Morgunblaðið - 31.08.2002, Page 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
18 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ lögreglumenn erum alltaf í tengslum
við fólk og starf okkar tengist fólki, sem
betur fer ekki bara þegar illa fer. Helstu
skilaboð lögreglunnar til fólks eru, að það á
okkur að ef eitthvað bjátar á. Ég hef alltaf
notið þess að finna hlýhug frá fólki í gegn-
um störfin hér hjá lögreglunni. Mér þykir
ákaflega vænt um það og mína yfirmenn og
undirmenn,“ segir Tómas Jónsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Ár-
nessýslu, en hann lætur af störfum nú um
mánaðamótin eftir rúmlega 39 ára starf á
Selfossi.
Hann kom til starfa hjá lögreglunni í Ár-
nessýslu 1. febrúar 1963 en hóf lögreglu-
störf 1. nóvember 1956 í afleysingum á
Keflavíkurflugvelli. Áður en hann kom á
Selfoss var hann í þrjú ár við lögreglustörf
á Heiðarfjalli á Langanesi með aðsetur á
Þórshöfn þar sem hann sinnti almennum
lögreglustörfum.
Menn eru hættir að fljúgast á
Tómas segir störf lögreglunnar hafa
breyst verulega á þessum árum. „Á Kefla-
víkurflugvelli fólust störfin í því að hafa eft-
irlit með umferð inn á vallarsvæðið og út af
því. Á Þórshöfn stundaði maður alls konar
lögreglustörf og var þar einn, sem var oft
erfitt, einkum þegar maður lenti í því að
fljúgast á við menn. Núna aftur á móti
þekkist það varla að lögreglan þurfi að taka
á mönnum. Menn eru hættir að fljúgast eins
mikið á og þeir gerðu og með því að lög-
reglan er orðin fjölmennari er búið að
kveða í kútinn þessi áflog auk þess sem lög-
reglumenn á vettvangi eru mun betur
tengdir við stöðina og aukinn liðsafla en áð-
ur var,“ segir Tómas.
Hann segir og að miklar breytingar hafi
orðið varðandi alla skýrslugerð og mögu-
leika til að afla upplýsinga með tilkomu
tölvuvæðingar en áður hafi menn verið
vopnaðir ritvél og pappír. Nú væri hægt að
afla allra mögulegra upplýsinga og hafa
samband og samstarf við önnur lögreglulið.
„Það er nú samt alltaf svo að mannlegar
aðstæður eru ávallt nálægar lögreglumann-
inum og hann þarf að tileinka sér ákveðin
viðhorf, s.s. að koma alltaf fram við fólk á
jafnréttisgrunni, því það hafa allir sitt stolt.
Það þarf að taka á móti öllum eins og
mönnum, af fullri virðingu, þannig næst
best samband við þann sem við á og það
byggir upp traust sem er nauðsynlegt í
þessu starfi.“
Dýrmæt lífsreynsla
Tómas segir margt minnisstætt frá
starfsferlinum. „Ég fékk tækifæri til að
vera lögreglumaður hjá Sameinuðu þjóð-
unum frá ágúst 1969 fram til janúar 1971.
Það var að mínu mati dýrmætt tækifæri að
fá að kynnast nýjum aðstæðum, nánast að
sjá allan heiminn í sjónhendingu og upplifa
að það er ekki nema lítill hluti leiðtoga
heimsins sem valinn er af fólkinu. Þarna
fann ég hvað við búum í góðu landi og hvað
lýðræðið er dýrmætt þjóðinni. Mér fannst
ég læra mikið á þessari veru hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Gosið í Eyjum er mér minnisstætt en ég
fór þangað á öðrum degi og var þar þegar
mest gekk á. Það er lífsreynsla sem ég hefði
ekki viljað missa af. Þá buldi á mönnum
aska, á hjálmi og öxlum, og stundum var
hún glóandi og það sá ekki út út augum.
Gönguferð með Nixon
Svo er það mjög eftirminnilegt þegar ég
spókaði mig í miðbæ Reykjavíkur með Nix-
on Bandaríkjaforseta þegar hann var hér í
heimsókn. Ég var tengiliður milli lífvarða
hans og íslensku lögreglunnar meðan á
heimsókninni stóð. Þá fór Nixon einn dag-
inn um lágnættið í gönguferð um miðbæinn
og mér er minnisstætt hvað hann var kump-
ánlegur og þægilegur maður. Þetta var
gönguferð sem Nixon ákvað skyndilega
sjálfur. Ég fór með honum og Magnús Ein-
arsson, þáverandi varðstjóri í Reykjavík.
Við gengum með Nixon frá sendiráðinu,
fyrst ég og yfirlífvörður hans og síðan bætt-
ist Magnús í hópinn.
Skömmu síðar komu lífverðirnir hlaup-
andi og í lokin var þetta heilmikil fylking
sem fylgdi forsetanum. Það voru margir
sem þekktu Nixon í sjón og veifuðu til hans.
Hann fékk þarna hlýjar viðtökur og síðasta
spölinn heim að sendiráðinu gekk hann á
milli okkar Magnúsar með handleggina yfir
axlir okkar og rabbaði eins og félagi. Síðan
fengum við minjagrip frá honum um þessa
stund og voru það skyrtuhnappar með
skjaldarmerki forsetans. Mig hefur alltaf
langað til að eiga mynd af okkur þremur
þarna á gangi en það var enginn ljósmynd-
ari nálægur.
Barnsfæðing á Eyrarbakkavegi
Þá er mér minnisstæður sjúkraflutningur
með sængurkonu frá Stokkseyri þegar ég
þurfti að stoppa á Eyrarbakkaveginum og
taka á móti barninu. Á
svoleiðis stundu hugsar
maður bara um að þetta
sé eitthvað sem maður
þarf að gera til að leysa
úr því sem upp kemur.
Þarna á Eyrarbakka-
vegi fæddist stúlka sem
heitir Nada Róberts-
dóttir. Hún leitaði mig
síðar uppi, vildi hitta ljós-
una sína, og við höfum
verið kunningjar síðan.
Ég dáist enn að því hvað
móðirin var róleg meðan
á þessu stóð.
Hátt í sex þúsund
passamyndir
Ég er vel undir fram-
tíðina búinn, er við góða
heilsu og hef gaman af
moldinni, er að dunda
mér við trjárækt á Þór-
oddsstöðum í Ölfusi og
svo er ýmislegt ógert í
garðinum heima.
Svo á ég mikið mynda-
safn sem eftir er að
flokka. Í því safni eru
hátt í sex þúsund passa-
myndir af Sunnlendingum sem ég tók. Þær
eru 30–40 ára og gaman að eiga myndir af
þessu fólki. Það hefur reyndar oft komið í
ljós þegar fólk leitar til mín að þetta eru
kannski einu myndirnar sem teknar hafa
verið af sumum.
Ég er mikill íþróttaunnandi og líf mitt og
yndi að fylgjast með öllum íþróttum,“ segir
Tómas Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
lögreglunnar í Árnessýslu.
Maðurinn er örlagavaldur
í umferðinni
Þegar í lokin talinu er vikið að hinum
miklu fórnum í umferðinni sem lög-
reglumenn verða vitni að segir Tómas og
leggur áherslu á orðin: „Ég fer aldrei ofan
af því að það er ekki bíllinn, ekki vegurinn,
heldur maðurinn sjálfur sem er örlagavald-
urinn í umferðinni. Maðurinn þarf sjálfur að
taka sér tak.
Gallinn við allan áróður er að þeir hlusta
ekki sem þurfa á því að halda. Það sem mér
hefur þótt sárast við velflest umferðarslys
er hvað það var mikill óþarfi að atvikið
gerðist. Það er hægt að forðast slysin með
því að hugsa og fara eftir settum reglum.“
Tómas Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Mannlegar aðstæð-
ur alltaf nálægar
lögreglumanninum
Selfoss
BARNASKÓLINN á Eyrarbakka
og Stokkseyri var settur síðastlið-
inn mánudag. Skólinn var fyrst
settur 25. október 1852 svo þetta er
í hundrað og fimmtugasta sinn sem
skólinn er settur. Enginn barna-
skóli hefur lifað lengur hér á landi
og má því telja hann elsta barna-
skóla landsins.
Þegar skólinn var stofnaður voru
Eyrarbakki og Stokkseyri í einu
sveitarfélagi, Stokkseyrarhreppi
hinum forna, enda hófst kennsla þá
strax á báðum stöðum, þótt minni
væri á Stokkseyri. Hinn 17. október
1878, eða 26 árum síðar, varð sjálf-
stæður skóli á Stokkseyri.
Fyrir nokkrum árum sameinuð-
ust skólarnir á ný undir nafninu
Barnaskólinn á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
Skólasetningin
Arndís Harpa Einarsdóttir skóla-
stjóri setti skólann að viðstöddum
nemendum, foreldrum og nokkrum
frammámönnum í sveitarfélaginu
Árborg. Hún sagði í setningarræðu
sinni frá ýmsu sem gert hefur verið
og fyrirhugað er að gera í skóla-
starfinu á vetri komanda.
Allir kennarar og starfsfólk skól-
ans hafa setið á námskeiði hjá Jóni
Baldvini Hannessyni skólaráðgjafa
um aukin gæði í skólastarfi. Þetta
verkefni á sér þann aðdraganda að
Jón Baldvin gerði mat á skólastarf-
inu meðal nemenda, foreldra og
kennara síðastliðinn vetur. Á nið-
urstöðum matsins verður vinnan
sem nú er hafin byggð næstu tvö ár.
Að þessu sinni eru allir kennarar
skólans með full kennsluréttindi
enda hefur gengið vel að ráða kenn-
ara til skólans.
Stofnuð hefur verið ný valbraut
við skólann, sem gefur nemendum
9. og 10. bekkjar meiri valmögu-
leika í verkgreinum og er hugsuð til
að mæta áhuga og þörfum nem-
enda. M.a. mun skólinn bjóða nem-
endum nám til undirbúnings bíl-
prófs.
Húsnæðismál
Bæjarráð Árborgar samþykkti
fyrir skemmstu að skipa vinnuhóp
til að gera úttekt á húsnæði og ann-
arri aðstöðu Barnaskólans og á hóp-
urinn að koma með tillögu að fram-
tíðarskipan húsnæðismála. Hópur-
inn á að skila tillögum sínum fyrir 1.
maí 2003.
Í þessum vinnuhópi eru formaður
skólanefndar Árborgar, fram-
kvæmdastjóri framkvæmda – og
veitusviðs Árborgar, fræðslustjóri
Árborgar og skólastjóri Barnaskól-
ans. Kennarar og foreldrar eiga
fulltrúa í nefndinni.
Saga skólans skráð
Þessa merkisafmælis skólans
verður minnst með ýmsum hætti,
meðal annars verður þemavika í
skólanum vikuna fyrir afmælið þar
sem nemendur kanna sögu skólans.
Haldið verður eitt sterkasta skák-
mót sem haldið hefur verið hér á
landi sl. 10 ár, á Hótel Selfossi. Þar
munu erlendir og innlendir skák-
meistarar etja kappi, auk þess sem
skákmenn munu heimsækja skól-
ann og nemendum bjóðast að kynn-
ast þeim.
Það er Skákfélagið Hrókur, undir
stjórn Hrafns Jökulssonar, sem
stendur fyrir mótinu.
Árni Daníel Júlíusson sagnfræð-
ingur vinnur um þessar mundir að
ritun sögu skólans og er áætlað að
ritið komi út í maí 2003.
Ýmsir aðrir atburðir verða í til-
efni afmælisins, sem verður síðan
minnst með veglegri samkomu á
sjálfan afmælisdaginn, 25. október
næstkomandi.
Elsti barnaskólinn settur í 150. skipti
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
Frá skólasetningunni.
Eyrarbakki
ÞEGAR haustið kemur og skólinn
hefst eykst til muna fjöldi ungra veg-
farenda. Í ár er sú nýjung tekin upp í
Hveragerði að vera með gangbraut-
arvörslu þar sem krakkarnir fara yf-
ir aðalgötu bæjarins á leið í skólann.
Eftir að skólinn varð einsetinn nú í
haust byrja allir í skólanum kl. 8.00
og verður gangbrautarvarslan kl.
7.30–8.00 og kl. 12.30–14.00. Þetta
framtak mun auka öryggi barnanna
til muna. Það er Elín Jónsdóttir sem
sér um að hjálpa ungu vegfarend-
unum og kennir þeim í leiðinni um-
ferðarreglurnar um það hvað þurfi
að gera áður en gengið er yfir gang-
braut.
Öryggi
yngsta
fólksins
aukið
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Elín Jónsdóttir fylgir ungri
stúlku yfir götuna við skólann.
Hveragerði