Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 44
Korthafar
VISA urðu ekki
fyrir óþæg-
indum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá VISA Ísland.
„Að gefnu tilefni vill VISA Ísland
– Greiðslumiðlun hf. koma eftirfar-
andi á framfæri:
Korthafar VISA Íslands erlendis
urðu ekki fyrir óþægindum þegar
Cantat-sæstrengurinn til Íslands
bilaði.
Ástæða þess var, að fyrirtækið
notar eigin búnað, þ.e. bein sam-
skipti um gervihnött, vegna heim-
ildagjafar milli Íslands og annarra
landa. Þetta á einnig við um erlenda
VISA-korthafa stadda hérlendis. Á
þaki höfuðstöðva VISA í Mjóddinni
er gervihnattadiskur í þessum til-
gangi og annar á þaki Seðlabankans
vegna heimildagjafar með debet-
kortum VISA Electron. Varaleið fyr-
ir heimildagjöf er hinn umræddi sæ-
strengur og til þrautavara taka
heimildakerfi erlendis við.
Einu þekktu vandræði örfárra
korthafa okkar erlendis þegar sæ-
símastrengurinn bilaði voru vegna
þess ekki var hægt að hringja heim
og óska eftir aukaheimild þegar
þannig stóð á.“
FRÉTTIR
44 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STÓRMEISTARINN Hannes
Hlífar Stefánsson tryggði sér Ís-
landsmeistaratitilinn í skák með
jafntefli við Sævar
Bjarnason í næstsíð-
ustu umferð Skákþings
Íslands. Helsti keppi-
nautur Hannesar,
Helgi Áss Grétarsson,
varð að sætta sig við
jafntefli og missti
þannig endanlega af
möguleikanum á að ná
Hannesi að vinningum.
Skák þeirra Hannes-
ar og Sævars var at-
hyglisverð. Sævar
hafði svart. Hann
stendur sig oft vel
gegn sterkum and-
stæðingum og þegar
komið var út í endatafl
hafði Hannesi enn ekki
tekist að knésetja
hann. Hann ætlaði sér þó greinilega
sigur í skákinni og tókst að lokum að
snúa á Sævar þegar skákin virtist
stefna hraðbyri í jafntefli. Hannes
átti um ýmsar vinningsleiðir að velja
og kaus leið sem leiddi til stöðu þar
sem hann hafði drottningu og peð
gegn hrók og peði Sævars. Það ótrú-
lega kom hins vegar í ljós, að Sævar
fann jafnteflisleið með því að loka
kóng Hannesar af þannig að hann
gat ekki tekið þátt í lokaatlögunni.
Sævar gat því fagnað jafnteflinu og
Hannes Íslandsmeistaratitlinum.
Úrslit tíundu umferðar:
Þorsteinn Þorsteinss. – Jón V. Gunnarss.
0–1
Sigurbjörn Björnss. – Stefán Kristjánss.
½–½
Hannes Hlífar – Sævar Bjarnas. ½–½
Jón G. Viðarss. – Björn Þorfinnsson 1–0
Arnar Gunnarss. – Helgi Á. Grétarss. ½–½
Páll Þórarinss. – Bragi Þorfinnss. ½–½
Hvítt: Björn Þor-
finnsson
Svart: Sigurbjörn
Björnsson
Trompovskíbyrjun
1. d4 Rf6 2. Bg5 e6
3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6
5. Rf3 d5 6. Rbd2 c6 7.
Bd3 Rd7 ––
Þetta mun vera nýr
leikur í stöðunni.
Þekkt er 7...g6 8. De2
Bg7 9. exd5 cxd5 10.
Bb5+ Rc6 11. Re5 0–0
12. Bxc6 bxc6 13.
Rxc6 a5 14. 0–0 Ba6
15. c4 dxc4 16. Rxc4
Hfc8 17. R6e5 Df4 18.
Hfd1 Dg5 19. b3 a4 20.
Df3 Ha7 21. Rd6 Hf8
22. Re4 Df5 23. De3
Bb7 24. Rd6 Dg5 25. Dxg5 hxg5 26.
Hac1 Bd5 27. Rb5 Hb7 28. bxa4 Bxa2
29. Hc5 Bb3 30. Ha1 Ha8 31. a5 Bf8
32. Rc3 Bxc5 33. dxc5 Hc7 34. c6 Kg7
35. Rb5 He7 36. c7 Bd5 37. Hc1 Bb7
38. Rc4 g4 39. h3 gxh3 40. gxh3 Ba6
41. Rb6 Hh8 42. Rd6 og svartur gafst
upp (Maier-Studer, Austurríki
1995).
8. De2 dxe4 9. Rxe4 Df4 10. g3
Dc7 11. 0–0–0 b6 12. Bc4 Be7 13.
Kb1 Bb7 14. Re5!? –
Eftir rólega leiki eins og 14. Hhe1
hefur hvítur lítið upp úr krafsinu, svo
að Björn fórnar peði fyrir sókn.
14. – Rxe5 15. dxe5 Dxe5 16. f4
Da5!
Eftir 16...Dc7 17. f5! nær hvítur
mjög hættulegri sókn:
a) 17. – b5 18. Bxe6! fxe6 19. Dh5+
Kf8 20. fxe6 Bf6 21. Hd7 og hvítur á
vinningsstöðu.
b) 17...De5 18. fxe6 fxe6 19. Bxe6!
Bc8 (19...Dxe6 20. Rd6+ Kd7 21.
Rf7+ Bd6 22. Hxd6+ Dxd6 23.
Rxd6) 20. Bb3 Bf5 21. Dc4 Hf8 22.
Dxc6+ Bd7 23. Dxd7+ mát.
c) 17...e5 18. Dh5 Hf8 19. Be6 Bc8
20. Bxc8 Hxc8 21. Dg4 Hg8 22. f6 Bf8
23. fxg7 Be7 24. Dh5 Hxg7 25. Dxh6
og hvítur stendur mun betur.
17. Bxe6! 0–0
Eftir 17...fxe6 18. Rd6+ Bxd6 19.
Dxe6+ Kf8 20. Dxd6+ Kg8 21. Dg6
Db4 22. Hd7 Df8 23. De6+ Kh7 24.
De4+ Kg8 25. Dc4+ Kh7 26. Dd3+
Kg8 27. Hxb7 Hd8 28. Dc4+ Kh7 29.
De4+ Kg8 30. Dxc6 Dd6 31. Dc4+
Kh7 32. De4+ Kg8 33. a3 á hvítur
unnið tafl.
18. Bb3 Had8
Besta vörnin. Eftir 18...Hfe8 19.
Hd7 Ba6 20. Dg4 Bc8 21. Bxf7+
Kxf7 22. Rd6+ Kf8 23. Dg6 vinnur
hvítur. (18...Hae8 19. Hd7 Bc8 20.
Hxe7 Hxe7 21. Rf6+ gxf6 22. Dxe7
Kg7 23. Hd1, mun betra á hvítt;
18...Bc5 19. Hd7 Bc8 20. Rxc5 Dxc5
(20... Bxd7 21. Rxd7 Hfe8 22. Re5
He7 23. Dh5 Hf8 24. Hd1) 21. Hxf7
Kh8 22. Hxf8+ Dxf8 23. He1 Bf5 og
hvítur á gott peð yfir.
19. Hxd8 Hxd8
20. Rg5! Bxg5 21. fxg5 Dxg5 22.
Hf1 Hf8?
Sigurbjörn missir af besta varn-
arleiknum. Eftir 22...Dd2! 23. Bxf7+
Kh8 24. Dxd2 Hxd2 25. Bc4 Hd8 26.
Kc1 a5 27. Hf7 Bc8 28. a4 Bd7 29.
He7 Kh7 30. Bd3+ Kg8 31. Bg6 hefði
hann átt varnarmöguleika, þótt
staða hans sé þröng og óvirk.
Hvítur á hins vegar ekki betri leik
en 23. Bxf7+, t.d. 23. Dh5? Kh8 24.
Bxf7 Ba6 25. Hc1 (25. c4 Dd3+)
25...Be2 26. Df5 Dxc1+ 27. Kxc1
Hd1+ mát, eða 23. Df3 Kh8 24. Bxf7
Ba6 25. c4 Dxh2 26. Dxc6 Dxg3, mun
betra á svart. Eftir 23. Dg4 Ba6 24.
Bxf7+ Kh8 25. Hc1 Be2 26. Df4 Dxf4
27. gxf4 Hf8 28. He1 Hxf7 29. Hxe2
Hxf4 30. c3 Kg8 á svartur peði meira.
23. Hxf7! Hxf7 24. De8+ Kh7 25.
Bxf7 og svartur gafst upp. Hann
verður mát, eftir 25...h5 26. Dg8+
Kh6 27. Dh8+.
Hannes Hlífar
Íslandsmeistari
í skák
Hannes Hlífar
Stefánsson
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Seltjarnarnes
SKÁKÞING ÍSLANDS 2002,-
LANDSLIÐSFLOKKUR
20.–30. ágúst 2002
„ENGIN innlend
verðskrá yfir ís-
lenzk frímerki
hefur verið fáan-
leg um nokkurt
skeið. Hefur það
að vonum verið
mjög bagalegt
fyrir alla þá, sem
safna íslenzkum
frímerkjum. Úr þessu hefur verið
bætt, því að út er komin skrá yfir öll
íslenzk frímerki frá stofnun íslenzka
lýðveldisins1944 til ársloka 2001.
Hefur Steingrímur S. Björnsson,
varaformaður Félags íslenzkra frí-
merkjasafnara, tekið skrána saman
í samvinnu við Kjartan J. Kárason,
sem sá um uppsetningu og tölvu-
vinnslu. Þeir hafa hug á að bæta
konungsríkinu fljótlega við. Jafn-
framt hafa þeir notið aðstoðar ým-
issa félaga í F.F. Nefna þeir skrána
ISLANDIA 2002.
Allir þeir, sem safna íslenzkum
frímerkjum, munu fagna þessu
framtaki þeirra félaga. Frímerkja-
skráin fæst hjá Frímerkjasölu Ís-
landspósts hf. og í frímerkjaverzl-
unum, “ segir í fréttatilkynningu.
Nýr íslenzkur
frímerkjaverðlisti
ENN verður að teljast afar dauft á
Iðu, þar sem Stóra-Laxá mætir
Hvítá, en það er sem kunnugt er
fornfrægur og gjöfull staður, ekki
hvað síst þekktur fyrir stórlaxa sína.
Að sögn Stefáns Halls Jónssonar,
sem var þar að veiðum á miðviku-
dag, voru aðeins 45 laxar komnir í
veiðibók. Hópur hans náði aðeins
þremur löxum, en setti þó í 4–5 aðra
sem hann missti.
Tveir hópar deila veiði á Iðu og er
skráning nokkuð á reiki hjá öðrum
hópnum. Þumalputtaregla er að
áætla að sá hópur sé með svipaða
veiði hverju sinni og sá sem skráir í
veiðibókina í veiðihúsinu við Iðubrú.
Samkvæmt því gætu verið komnir
um 90 laxar á land af svæðinu sem
þykir ekki burðug veiði á þessum
slóðum.
„Það er ekki eins og þetta sé bætt
upp með stórlöxum, því tveir
stærstu laxarnir eru 18 og 14 punda
og það eru einu laxarnir í veiðibók-
inni sem eru yfir 10 pund. Þetta er
annars allt smálax,“ bætti Stefán
Hallur við. Hann sagði mjög mikið
vatn í ánum og stólar og borð á eyr-
inni umflotin vatni í talsverðum
straumi. Þeir sem þekkja til vita að
þá færast skilin nær landi og þar
með grynnkar mjög undir þeim. Þar
með liggur laxinn mjög langt úti,
jafnvel úr kastfæri. Stefán sagði að
laxar hefðu verið talsvert undir
hamrinum við Iðubrú og síðan hefðu
fiskar sést af og til á lofti upp eftir
öllu veiðisvæðinu. Ljóst væri þó að
lítið væri af fiski á svæðinu.
Þverá og Kjarrá eru komnar með
yfir 1.400 laxa og veiði hefur verið
vel boðleg allt til þessa dags. Að
sögn Jóns Ólafssonar, eins leigutaka
árinnar, lýkur veiði á sunnudags-
kvöld þótt þeir hafi leyfi til að veiða
lengur. „Þetta er orðið gott, við vilj-
um gefa laxinum frí núna til að huga
að hrygningu. Eitthvað verður þó
reynt að veiða í klak seinna í haust,“
sagði Jón.
Grímsá er komin með nærri 850
laxa og þrátt fyrir að hún hafi farið
afar hægt af stað er nú orðið all-
þokkalega líklegt að áin bæti sig frá
fyrra ári. Það var reyndar slakt
sumar með 1.005 laxa heildarafla.
Þeir stóru eru duglegir að snúa á
veiðimenn. Í vikunni slapp tröll í
Efri-Gljúfrum í Laxá í Kjós. Laxinn
tók maðk og fór undan straumi.
Þarna er erfitt um vik að fylgja löx-
um eftir og veiðimaður lenti fljót-
lega í sjálfheldu og komst hvorki
fram né aftur. Hann var þó með 40
punda línu og því til alls líklegur en
þegar til kastana kom fór laxinn,
sem talinn var varla undir 20–22
pundum, létt með að kubba línuna í
sundur þótt sver væri. Þannig fór
um sjóferð þá og líklega drepst lax-
inn því að talið var að hann væri
kokgleyptur.
Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, leiðbeinir erlendum veiðimanni.
Enn dauft á Iðu
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Morgunblaðið/Golli
Síldarmanna-
götur og
berjaferð
Á MORGUN, þann 1. september,
verður farið í tvær ferðir á vegum
Ferðafélags Íslands.
„Síldarmannagötur eru forn leið
uppí Skorradal en brekkurnar heita
Síldarmannabrekkur. Lítið er getið
um síld í fornum heimildum en þó
virðist sýnt að í Hvalfjörð hafi síld
gengið. Við voginn sem Síldar-
mannagötur liggja upp á heiðina er
laut ein er heitir Hólmagarðslág og
gengur grjótnef fram af henni, leiða
má að því líkur að það hafi verið not-
að í aðdrátt fyrr á öldum. Þetta er
um 5 tíma ganga. Fararstjóri verður
Hjalti Kristgeirsson. Verð 2500.- en
2300.- fyrir félaga F.Í. Brottför kl.
10.30 frá BSÍ með viðkomu í Mörk-
inni 6.
Einnig verður farin ferð í Skorra-
dal í berjatínslu. Létt ganga. Verð
2500 en 2300 fyrir félaga F.Í. Brott-
för frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í
Mörkinni 6,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Styðja börn
af erlendum
uppruna
SJÁLFBOÐALIÐAR með stuðning
við börn af erlendum uppruna hefur
farið fram í Sjálfboðamiðstöð Rauða
krossins. Á næstu dögum hefst aft-
ur stuðningur á vegum Rauða
krossins í samvinnu við Fræðslu-
miðstöð við 11-13 ára börn af er-
lendum uppruna með áherslu á mál-
örvun og aðstoð við heimanám.
Starfið fer fram einu sinni í viku í
Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeild-
ar, Hverfisgötu 105, u.þ.b. tvo tíma í
senn.
„Áhugasamir sjálfboðaliðar eru
hvattir til að leita nánari upplýsinga
í Sjálfboðamiðstöðinni. Jafnframt
eru ýmis önnur spennandi sjálf-
boðastörf í boði á vegum Reykjavík-
urdeilda,“ segir í fréttatilkynningu.
Síðasti dagur
stafrænnar
ljósmynda-
keppni
STAFRÆNA ljósmyndasamkeppni
BT á Mbl.is hefur fengið góðar við-
tökur í sumar, segir í fréttatilkynn-
ingu. Nú fer hins vegar hver að
verða síðastur að taka þátt í þessari
samkeppni því keppninni lýkur í dag,
31. ágúst.
„Hátt í 2600 myndir hafa borist í
keppnina og skipta ljósmyndarar
hundruðum. Myndefnið er frjálst og
margbreytilegt eins og vænta má.
Mikið ber þó á landslagsmyndum
svo og myndum af börnum og gælu-
dýrum. Einfaldar leiðbeiningar er að
finna á Mbl.is um það hvernig senda
á mynd inn í keppnina,“ segir í til-
kynningunni.