Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 25 YFIRVÖLD í Pakistan úr- skurðuðu í gær, að Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins, gæti ekki boðið sig fram í þing- kosningum í landinu 10. nóvember nk. Vitnuðu þeir í ný lög, sem segja, að þeir, sem hafa ver- ið dæmdir fjarverandi fyrir afbrot, séu ekki kjörgengir. Sagt er, að Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, hafi sett þessi lög sér- staklega til að koma í veg fyrir framboð Bhutto en hún var dæmd í síðasta mánuði í þriggja ára fangelsi fyrir spill- ingu. Hún er hins vegar í sjálf- skipaðri útlegð í London og Dubai. Var úrskurðurinn kveð- inn upp í heimahéraði Bhutto en hún ætlar að leita fyrir sér í öðru kjördæmi en algengt er, að pakistanskir stjórnmála- menn bjóði sig samtímis fram í nokkrum kjördæmum. Herforingjar ávítaðir SERGEI Ívanov, varnarmála- ráðherra Rússlands, staðfesti í gær, að rússneskri herþyrlu hefði verið grandað með flug- skeyti en 118 manns týndu þá lífi. Voru þar að verki skæru- liðar í Tsjetsníju. Fór hann jafnframt hörðum orðum um þá herforingja, sem leyft hefðu of- hlaðinni þyrlunni að fara frá Norður-Ossetíu til Grosní í Tsjetsjníu. Í ljós hefur komið, að nokkrir óbreyttir borgarar voru með þyrlunni en það er harðbannað. Sagði Ívanov, að rannsókn stæði yfir á þessu máli og mætti búast við, að ein- hverjir yrðu dregnir til ábyrgð- ar. Flugslys í Rússlandi RÚSSNESK flugvél af gerð- inni An-28 fórst í fyrradag við bæinn Ayan skammt frá kín- versku landamærunum. Með henni fórust 16 manns, þar á meðal japanskur verkfræðing- ur og tvö börn. Var vélin að koma inn til lendingar í Ayan er hún hrapaði, um 3,5 kílómetra frá flugvellinum sem hún átti að lenda á. Að sögn embættis- manna eru orsakir slyssins raktar til slæms skyggnis og mannlegra mistaka. Mjög mik- ið hefur verið um flugslys í Rússlandi á síðustu vikum. Varaforseti rekinn DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, rak í gær úr embætti varaforseta landsins, George Saitoti. Er ástæðan sú, að Sait- oti og þrír aðrir menn úr flokki forsetans sækjast eftir útnefn- ingu sem forsetaframbjóðandi en Moi vill, að Uhuru Kenyatta, sonur Jomo Kenyatta, fyrsta forseta landsins, verði forseta- efni flokksins. Moi, sem er tæp- lega áttræður, tók við af Ken- yatta 1978 og hefur verið for- seti allar götur síðan. STUTT Framboð Bhutto bannað Benazir Bhutto YFIR 60% Bandaríkjamanna telja að mikilvægustu málin sem við blasa og leiðtogar heims eigi að einbeita sér að séu að auka öryggi og frið í heiminum. Um 5% Bandaríkja- manna setja samfélagsmál efst á for- gangslistann og aðeins 3% Banda- ríkjamanna telja að mannúðarmál séu þau mál sem þjóðarleiðtogar eigi að einbeita sér að. Þetta kom fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í gær. Öryggismál hafa alltaf skipt Bandaríkjamenn miklu máli. Fyrir 11. september nefndi tæplega þriðj- ungur þeirra öryggismál fyrst þegar spurt var um þau mál sem leiðtogar heimsins ættu að einbeita sér að. Ör- yggis- og friðarmál voru efst á for- gangslistanum. Í október á síðasta ári, eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin, nefndu 69% öryggismál þegar spurt var um mikilvægi mála. Í nýjustu skoðanakönnuninni nefndi 61% öryggismálin. Mannúðarmál hafa aldrei komist mjög hátt á forgangslista banda- rískra kjósenda ef marka má skoð- anakannarnir. Árið 2000 nefndu 14% Bandaríkjamanna mannúðarmál þegar spurt var um forgangsmál. Síðan hefur þetta hlutfall lækkað stöðugt síðan og var 3% í síðustu könnun, sem gerð var um mitt þetta ár. Tryggja þarf öruggt drykkjarvatn Í könnuninni var líka spurt um þau markmið á sviði mannúðarmála sem samþykkt voru í aldamótayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna. Flestir töldu að brýnasta viðfangsefnið væri að tryggja jarðarbúum öruggt drykkjarvatn. Þar á eftir kom bar- áttan gegn alnæmi og ráðstafanir til að tryggja öllum börnum skóla- göngu. Mun neðar á forgangslistan- um var baráttan gegn fátækt í heim- inum. Skoðanakönnun meðal bandarískra kjósenda um skyldur leiðtoga heimsins Jóhannesarborg. Morgunblaðið. Öryggismál sett langefst á forgangslista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.