Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 29

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 29 AFMÆLISVERKEFNI ÍS Í Sundkeppni fyrir almenning á öllum aldri Í tengslum við Sumarmót Bylgjunnar hafa hvatningarverkefnið Ísland á iði 2002 og Sundsamband Íslands staðið fyrir sundkeppni milli bæjarfélaga í sumar. Við ljúkum keppni í Reykjavík í dag, laugardaginn 31. ágúst. Af því tilefni verður frítt í Sundlaug Grafarvogs og Sundlaug Vesturbæjar í allan dag. Sundþjálfarar frá Fjölni og KR verða á staðnum allan tímann og veita góð ráð varðandi tæknina. Við teljum síðan saman þær vegalengdir sem þú og aðrir þátttakendur leggja að baki. Kaffisala og ýmsar uppákomur á vegum sundfélaganna milli kl. 12 og 16. Nú er kjörið tækifæri til að slípa tæknina og taka um leið þátt í nokkurs konar boðsundi þjóðarinnar. Viðurkenningarskjal fyrir alla sem taka þátt! Um leið og við hvetjum íbúa Reykjavíkur og nágrennis til þátttöku þökkum við eftirtöldum stuðninginn í baráttunni við sófann: • Sundlaug Hellu • Sundlaug Vestmannaeyja • Sundlaug Blönduóss • Sundlaugin Þelamörk • Sundlaugin á Hlöðum • Sundhöll Selfoss • Sundlaug Grundarfjarðar • Sundhöll Ísafjarðar • Sundmiðstöð Keflavíkur • Sundlaug Egilsstaða Fjöldi sundgarpa á aldrinum 4–86 ára hafa synt rúmlega 500 km samanlagt. Með samstilltu átaki í dag getum við náð lengd hringvegarins , 1.339 km. A B X /S ÍA 9 0 2 1 2 7 0 Ísland á iði 2002 er 90 ára afmælisverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Meginmarkmið þess er að hvetja almenning á öllum aldri til aukinnar hreyfingar. Nánari upplýsingar, fræðsluefni o.m.fl. má nálgast á www.isisport.is Í NORRÆNA húsinu verður í dag, kl. 15, opnuð sýning á nýrri nor- rænni samtímalist og hefur sýn- ingin yfirskriftina Clockwise. Það er NIFCA, Nordiskt Institut för Samtidskonst, sem stendur að sýningunni og stýrir henni í sam- starfi við listasafnið í Vejle í Dan- mörku. Níu samtímalistamenn eiga verk á sýningunni og þeir fást allir fremur við viðfangsefni á sviði mannfræði og þjóðfræði en fagurfræði og formhyggju. Þeir eru Simone Aaberg Kærn, Jouko Lehtola, Colonel, Melek Mazici, Lilibeth Cuenca Rasmussen, Khal- ed D. Ramadan, Marco Evaristti, Torbjørn Rødland og Amel Ibr- ahimovic. „Listamennirnir starfa á ólíkum vettvangi með innsetningar, ljós- myndun, teikningu og myndbönd. Þeir leggja sig alla fram um að varpa skilningi á þann veruleika sem við blasir nú árið 2002 og þeir biðja okkur að gera slíkt hið sama“ segir Guðrún Dís Jónatans- dóttir, upplýsinga- og verkefn- isfulltrúi Norræna hússins. „Verkin á sýningunni bera vitni menningarlegri sjálfsvitund eins og þunglyndislegir þjóðfræðingar myndu skynja hana og þar skipt- ist á kuldaleg fjarlægð og sam- félagslegur áhugi. Úr verkunum má þó einkum lesa hvernig ein- staklingurinn neyðist í sífellu til að taka afstöðu til eigin reynslu,“ segir Guðrún Dís. Tomas Ivan Träskman segir m.a. í sýningarskrá: „Leitin að samsömun er orðin helsti lykillinn að félagslegum skilningi. Sú leit er ekki síður algeng en þær tæknilegu og efnahagslegu um- breytingar sem orðið hafa upp á síðkastið. Engu skiptir hvort leit- in að samsömun er sameiginleg eða einstaklingsbundin, nauðug eða viljug, hún tekur stöðugt stærri skerf af tíma okkar allra.“ Forstöðumenn sýningarinnar eru Stine Høholt, forstöðukona ARKEN-nútímalistasafnsins í Danmörku, og myndlistarmað- urinn Khaled D. Ramadan. Hægt er að skoða sýningar- skrána á dönsku eða ensku á slóð- inni www.nifca.org/clockwise og nifca.org/clockwise. Sýningin stendur til 20. október. Norræn nútíma- list kortlögð Morgunblaðið/Kristinn Sýningarstjórar Clockwise, Khaled D. Ramadan og Stine Høholt, innan um verk Colonel. Gallerí Tukt, Hinu húsinu Harpa Rún Ólafsdóttir opnar sýningu kl. 16–18. Harpa er nýnemi í Listahá- skólanum og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Sýningin stendur til 15. september. Norska húsið, Stykkishólmi Listakonurnar í Sneglu listhúsi opna sýningu kl. 16.Á sýningunni má sjá myndlist, textíl, gler og leirverk eftir 14 listakonur. Norska húsið er opið laugardaga og sunnudaga í september frá kl. 11– 17. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.