Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 26

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 8 1 9 /s ia .i s Angelica Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys: „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í ljós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel.“ Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Aksturseiginleikar Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... amínum. „Í Reykjavíkurapóteki í gamla daga bjuggum við til c-vítam- ínsaft úr rósaaldini sem við fengum frá Danmörku.“ Mikið verk er að vinna rósir til matar meðal annars því taka þarf út alla steinanna sem eru loðnir og lítt kræsilegir segir Ólafur og bætir við að hann hafi lítið matreitt sjálfur en hann er hrifinn af rósargele eða -hlaupi sem notað hann notar stund- um ofan á brauð eða kökur og segir það meinhollt. „Hér á landi hafa rósir aldrei verið til mikilla nytja. Fólk sultar rósir að- eins sér til skemmtunar og tilbreyt- ingar.“ Þrestir hrifnir af bláberjarifsi Ólafur er einnig hrifinn af blá- berjarifsi, segir það afar bragðgott, sér í lagi ferskt með rjóma „Klasarnir eru fallegir, bládöggv- aðir, og þrestir eru alveg vitlausir í berin, sitja um þau þegar fer að nálg- ast frost og svo hverfa berin á einum til tveimur dögum, svo mikil er ásókn fuglanna. Ef nota á berin til matar- gerðar verður að setja net yfir runn- ana.“ Í gamla daga var hjátrú tengd villirósum hér á landi, og reynt var Meyjarrósin og hjónarósin eru fremur algengar hér á landi, segir Ólafur sem og hansarós sem einnig er notuð til manneldis hér á landi, t.d. í sultugerð. Hún er afbrigði ígul- rósa. Rósirnar segir Ólafur vera bragð- góðar og hollar, sneisafullar af c-vít- ALDIN rósa er hægt að nota í mat- argerð, og nú er rétti tíminn til þess að tína, því aldinið þroskast seint og er ekki tekið af trjánum fyrr en rétt undir frost á haustin, að sögn Ólafs Björns Guðmundssonar lyfjafræð- ings sem er á níræðisaldri, en hefur garðrækt að áhugamáli. „Ég er ekki nema hálfnaður í því að afla mér þekkingar, þyrfti því hálfa ævi í við- bót ef vel á að vera.“ Ólafur telur tvær gerðir villirósa- hér landi vera best fallnar til mat- argerðar; hjónarósina (rosa schweg- enzowii) og meyjarrósina (rosa moyesi). „Þær eru með stóra rósabotna og geta verið fyrirferðamiklar, sér í lagi hjónarósin. Heimkynni hennar eru norðanvert Rússland þar sem pláss- ið er nóg en hér eru hún ræktuð sem hálfgerð klifurrós. Hún festist við veggi, var komin upp á þak hjá mér og næstum inn um glugga. Því þurfti ég að klippa hana niður.“ Fullar af c-vítamíni Fuglar eru æstir í aldinin en eiga í basli með að éta þau þar sem þau eru stór. Þeir losa þau því niður og við fallið brotna þau á jörðinni, að sögn Ólafs. að útrýma þeim. Þær voru taldar plöntur af hinu illa, ættaðar beint frá skrattanum, og hafi verið notaðar í þyrnikórónu Krists. Útrýmingin gekk ekki því jarðrenglurnar urðu eftir og því lifa þær góðu lífi víða, segir Ólafur að lokum. Uppskrift að rósasultu úr bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvalds- dóttur fylgir hér með fyrir áhuga- sama. Síðustu forvöð að tína Morgunblaðið/Ólafur B. Guðmundsson Hjónarósin þykir ágæt í sultu. Morgunblaðið/Þorkell Fallegir rósarunnar eru í garði Ólafs Björns Guðmundssonar en vind- ar hafa blásið mikið undanfarið svo lítið er eftir af rósunum. Villirósir henta vel til matargerðar 200 g rósaknúppar ½ dl vatn 100 g ljóst, þunnt hunang 100 g sykur 1 msk sítrónusafi Rósirnar losaðar sundur í blöð og þau sett í pott ásamt vatninu. Soðið í nokkrar mín- útur við vægan hita. Þá er hun- ang, sykur og sítrónusafi sett í pottinn og soðið áfram þar til maukið þykknar. Hellt í heita, dauðhreinsaða krukku og geymt. Rósasulta NÝJAR íslenskar kartöflur í lausu kosta 59 krónur kílóið í Bón- us en 298 krónur kílóið í Hagkaup- um. Kartöflurnar í Hagkaupum eru þannig fimmfalt dýrari en í Bón- us. Verðmunurinn er 405%. Um er að ræða gullauga og rauðar íslenskar og virðast gæðin sambærileg milli verslana. Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru í Hagkaup- um, segir skýringuna á þessum mikla verðmun felast í því að kart- öflurnar sem seldar eru í lausu séu glænýjar. Bóndi tínir þær klukkan fimm að morgni og kem- ur með þær í hús nokkrum tímum síðar. Um sé því að ræða nýja þjónustu við kaupendur og hún kosti sitt. Ódýrustu kartöflurnar í Hag- kaupum eru seldar í tveggja kílóa pokum og kosta 259 krónur. Verðmunur á nýjum kartöflum er 405% NÝLEGA hóf verslunin Polarn & Pyret í Kringlunni að selja fatnað fyrir barnshafandi konur. Á boðstól- um er fjölbreytt úrval og meðal ann- ars hægt að fá buxur, pils, boli og peysur, allt úr góðum og mjúkum efnum, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Fatnaður fyrir nýbura Þá hefur verslunin Polarn & Pyret einnig bætt við nýrri línu fyrir ný- bura sem ber heitið „Newborn“ en það eru föt sem eru sérhönnuð fyrir nýfædd börn og koma í stærðum frá 48. Föt fyrir barnshafandi konur KOMINN er á markað munnúði sem inni- heldur 5 blómadropa sem eiga að minnka og fyrirbyggja streitu og kvíðaeinkenni. Í fréttatilkynningu segir að úðann sé tilvalið að nota til dæmis gegn prófkvíða eða til að draga úr ýmiss konar hræðslu s.s. flughræðslu eða öðrum streituvald- andi þáttum. Bach Rescue Remedy Spray fæst í apótekum. NÝTT Munnúði NÝ kremlína frá Stendhal er komin á markað. Nýja línan hefur fersk- an vatna- og blómailm en í kreminu eru m.a. lótusblóm, vatnsmelónur, dalaliljur og vítamín auk Captinine H, sem er frækjarni úr hnetutré, og Détoxinase+, sem hjálpar húðinni að eyða óhreinindum og eiturefnum, að því er segir í tilkynningu. Ný lína frá Stendhal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.