sakbornings í sama sakamáli. Vísar hann í 30. grein laga um meðferð opinberra mála um vanhæfi ákærenda í sakamálum. Karl Georg hefur gætt hagsmuna fulltrúans í einkamáli þar sem mála- rekstur hefur tekið alllangan tíma og segir Þórir að fulltrúinn eigi eftir að gera upp lögfræðikostnað að uppæð ríflega 800.000 krónur. Við málflutning í gær sagði Þórir að stjórnendur sakamálarannsókna yrðu a.m.k. að uppfylla skilyrði sem gerð eru í stjórnsýslulögum um van- hæfi. Raunar væri eðlilegt að gera enn meiri kröfur til þeirra þar sem hagsmunir í sakamálum væru meiri en í stjórnsýslu enda væri verið að fjalla um hugsanlega frelsissvipt- ingu. Fulltrúinn hefði átt að víkja enda væri hætta á að annarleg sjón- armið réðu för. Engu skipti þótt fulltrúinn hefði ráðgast við yfir- menn sína um aðgerðir, hann væri jafnvanhæfur. Hefði getað borið aðgerðir undir dómara Þórir gerði ennfremur alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fulltrúans og sagði hann hafa ítrek- að brotið gegn réttindum skjólstæð- ings síns. Hann hefði t.a.m. svikið loforð um afhendingu gagna og hefði ekki séð að sér fyrr en óskað var eftir opinberri rannsókn á starfsháttum hans. Þá hefði hann afhent gögnin, gegn því að ósk um rannsókn yrði dregin til baka. Krafðist hann þess að málinu yrði vísað frá og það rannsakað að nýju af hæfum mönnum. Varðandi gagnrýni á vinnubrögð sagði Kolbrún Sævarsdóttir að verj- andinn hefði getað borið allar ákvarðanir undir dómara en valið að gera það ekki. Tekist á um frávísunarkröfu vegna ákæru um innflutning á 30 kg af hassi Hafnar því að fulltrúinn sé vanhæfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.