Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 47
SUNNUDAGINN 1. september
verður fjölbreytt dagskrá í Árbæj-
arsafni. Hinn árlegi haustmarkaður
hefst klukkan 13. Þar verður til sölu
grænmeti úr matjurtagörðum safns-
ins; hvítkál, blómkál og grænkál
ásamt kartöflum.
Í húsinu Lækjargötu 4 verður
handavinnusýning. Leiðsögumenn
safnsins hafa prjónað og heklað milli
þess sem þeir hafa frætt gesti um
húsin í safninu og haft gætur á safn-
gripum.
Klukkan 14 hefst síðan messa í
safnkirkjunni frá Silfrastöðum í
Skagafirði. Prestur er séra Kristinn
Ágúst Friðfinnsson en organisti Sig-
rún Steingrímsdóttir.
Klukkan 14:00 hefst einnig dag-
skráin Spekúlerað á stórum skala í
húsinu Lækjargötu 4. Þar býður
Þorlákur Ó. Johnson upp á skemmt-
un í anda liðins tíma og veitir gestum
innsýn í reykvískt mannlíf og menn-
ingu á ofanverðri 19. öld. Þetta er
síðasta sýning sumarsins.
Í Árbænum verða bakaðar lumm-
ur og Snæbjörg mun sitja á bað-
stofuloftinu og sauma roðskó. Í Dill-
onshúsi er boðið upp á ljúffengar
veitingar. Karl Jónatansson mun
spila á harmóníku við Árbæ og Dill-
onshús eftir hádegi, segir í frétta-
tilkynningu.
Haustmarkaður
og messa í Árbæ
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að ákeyrslu á mannlausa
og kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði
við Laugardalslaug hinn 29. ágúst sl.
á milli kl. 8 og 10. Ekið var á bifreið-
ina NT-516, sem er grá Mazda 626-
fólksbfreið.
Tjónvaldurinn fór af vettvangi án
þess að tilkynna tjónið til hlutaðeig-
anda eða lögreglu. Því er hann eða
aðrir sem geta gefið frekari upp-
lýsingar beðnir að snúa sér til um-
ferðardeildar lögreglunnar í Reykja-
vík.
Lýst eftir
vitnum
NÝLEGA var opnuð ræðisskrif-
stofa í Teheran, höfuðborg Íran, en
þar hefur ekki verið starfrækt ræð-
isskrifstofa um árabil. Mehdi
Moattar var skipaður kjörræðis-
maður með ræðisstigi hinn 6. ágúst
sl., en hann er forstjóri fyrirtæk-
isins Nibana Techno Trade B.V.,
sem hefur aðalstöðvar sínar í
Teheran en er jafnframt með starf-
semi í Þýskalandi, Hollandi, Frakk-
landi og Sviss.
Heimilisfang ræðisskrifstofunnar
er: c/o Nibana Techno Trade B.V.
34/1 Haghani Exp. Way 1st and 2nd
floor 1518858311 Tehran, Iran.
Sími: +98 (21) 888 4303 og 4304.
Telefax: +98 (21) 877 7820 Netfang:
n.t.t@neda.net, segir í fréttatil-
kynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Ræðisskrifstofa
opnuð í Teheran
MÁNUDAGINN 2. september nk.
hefjast dansnámskeið dansdeildar
ÍR í ÍR-heimilinu við Skógarsel 12,
Reykjavík. Hjá ÍR eru kenndir al-
mennir samkvæmisdansar, gömlu
dansarnir, línudansar og allir nýj-
ustu tískudansarnir. Boðið er upp á
kennslu fyrir alla aldursflokka frá
þriggja ára aldri.
Sérstök námskeið fyrir unglinga
verða á fimmtudögum kl. 17:10, en
þar verða kenndir dansar við öll nýj-
ustu lögin á topp-10 listanum. Einnig
er boðið upp á þjálfun keppnispara,
segir í fréttatilkynningu.
Námskeið dans-
deildar ÍR byrja
HINN 20. ágúst síðastliðinn lauk
sumarstarfi KFUM og KFUK í
Kaldárseli sunnan Hafnarfjarðar.
Þá höfðu um 330 börn dvalist þar í
12 dvalarflokkum sem hófust 10.
júní. Starfsmenn voru að jafnaði sjö
í hverjum flokki.
Kaffisala Kaldæinga verður á
morgun, sunnudaginn 1. sept-
ember, en hún er mikilvægur
hlekkur í fjáröflun sumarbúðanna
og hefur verið árlega um áratuga
skeið. Hefst hún kl. 14.00 með sam-
verustund þar sem starfsmenn
munu aðallega sjá um dagskrá. Að
henni lokinni verða kökur og aðrar
kræsingar bornar á borð og kaffi
hellt í bolla fram til kl. 18.00.
Ágóða af kaffisölunni verður var-
ið til að hanna og teikna viðbygg-
ingu við „gamla skálann“ en mjög
aðkallandi er að stækka matsal og
eldhús til að bæta aðstæður dval-
argesta og starfsfólks. Vonast er til
að hægt verði að ljúka hönnun og
fjáröflun sem fyrst svo hægt verði
að hefja framkvæmdir, segir í
fréttatilkynningu.
Sú venja hefur skapast að boðið
sé upp á skoðunarferðir um ná-
grenni Kaldársels á kaffisöludeg-
inum og verður ekki breyting þar á
í ár. Að lokinni helgistundinni um
kl. 15.00 verður farið í um klukku-
stundar göngu undir leiðsögn Pét-
urs Ásgeirssonar og m.a. skoðaður
hellir. Gott er þá fyrir þá sem ætla
með í gönguna að hafa vasaljós
meðferðis.
Pokasjóður úthlutaði Kaldæing-
um góðum styrk í vor til kaupa á
þrem sérsmíðuðum kassabílum.
Voru þeir tilbúnir í júnímánuði og
komu að góðum notum enda mikið
til þeirra vandað. Hönnun þeirra og
smíði er verk Þóris Sigurðssonar
sem hefur árum saman starfað í
sumarbúðunum í Vatnaskógi og
reynt bíla sína þar við hinar ýmsu
aðstæður. Eru þeir sérhannaðir til
nota við aðstæður eins og eru í
Kaldárseli með vandaðan stýris- og
fjöðrunarbúnað.
Kaffisalan hefst kl. 14.00 og
stendur fram til kl. 18.00. Fjöl-
skyldur barna, sem sóttu flokka í
Kaldárseli í sumar, eru sérstaklega
velkomnar.
Einn kassabílanna sem Pokasjóður úthlutaði Kaldæingum.
Kaffisala í
Kaldárseli
Í DAG, laugardaginn 31. ágúst,
klukkan 10 árdegis verður boðið
upp á leiðsögn um trjásýnilundinn,
sem Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar hefur komið upp í Höfða-
skógi.
Í lundinum er vel á annað hundr-
að ólíkra tegunda (kvæmi/yrki) af
trjákenndum gróðri en lundurinn
var formlega opnaður á fimmtíu ára
afmæli félagsins 1996. Hefur Búnað-
arbanki Íslands styrkt verkefnið frá
upphafi.
Reiknað er með, að gangan um
trjásýnilundinn taki um eina klukku-
stund og er mæting í Höfða, bæki-
stöðvum Skógræktarfélagsins í
Höfðaskógi við Kaldárselsveg. Fyrir
ókunnuga er rétt að taka fram, að
ekið er fram hjá Hestamiðstöð Ís-
hesta og síðan beygt til hægri að
Höfða. Í göngunni gefst gott tæki-
færi til að kynna sér hvað hér má
rækta með góðum árangri og rétt er
nefna fyrir þá, sem hafa yndi af úti-
vist og göngu, að víða um skóginn
liggja stígar, sem gaman er að fara
um, segir í fréttatilkynningu.
Trjásýni-
lundurinn
skoðaður
AGLOW Reykjavík, kristileg sam-
tök kvenna, halda sinn mánaðarlega
fund mánudaginn 2. september. kl.
20 í Templarasalnum að Stangarhyl
4 í Reykjavík.
Sigrún Ásta Kristinsdóttir for-
maður Aglow Reykjavík mun tala.
Stúlkur úr Kefas munu sjá um lof-
gjörðina. Þátttökugjald er 600 kr.
Allar konur eru hjartanlega vel-
komnar, segir í fréttatilkynningu.
Fundur hjá
Aglow Reykjavík
FÉLAG húsbílaeigenda fer í sína ár-
legu berjaferð nú um helgina, farið
verður í Húsafell og gist þar.
Berjaferð
húsbílaeigenda
SUNNUDAGINN 1. september nk.
stendur Golfklúbburinn á Bifröst
fyrir 18 holu golfmóti á Hamarsvelli í
Borgarnesi. Mótið er ætlað öllum
þeim sem stundað hafa nám eða
starfað hafa á Bifröst frá upphafi.
Mun þetta vera í fyrsta sinn í 85 ára
sögu skólans sem fyrrverandi og nú-
verandi Bifrestingar koma saman til
íþróttaiðkunar svo vitað sé.
Ræst verður út milli kl. 9.00 og
11.00 að morgni sunnudagsins og fer
skráning fram hjá Golfklúbbi Borg-
arness.
Bifrastarmót
í golfi