Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 29 AFMÆLISVERKEFNI ÍS Í Sundkeppni fyrir almenning á öllum aldri Í tengslum við Sumarmót Bylgjunnar hafa hvatningarverkefnið Ísland á iði 2002 og Sundsamband Íslands staðið fyrir sundkeppni milli bæjarfélaga í sumar. Við ljúkum keppni í Reykjavík í dag, laugardaginn 31. ágúst. Af því tilefni verður frítt í Sundlaug Grafarvogs og Sundlaug Vesturbæjar í allan dag. Sundþjálfarar frá Fjölni og KR verða á staðnum allan tímann og veita góð ráð varðandi tæknina. Við teljum síðan saman þær vegalengdir sem þú og aðrir þátttakendur leggja að baki. Kaffisala og ýmsar uppákomur á vegum sundfélaganna milli kl. 12 og 16. Nú er kjörið tækifæri til að slípa tæknina og taka um leið þátt í nokkurs konar boðsundi þjóðarinnar. Viðurkenningarskjal fyrir alla sem taka þátt! Um leið og við hvetjum íbúa Reykjavíkur og nágrennis til þátttöku þökkum við eftirtöldum stuðninginn í baráttunni við sófann: • Sundlaug Hellu • Sundlaug Vestmannaeyja • Sundlaug Blönduóss • Sundlaugin Þelamörk • Sundlaugin á Hlöðum • Sundhöll Selfoss • Sundlaug Grundarfjarðar • Sundhöll Ísafjarðar • Sundmiðstöð Keflavíkur • Sundlaug Egilsstaða Fjöldi sundgarpa á aldrinum 4–86 ára hafa synt rúmlega 500 km samanlagt. Með samstilltu átaki í dag getum við náð lengd hringvegarins , 1.339 km. A B X /S ÍA 9 0 2 1 2 7 0 Ísland á iði 2002 er 90 ára afmælisverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Meginmarkmið þess er að hvetja almenning á öllum aldri til aukinnar hreyfingar. Nánari upplýsingar, fræðsluefni o.m.fl. má nálgast á www.isisport.is Í NORRÆNA húsinu verður í dag, kl. 15, opnuð sýning á nýrri nor- rænni samtímalist og hefur sýn- ingin yfirskriftina Clockwise. Það er NIFCA, Nordiskt Institut för Samtidskonst, sem stendur að sýningunni og stýrir henni í sam- starfi við listasafnið í Vejle í Dan- mörku. Níu samtímalistamenn eiga verk á sýningunni og þeir fást allir fremur við viðfangsefni á sviði mannfræði og þjóðfræði en fagurfræði og formhyggju. Þeir eru Simone Aaberg Kærn, Jouko Lehtola, Colonel, Melek Mazici, Lilibeth Cuenca Rasmussen, Khal- ed D. Ramadan, Marco Evaristti, Torbjørn Rødland og Amel Ibr- ahimovic. „Listamennirnir starfa á ólíkum vettvangi með innsetningar, ljós- myndun, teikningu og myndbönd. Þeir leggja sig alla fram um að varpa skilningi á þann veruleika sem við blasir nú árið 2002 og þeir biðja okkur að gera slíkt hið sama“ segir Guðrún Dís Jónatans- dóttir, upplýsinga- og verkefn- isfulltrúi Norræna hússins. „Verkin á sýningunni bera vitni menningarlegri sjálfsvitund eins og þunglyndislegir þjóðfræðingar myndu skynja hana og þar skipt- ist á kuldaleg fjarlægð og sam- félagslegur áhugi. Úr verkunum má þó einkum lesa hvernig ein- staklingurinn neyðist í sífellu til að taka afstöðu til eigin reynslu,“ segir Guðrún Dís. Tomas Ivan Träskman segir m.a. í sýningarskrá: „Leitin að samsömun er orðin helsti lykillinn að félagslegum skilningi. Sú leit er ekki síður algeng en þær tæknilegu og efnahagslegu um- breytingar sem orðið hafa upp á síðkastið. Engu skiptir hvort leit- in að samsömun er sameiginleg eða einstaklingsbundin, nauðug eða viljug, hún tekur stöðugt stærri skerf af tíma okkar allra.“ Forstöðumenn sýningarinnar eru Stine Høholt, forstöðukona ARKEN-nútímalistasafnsins í Danmörku, og myndlistarmað- urinn Khaled D. Ramadan. Hægt er að skoða sýningar- skrána á dönsku eða ensku á slóð- inni www.nifca.org/clockwise og nifca.org/clockwise. Sýningin stendur til 20. október. Norræn nútíma- list kortlögð Morgunblaðið/Kristinn Sýningarstjórar Clockwise, Khaled D. Ramadan og Stine Høholt, innan um verk Colonel. Gallerí Tukt, Hinu húsinu Harpa Rún Ólafsdóttir opnar sýningu kl. 16–18. Harpa er nýnemi í Listahá- skólanum og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Sýningin stendur til 15. september. Norska húsið, Stykkishólmi Listakonurnar í Sneglu listhúsi opna sýningu kl. 16.Á sýningunni má sjá myndlist, textíl, gler og leirverk eftir 14 listakonur. Norska húsið er opið laugardaga og sunnudaga í september frá kl. 11– 17. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.