Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Fjóla GuðfríðurÞorsteinsdóttir fæddist á Vatni á Höfðaströnd 10. ágúst 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jónsdóttir frá Skúfsstöðum í Hjalta- dal, f. 25.2. 1889, d. 27. 1. 1978, og Þor- steinn Helgason frá Læk í Viðvíkursveit, f. 26.8. 1884, d. 18.8. 1952. Þau hjón bjuggu lengst af búskap sín- um á Vatni og var Fjóla fimmta í röðinni af átta systkinum: Sigur- björg Þorleifsdóttir (hálfsystir), f. 23.11. 1913, d. 22.4. 1993, Guðrún, f. 13.9. 1918, Jón, f. 10.3. 1921, d. 5.10. 1988, Ólafur, f. 23.4. 1923, d. 23.8. 1981, Axel, f. 28.10. 1927, Kári, f. 15.10. 1929, og Sigurður f. 17.9. 1932. Á Siglufirði kynntist Fjóla eft- irlifandi manni sínum, Bjarna Mar- inó Þorsteinssyni frá Stóra-Holti í Fljótum, fyrrverandi verkstjóra og fiskverkanda, f. 12.3. 1924. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 7.9. 1888, d. 30.12. 1932, og Þorsteinn Helga- son, f. 5.7. 1886, d. 21.6. 1970. Fjóla og Bjarni eiga fjögur börn: 1) Sigurbjörg, f. 2.1. 1948, búsett á Bjarnargili í Fljótum, gift Trausta Sveins- syni og eiga þau þrjú börn. 2) Ingþór, f. 15.6. 1950, býr á Lynghóli í Aðal- dal, kvæntur Rögnu Finnsdóttur. Ingþór á tvö börn. 3) Guðný Helga, f. 6.6. 1953, búsett á Dalvík, gift Óskari Pálmasyni og eiga þau þrjú börn. 4) Þorsteinn Baldur, f. 31.12. 1969, býr á Siglufirði, kvæntur Aafke Rolfe og eiga þau tvö börn. Fjóla og Bjarni settust að á Siglufirði árið 1947 og hafa búið þar síðan. Síðustu starfsár hennar var hún meðferðarfulltrúi á sam- býli fyrir þroskahefta. Útför Fjólu var gerð frá Siglu- fjarðarkirkju 30. ágúst. Það skiptir ekki máli hve lengi takmark- anir okkar hafa yfirráð. Ef við göngum inn í myrkt herbergi og kveikjum ljósið, skipt- ir ekki máli hvort það hefur verið myrkt í einn dag eða tíu þúsund ár – við kveikjum ljósið og það lýsist upp. Þegar við leggjum rækt við hæfni okkar til að elska og njóta hamingju, hefur ljósið verið kveikt. (Sharon Salzberg.) Þegar einhver deyr er oft sagt að Guð taki þá fyrr til sín sem honum þykir sérstaklega vænt um. Hann þarfnast hjálpar þeirra einhvers- staðar annarsstaðar og þess vegna fáum við ekki lengur að njóta návist- ar þeirra í þessu lífi. En fyrst að þetta líf er eitt af mörgum þá er ég alveg viss um að þú, amma mín, varst send úr einu af þeim til að rétta okk- ur hjálparhönd hérna megin. Þú varst svo yndisleg og góð mann- eskja, alltaf reiðubúin að hjálpa eins og þú gast og alltaf til taks fyrir alla. Alveg eins og engill sendur frá Guði. Ég og Magni frændi sátum um daginn og rifjuðum upp tímann frá því að við vorum yngri, öll sumrin á Sigló hjá afa og ömmu. Það var margt sem við brölluðum saman og komum svo dauðþreytt inn á kvöldin. Þá varstu alltaf tilbúin með tásunudd fyrir okkur og enn þann dag í dag finnst mér þú besti tásunuddari í heimi. Svo allar sögurnar sem þú sagðir okkur fyrir svefninn. Sögur af þér þegar þú varst lítil, sagan um hve hrædd þú varst við jólaköttinn og þorðir ekki upp á háa- loft heima hjá þér, og svo sagan þeg- ar þú týndir Sigga bróður þínum. Manstu eftir spariskónum þínum sem við Magni vorum svo hrifin af, þessir gulllituðu. Við börðumst nærri því um þá en ég fékk að eiga þá af því að ég er stelpa. Magni sætti sig líka alveg við það. Á hverjum degi fórum við í göngu- ferðir, ýmist í Skógræktina þar sem við villtumst í trjánum eða inn í Skútudal að kasta skothylkjum í ána. Árlega fóru Guðný og Óskar í sumarbústað með okkur krakkana og þá komuð þið afi oftar en ekki með. Þegar við vorum á æskuslóðum þínum, Vatni í Skagafirði, fórstu með okkur Magna í göngutúr í fjörunni. Við vorum bundin í baggabönd sem þú hélst í og sagðir að þú værir í göngutúr með kálfana þína. Ennþá sé ég fyrir mér þegar þið mamma sátuð í eldhúsinu og þú spáðir í kaffibollann hennar, ég hugsaði alltaf með mér að ég ætlaði að læra það þegar ég yrði stór. Svo voru það sláturtíðirnar þar sem við sátum þrjár, ég, þú og mamma og saumuðum keppi og skárum mör. Fyrsta árið sem þú varst veik og gast ekki verið með okkur fannst mér allt vera öðruvísi og ekki eins skemmtilegt. Þetta eru minningar sem ég á aldrei eftir að gleyma, svona man ég sumrin á Siglufirði og vildi að ég gæti fengið þau aftur. Elsku amma, síðustu árin þín voru mjög erfið og margt breyttist en ég mun ávallt muna þig sem þessa góðu og hlýju ömmu sem var alltaf tilbúin að gera það sem hún gat fyrir aðra og kenndi mér að það er sælla að gefa en þiggja. Amma mín, þín er sárt saknað en ég veit að þú ert komin á góðan stað og þér líður vel núna þar sem þú sit- ur á skýinu þínu og horfir brosandi niður til okkar allra. Þín nafna Fjóla Guðbjörg Traustadóttir. Lífsljósið hennar Fjólu föðursyst- ur minnar er endanlega slokknað. Ljósið hennar hefur smám saman dofnað síðustu ár og loginn, sem áður var bjartur og hlýr, orðinn svo dauf- ur. Minningin um Fjólu er samofin fyrstu bernskuminningum mínum á Siglufirði. Það var stutt á milli heim- ilis hennar og foreldra minna, auk þess mikill vinskapur. Þótt brekkan á milli væri brött fyrir stutta fætur sótti ég fast að heimsækja hana enda von á góðum mótökum. Síðar, þegar fjölskylda mín flutti frá Siglufirði og í sveitina, tilhlökkun og gleði þegar von var á Fjólu í heimsókn. Sem ung- lingur og fram undir tvítugt dvaldi ég nokkra vetrarparta á Siglufirði hjá frænku minni. Undir leiðsögn Fjólu vann ég mín fyrstu verk sem launþegi og lærði að fiskvinnsla er ekki síðri vinna en önnur. Það var gott að vera unglingur í skjóli hennar frænku minnar, hún hlustaði, leið- beindi, glettist en dæmdi ekki. Fyrir krakka eins og mig, tvístígandi í líf- inu á þeim árum, var Fjóla ómetan- leg. Heimili þeirra Bjarna stóð öllum opið og gestagangur mikill. Eldhús- krókurinn á Skálarvegi 4 var einn notalegasti staður sem ég hef vitað. Við sátum mörg kvöldin vinkonurnar og hlustuðum andaktugar á Fjólu spá í framtíðina í kaffibollum okkar. Frænka mín var náttúrubarn, alin upp í sveit í stórum systkinahópi. Hún unni náttúrunni í sinni fjöl- breytilegu mynd. Það að kafa með henni skafla og berjast í stórhríð á leið í vinnu á dimmum vetrarmorgni var jafn gaman og að ganga við hlið hennar á tunglskinsbjörtu vetrar- kvöldi, skrafandi um allt og ekkert. Fjóla hafði breiðan faðm og hlýtt hjarta, alltaf var tími fyrir kaffisopa og spjall. Henni þótti afar vænt um fólkið sitt og fylgdist vel með ætt- ingjum og vinum, svo að ekki sé talað um hennar nánustu. Síðustu árin hafa verið erfið, í stað þess að hafa meiri tíma fyrir sig og fjölskylduna hefur Fjóla mín orðið eins konar fangi í eigin líkama, hugur hennar í fjötrum sem enginn kann enn að leysa. En nú er hún frjáls og ómurinn af dillandi hlátri hennar og hlýjan af ljósi hennar lifir í minning- unni. Una Þórey Sigurðardóttir. FJÓLA GUÐFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Altar- isganga. Kirkjukór Grensásirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. Sögustund fyrir börnin í umsjá Magneu Sverrisdóttur. Eftir messu verður opnuð sýning á olíumálverkum Sigurðar Þóris Sigurðssonar. Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 20:00. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðrún Helga Harðardóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefáns- son. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffisopi eftir messu. Skrifstofa kirkjunnar opnuð á ný mánudaginn 2. sept. eftir sumarleyfi. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta og fyrsti sunnudagaskóli vetrarins kl. 11:00. Nú byrjum við kirkjustarfið af alvöru og leggjum sameinuð út í nýtt starfsár. Hildur, Heimir og Þorri sjá um sunnudagaskólann og þar verður margt nýtt og spennandi. Kór Laugarneskirkju syngur. Gunnar Gunnars- son leikur á orgelið. Þorkell Sigurbjörnsson er meðhjálpari og sr. Bjarni Karlsson þjónar að orðinu og borðinu. Messukaffi. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11:00 í umsjón Jóhönnu Guðjónsdóttur. Kvartett Seltjarnarneskirkju syngur. Organ- isti Viera Manasek. Minnum á sunnudaga- skólann, sem hefst sunnud. 8. sept. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Vetrarstarf að hefjast. Almenn guðsþjónusta kl. 11.00. Barn borið til skírnar. Tónlist í umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller. Sögu- stund fyrir börnin. Andabrauðið verður í lok guðsþjónustu. Barnastarf safnaðarins hefst síðan formlega og af fullum krafti sunnudaginn 15. september. Haustferð safnaðarins verður farin laugardaginn 7. september. Farin verður dagsferð um Skorradal, í Reykholt og á Hvanneyri. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Ingi Ingason, sem þjóna mun í af- leysingum í Árbæjarsöfnuði í vetur, boðinn velkominn til starfs. Sr. Óskar Ingi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigrúnu Ósk- arsdóttur, settum sóknarpresti. Kór Árbæj- arkirkju leiðir sálmasönginn undir stjórn Pavels Manásek organista. Boðið upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónas- son. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Léttur hádegisverður í safn- aðarsal að lokinni messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Taizé-tónlist verður flutt í guðsþjón- ustunni. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Íris Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fyrsta guðsþjónusta að loknu sumarleyfi verður sunnudaginn 8. sept. kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag 1. september kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og kór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Athugið að nú er kvöldguðsþjónustum sumarsins lokið og guðsþjónustutíminn því færst til kl. 14.00 að nýju. Vakin er athygli á því að vetrarstarf Seljakirkju fer nú senn að hefjast og er fólk eindregið hvatt til að kynna sér vel alla þá starfsþætti, sem verða í kirkjunni í vetur. Sunnudagaskóli hefst sunnudaginn 8. sept. kl. 11. Innritun fermingarbarnaverður í kirkjunni 2. sept. milli kl 16-18. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sunnudagur: Fyrsta morgunguðsþjónusta haustsins kl. 11:00. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Kvöldsamkoma kl. 20:00. Hlédís Hálfdán- ardóttir og Pétur Ásgeirsson úr safnaðar- ráði kirkjunnar tala. Oddur Thorarensen syngur einsöng. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Föstudagur: Opið karlakvöld í kirkjunni kl. 20 þar sem Dan Siemens frá Lutheran Renewal í St. Paul, Minnesota tal- ar. Allir karlmenn velkomnir. Laugardagur: Almennt biblíunámskeið kl. 13–17 með Dan Siemens. Efni: Hvernig getum við end- urspeglað eðli og kærleika Guðs til annarra manna? Nýr sjónvarpsþáttur, „Um trúna og tilveruna“, sýndur á Omega þriðjud. 3. sept. kl. 11 og endursýndur sunnud. kl. 13:30 og mánud. kl. 20. Lítið á nýtt efni á heimasíðunni www.kristur.is. BOÐUNARKIRKJAN: Guðsþjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Frú Lilja Guðsteinsdóttir mun leiða guðsþjónustuna og Andrea Harð- ardóttir syngja. Magnea Sturludóttir segir börnunum sögu en predikun mun flytja dr. Steinþór Þórðarson. Barna- og unglinga- starf hefst í deildum um leið og predikunin byrjar. Biblíufræðsla í lok guðsþjónustunn- ar. Veitingar í boði. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 16. Almenn samkoma kl. 16.30. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barnastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. FÍLADELFÍA: Athugið breyttan samkomu- tíma. Sunnudagur 1. september. Brauðs- brotning kl. 11: Ræðum. Vörður L. Trausta- son. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Jóhannes Hinriksson. Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Barnakirkjan hefur vetrarstarf sitt. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissam- koma kl. 20 í umsjón majóranna Turid og Knut Gamst. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Ungt fólk, nýkomið frá Afríku, sér um dagskrá samkomunnar, segir frá upplifun sinni í máli og myndum. Allir eru hjartan- lega velkomnir á samkomuna og það verð- ur heitt á könnunni að henni lokinni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Föstudaginn 6. september: Fyrsti föstudagur mánaðar- ins er tileinkaður dýrkun heilags hjarta Jesú. Að kvöldmessu lokinni er tilbeiðslu- stund til kl. 19.15. Beðið er sérstaklega um köllun til prestdóms og klausturlífs. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar- daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Frá júlí til september fell- ur messan á miðvikudögum kl. 18.30 nið- ur. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 20 guðsþjónusta að kvöldi dags. Fermingar- börn vetrarins og foreldrar þeirra sérstak- lega boðuð til kirkju vegna undirbúnings fyr- ir ferminguna næsta vor. Stuttur fundur á eftir í Safnaðarheimilinu og kaffisopi. sr. Kristján og Þorvaldur. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta í Vídalíns- kirkju sunnudaginn 1. september kl. 11:00. (Ath. breyttan messutíma, nú erum við komin á vetrartímann aftur.) Kór Vídal- ínskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfn- ina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Natalíu Chow og Antoniu Hevesi. Í messunni er Ant- oni boðin velkomin sem organisti kirkjunn- ar og Natalia kvödd, en hún lætur nú af störfum. Allir prestar kirkjunnar þjóna. Boð- ið er upp á léttar veitingar í safnaðarheim- ilinu Strandbergi eftir messuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Bragi J. Ingibergs- son. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldvaka kl. 20. Örn Arnarson og hljómsveit leiða tón- list og söng ásamt kór kirkjunnar. Kvöldvak- an er að þessu sinni helguð væntanlegum fermingarundirbúningi og eru fermingar- börn beðin að mæta ásamt foreldrum sín- um. Kaffi í safnaðarheimilnu að lokinni kvöldvöku. Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. STRANDARKIRKJA: Þakkargjörðarmessa kl. 14. Úlfar Guðmundsson prófastur pré- dikar. Organisti Julian Edward Isacs. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur há- degisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffi- sopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN í Árbæ: Messa nk. sunnu- dag kl. 14:00. Organisti Ingimar Pálsson. Prestur Kristinn Ág. Friðfinnsson. Þetta er síðasta reglulega messa sumarsins í gömlu safnkirkjunni. Tilvalið er að leyfa börnunum að upplifa ró og helgi í þessari gömlu torfkirkju. Messur í safnkirkjunni eru yfirleitt stuttar og henta því vel fyrir alla ald- urshópa. Kristinn Ág. Friðfinnsson. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Kvöld- messa nk. sunnudag kl. 21:00. Organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Kristinn Ág. Frið- finnsson. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Heitt á könnunni á eftir. Sóknar- prestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og altaris- ganga kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Sr. Magnús Erlingsson. AKUREYRARKIRKJA: Tónleikar í dag, laug- ardag, kl. 17. Óskar Pétursson tenór og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Aðgangur ókeypis. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Stein- ar Sólbergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bæn, kl. 20 almenn sam- koma. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir (Imma) talar. Allir eru velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heimsækir prestakallið og messar þar í kirkjunum sunnudag. Fólk er hvatt til að fjölmenna í messurnar og taka með sér börnin því bisk- up talar sérstaklega til barnanna og færir þeim gjöf. Guðsþjónusturnar verða sem hér segir: Laufáskirkja kl. 10.30. Grenivík- urkirkja kl. 14. Svalbarðskirkja kl. 16.30. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messsa kl. 11 2. sept. (mánud.). Kyrrðarstund kl. 18. Sókn- arprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Þorvaldur Hallldórsson syngur. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Morgunblaðið/Sverrir Fríkirkjan í Reykjavík. Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17.) MESSUR Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.