Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG, laugardag, bjóða Akureyr-
ingar til veislu bæði gestum og sjálf-
um sér. Nú er komið að hinni árlegu
uppskeruhátíð Listasumars og
Menningarnótt. Jafnframt er fagnað
140 ára afmæli Akureyrarbæjar. Í
bænum verður fjölmargt á boðstól-
um frá hádegi til miðættis. Dagskrá-
in hefst í Lystigarðinum kl. 14.00 þar
sem hátíðin verður formlega sett,
Lúðrasveit Akureyrar spilar og
Hamlet leikur lausum hala í fimmtán
mínútur. Í miðbænum verða opnaðar
listsýningar úr gullnum ávöxtum,
brenndum leir og heimabökuðum
hnallþórum. Ull og önnur mál verða
þæfð í Punktinum. Götuleikhús skýt-
ur upp kollinum þegar minnst varir
og inn á milli þenur lúðrasveitin sig.
Síðdegis verða hátíðartónleikar bæj-
arlistamannanna Björns Steinars
Sólbergssonar og Óskars Pétursson-
ar þar sem kirkjunnar maður fetar í
fótspor meistarans.
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl-
skylduna verður loks fram eftir
kvöldi inni í verslunum og í gluggum
þeirra, á götum úti, Ráðhústorginu
og víðar um miðbæinn og í nágrenni
hans. Á veitingastöðum verður lyst-
inni mætt með list og hagstæð tilboð í
boði fyrir fjölskyldur. Hátíðarhöld-
unum lýkur formlega kl. 23.30 með
flugeldasýningu við Pollinn.
Undirstrikar
bjartsýni og kraft
Menningarnótt er samstarfsverk-
efni Gilfélagsins, sem stendur að
Listasumri, Miðbæjarsamtakanna
og menningarfulltrúa Akureyrar-
bæjar ásamt fleiri starfsmönnum
bæjarins og ber að þakka þessum að-
ilum fyrir vel unnin
störf og undirbúning.
Menningarnótt slær
einnig smiðshöggið á
afar skemmtilegt
Listasumar þar sem
hver listviðburðurinn
hefur rekið annan.
Hátíðin er mikil-
vægt innlegg í bæjar-
vitundina og hún
skiptir miklu máli.
Hátíðin eflir sam-
kennd íbúanna sem
þarna koma saman,
sýna sig og sjá aðra
og skemmta sér.
Þessa nótt birtist
nútímamenningin í allri veru sinni.
Sumir vilja kalla menningarnætur,
sem haldnar eru víða um land, óskil-
greinanlegan bræðing sem á ekkert
skylt við menningu í strangasta
skilningi þess orðs –
bræðing þar sem hug-
tökin lágmenning og há-
menning hafa enga
merkingu lengur. En
einmitt í samsuðu ólíkra
listgreina og atburða
sjáum við kraftinn og
bjartsýnina sem hér rík-
ir, þar bregðast lista-
menn og aðrir ekki
skyldu sinni og draga
fram í rökkrið hluti sem
aðrir hafa ef til vill ekki
komið auga á og varpa
nýrri sýn á lífið og til-
veruna.
Viðburðir eins og þess-
ar menningarnætur,
hvaða nöfnum sem þær nefnast, und-
irstrika að menning og listir eru ekki
aðeins fyrir hóp útvalinna sem stund-
um eru litnir hornauga af almenn-
ingi. Menning og listir eru fyrir fólkið
og eru einmitt til vegna fólksins. Þess
vegna hvet ég alla Akureyringa og
gesti okkar til að gleðjast saman í
dag og kvöld og njóta afraksturs
vinnu og sköpunarkrafts margra frá-
bærra listamanna. Síðast en ekki síst
hvet ég gesti menningarnætur á Ak-
ureyri til að taka höndum saman um
að gera menningarnótt að eftirminni-
legum viðburði fyrir hið góða sem
þar gerðist og láta reynslu annarra
okkur að kenningu verða.
Akureyringar, fjölmennum á
menningarnótt og njótum stundar-
innar.
Njótum stundarinnar –
menningarnótt á Akureyri
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Menning
Hvet ég alla Akur-
eyringa og gesti okkar
til að gleðjast saman í
dag og kvöld, segir
Sigrún Björk
Jakobsdóttir, og njóta
afraksturs vinnu og
sköpunarkrafts margra
frábærra listamanna.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
formaður menningarmálanefndar
Akureyrar.
ERT þú, lesandi
góður, til í að lækka
neyslukostnað heimil-
isins um tvö prósent?
Líklega myndu flestir
svara þessari spurn-
ingu játandi og æ
fleiri láta kné fylgja
kviði með því að fara
fram á þessa lækkun
við þá er þeir eiga í
viðskiptum við.
En hvað er átt við?
Frá því að Atlants-
skip hófu innreið sína
á markaðinn hefur
orðið 30 til 50 pró-
senta lækkun á flutn-
ingsgjöldum til og frá Ameríku.
Atlantsskip leiddu þessa verðlækk-
un á sama hátt og fyrirtækið leiðir
nú verðlækkun á flutningsgjöldum
til Evrópu. Atlantsskip hafa og
munu áfram leiða verðlækkanir á
þeim mörkuðum sem fyrirtækið
starfar á.
Kröfur nútímans
uppfylltar
Vissulega hafa margir velt því
fyrir sér hvernig Atlantsskip fara
að því að vera ætíð leiðandi í lágu
verði á flutningsmarkaði, án þess
að gefa eftir þumlung í áreiðan-
leika, öryggi og gæðum þjónust-
unnar. Svarið er einfalt: með lítilli
yfirbyggingu, hagstæðum samn-
ingum og sérstaklega hæfu starfs-
fólki tekst Atlantsskipum að lág-
marka kostnaðinn, hámarka
afrakstur og gæði. Atlantsskip
starfa á alþjóðlegum markaði og
fagna því að geta boðið íslenskum
almenningi og flutningsaðilum
verð sem eru samkeppnishæf á al-
þjóðavísu. Með hagstæðum leigu-
samningum á nýlegum fraktskip-
um tekst Atlantsskipum að lág-
marka neyslukostnað heimila
landsins enn frekar,
samhliða því að bjóða
upp á örugga flutn-
inga um heimshöfin.
Ekki samið á
kostnað neytenda
Fram hefur komið í
máli Jónasar Garðars-
sonar, formanns Sjó-
mannafélags Reykja-
víkur, að verið sé að
brjóta á félagsmönn-
um hans hjá Atlants-
skipum. Ekkert gæti
verið fjær sannleikan-
um. Staðreyndin er sú
að Atlantsskip hafa
aldrei gert neina
samninga við Sjómannafélag
Reykjavíkur eða önnur hagsmuna-
félög sjómanna á Íslandi. Á þeim
skipum sem Atlantsskip leigja,
starfa sjómenn samkvæmt alþjóð-
legum kjörum er heyra undir Al-
þjóðaflutningaverkamannasam-
bandið (ITF).
Í viðtali, sem birtist í Morgun-
blaðinu hinn 27. apríl sl., kemur
fram að Jónas Garðarsson óttist að
samkeppnisaðilar Atlantsskipa
muni ekki treysta sér til að standa
við samkomulag sem gert hefur
verið á milli þeirra og Sjómanna-
félagsins, bjóði Atlantsskip áfram
leiðandi verð á íslenska flutnings-
markaðinum; að fram til þessa hafi
verið sátt um þessi mál milli út-
gerða. Atlantsskip hafa ekki og
munu ekki semja um að íslenskir
neytendur og fyrirtæki fái ekki
bestu hugsanleg kjör sem hægt er
að bjóða upp á. Svo virðist sem
Jónas átti sig ekki á því að með því
að reyna hindra lægra vöruverð, er
hann að hindra kjarabót til heim-
ilanna – og gildir það jafnt um
heimili sjómanna á kaupskipum
sem heimili annarra landsmanna.
Þá má ekki gleyma því að aðgerðir
Jónasar eru ólöglegar, nokkuð sem
Jónas veit vel, enda sagði hann í
áðurnefndu Morgunblaðsviðtali:
„Ef við grípum til aðgerða gagn-
vart þessu þá eru þær sjálfsagt
ekki löglegar.“ Ekki löglegar og
því síður siðlegar gagnvart íslensk-
um neytendum og fyrirtækjum.
Lægri flutningsgjöld
Samkeppni á flutningsmarkaði
er staðreynd og loksins geta ís-
lenskir neytendur valið á milli Atl-
antsskipa – fyrirtækis sem hefur
leitt samkeppni á markaðinum –
eða fyrirtækja sem hafa brugðist
við samkeppni. Frá því að Atlants-
skip hófu að berjast fyrir kjarabót
heimilanna hafa vöruflutningsgjöld
milli Íslands og Ameríku lækkað
um 30 til 50 prósent. Eftir að Atl-
antsskip hófu flutninga á milli Ís-
lands og Evrópu hefur verðið
lækkað líka en fyrirtækið er að
bjóða 15 til 20 prósent lægra verð
á þessari flutningsleið en er í boði
hjá samkeppnisaðilum okkar í dag.
Þetta er kjarabót sem viðskipta-
vinir okkar telja að hafi skilað sér í
lægra vöruverði til neytenda. Atl-
antsskip eru liður í kjarabót heim-
ilanna.
Leiðandi í samkeppni,
kjarabót heimilanna
Stefán
Kjærnested
Siglingar
Vöruflutningsgjöld
milli Íslands og
Ameríku, segir
Stefán Kjærnested,
hafa lækkað um
30 til 50 prósent.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Atlantsskipa.
VITSMUNALEG umræða er
ein forsenda virks lýðræðis. Einn
vandinn við hana er að margt
keppir um athygli manna í nútíma-
samfélagi. Í lýðræðissamfélagi er
ekki alltaf nóg að hafa rökin sínum
megin til þess að „vinna um-
ræðuna“. Oft virðist einfaldara að
ná athygli manna með gífuryrðum
og slagyrðum sem jafnvel eru gróf-
ar einfaldanir eða beinlínis rang-
færslur. Ef þær eru endurteknar
nógu oft verða þær
að staðreyndum í
hugum margra þeirra
sem ekki hafa tíma til
þess að fylgjast með
öllu.
Með fyrirvara
Ég er félagi í
Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði (VG)
og hef tekið þátt í
stefnumótun þess
flokks. Fer hún ýmist
fram á fjölmennum
fundum eða í smærri
nefndum. Þar hefur
eðli málsins sam-
kvæmt verið mikið
rætt um virkjanir og
stóriðju. Á nánast hverjum fundi
hefur komið skýrt fram að félagar
í VG eru almennt hlynntir bæði
jarðvarmavirkjunum og vatnsafls-
virkjunum. Er það í samræmi við
viðhorf annarra stjórnmálaflokka.
Það er því vart hægt að segja að
verulegur ágreiningur ríki á Ís-
landi um ágæti virkjana.
Vinstrigrænir hafa hins vegar
leyft sér að taka afstöðu gegn fyr-
irhuguðum stórvirkjunum á Aust-
urlandi. Og það jafnvel þó að ríkis-
stjórnin styðji þær og Samfylk-
ingin treysti sér ekki til að vera á
móti! Ástæðan er einföld: Þessar
framkvæmdir krefjast mikillar
röskunar á náttúrunni og sú rösk-
un er óafturkræf. Þá náttúru sem
verður raskað fáum við aldrei til
baka. Það er ekki sérskoðun
Vinstrigrænna að þessi röskun sé
mikil og óafturkræf. Svo auðveld-
lega er ekki hægt að afgreiða mál-
ið. Skipulagsstjóri tók undir það í
úrskurði sínum og fjölmargir um-
hverfissinnar úr öllum flokkum eru
á sama máli.
Á móti öllu?
Kannski er það einmitt vegna
þess að afstaða Vinstrigrænna er í
takti við skoðanir mjög margra í
samfélaginu að sumir andstæðing-
ar flokksins hafa lagt sig niður við
ódrengilegan málflutning. Býsna
algengt er að heyra það hjá stjórn-
málamönnum úr Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og Samfylking-
unni að Vinstrigrænir séu á móti
„öllum virkjunum“ þó að þeir hljóti
að vita ósköp vel að svo er ekki,
enda má fræðast um það með því
að lesa Málefnahandbók flokksins
sem er öllum aðgengileg á Netinu.
Það er engum til sóma að fara
með slíkar lygar en þar fyrir utan
skaðar það lýðræðislega umræðu á
Íslandi almennt. Athyglisvert er að
Frjálslyndir hafa ekki tekið þátt í
þessum áróðri enda hafa þeir inn-
an sinna vébanda einn helsta for-
ystumann umhverfissinna á Ís-
landi, Ólaf F. Magnússon. Einnig
hann hefur orðið fyrir aðkasti fyrir
að vera andvígur stórvirkjununum
fyrir austan.
Öfgastefna?
Önnur rangfærslan er að þeir
sem eru andvígir stórkostlegum
virkjunum með tilheyrandi um-
hverfisraski á Austurlandi séu „á
móti“ Austfirðingum.
Þannig tala æsinga-
menn. Vitaskuld skipt-
ir máli að meirihluti
Austfirðinga styður
þessa virkjun en hún
getur aldrei orðið
einkamál þeirra. Það
verður að vega og
meta ýmsa hagsmuni í
svo flóknu máli og eng-
inn umhverfisflokkur í
heiminum gæti annað
en tekið afstöðu gegn
svona miklu raski og
óafturkræfu.
Það er hjákátlegt
þegar talsmenn VG
eru sagðir „á móti
landsbyggðinni“ þegar
öllum sem vilja kynna sér málin
má ljóst vera að flokkurinn hefur
beitt sér mjög gegn núverandi
byggðaröskun. Enn fráleitara er
að forystumenn VG séu „öfga-
menn“ í umhverfismálum. Það er
nú öðru nær. VG er hófsamur um-
hverfisflokkur, einn fárra slíkra
flokka í heiminum sem styður
skynsamlega nýtingu hvalastofna
og gerir einungis þá afar hógværu
kröfu að umhverfissjónarmið fái
aukið vægi í umræðunni.
Fjallagrös?
Önnur hjákátleg staðhæfing æs-
ingamanna er að andstæðingar
virkjunar og Vinstrigrænir vilji að
Austfirðingar „tíni fjallagrös“ í
stað álverksmiðju.
Með slíkum málflutningi er
býsna lítið gert úr þeirri starfsemi
sem er nú þegar á Austurlandi og
þeim tækifærum sem eru fyrir
austan t.d. í ferðaþjónustu.
Ætlast er til að þeir sem andæfa
álveri og raski vegna virkjana
komi fram með eina mikla „patent-
lausn“ á byggðavandanum. En það
er barnaskapur að halda að álver
fyrir austan snúi við búsetuþróun á
landinu til langframa.
Auk heldur er það ekki verkefni
stjórnmálamanna að búa til at-
vinnutækifæri heldur að skapa
skilyrði til þess að menn geti skap-
að sér færi sjálfir. Um það er
fjallað í löngu máli í málefnahand-
bók VG og bent á leiðir sem stjórn-
völd geti farið. En vissulega er
engin „patentlausn“. Enda hafa
þær tilhneigingu til að virka ekki.
Það er auðvitað gaman að geta lof-
að öllu fögru en kannski meira
virði að standa við það.
Æsingamenn
Óvandaður málflutningur æs-
ingamanna kann að skila ákveðn-
um árangri fyrst í stað. Íslend-
ingar eru þó flestir eldri en tvæ-
vetur og þurfa ekki að gleypa við
öllu. Þegar kemur að virkjana-
framkvæmdum á Austurlandi
verða menn að vega og meta hagn-
aðarvonina í samhengi við hinn
mikla fórnarkostnað. En það er
ekki nóg. Þegar menn hafa tekið
afstöðu þurfa þeir að senda stjórn-
málamönnum skýr skilaboð um
hvað þeir vilja. Og þeir sem vilja
ekki stórvirkjanirnar fyrir austan
vita hvað þeir eiga að kjósa.
Satt og
logið um
virkjanamál
Ármann
Jakobsson
Höfundur er félagi í Vinstrihreyfing-
unni – grænu framboði.
Umhverfi
Margir andstæðingar
Vinstrigrænna,
segir Ármann
Jakobsson, hafa lagt
sig niður við ódrengi-
legan málflutning.