Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ – Þarna stendur ung- legasta og flottasta amma á landinu, sagði ung blaðakona sem stóð við hliðina á mér í fjöl- mennu blaðamannateiti einhvern tíma í lok átt- unda áratugarins og hrifningin yfir því að slíka konu skyldi vera að finna í okkar röðum leyndi sér ekki. Fólk stóð í smáþyrpingum hér og þar um salinn og spjallaði saman, sjálf var ég í hópi kollega minna á Vísi og við litum öll á ömmuna sem stúlkan beindi sjónum sínum að, Vilborgu Harðardóttur, blaðamann og frétta- stjóra Þjóðviljans. Hún stóð þarna, grannvaxin með ljóst sítt hár, í hné- háum svörtum leðurstígvélum og hvítum jakka, niðursokkin í samræð- ur við nokkra karlmenn sem allir voru að hlusta á hana. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði talað um þennan pólitíska baráttujaxl og jafnréttis- sinna með vísan til þess hvernig hún liti út. Útlitið eitt hefði út af fyrir sig verið næg ástæða til að gefa henni gaum, en henni lá svo mikið á hjarta og var svo kröftug að manni gat yf- irsést mýktin í henni. Þeir sem unnu á dagblöðunum fjór- um í Síðumúlanum voru yfirleitt bærilega málkunnugir en umfram það þekkti ég Vilborgu ekkert á þess- um tíma. Vissi náttúrlega fyrir hverju hún stóð og hafði heyrt því fleygt að kvennafrídagurinn hefði að öllum lík- indum verið hennar hugmynd. Samt hefur mér alltaf fundist að þarna hafi ég í raunverulega séð hana í fyrsta sinn. Maðurinn minn kynntist henni á undan mér. Þau voru saman á sænskunámskeiði í Framnesi fyrir margt löngu og varð vel til vina. Þeg- ar ferðina bar á góma var mikið vitn- að í Sollu og Villu og fagnaðarfundur þegar þau hittust í hófi Framnesfara árið eftir. Ekki þótti þeim vinkonun- um, Sollu og Villu, mikið til um kven- manninn sem þessi skemmtilegi fé- lagi þeirra var kvæntur. – Þú ert allt öðruvísi en ég hélt að þú værir, sagði Vilborg við mig löngu seinna, nánast upp úr þurru, þar sem við sátum tvær á kaffihúsi í Þýska- landi. Ég verð að viðurkenna að okk- ur Sollu leist ekkert á þig, bætti hún við. Eftir á finnst mér að ég hefði vel getað sagt henni þarna á kaffihúsinu að margt við hana sjálfa kæmi veru- lega á óvart þegar maður kynntist henni. Til dæmis ástarsamband henn- ar við lífið sem hún tók fagnandi í sér- hverri mynd, á fjöllum, í bókmennt- um, í vinnunni, í þekkingarþránni sem stöðugt var svalað, í fallegu hand- verki, í samvistum við vini og fjöl- VILBORG HARÐARDÓTTIR ✝ Vilborg Harðar-dóttir fæddist í Reykjavík 13. sept- ember 1935. Hún lést við Snæfell 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. ágúst. skyldu, hamingjunni yf- ir barnabörnunum og ýmsum happasending- um tilverunnar. Með okkur tókust kynni þegar við komum báðar að undirbúningi samnorrænnar bók- menntakynningar í Þýskalandi árið 1996–7, hún sem framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bókaútgefenda og ég fyrir hönd Bókmennta- kynningarsjóðs. Upp úr þessu varð til vinátta sem læddist einhvern veginn inn í samskiptin og var allt í einu orðin heimilisföst. Við höfðum báðar fylgst með þjóðmálum í áratugi og skildum eitt og annað sama skiln- ingi en blaðamennska og pólitísk hita- mál voru að baki og önnur áhugamál í brennidepli. Erlendis var Vilborg eins og heima hjá sér, fumlaus og fundvís á skemmtilega staði og atburði. Þessa nutu ferðafélagar hennar á hverjum tíma, til dæmis á norrænni skálda- kynningu í tengslum við bókastefn- una í Leipzig árið 1997 þar sem tengdadóttir hennar Linda Vilhjálms- dóttir var meðal íslensku skáldanna, en við Vilborg unnum á bókastefn- unni í kynningarrými norrænu bók- menntakynningarmiðstöðvanna. Á vissan hátt kynntumst við Leipzig gegnum Vilborgu sem vissi allt sem vert var að vita um þessa borg, hvað var áhugavert og hvers vegna. Þegar við vorum á hinni árlegu bókastefnu í Frankfurt snæddum við- gjarnan saman á kvöldin eða skoðuð- um okkur um. Fyrir kom að hún fór til vinkonu sinnar og ég í óperuna og hittumst síðan á eftir. Hún naut þess að fara í leikhús og á tónleika en sagð- ist hafa sótt óperuhús fyrir lífstíð meðan hún bjó í Þýskalandi. Í fyrrahaust vorum við í fyrsta sinn á sama hóteli. Fyrir misskilning hafði farist fyrir að panta hótelherbergi og hvergi hægt að fá inni nema í úthverfi Frankfurt eða nágrannabæjum. Við afréðum að gista í Wiesbaden en lest- arferð þaðan til Frankfurt tekur um það bil klukkustund. Við vorum báðar vel nestaðar af lesmáli, ég hafð birgt mig upp á Kastrup og í Keflavík, en Vilborg í virtri bókaverslun í Frank- furt. Hún spurði þar um nýjustu þýsku höfundana og keypti bækur sem henni leist á. Hvor um sig las síð- an fram á nótt á hverju kvöldi og megnið af leiðinni til Frankfurt á morgnana og heim á kvöldin. Við morgunverðarborðið, á kaffihúsum og gönguferðum um Wiesbaden rakti hún svo þráðinn í bókinni sem hún var að lesa og hvað henni þótti um höf- undinn og ég sagði henni frá minni bók. Þetta voru nokkurs konar fram- haldssögur þar sem maður var allan daginn að hugsa um ferlið í tveimur bókum samtímis. Við áttum ógleymanlega kvöld- stund heima hjá nöfnu Vilborgar og góðri vinkonu, Vilborgu Ísleifsdóttur- Bickel, sem býr í Wiesbaden. Hún bauð okkur til kvöldverðar og við sát- um þrjár í fjörugum samræðum yfir herlegu borðhaldi fram á nótt og spaugið var ekki sparað. Það var æskubjarmi yfir þeim vinkonunum þetta kvöld og gleðin óbeisluð. Ég sat á móti Villu við borðið og man að ég var að hugsa um þegar hún hló sem innilegast að svona hefði hún áreið- anlega verið þegar hún var lítil stelpa. Okkur þótti gaman að gista þessa fallegu borg en vorum sammála um að þetta væri fulllangt frá bókastefn- unni. Þetta er búið að vera stórkostlegt, sagði Villa þegar hún var að pakka niður, en ég verð ekki hér næsta ár. Hvoruga okkar grunaði að hún yrði ekki heldur í Frankfurt. Á kveðjustund þakka ég af heilum hug vináttu og samvistir við þessa óvenjulegu konu og færi ástvinum hennar einlægar samúðarkveðjur. Börnum hennar og barnabörnum samgleðst ég með að hafa átt hana, sem og vinum hennar öllum. Jónína Michaelsdóttir. Með söknuði kveðj- um við þig, Sigga frænka, og við munum alltaf minnast þín í hjörtum okkar. En hamingjan geymir þeim gullkransinn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blundar. (Þorsteinn Erlingsson.) Guð geymi þig. Karel, Aron, Adam, Daníel, Þóra Valdís og Dagur. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir, allt það sem þú skildir eftir, gleðina sem þú gafst mér, stundirnar sem við áttum, viskuna sem þú kenndir, sögurnar sem þú sagðir, hláturinn sem þú deildir og strenginn sem þú snertir. Ég mun ætíð minnast þín. (F.D.V.) Nú er komið að kveðjustund í bili og hugurinn reikar til baka og koma þá ótrúlega margar góðar minningar upp í hugann um Siggu frænku mína, sem eru mér afar dýrmætar. Þá er það helst hvað þú gast saum- að mikið og prjónað á alla í kringum þig enda eru margir sem líta á þig sem ömmu. Ekkert vantaði á gestrisnina þeg- SIGRÍÐUR VALBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Sigríður ValborgSigurðardóttir fæddist í Miðhúsaseli í Fellum í N-Múla- sýslu 17. janúar 1922. Hún lést á líkn- ardeild Landakots 23. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigs- kirkju 30. ágúst. ar gesti bar að garði, bakstur og elda- mennska vafðist ekki fyrir þér og fór enginn svangur heim frá þér. Herbergin þín tvö á loftinu stóðu öllum opin og eru ansi margir bún- ir að búa hjá þér á með- an á námi stóð, ég er ein af þeim og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það og stuðning- inn sem þú veittir mér. Ég gæti haldið enda- laust áfram en geymi bara því meira í huga mér. Ég sendi þér þessi sálmavers í lokin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Erni, Siggu, Jóhanni, Auði, Sirrý, Gísla Val, Rúnu frænku, öðrum ætt- ingjum og vinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðju. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hildur Lúðvíksdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina                                                          ! "!##$ %&   ' ( )*                +',,-.,/ 0  % ..,/ 0    ,,/ )   .1.,/   2)   32450  6 6& 0/6 6 6&  #            ! $!  5 2%,278 5 .1  $        %   !   &'"   " !,  9 !, 0  : !,   . ; !, 0  ,      , !, 0     / !,    / 0       0/6 6&                            - $ $"!##$ : 5/)7 .15< 45 ($          ( ) *   &  )  /   0    - 1     :     %   / 6. /0  6 6& 6 6 6& 0/6 6 6 6&  *               # =  >/2?@ .15< 45 $    + ,-   . )   &/"   " 0    -   / A , /  (.,.,0   .1#0    .,0   , / 9 .,0  -<& !,.,0  /6<& / '   0  !,& .,  .)  , /0  6 6& 0/6 6 6& 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.