Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er mjög viðeigandi
að halda leiðtogafund
Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun í
Jóhannesarborg í
S-Afríku. Eitt af stærstu umfjöll-
unarefnum fundarins er fátækt í
þróunarríkjunum og hvaða leiðir
er hægt að fara til að vinna gegn
efnahagslegu misrétti í heiminum.
Þótt miklar breytingar hafi átt
sér stað í S-Afríku á síðustu árum
er hið efnahagslega misrétti enn
til staðar og stór hluti blökku-
manna í landinu býr við óviðun-
andi lífsskilyrði.
Fram til þessa hafa iðnríkin
ekki verið tilbúin til að leggja það
á sig sem þarf til að vinna gegn fá-
tækt í þróunarríkjunum. Augljós-
asti vitnis-
burðurinn um
þetta er að á
umhverfisráð-
stefnunni í
Ríó de Janeiro
árið 1992 var
sú stefnuyfirlýsing samþykkt að
iðnríkin myndu auka framlög sín
til þróunarmála upp í 0,7% af
landsframleiðslu. Síðan þetta var
samþykkt hefur þetta hlutfall
lækkað úr 0,33% í 0,22%. Iðnríkin
hafa líka hunsað óskir þróunar-
ríkjanna um aukinn aðgang að
mörkuðum og lækkun á niður-
greiðslum á landbúnaðarvörum,
en þessar niðurgreiðslur eiga
mikinn þátt í því að landbúnaður í
þróunarríkjunum hefur ekki náð
að eflast eins og hann þyrfti að
gera.
Á móti kemur að fjárfesting
iðnríkjanna í þróunarríkjunum
hefur aukist úr 36 milljörðum
dollara árið 1991 í 178 milljarða
dollara árið 2000. Þetta segir hins
vegar ekki nema hálfa söguna því
að um 80% af fjárfestingu ársins
2000 fóru til fjárfestinga í einung-
is 10 þróunarríkjum og fátækustu
þróunarríkin fengu aðeins 2,5% af
heildarfjárfestingunni.
Ein af ástæðunum fyrir því að
framlög iðnríkjanna til þróunar-
mála hafa minnkað á síðustu árum
er sú að menn hafa gert sér grein
fyrir að stór hluti af þeirri aðstoð
sem farið hefur til þróunarríkjana
hefur ekki komið að þeim notum
stefnt var að. Ástæðurnar eru
fjölmargar. Víða er mikil spilling
sem hefur orðið til þess að að-
stoðin hefur komist í rangar hend-
ur. Það skortir kunnáttu í þróun-
arríkjunum sem veldur því að
heimamenn ná stundum ekki að
nýta sér til frambúðar þá aðstoð
sem þeim er boðin. Oft henta þær
lausnir sem Vesturlandabúar eru
að bjóða heldur ekki aðstæðum í
þróunarríkjunum. Vanþekking
iðnríkjanna á því sinn þátt í þeim
mistökum sem gerð hafa verið í
þróunaraðstoð á síðustu árum.
Margir eru þeirrar skoðunar að
baráttan gegn fátækt verði ekki
háð með því að gefa þróunarlönd-
unum peninga og þvinga upp á
þau verklag sem notað er á Vest-
urlöndum. Þeir sem halda þessu
fram telja að megináherslan eigi
að vera á að auka fjárfestingu í
þróunarríkjunum. Þeir leggja
jafnframt áherslu á að þróunar-
ríkin sjálf verði að leggja sitt af
mörkum. Þau verði að koma á
frelsi í viðskiptum, lýðræði og
auka menntun. Ef þessar aðstæð-
ur séu fyrir hendi muni pening-
arnir koma og uppbygging eiga
sér stað. En fjárfestar eru hins
vegar varir um sig og eru ekki
viljugir til að hætta fjármunum
sínum í löndum þar sem stór hluti
íbúanna er í stöðugri baráttu við
að eiga fyrir mat, menntunarstig
er lágt og innviðir samfélagsins
eru veikir. Mörg lönd virðast því
vera föst í fátæktargildru sem þau
virðast ekki komast út úr.
S-Afríka hefur mikla sérstöðu í
Afríku. Efnahagslíf landsins er
sterkt borið saman við nágranna-
ríkin. Um 40% af öllum iðnvarn-
ingi sem framleiddur er í Afríku
er framleiddur í S-Afríku, um 45%
af námavinnslu í álfunni á sér stað
í S-Afríku og meira en helmingur
af öllu rafmagni sem framleitt er í
álfunni er framleitt í S-Afríku.
Ekkert ríki álfunnar framleiðir
jafnmikið af landbúnaðarvörum
og S-Afríka. Margir telja því að
S-Afríka muni gegna lykilhlut-
verki í því uppbyggingarstarfi
sem framundan er í Afríku. Eða
eins og einn af leiðtogum landsins
orðaði það. „Enginn þekkir Afr-
íku betur en S-Afríkumenn. Við
höfum verið hér lengi að störfum
og við vitum hvernig best er að
gera hlutina.“
Í Jóhannesarborg í S-Afríku er
að finna verslanir, eins og t.d. í
Sandton-hverfinu, sem eru örugg-
lega meðal fínustu verslana í
heiminum. Þar eru líka hverfi þar
sem eru stór og glæsileg einbýlis-
hús. Staðan er hins vegar allt önn-
ur í hverfum blökkumanna, Sow-
eto og Alexandra. Og ef farið er
aðeins út fyrir borgina má finna
hverfi þar sem fátæktin blasir alls
staðar við. Þar eru hús þar sem er
ekki að finna rennandi vatn eða
rafmagn. Hreinlætismál eru líka í
miklum ólestri. Fólk þarf að not-
ast við útikamra og sorp og
óþrifnaður er út um allt. Það er
hins vegar rétt að árétta að marg-
ir blökkumenn búa við ágæt efni.
Stærsta vandamálið í Jóhannes-
arborg er atvinnuleysið, en um
17% blökkumanna í Soweto eru
atvinnulaus. Fólk sem ekki hefur
vinnu á augljóslega mjög erfitt
með að komast af og margt af því
er í stöðugri baráttu við að fá
nægilegt að borða. Engar at-
vinnuleysisbætur eru greiddar og
félagslegur stuðningur af hálfu
his opinbera er mjög af skornum
skammti. Margir draga fram lífið
með betli. Það þarf heldur ekki að
koma á óvart að í þessu umhverfi
er mikið um þjófnaði og glæpi. Ef
S-Afríku tækist að útrýma at-
vinnuleysi í landinu má fullyrða að
stór sigur væri unninn.
Suður-Afríkumenn gera sér
mætavel ljóst að áframhaldandi
uppbygging landsins mun aðeins
eiga sér stað ef fyrirtækjum í
landinu vegnar vel og þau halda
áfram að fjárfesta og hagnast. En
margir blökkumenn í landinu
spyrja eins og fréttakonan í ríkis-
sjónvarpi S-Afríku gerði um síð-
ustu helgi þegar hún ræddi við
einn af kaupsýslumönnum lands-
ins: „Er aðalatriðið að fyrirtækin
græði? Skiptir engu máli hvernig
þessum gróða er varið? Hvernig á
að koma þessum gróða til fátæk-
ari íbúa landsins?“
Misréttið í
S-Afríku
Óvíða í heiminum er efnahagslegt mis-
rétti jafnaugljóst og í S-Afríku þar sem
meirihluti blökkumanna hefur áratug-
um saman búið við sárafátækt á meðan
hvítir menn hafa lifað við góð efni.
VIÐHORF
Eftir Egil
Ólafsson
egol@mbl.is
VIÐ! – öðruvísi samtímaheimildir er
heiti sýningar sem var opnuð í
Gerðubergi í gær. Um er að ræða
sýningu sem unnin er af unglingum
frá Danmörku, Finnlandi, Noregi,
Svíþjóð og Íslandi, þar sem þau
velta fyrir sér ýmsum spurningum
um tilveruna. Fjórir frá hverju landi
tóku þátt og fór vinnan að mestu
leyti fram fyrri hluta þessa árs. Af-
raksturinn má nú sjá á sýningunni í
Gerðubergi.
Fjórir krakkar
úr Rimunum
„Verkefnið er upprunnið í Malmö
í Svíþjóð, í stofnun sem heitir Malmö
Museer. Það átti að vera liður í því
að fá unglinga í auknum mæli inn á
söfn, en einnig felst í verkefninu að
fá unglinga til velta fyrir sér spurn-
ingum eins og hver er ég? Hvaðan
kem ég? Af hverju bý ég nákvæm-
lega í Rimahverfinu í Grafarvogi í
dag?,“ segir Sif Gunnarsdóttir, að-
stoðarforstöðumaður Gerðubergs. Á
Íslandi tóku þátt í verkefninu fjórir
krakkar úr Rimaskóla, tveir strákar
úr 10. bekk, þeir Brynjar Sigurðsson
og Viktor Þór Jörgenson, og tvær
stelpur úr 9. bekk, þær Kolbrún Ýr
Ólafsdóttir og Guðrún Ísabella Þrá-
insdóttir. „Rimahverfið er að vissu
leyti svona landnemahverfi, og ekki
síst skemmtilegt að skoða hvaðan
fólkið kemur sem er að byggja upp
Grafarvoginn,“ bætir Sif við.
Margs konar verkefni voru unnin
í tengslum við sýninguna. „Í verk-
efnunum veltu þau fyrir sér per-
sónulegri fortíð sinni, og þurftu þá
oft á tíðum að yfirheyra foreldra
sína og ömmur og afa um hana,“ út-
skýrir Sif. Hún segir það hafa verið
áhugavert að sjá hve nálgun stelpn-
anna og strákanna á þeim hluta
verkefnisins var ólík. „Strákarnir
fóru meira í svona harða stað-
reyndaleit, meðan stelpurnar eru
meira í fabúleríngum og tilfinning-
um.“
Keimlíkir á Norðurlöndum
Allir þátttakendur í verkefninu
skrifuðu dagbók sama daginn,
mánudaginn 14. janúar 2002.
„Skóladagur varð fyrir valinu, til að
fá innsýn inn daglegt líf unglinga á
Norðurlöndum og bera það saman
innbyrðis,“ segir Sif. „Það kom í ljós
að líf þeirra eru nokkuð keimlík, til
dæmis eiga þau öll erfitt með að
vakna kl. 7 á morgnana og syfjuð
fram að hádegi, tala mikið í farsíma
og þannig.“ Dagbækurnar hafa allar
verið þýddar á íslensku, sem og aðr-
ir textar eftir krakkana sem eru að-
gengileg á sýningunni.
„Krakkarnir fengu líka myndavél,
þar sem þau áttu að mynda það sem
þeim fannst mikilvægt í lífi sínu. Þau
tóku þá oft myndir af fjölskyldu
sinni, hjólinu, græjunum, gæludýr-
unum sínu og svo framvegis,“ heldur
Sif áfram. „Auk þess átti hver þátt-
takandi í verkefninu að velja einn
hlut sem hefur persónulega merk-
ingu fyrir þau og setja á sýninguna.
Þar er allt frá húslyklum sem einn
danskur strákur setti á sýninguna,
yfir í íshokkíprik, sem kemur að
sjálfsögðu frá finnskum strák. Og
Ísabella okkar setti kjól sem hún átti
þegar hún var eins árs. Þetta var
svolítið strembið fyri krakkana, því
þau þurftu að gera grein fyrir vali
sínu í texta, og gátu því ekki tekið
bara hvað sem er. Þannig að sýn-
ingin er blanda af myndum, texta og
dóti, má segja.“
Sif segir það hafa verið mjög
skemmtilegt að fá tækifæri til að
vinna með íslensku krökkunum.
„Þau voru svo skapandi og skemmti-
leg og jákvæð. Að lesa dagbækurnar
þeirra var alveg dásamlegt. Maður
vill oft gleyma því hvað maður er
óbilandi bjartsýnn þegar maður er
unglingur. Það er eins og ekkert sé
ómögulegt.“
Í tengslum við sýninguna verður
haldin ráðstefna í Gerðurbergi 13.
september, þar sem ímynd unglinga
verður viðfangsefnið. „Undanfarna
mánuði höfum við skoðað greinar
sem fjalla um unglinga. 99% af þess-
um greinum eru auðvitað skelfileg-
ar, fjalla um fyllirí og útihátíðir og
eiturlyf og nauðganir. Þá er svo
stórkostlegt að hitta krakka sem
minna mann á hvað það er lítill þátt-
ur af því að vera unglingur sem er
svona neikvæður. Hvað þetta er
skapandi tímabil á ævinni, þótt það
sé róstusamt,“ segir Sif.
Íslendingar í nánd
við náttúruna
Brynjar Sigurðsson er einn af ís-
lensku krökkunum fjórum sem tóku
þátt í verkefninu. Hann segir það
hafa verið mjög gaman að taka þátt.
„Myndmenntakennarinn í Rima-
skóla hafði samband við okkur fjög-
ur í vor. Þá var byrjað að vinna í
þessu strax, því við vorum orðin svo-
lítið sein miðað við hin Norðurlönd-
in. Við fengum einnota svart-hvíta
myndavél og áttum að taka myndir
af fjölskyldu, vinum, þar sem við er-
um, og áhugamálum okkar. Síðan
fórum við að vinna með hugmyndir
um hvernig við gætum útfært efnið,“
segir Brynjar. Þrír krakkar af fjór-
um sem tóku þátt í verkefninu eru í
nemendaráði Rimaskóla.
„Við skrifuðum líka svo hvert um
sig dagbók, sem átti að endurspegla
líf íslensks unglings,“ heldur Brynj-
ar áfram. Blaðamaður innir hann
eftir því hvernig líf íslensks unglings
sé í stuttu máli. „Það er nú spurning.
Auðvitað eru vinirnir mikilvægir,
skólinn, áhugamálin og svo framveg-
is.“
Brynjar telur að íslenskir ung-
lingar eigi margt sammerkt með
unglingum annara Norðurlanda, en
segist þó hafa orðið var við einn
grundvallarmun. „Við íslensku
krakkarnir virðumst vera í miklu
meiri nánd við náttúruna. Til dæmis
er ein stelpa frá Danmörku sem býr
í miðri Kaupmannahöfn og draumur
hennar var að búa úti í náttúrunni.
Við erum meira í nágrenni við nátt-
úruna en þau dagsdaglega, móinn er
bara við hliðina á húsinu,“ segir
Brynjar.
Samstarfsaðilar Gerðubergs í
sýningunni eru Malmö Museet í Sví-
þjóð, Sandefjord Museum í Noregi,
Nationalmuseet í Danmörku, og
Aboa Vetus & Ars Nova Museum í
Finnlandi. Verkefnið er styrkt af
norrænu ráðherranefndinni og á Ís-
landi af menntamálaráðuneytinu.
Sýningin ferðast nú milli Norður-
landanna og er Ísland annar við-
komustaður hennar. Hún stendur
yfir á Íslandi til 22. september.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á sýningunni gefur meðal annars að líta persónulegan hlut, sem hver
þátttakandi valdi til að setja á sýninguna.
Óbilandi bjartsýni
ingamaria@mbl.is
LISTAHÁSKÓLI Íslands var sett-
ur í gær í porti við húsnæði skól-
ans í Skipholti. „Skólasetningin
var utandyra, sem er auðvitað
táknrænt fyrir það að skólinn er
ennþá í húsnæðisleit,“ sagði rekt-
or skólans, Hjálmar H. Ragn-
arsson, í samtali við Morgun-
blaðið. „Við byrjum núna með nám
á nokkrum nýjum brautum, arki-
tektúrbrautina, en arkitektúr er
kenndur í fyrsta sinn hér á Íslandi,
og nokkrar nýjar brautir í tón-
list.“ Yfir 300 nemendur hefja
nám við skólann nú og eru þar af
um 140 nýir. Að sögn Hjálmars
var skólinn þó ekki settur við há-
tíðlega athöfn. „Þetta var meiri
gleði og gaman við upphaf skóla-
árs en hátíðleg skólasetning. Við
vorum bara að stilla saman
strengina eftir sumarið, og brýna
járnin,“ sagði hann að lokum.
Listaháskóli Íslands settur utandyra í gær
Morgunblaðið/Arnaldur
Hjálmar H. Ragnarsson rektor setur Listaháskóla Íslands.
Járnin
brýnd og
strengir
stilltir