Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 43
ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 43
TÍMAMÓT verða í starfi Hafn-
arfjarðarkirkju sunnudaginn 1.
september. Þá lætur Natalía Chow
af störfum sem organisti kirkj-
unnar, en hún hefur starfað sem
organisti hennar frá árinu 1996.
Um leið og söfnuðurinn kveður
hana og þakkar henni góð störf, þá
verður boðinn velkominn nýr org-
anisti til kirkjunnar, Antonia
Hevesi.
Af þessu tilefni munu þær báðar
annast tónlistarflutning við messu
sunnudagsins kl.11.00. Allir prestar
kirkjunnar þjóna í messunni.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn-
arprestur prédikar við messuna en
hann heldur nú til framhaldsnáms í
Bretlandi í námsleyfi. Mun sr. Þór-
hallur Heimisson gegna þjónustu
sem settur sóknarprestur kirkj-
unnar í fjarveru hans.
Jafnframt gegnir sr. Þórhildur
Ólafs stöðu prests við Hafnarfjarð-
arkirkju.
Eftir messuna býður sóknarnefnd
til létts hádegisverðar í safn-
aðarheimilinu Strandbergi.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kynningarfundur
á tólf spora-starfi
í Laugarneskirkju
NÚ GEFST fólki kostur á að kynna
sér af eigin raun þetta nýja og at-
hyglisverða tækifæri sem æ fleiri
kirkjur bjóða uppá. Á tólf spora-
fundum er unnið með tilfinningar
eftir tólf spora kerfi AA-samtak-
anna á áhrifaríkan og markvissan
hátt.
Kynningarfundur verður haldinn
í Laugarneskirkju mánudaginn 2.
september kl. 20:00 og er öllum op-
inn og ókeypis. Umsjón hans er í
höndum Margrétar Scheving sál-
gæsluþjóns Laugarneskirkju.
Jákvætt námskeið
um hjónaband
og sambúð
UNDANFARNA 6 vetur hafa um
5.000 manns tekið þátt í nám-
skeiðum fyrir hjón og sambúðarfólk
á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Nám-
skeiðin eru ætluð öllum sem eru í
hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins
þeim sem eiga við vandamál að
stríða, heldur hinum líka sem vilja
styrkja samband sitt.
Námskeiðin sækir fólk af öllu
landinu, og þau hafa verið haldin á
Selfossi, Eyrarbakka, Höfn í Horna-
firði, Akureyri, Hvammstanga, Eg-
ilsstöðum, Eskifirði, Borgarnesi,
Keflavík, Seltjarnarnesi, í Reykja-
vík, og í Árnesi auk þess að vera
reglulega í Hafnarfjarðarkirkju.
Á námskeiðunum er fjallað um
samskipti foreldra og barna, stjórn-
un innan fjölskyldunnar og hvernig
þessi atriði endurspeglast í hegðun
barna og unglinga utan fjölskyld-
unnar. Farið er í gegnum helstu
gildrur sambúðarinnar, hvernig
fjölskyldumynstrum hægt er að
festast í, fjallað um væntingar, vonir
og vonbrigði þeirra sem tilheyra
fjölskyldunni. En fyrst og fremst er
talað um þær leiðir sem hægt er að
fara til að sleppa út úr vítahring
deilna og átaka í sambúð og hvernig
styrkja má innviði fjölskyldunnar.
Við skoðum ýmsar fjölskyldugerðir
og veltum því fyrir okkur hvað hægt
er að gera til þess að fyrirbyggja
deilur og samskiptaörðugleika. Að-
eins 14-18 pör taka þátt í hverju
námskeiði.
Auðvitað er ekki hægt að leysa öll
mál á námskeiði sem þessu, enda
forsendur þeirra er taka þátt mjög
mismunandi. Þau pör er taka þátt
geta þess vegna skráð sig í einka-
viðtöl mánuði eftir að námskeiðinu
lýkur, þyki þeim þörf þar á. Einnig
er vísað til presta og annarra fag-
aðila er geta veitt nánari aðstoð, sé
þess óskað.
Námskeiðið fer fram í formi sam-
tals milli þátttakenda og leiðbein-
anda, þar sem pörin eru m.a. látin
vinna ýmis verkefni, hvert fyrir sig.
Enginn þarf að tjá sig á námskeið-
inu frekar en hann vill.
Leiðbeinandi á námskeiðunum er
sr. Þórhallur Heimisson, sókn-
arprestur Í Hafnarfjarðarkirkju, en
hann samdi einnig efnið.
Skráning á námskeið haustsins
hefst mánudaginn 2. september.
Tekið er á móti skráningu í síma
555 4166 og 555 1295 frá kl. 10-15.
Messa, tónleikar
og opnun sýningar
í Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 1. september
verður messa kl. 11.00. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði
Pálssyni. Hörður Áskelsson kantor
verður organisti og hópur úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur.
Magnea Sverrisdóttir æskulýðs-
fulltrúi sér um sögustund fyrir
börnin.
Strax að lokinni messu verður
opnuð sýning á olíumálverkum eftir
Sigurð Þóri Sigurðsson.
Mótettukór Hallgrímskirkju á 20
ára afmæli um þessar mundir, en í
tilefni þess verða tónleikar í kirkj-
unni sunnudagskvöld kl. 20.00. Á
efnisskránni verða Óttusöngvar á
vori, stórt kórverk eftir Jón Nordal.
Þetta meistaraverk hefur kórinn
flutt nokkrum sinnum, m.a. á Nor-
ræna kirkjutónlistarmótinu í Gauta-
borg 1996. Í Óttusöngvum syngja
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og
Sverrir Guðjónsson kontratenór
einsöng, Douglas A. Brotchie leikur
á orgel, Inga Rós Ingólfsdóttir á
selló og Eggert Pálsson á slagverk.
Stjórnandi tónleikanna er Hörður
Áskelsson.
Safnaðarferð
Fríkirkjunnar
í Reykjavík
SAFNAÐARSTARF Fríkirkjunnar í
Reykjavík mun halda í sína árlegu
safnaðarferð laugardaginn 7. sept-
ember. Ferðinni er heitið á Vest-
urlandið. Lagt verður af stað frá
Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan
10:00. Ferðatilhögun er þannig að
við ökum um Hvalfjörð og Skorra-
dal. Stoppað verður á Hvanneyri
þar sem við munum skoða búvéla-
safnið sem þar er.
Þaðan verður ekið að Deild-
artunguhver. Hádegismatur verður
snæddur á Hótel Reykholti. Þar
verður boðið upp á súpu dagsins
með nýbökuðum bollum og smjöri í
forrétt. Aðalréttur verður gufusoð-
in ýsa, pipar, kartöflupasta
(gnocchi), rækjur og sítrónur. Og að
sjálfsögðu verður kaffi og te á eftir.
Eftir gott stopp í Reykholti skoðum
við Hraun og Barnafossa. Síðan
verður stoppað í Borgarnesi og ekið
heim á leið í gegnum göngin.
Að venju mun Fríkirkjan greiða
hluta af ferðakostnaði. Þátt-
tökugjald/ferðakostnaður er kr.
2.000 fyrir fullorðna og 1.000 kr.
fyrir börn. Innifalið í því verði eru
ferðir og matur í Reykholti.
Þeir sem óska eftir frekari upp-
lýsingum og ætla að taka þátt í þess-
ari ferð eru vinsamlegast beðnir um
að skrá sig í síma safnaðarheimilis-
ins, 552 7270, eða á Netinu. Netfang:
frikirkjan@frikirkjan.is og hreid-
ar@frikirkjan.is.
Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í
Reykjavík,
sr. Hjörtur Magni Jóhannsson,
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.
Kyrrðarstundir
í Grensáskirkju
KYRRÐARSTUNDIR í hádegi hefj-
ast að nýju í Grensáskirkju nk.
þriðjudag, 3. sept.
Kyrrðarstund er einskonar stutt-
messa. Á slaginu 12 hefst org-
elleikur og tíu mínútum síðar er
sunginn sálmur, þá lesinn ritning-
arlestur, höfð altarisganga og loks
bænastund þar sem beðið er sér-
staklega fyrir þeim bænarefnum
sem borist hafa eða þátttakendur
koma með.
Stundinni í kirkjunni lýkur rétt
rúmlega hálf eitt. Þá gefst kostur á
léttum málsverði á sanngjörnu
verði.
Kirkjustarfið er smám saman að
komast í fastar skorður eftir frávik
og hlé vegna sumarleyfa. Kyrrð-
arstundir verða áfram í Grens-
áskirkju í hádeginu á þriðjudögum
eins og undanfarin ár. Þú ert vel-
komin(n) þangað.
Afmæli Útvarps
Boðunar
ÚTVARP Boðun FM 105,5 á eins árs
afmæli næstkomandi sunnudag, 1.
september. Í tilefni þessara tíma-
móta verður opið hús á útvarpsstöð-
inni, milli kl. 14 og 17 þann dag. Við
bjóðum öllum hlustendum og vel-
unnurum stöðvarinnar að fagna
þessum tímamótum með okkur og
þiggja veitingar í boði bakarísins
Kornsins í Kópavogi. Lítið inn í
Hlíðasmára 9 í Kópavogi (ofarlega á
hæðinni fyrir ofan Smáralindina), 3.
hæð, kynnið ykkur starfsemi stöðv-
arinnar og leyfið okkur að kynnast
ykkur.
Barnakórastarf
Grafarvogskirkju
Krakkakór
Innritun 7-10 ára verður þriðju-
daginn 3. september kl. 18:00-18:30 í
kirkjunni. Félagsgjald er kr. 3.000
og greiðist við innritun. Æfingar
verða á þriðjudögum kl. 18:00-18:45.
Barna- og unglingakór
Innritun og raddprófun fyrir nýja
félaga, börn frá 11 ára aldri, verður
þriðjudaginn 3. september kl. 16:30-
17:30 í kirkjunni. Félagsgjald er kr.
5.000 og greiðist við innritun. Æf-
ingar verða á þriðjudögum kl.
16:15-17:45 og fimmtudögum kl.
17:00-18:30.
Kórstjóri er Oddný J. Þorsteins-
dóttir.
Hafnarfjarðarkirkja
Tímamót
í starfi Hafnar-
fjarðarkirkju
Hinn 14. ágúst sl. var
ein öld liðin frá fæðingu
Einars Olgeirssonar al-
þingismanns, sem var
mjög áhrifamikill og lit-
ríkur maður í þjóðmála-
baráttu síðustu aldar.
Það er í alla staði
verðugt og við hæfi að
minnast Einars og ævi-
starfs hans á slíkum
tímamótum. Var ég
þess fullviss að þeir
myndu margir vera sem
teldu sér skylt að sýna
minningu Einars þann
sóma, en samt virðist
svo ætla að fara að enginn ætli að
vinna það verk. Vil ég af þeim sökum
fara hér nokkrum orðum um Einar,
þó að ég finni mig vanbúinn til þess,
því ekki vil ég að það falli alveg niður
að hans sé getið. Verð ég þó að segja
að meira hefði mátt hafa við gagnvart
minningu manns, sem ég tel hiklaust
að sé á meðal þeirra manna sem unnið
hafa alþýðu þessa lands hvað mest
gagn.
Einar Olgeirsson skilur eftir sig
mikil spor í íslenskri sögu. Hann var
alla tíð sannfærður sósíalisti að lífs-
skoðun og hafði ákaflega sterka og lif-
andi samkennd með íslenskum verka-
lýð. Strax að námi loknu og jafnvel
fyrr hellti hann sér af huga og sál út í
þjóðmálin. Hann vildi leysa fólk þessa
lands úr ánauð fortíðarfjötra og gera
því kleift að nýta sér samtakamáttinn
til betri kjara. En þar var við ramman
reip að draga. Íhaldsöfl þjóðfélagsins
stóðu fastan vörð um gróna hagsmuni
sína og verkalýðurinn átti ekki að fá
að losna úr spennitreyju auðvaldsins.
Þegar stefndi inn í kreppuna þótti
hægriöflunum bera vel í veiði að
þjarma að þeirri stéttarvakningu sem
verið hafði meðal vinnandi fólks. Ein-
ar sá og skildi manna best hættuna af
kreppunni og barðist af miklum krafti
fyrir samstöðu verkafólks. Hann var
lífið og sálin í skipulagningu mála
gegn þeim sem vildu halda fólkinu
niðri í dal hinna kröppu kjara. Með
honum störfuðu margir ágætismenn
að sömu hugsjónum verkalýðs og
þjóðfrelsis og varð þessum hóp mikið
ágengt, enda valinn maður í hverju
rúmi. Sigrar Sósíalistaflokksins í
tvennum þingkosningum 1942 urðu
forsenda þess að verkalýður landsins
fékk kjarabætur sem gjörbreyttu
allri lífsstöðu hans. Það var einmitt þá
sem einn helsti forkólfur vinnuveit-
enda sagði mæðulega: „Nú þykir mér
skörin færast upp í bekkinn, verka-
menn eru farnir að kaupa sér hæg-
indastóla!“ Einar Olgeirsson átti mik-
inn þátt í þeim umskiptum sem þá
urðu og mátti segja að hin mikla bar-
átta í gegnum kreppuárin og til 1942
hafi fengið ríkulega uppskeru á því
mikla kosningaári. Með afnámi gerð-
ardómslaganna var endanlega gerð
að engu sú árás sem fyrri stjórnvöld
höfðu gert á verkalýðinn. Þegar Sós-
íalistaflokkurinn var kominn með 10
þingmenn var andstæðingunum ljóst
að ekki dygði lengur að halda honum í
einangrun. Lýðræðislegri vinnubrögð
fóru því að sjá dagsins ljós og mál var
til þess komið. Víst má telja að hin
svonefnda nýsköpunarstjórn eigi ræt-
ur sínar í þeim breytingum á hinu
stjórnmálalegu landslagi sem urðu í
kosningunum 1942.
Ekki ætla ég hér að rekja feril Ein-
ars Olgeirssonar náið og tíunda sér-
staklega þau störf sem hann hafði á
hendi. Slíkt yrði allt of langt mál. En
rétt er að nefna hér nokkur atriði.
Með tilkomu nýsköpunarstjórnarinn-
ar kom vel í ljós hvílíkur afburðamað-
ur Einar var og hversu vel hann hafði
sett sig inn í líf og starf fólksins í land-
inu. Hann flutti hina miklu nýsköp-
unarræðu sína 11. september 1944 í
útvarpsumræðum um dýrtíðarfrum-
varp utanþingsstjórnarinnar. Sú
ræða er tvímælalaust á meðal þeirra
merkustu sem fluttar hafa verið á Al-
þingi Íslendinga. Vafasamt er að
nokkru sinni hafi verið flutt ræða á
Alþingi sem hefur falið í sér jafn
mikla ástríðu flytjanda til að láta gott
af sér leiða meðal þjóðar sinnar. Samt
hafa þeir alltaf verið til sem hafa vilj-
EINAR
OLGEIRSSON
að gera lítið úr þessari
ræðu og er það sannar-
lega þeirra skömm sem
þannig láta. Nýsköpun-
arræða Einars Olgeirs-
sonar ætti í raun að
heita „11. september
ræðan“ hér á Íslandi og
með þeirri tilvísun ættu
allir að vita við hvað
væri átt. Í íslenskri
sögu er þessi ræða ekki
ómerkari en „7. mars
ræða“ Daniel Websters
í bandarískri sögu. En
af hverju er Nýsköpun-
arræðan ekki virt eins
og vert væri? Svarið við þeirri spurn-
ingu er sennilega einfalt og afgerandi,
vegna þess að það var Einar Olgeirs-
son sem hélt hana. Hann var í fremstu
víglínu, á honum dundu eldingar og
haglél alla daga. Allt gekk út á það að
níða hann niður og gera hann tor-
tryggilegan. Andstæðingarnir vissu
hvað í honum bjó og vildu allt til vinna
að koma honum á kné. Það gilti því
það sama um hann og Sigurð málara
forðum, þegar Hilmar Finsen sagði:
„Han har ikke fortjent noget!“ (Hann
á ekkert skilið). Sumir menn mega
aldrei fá að njóta verka sinna.
En Ólafur Thors var nógu stórbrot-
inn maður til að skilja að í Nýsköp-
unarræðunni bjó eldleg köllun þjóð-
rækins anda, enda vissi hann
áreiðanlega að Einar Olgeirsson átti
fáa sína líka á þingi. Vinátta þeirra
átti sér ekki síst stoðir í þeim þjóðlegu
viðhorfum sem báðir vildu heiðra af
öllu hjarta.
Margir hafa lýst persónu Einars
Olgeirssonar vel, en hinn fjölfróði og
ágæti sagnfræðingur Sverrir Krist-
jánsson hitti naglann beint á höfuðið,
þegar hann sagði að Einar væri trib-
unus í anda og sannleika, alþýðufor-
ingi í klassískum stíl, maður fjöldans.
Einar var allt þetta, hann var leiðtogi
sem hafði til að bera mikla frelsisást
og réttlætiskennd. Það var alveg
sama hvar hann bar niður, hvort sem
hann ræddi eða skrifaði um Joe Hill,
Patrice Lumumba, Bram Fischer eða
annað fólksins fólk. Alls staðar skín í
gegnum orð hans virðingin og hlýjan
gagnvart þeim gildum sem hver
manneskja á skilyrðislaust rétt á.
Framlag Einars Olgeirssonar til
bættra kjara almennings í þessu landi
verður aldrei fullmetið. Það sem hann
lagði þar á vogarskálarnar með sleitu-
lausri lífsbaráttu í þágu alþjóðar var
drjúgt að vöxtum. Eiginhagsmuna-
semi var huga hans fjarri. Það er
hverri þjóð gæfa að eignast menn eins
og hann og nú í dag þegar allir kepp-
ast við að skara eld að eigin köku, er
hollt að minnast slíkra manna.
Einar Olgeirsson var svo lánsamur
að eiga konu sem var honum samhent
um hugsjónir og baráttuþrek. Sigríð-
ur Þorvarðardóttir var honum sú
kona.
Slík meðhjálp í lífinu er vissulega
sterk forsenda þess að miklir menn
geti skilað því sem í þeim býr. Margt
mætti fleira um Einar segja, en ég
hygg að sá tími komi og sé jafnvel í
nánd, að hann fái þann bautastein
sem bregður réttu ljósi á líf hans og
starf.
Það er von mín að fólkið í landinu
megi eignast einhverja hans líka sem
málsvara, ekki síst nú þegar græðgin
fer hamförum í þjóðfélaginu og allt er
metið til verðs og eiginhagsmuna án
tillits til þjóðarþarfa. Þykir mér
ánægjulegt að geta birt þessa grein
mína í aldarminningu Einars Olgeirs-
sonar í Morgunblaðinu, því sú var tíð-
in að öðruvísi var um hann fjallað í
blaðinu. En nú eru nýir og breyttir
tímar og fjölmiðlar ekki jafnbundnir
og fyrr af einsýnum flokkssjónarmið-
um. Í þeim breytingum felast ótvíræð
skref til skárri þjóðfélagsumræðu og
er það öllum til hagsbóta.
Einar Olgeirsson lést 3. febrúar
1993 og Sigríður kona hans ári síðar,
hinn 4. desember. Ævilengd þeirra
hjónanna var nánast sú sama og lífs-
starf þeirra mikið. Þar er ekki mylsnu
og smælki að finna en hið mikla
geymir minningin.
Rúnar Kristjánsson.
KIRKJUSTARF