Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 35 HÖFN í Hornafirði er fæðing- arstaður Svavars Guðnasonar en þar fæddist hann árið 1909 og dvaldist þar til 1927 er hann hélt til Reykjavíkur til náms við Sam- vinnuskólann. Hann bjó því á Höfn fyrstu átján ár ævi sinnar. Þegar Svavar var unglingur kom Ásgrímur Jónsson austur til að mála og hefur það án efa haft áhrif á Svavar og áhuga hans á málaralistinni. Ferill Svavars er þekktur, en hann var helsti frum- kvöðull abstraktmálverksins hér á landi á sínum tíma, sýning sú sem hann hélt í Listamannaskál- anum 1945 var tímamótasýning í íslenskri myndlist. Svavar er kunnastur fyrir olíu- málverk sín. Þau eru óhlutbundin en þó má sjá í þeim sterka nátt- úruskírskotun, fjallstinda, sólir, samspil hafs og vinda. Sérstök og kröftug litanotkun hans minnir á bláan lit íslenskrar heiðríkju, blindandi hvítgula sól á jökli, bleikt sólarlag, gyllta haustliti. Nú hefur ekkja Svavars, Ásta Eiríksdóttir, gefið fæðingarbæ hans stóra gjöf sem samanstend- ur af hátt í hundrað myndum Svavars, sumar þeirra hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áð- ur. Þær eru unnar með vatnslit- um, gvassi og olíukrít. Aðeins fáar þeirra eru áritaðar svo ekki er alltaf alveg ljóst frá hvaða tíma- bili myndirnar eru. Um fjörutíu þessara verka eru nú í sýningarsal í Jöklasafninu á Höfn, nokkrar myndirnar hanga einnig á jöklasýningunni sjálfri, – tenging lífs og listar. Sumar myndanna eru líklega skissur en aðrar eru fullunnin verk. Elstar virðast tvær lands- lagsmyndir í mildum litum og nat- úralískum stíl, en í heild virðast myndirnar spanna mestallan feril Svavars. Þrjár gvassmyndir ein- kennast af bjúgformum sem hann notaði á fjórða áratugnum, í ætt við súrrealískar myndir til dæmis Hans Arp. Grímur birtast í nokkrum myndum, en grímur og annað sem einkennir frumstæða list var algengt mótíf í myndum til dæmis Cobra-hópsins sem Svavar átti hvað mest samskipti við í kringum 1940. Aðrar virðast frá tíma hinna sterku mynda fimmta áratugarins, þegar hann málaði myndir eins og Íslandslag og Gullfjöllin. Hér má líka sjá geómetrísk form sjötta áratugar- ins og frjálsa hreyfingu lita og lína þess sjöunda. Í dag gera listamenn oft ekki mikinn greinarmun á skissu og fullunnu verki, oft er reynt að leyfa sköpunarferli verks að lifa. Sumir listamenn forðast að líta á verk sín sem fullunnin listaverk og vilja frekar að áhorfendur upp- lifi verkið í þróun, án þess að end- anleg útkoma komi nokkurn tíma í ljós. Þetta er afar erfitt í fram- kvæmd, því jafnvel skissa tekur á sig eiginleika fullunnins verks þegar hún er komin á sýningar- stað. Þessi hugsun um listaverkið, sem ferli án lokaútkomu, hefði kannski verið Svavari fjarlæg. Engu að síður er afar ánægjulegt að fá að sjá þessar minni myndir hans sem ekki eru jafn áhrifa- miklar og olíumálverk hans en bera þó öll einkenni hans sem listamanns. Hann bar jafn mikla virðingu fyrir vatnslitum og olíu- litum og leit ætíð á vatnslita- myndir sínar sem fullunnin lista- verk, málaði til dæmis talsvert með vatnslitum upp úr 1960 þegar mikil og frjáls hreyfing var í verk- um hans. Því er haldið fram að litir mynda hans eigi ætt sína að rekja til birtunnar yfir Vatnajökli og hann segir sjálfur að sú sérstaka birta hafi mótað sína litasjón. Það eru þá helst bláu litirnir sem hugsað er til en spyrji maður sig hvaðan sá rauði komi hefur Svav- ar svarað því sjálfur í samtali við Halldór Laxness; – ætli það sé ekki ástin. Það er einmitt ást og virðing ekkju Svavars sem liggur að baki þessari stóru gjöf til Hornafjarðarbæjar og spennandi að sjá hvað gert verður úr henni á næstu árum. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Jöklasafnið Höfn í Hornafirði Jöklasafnið er opið alla daga frá 13–18 og 18–22. Safnið er aðeins opið út ágústmánuð en sýningin er áfram óhreyfð í salnum og hægt er að hafa samband við Menningarmiðstöð Horna- fjarðar til að skoða hana. VATNSLITIR, GVASS, OLÍUKRÍT, SVAVAR GUÐNASON Ætli það sé ekki ástin Ljóðrænir litir í einni vatnslitamynda Svavars Guðnasonar. Í SVEINSSAFNI í Sveinshúsi í Krýsuvík stendur nú sýningin Blá- höfði en hún dregur athyglina að „bláa karlinum“ í list Sveins Björns- sonar. Stutt brot úr kvikmyndinni Málaranum er hluti sýningarinnar. Sýningin er opin í dag, sunnudag, kl. 13–17.30. Blái karlinn í Sveinssafni Í LISTASALNUM Man, Skóla- vörðustíg 14, stendur nú yfir ljós- myndasýning Sigrúnar Jónsdóttur. Sýninguna nefnir hún Brot úr nátt- úru og eru þar 38 verk. Ljósmyndararnir Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson eiga einnig myndir á sýningunni. Þetta er fyrsta sýning Sigrúnar en hún hefur unnið til margra ára í ljós- myndavöruverslunum og vinnur nú hjá Heimsmynd í Kópavogi. Sýningin er opin á laugardag og sunnudag kl. 10-17, og eru það síð- ustu dagar sýningarinnar. Sigrún Jónsdóttir Ljósmyndir í Man ♦ ♦ ♦ GRUNNUR var lagður að mark- vissri umræðu um stofnun myndlist- artvíærings í Reykjavík á opnum fundi sem Listhátíð Reykjavíkur efndi til í Hafnarhúsinu í gær. Komu þar saman aðilar frá helstu myndlistarstofnunum á höfuðborg- arsvæðinu auk aðila úr menningar- lífinu og lýstu yfir áhuga og ræddu möguleika á stofnun alþjóðlegs myndlistartvíærings hér á landi. Fundurinn í Hafnarhúsinu var tvískiptur og voru þar tekin fyrir tvö stór mál sem varða íslenskt menningarlíf, þ.e. annars vegar bygging og rekstur tónlistar- og óp- eruhúsa, og hins vegar hugmyndir um myndlistartvíæring á Íslandi. Á fyrri hluta fundarins flutti Joan Matabosch óperustjóri erindi um endurnýjun og rekstur fjölnota óp- eruhúss í Barcelona, og sat fyrir svörum um ólíka þætti slíks rekstr- ar. Á síðari hluta fundarins fluttu erindi Ólafur Kvaran forstöðumað- ur Listasafns Íslands, Eiríkur Þor- láksson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Tumi Magnússon myndlistarmaður. Á myndinni má sjá Þórunni Sigurðardóttur, stjórn- anda Listhátíðar í Reykjavíkur setja fundinn, en í bakgrunni sitja Hjálm- ar H. Ragnarsson rektor Listahá- skóla Íslands sem stýrði umræðum og Joan Matabosch sem síðar tók til máls. Nánar verður gert grein fyrir umræðuefnum fundarins á síðum Morgunblaðsins á næstu dögum. Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar. Áhugi á stofnun myndlistartvíærings Brúðargjafir Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Salsaskálar frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.