Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson,
Magnús Þorsteinsson og Björgólfur
Guðmundsson eru ekki sáttir við sölu
á hlut Landsbankans á eignarhlut
bankans í Vátryggingafélagi Íslands.
Í fréttatilkynningu frá Björgólfi Thor
segir að það veki spurningar að þeir
tveir fyrirtækjahópar, sem einnig
sækjast eftir hlut ríkisins í bankan-
um, fái að koma fram sem tveir aðilar,
þegar eigna- og stjórnartengsl séu
eins mikil á milli þeirra og raun beri
vitni. Áhugi þremenninganna á kaup-
um á kjölfestuhlut í Landsbankanum
sé þó enn fyrir hendi.
Björgólfur Thor segir í samtali við
Morgunblaðið að þeir þremenningar
séu ekki mjög hressir með söluna á
VÍS út úr bankanum. Þetta sé ein
stærsta eign bankans og tímasetn-
ingin á sölunni sé í rauninni stór-
furðuleg. Þeir þremenningar séu
fjárfestar og hafi fjármuni sem þeir
hafi aflað erlendis og vilji koma í
ávöxtun. Á þessum forsendum komi
þeir að þessu máli. Áhugi þeirra á
bankanum muni ráðast af áreiðan-
leikakönnun.
Björgólfur Thor segir að sömu
vinnubrögð séu ekki viðhöfð við söl-
una á VÍS og Landsbankanum. Hann
segist telja víst að ekki hafi verið leit-
að eftir öðrum kaupanda að hlut
Landsbankans í VÍS, til dæmis er-
lendum, sem kynni að hafa haft
áhuga. Þegar ekki sé leitað fleiri
kaupenda geti það haft áhrif á verð-
mætið. Þetta sé nákvæmlega það
sama og talað hafi verið um þegar
menn vildu auglýsa hlutinn í bank-
anum þegar hann og þeir sem með
honum eru sýndu áhuga á kaupum á
bankanum.
Auk þremenninganna á einkavæð-
ingarnefnd í viðræðum við tvo hópa
fjárfesta um hugsanleg kaup á kjöl-
festuhlut í Landsbankanum. Þessir
hópar eru annars vegar Kaldbakur
hf. og Eignarhaldsfélagið Andvaka,
og hins vegar Eignarhaldsfélagið
Samvinnutryggingar, Fiskiðjan
Skagfirðingur hf., Kaupfélag Skag-
firðinga svf., Ker hf., Samskip hf. og
Samvinnulífeyrissjóðurinn.
Yfirlýsing frá Kaldbaki
Kaldbakur sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem tekið er undir þau
viðbrögð sem fram hafa komið hjá
Björgólfi Thor er varða þann þátt að
Landsbanki Íslands hf. selji jafnmik-
ilvæga eign frá sér og VÍS er meðan á
söluferli hans stendur.
Hins vegar segir í yfirlýsingunni að
orð Björgólfs Thors um „mikil eigna-
og stjórnunartengsl“ milli Kaldbaks
og þeirra fyrirtækja er mynda þriðja
áhugahópinn um Landsbankann sýni
mikla vanþekkingu hans á þeim að-
ilum er einkavæðingarnefnd á nú í
viðræðum við um sölu á Landsbanka
Íslands hf. Einu stjórnunartengsl
sem um sé að ræða séu þau að fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks sitji í stjórn
Eignarhaldsfélaganna Samvinnu-
trygginga og Andvöku.
Þremenningarnir ekki
sáttir við söluna á VÍS
Tímasetning/10
BYRJAÐ er að beita nálastungu-
aðferð hér á landi til að draga úr
verkjum kvenna meðan á með-
göngu stendur og við fæðingu en
seinni hluta námskeiðs þessa efnis á
vegum Ljósmæðrafélags Íslands
lýkur í dag.
Ólafía Margrét Guðmundsdóttir,
formaður Ljósmæðrafélags Íslands,
segir að námskeiðið hafi hafist með
vikunámskeiði í vor sem leið og því
lýkur með tveggja daga námskeiði
nú, en 16 ljósmæður hafa sótt þetta
námskeið.
Að sögn Ólafíu Margrétar ósk-
uðu íslenskar ljósmæður eftir ný-
breytni og meiri fjölbreytni í
verkjameðferð í fæðingu. Nála-
stungumeðferðin er vel þekkt í
Danmörku og Svíþjóð og því var
Lilleba Ancers, sem sé sérmenntuð
ljósmóðir í þessari meðferð, fengin
til að halda námskeiðið, en þetta er
fyrsta námskeið sinnar tegundar
hér á landi.
Ólafía Margrét segir að nám-
skeiðið hafi vakið mikla athygli og
þar sem ljósmæður hafi sýnt því
mikinn áhuga sé stefnt að öðru
námskeiði næsta vor.
Morgunblaðið/Þorkell
Svíinn Lilleba Ancers hefur kynnt íslenskum ljósmæðrum nálastunguaðferðina til að draga úr verkjum kvenna
meðan á meðgöngu stendur og við fæðingu. Fyrri hluti kennslunnar var í vor en kynningunni lýkur í dag.
Nálastungur til að
draga úr verkjum
VEXTIR Seðlabankans í endur-
hverfum viðskiptum við lánastofn-
anir verða lækkaðir um 0,3% í
7,6%, samkvæmt ákvörðun
bankastjórnar í gær. Síðast lækk-
aði bankinn vexti í endurhverfum
viðskiptum fyrir tæpum mánuði.
Með lækkuninni sem nú hefur
verið ákveðin hefur bankinn lækk-
að vexti um 2,5% frá byrjun apríl
og um 3,8% frá því að þeir urðu
hæstir á fyrri hluta árs 2001.
Viðskiptabankar hyggjast
lækka sína vexti í kjölfarið.
Seðlabankinn
lækkar vexti
Eðlilegt/6
ÁSTRALSKA útgerðarfyrirtækið
Austral Fisheries er nú að huga að
kaupum á varðskipinu Óðni, sem ný-
lega var lagt. Útgerðin hyggst nota
Óðin sem varðskip á tannfiskmiðun-
um í Suður-Íshafinu og ráða sérstaka
víkingasveit á skipið.
Útgerðin telur að stjórnvöld standi
sig ekki nægilega vel í að halda veiði-
þjófum frá tannfiskmiðunum, en þessi
fiskur er afar dýrmætur og jafnframt
takmörkuð auðlind. Tæplega þúsund
krónur fást fyrir kílóið af heilfrystum
tannfiski.
Útgerðin hyggst beita fyrir sig lög-
um í Ástralíu sem heimila borgara-
lega handtöku. Telur hún að lögin
gildi alls staðar innan þeirrar lögsögu
sem Ástralar ráða yfir, hvort sem er á
sjó eða landi. Hún hyggst því taka
báta sem stunda ólöglegar veiðar og
færa til hafnar í hendur yfirvöldum.
Mikil brögð hafa verið að ólöglegum
veiðum á tannfiskinum. Hafa þau ríki
sem mestra hagsmuna eiga að gæta
stofnað samtök til að fylgjast með
veiðunum og hamla gegn veiðiþjófn-
aði, en ekki hefur gengið sem skyldi.
Sem dæmi um hve mikil ásókn er í
tannfiskinn má nefna að vitað er um
fyrirtæki í Hong Kong sem gerir út á
ólöglegar tannfiskveiðar og á flota
nýrra og glæsilegra skipa en jafn-
framt gömul og úrelt skip. Þegar
þessi floti stundar veiðarnar hefur
hann njósn af eftirlitinu og þegar eft-
irlitsskipin nálgast er nýju skipunum
forðað en eitt eða tvö gömul skilin eft-
ir enda eru þau einskis virði.
Sigurgeir Pétursson, fyrrum skip-
stjóri hjá Austral Fisheries, er að
skoða Óðin fyrir útgerðina. Hann
þekkir vel til þessara veiða og hefur
sjálfur staðið að töku veiðiþjófa á
veiðislóðinni.
Varðskipið Óðinn í baráttu
gegn tannfiskþjófum?
STJÓRN Arcadia Group hefur ekki
tekið afstöðu til yfirtökutilboðs
Taveta Investments Limited, sem er
í eigu breska kaupsýslumannsins
Philips Green, er hann lagði fram
síðastliðinn miðvikudag. Í tilkynn-
ingu frá stjórn Arcadia, sem Baugur
sendi til Kauphallar Íslands í gær,
kom fram að stjórnin hefur óskað
eftir frekari skýringum frá Taveta,
meðal annars á samkomulagi fyrir-
tækisins og Baugs í tengslum við
yfirtökutilboðið. Vegna þessa hefur
stjórnin ekki tekið afstöðu til tilboðs-
ins.
Í umfjöllun breskra dagblaða um
yfirtökutilboð Taveta í Arcadia er
einnig talsvert fjallað um húsrann-
sókn Ríkislögreglustjórans í hús-
næði Baugs síðastliðinn miðvikudag.
Haft er eftir Philip Green að ef eng-
inn fótur er fyrir þeim ásökunum
sem bornar hafa verið á stjórnendur
Baugs verði haldið áfram með yfir-
tökutilboðið eins og ekkert sé. Öðru
máli gegni hins vegar ef eitthvað
komi út úr ásökununum.
Þá er haft eftir talsmanni Arcadia
að stjórn Arcadia geti ekki lagt mat á
tilboð Taveta fyrr en óvissu varðandi
Baug hefur verið aflétt.
Íhuga að höfða
skaðabótamál
Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs
Group hf., segir að íhugað verði að
höfða skaðabótamál ef rannsókn og
húsleit lögreglunnar spillir fyrir
þátttöku Baugs í yfirtökutilboði á
Arcadia-keðjunni. Margra milljarða
hagsmunir séu í húfi.
„Það er verulegt áfall að þetta ger-
ist allt í einu á þessum viðkvæma
tíma. Baugsmenn telja að hið sanna
muni koma í ljós og það muni fría þá
af þessum ásökunum en óttast að
það geti orðið um seinan,“ sagði
Hreinn.
Arcadia frest-
ar afstöðu til
yfirtökutilboðs
Margra milljarða/6