Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 41
✝ Björn Sig-tryggsson
fæddist á Framnesi
í Blönduhlíð 14. maí
1901. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Sauðárkróki
26. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
tryggur Jónatans-
son, f. 12. nóv. 1850,
d. 30. mars 1916,
bóndi á Framnesi,
og Sigurlaug Jó-
hannesdóttir, f. 8.
sept. 1857 á Dýrfinnustöðum, d.
11. jan. 1939, húsfreyja á Fram-
nesi. Björn ólst upp hjá foreldrum
sínum á Framnesi, en 1919 fór
hann til náms í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði og lauk þaðan prófi
vorið 1921. Árið 1922 hóf hann bú-
fræðinám við Bændaskólann á
Hólum og útskrifaðist þaðan vorið
1924. Það vor byrjaði hann búskap
á Framnesi og bjó þar óslitið til
ársins 1986, síðari árin í félagi við
Brodda son sinn.
Hinn 14. maí 1935 kvæntist
Björn Þuríði Jónsdóttur, bónda á
sat þar óslitið til ársins 1970.
Frá árinu 1991 dvaldi Björn að
mestu ásamt Þuríði konu sinni í
Friðvangi í Varmahlíð, hjá Sigur-
laugu dóttur þeirra. Um miðjan
febrúar árið 2000 fluttu þau bæði á
ellideild Sjúkrahússins á Sauðár-
króki, þar sem þau dvöldu til dán-
ardags.
Björn og Þuríður eignuðust átta
börn sem eru: Sigtryggur Jón, f. 4.
janúar 1938, kennari við Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri, bú-
settur á Birkimel 11 í Varmahlíð,
Broddi Skagfjörð, f. 19. júlí 1939,
bóndi á Framnesi, Sigurður
Hreinn, f. 16. maí 1941, kennari,
Hólavegi 7 á Sauðárkróki, Sigur-
laug Una, f. 25. feb. 1943, Víðihlíð
12 í Reykjavík, Helga Björk, f. 7.
nóv. 1944, kaupmaður Breiðu-
mörk 12 í Hveragerði, Gísli Víðir,
f. 16. apríl 1947, húsasmíðameist-
ari á Akureyri, Ingimar Birgir, f.
1. mars 1950, húsasmíðameistari
Lerkihlíð 2 á Sauðárkróki, og
Valdimar Reynir, f. 15. okt. 1951,
Fellstúni 19 á Sauðárkróki.
Útför Björns fer fram frá Flugu-
mýrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Flugumýri, Jónassonar. Þuríður
fæddist á Flugumýri í Skagafirði
10. mars 1907. Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni á Sauðárkróki
3. júlí síðastliðinn og var útför
hennar gerð frá Flugumýrar-
kirkju 13. júlí.
Björn vann að ýmsum fé-
lagsmálum fyrir sveit sína og var
lengi í stjórn Kaupfélags Skag-
firðinga. Hann sat í varastjórn frá
1954 til 1957, er hann gaf ekki
kost á sér til endurkjörs. Síðan var
hann aftur kjörinn í varastjórn
árið 1960 og í aðalstjórn 1961 og
Elsku mamma og pabbi. Minning-
arnar streyma fram. Þú, mamma, að
baka pönnukökur og hræra búðing
eða skyr handa mér þegar hinn mat-
urinn var vondur og að laga sængina
mína og koddann minn. Þú, pabbi, að
spila við mig og leika við mig, svo
hlógum við saman.
Við gáfum líka kindunum og skoð-
uðum lömbin. Mamma að prjóna
sokka handa mér svo mér yrði hlýtt
á fótunum, pabbi að labba með mér í
skólann í Reykjavík.
Eftir að þið komuð á ellideildina
og ég á sambýlið labbaði ég til ykkar
á hverjum degi, stundum tvisvar á
dag. Þið báðuð um kakó eða djús
handa mér þegar ég kom.
Þegar kalt var úti eða rigning
hringdir þú í mig, pabbi, og sagðir
mér að vera ekkert að koma því það
væri svo kalt. Svo þegar ég var hjá
ykkur og ætlaði að labba af stað
heim sagði mamma alltaf að mér
lægi nú ekkert á og að ég gæti alveg
stoppað pínu lengur.
Pabbi vildi hins vegar að ég færi
að drífa mig heim í súrefnið. Mér
fannst notalegt að leggja mig hjá
þér, pabbi, þú klappaðir mér á koll-
inn með hlýju hendinni þinni.
Þegar þú varst slappur lyfti ég
fótunum þínum upp í rúmið og
breiddi ofan á þig teppið.
Nú veit ég að þið eruð orðin hress
og getið hlaupið um, mamma farin
að prjóna og pabbi búinn að hitta
hrossin sín og kannski Steinþór
(pabba Magga).
Á kvöldin þegar ég fer að sofa
hugsa ég um ykkur og ég veit að þið
hugsið líka um mig.
Takk fyrir öll árin.
Ykkar
Valdimar Reynir.
Það er farið að hausta og sumarið
að kveðja. Eins er farið með afa
minn, háaldraður öldungur hefur
kvatt okkur og lagt upp í langþráða
ferð, þar sem ég trúi að amma mín
hafi tekið á móti honum. Hún hefur
verið farin að bíða eftir honum en að-
eins er liðinn rúmur mánuður síðan
hún kvaddi okkur. Aldrei síðan þau
giftust hafa þau verið aðskilin í jafn
langan tíma. En núna eru þau saman
aftur, eins og þau hafa alltaf verið og
öðru vísi er ekki hægt að hugsa sér
þau. Ég kom með foreldrum mínum
að Framnesi fyrst mánaðargömul og
kom oft þangað eftir það. Þrátt fyrir
það eru fyrstu minningar mínar af
ömmu þegar hún, afi og Valdi komu
að heimsækja okkur í nýja húsið í
Ási. Þetta var að morgni til og hún
var að greiða hárið sitt, þetta mitt-
issíða, silfurgráa hár sem hún flétt-
aði svo fimlega og vafði endana sam-
an með hári, síðan kastaði hún
fléttunum aftur fyrir bak og horfði á
mig með þessum glettnu, brúnu aug-
um. „Kanntu þessa þulu?“ sagði hún
kankvís og fór með þulu fyrir mig, ég
neitaði og skoðaði ömmu mína betur,
mér fannst hún hafa svo falleg augu,
ég fór og skoðaði mín augu í spegl-
inum, hélt kannski að þau væru brún
eins og ömmu augu en svo var ekki.
Seinna fór ég í sveit til ömmu og afa,
það var mikið ferðalag fyrir níu ára
stelpu að ferðast úr Hornafirði til
Skagafjarðar og mikið fannst mér
það spennandi. Ég kom í Framnes
snemma sumars ásamt mörgum öðr-
um barnabörnum. Við höfum alla-
vega verið sex ef ekki sjö stykki sem
sváfum á loftinu hjá afa og ömmu.
Fyrir mér var allt svo nýtt og
skemmtilegt og seinna svo minnis-
stætt, lyktin sem maður vaknaði upp
við á morgnana, þessi góða sam-
blandaða lykt af nýuppáhelltu kaffi
og hafragraut með sveitamjólk út á,
afi og Valdi að drekka morgunkaffið
sitt áður en farið var í fjósið, amma
að búa um rúmin og stússast, taka
upp úr frystikistunni það sem átti að
hafa í matinn, þessi rólegheitabrag-
ur sem var yfir öllu þrátt fyrir eril
dagsins og fullt af smáfólki.
Árin liðu og ég eltist. Ég var í
gagnfræðaskóla í Varmahlíð og átti
þess vegna kost á að heimsækja afa
og ömmu og oft kom ég í Framnes á
þessum tíma. Fyrst heilsaði maður á
neðri hæðinni og fór svo upp til
ömmu og afa. „Ósköp varstu lengi á
leiðinni upp,“ var amma vön að
segja, þegar upp á stigaskörina var
komið. Ég heilsaði henni og svo afa
sem iðulega var við lestur eða skrift-
ir inni í herbergi. Eftir að hafa svar-
að honum um hvort ég hefði eitthvað
heyrt að austan, fór ég í eldhúsið til
ömmu, þar sem allt angaði af nýbök-
uðum pönnukökum og kaffi. Hún
spurði mig um fólkið mitt og vildi
vita hvernig allir hefðu það. Svo
barst talið að náttúrufegurðinni og
hún sagði með þessu stríðnislega
bliki í augunum: „Finnst þér ekki
fallegt hér í Skagafirði?“ og ég svar-
aði: „Jú, jú, en mér finnst alltaf horn-
firsku fjöllin fallegri en þau skag-
firsku. Það fannst ömmu alveg
fráleitt, hún hafði nú komið víða en
hvergi var fallegra en í Skagafirð-
inum og Glóðafeykir var svo sann-
arlega fallegasta fjall á Íslandi að
hennar mati. Við kýttum um þetta í
smástund en svo fór hún að sýna
mér það sem hún var búin að prjóna,
sem voru heilu staflarnir af hvítum
og gráum sokkum og vettlingum og
peysur. Allt var þetta sérstaklega
jafnt og fallega prjónað. Síðan var
tekinn rúntur í stofunni þar sem hún
sýndi mér allar myndirnar af ætt-
ingjum, börnum, barnabörnum og
vinum. Amma var frændrækin og fé-
lagslynd og vildi hafa sem flesta í
kringum sig. Henni þótti fátt
skemmtilegra en að spila og það var
stundum spilað fram undir morgun.
Þegar heimsókninni lauk fylgdi
hún mér út á hlað þar sem hún
kvaddi mig og tók af mér loforð um
að koma nú fljótt aftur í heimsókn.
Svona voru kveðjurnar alltaf, sama
hvort afi og amma voru á Framnesi,
í Friðvangi eða á ellideildinni.
Og enn er komin kveðjustund, í
huga mér bærast blendnar tilfinn-
ingar saknaðar, gleði og þakklætis.
Ég er lánsöm og þakklát fyrir að
hafa þekkt afa minn og ömmu og
fengið að njóta þeirra svo lengi.
Hjartans þakkir fyrir allt.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Á sumardaginn fyrsta árið 1924
kom ungur drengur, réttra átta ára,
til vistar og fósturs hjá systkinunum
Helgu Sigtryggsdóttur og Birni
bróður hennar á Framnesi í Blöndu-
hlíð. Drengurinn hét Broddi Jóhann-
esson og hafði misst föður sinn
tveimur mánuðum fyrr. Björn og
Helga gengu honum í foreldra stað;
hjá þeim átti hann skjól og þar
þroskaðist hann til manns. Um-
hyggja og ástúð þessara heilsteyptu
og hjartahlýju systkina urðu honum
ærið veganesti út í lífið og bjó hann
að því æ síðan. Börn Brodda tileink-
uðu sér sjálfkrafa innilega hlýju og
virðingu í garð Björns og Helgu og
af þessum sökum urðu „fóstri“ og
„fóstra“ í þeirra huga einhver falleg-
ustu og dýrmætustu orð tungunnar.
Í þann mund sem Broddi var kominn
til manns stofnaði Björn til hjúskap-
ar með Þuríði Jónsdóttur, áttu þau
saman langa og gifturíka sambúð og
komu upp stórum og glæsilegum
barnahóp. Helga, sem var fædd
1887, er látin fyrir allmörgum árum,
en Björn, sem var yngstur Fram-
nessystkina, var fæddur við upphaf
tuttugustu aldar og lifði fram á hina
á tuttugustu og fyrstu, vel ern fram
á síðustu ár og með lifandi áhuga á
straumum tímans. Átti hann í eng-
um vandkvæðum með að mynda sér
skoðanir á atburðum líðandi stundar
og kvað skýrt að orði líkt og Helga
systir hans gerði jafnan. Árið 1994
skrifaði Björn, þá á 94. aldursári,
fróðlega og æðrulausa minningar-
grein um fósturson sinn.
Eins og nærri má geta mátti
Björn muna tímana tvenna. Eitt sinn
á síðustu árum hans barst tal okkar
að breytingum í samgöngum á landi.
Snemma á síðustu öld hafði Björn
farið fótgangandi á nokkrum dögum
frá Reykjavík norður í Skagafjörð
og þótti honum magnað til þess að
hugsa að nú ækju ungir menn þessa
leið á færri klukkutímum en hann
eyddi dögum í sama ferðalag áttatíu
árum fyrr.
Um það er lauk var Björn á Fram-
nesi saddur orðinn lífdaga á hundr-
aðasta og öðru aldursári. Hann lét að
sér kveða með ýmsum hætti í skag-
firskum framfara- og félagsmálum.
Þessum línum er ekki ætlað að rekja
það, heldur einungis að þakka að
leiðarlokum dýrmæta forsjá sem
hann veitti fóstursyni sínum og biðja
afkomendum hans og Þuríðar allrar
blessunar.
Þorbjörn Broddason.
Fallinn er einn
úr flokki bænda,
góður, gætinn
og göfuglyndur.
Þótt skyggi sorg
á sætið auða,
ljós er þar yfir,
sem látinn hvílir.
(M. Joch.)
Ég man hann nafna minn á Fram-
nesi, Björn Sigtryggsson, flestum
betur frá mínum bernsku- og æsku-
dögum. Hann var besti vinur föður
míns, Jóns Stefánssonar frá Þverá,
jafnaldri hans, æskufélagi og leik-
bróðir og síðar skólabróðir frá Hóla-
skóla. Þær verða mér ógleymanleg-
ar stundirnar, þegar leiðir þeirra
lágu saman. Umræðuefni þeirra
virtust óþrjótandi. Stundum voru
málefni dagsins skoðuð frá ýmsum
hliðum og brotin til mergjar. Bú-
skaparhorfur voru metnar og þeir
möguleikar hugleiddir, sem framtíð-
in bæri í skauti sér. Það var áhuga-
vert fyrir ungan dreng að hlýða á
slíkar samræður reyndra og hugs-
andi bænda. En svo áttu þeir það
líka til að rifja upp gamanmál frá
liðnum tímum. Þá lækkuðu þeir
gjarnan röddina þegar eitthvað var
sagt sem ekki var ungum eyrum
hollt að heyra, en svo veltust þeir um
og grétu af hlátri á milli.
Seinna, á unglingsárum mínum
komst sú venja á, að ég var í kaupa-
vinnu hjá nafna mínum á Framnesi
nokkra daga um sláttinn. Var hlut-
verk mitt oftast í því fólgið að slá
með orfi og ljá. Ekki held ég að
slægjan mín yfir daginn hafi verið
neitt til að hrósa sér af, þó ég reyndi
að slá ekki slöku við. En nafni minn
var ekki á sama máli, heldur hrósaði
mér á hvert reipi fyrir afköstin. Auð-
vitað þótti mér lofið gott og vafalaust
jók það sjálfstraust mitt, þó ég gerði
mér ljóst, að ég ætti það alls ekki
skilið. En Björn á Framnesi vissi
hvað hann söng. Hann kunni og
beitti þeirri aðferð, sem best hefir
jafnan reynst til þess að koma ung-
lingum til nokkurs þroska. Og Þur-
íður konan hans sá um það, að
kaupamaðurinn fengi bæði mikinn
og góðan mat á matmálstímum.
Hjónin á Framnesi voru einstak-
lega góðir og hugulsamir bændur.
Nú eru þau bæði horfin af sjónar-
sviðinu, eftir aldarlanga æviför.
Blessun og gifta fylgdi þeim í lífi og
störfum.
Mér finnst sem Matthías hefði
getað haft nafna minn í huga, þegar
hann talar um bóndann, sem var
„góður, gætinn og göfuglyndur“, því
þar er Birni Sigtryggssyni rétt lýst
eins og ég minnist hans og reyndi
hann í öllum okkar samskiptum og
kynnum. Hann var stórvel gefinn,
glæsimenni í sjón og raun, traustur
vinur og vildi alls staðar láta gott af
sér leiða. Hún hefði líka vel getað átt
við hann þessi staka eftir Stephan
G.:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Guð blessi bjarta minningu
Björns Sigtryggssonar og gefi, að
„ljós megi ljóma þar yfir, sem látinn
hvílir“.
Börnunum öllum, fjölskyldum
þeirra og öðrum ástvinum sendi ég
einlægar samúðarkveðjur. Góður
Guð signi sérhvert spor þeirra á
framtíðarvegi.
Björn Jónsson, Akranesi.
Þeim fækkar nú óðum bændum í
Blönduhlíð, sem voru orðnir grónir
og þrautreyndir bændur þegar ég
var að alast þar upp, eftir miðja síð-
ustu öld. Í dag, 31. ágúst, verður
einn þessara mætu manna, kempan
Björn Sigtryggsson á Framnesi,
jarðsettur í Flugumýrarkirkjugarði.
Það varð ekki langt á milli þeirra
hjóna. Þuríður kona hans andaðist 3.
júlí sl. Bjössa og Rurru, eins og mér
er tamast að kalla þau hjón, hef ég
þekkt nánast eins lengi og ég man.
Rurra var ömmusystir mín og sam-
gangur milli heimilanna allmikill,
enda ekki mjög langt á milli bæj-
anna. Bjössi mundi tímana tvenna
nánast jafngamall öldinni, fæddur
1901, og Rurra litlu yngri, fædd
1907.
Þótt ríflega hálf öld skildi okkur
Bjössa að í aldri varð okkur vel til
vina. Raunar man ég hann best fyrir
flest annað en bústörf, sem hann
sinnti þó fram á níræðisaldur. Ég
man hann í verðinum, þ.e. að líta eft-
ir sauðfjárveikivarnagirðingunni
með Héraðsvötnum frá sjó og fram á
Grundarstokk, kempulegur og vel-
ríðandi. Vel vissi ég af því að róttæk-
ir bændur kusu hann inn í stjórn
Kaupfélags Skagfirðinga þegar
þeim þótti hún stöðnuð og íhalds-
söm. Þar urðu áhrif hans drjúg, hér-
aðinu til framfara og heilla. Ég man
marga setuna við kaffiborðið á loft-
inu á Framnesi drekkandi súkkulaði
hjá Rurru, borðandi pönnukökur og
kúlur. Þá var hægt að fletta upp í
Bjössa eins og bók, stjórnmálasögu
og merkum tíðindum aldarinnar.
Minnið var ótrúlega öruggt, hugs-
unin skýr, framsetningin skipulögð
og öguð. Minninu hélt Bjössi óskertu
til loka þótt líkamlegt þrek væri far-
ið, og enn fylgdist hann með fréttum
og stjórnmálum kominn fast að tí-
ræðu. Við rúmstokkinn stóðu gjarn-
an tvær, þrjár vínflöskur, mismun-
andi tegundir. Hann taldi hollt að
dreypa á, þótt enginn væri hann vín-
maður, og nauðsynlegt að eiga vín til
að gefa vinum og kunningjum dropa.
Einn dagpartur með þeim hjónum
er mér sérstaklega í minni, það er
14. maí 1971. Þá varð Bjössi sjötug-
ur. Hann ákvað að vera að heiman og
þar sem hann hafði ekki bílpróf fékk
hann afa minn til að keyra með þau
hjón til Akureyrar. Ég var þá að lesa
fyrir próf í fimmta bekk MA. Hann
gerði mér orð um að hitta sig á bíla-
planinu við Hótel KEA um hádeg-
isbil. Ég skokkaði niður á hótelplan-
ið um hádegið. Það stóðst nánast á
endum að ég kæmi niður kirkju-
tröppurnar og Landrover afa beygði
inn á planið. Bjössi snaraðist út,
vörpulegur að vanda, heilsaði, dró
fram flösku af brennivíni og bauð
sopa. Hann hafði sem sé notað tím-
ann á meðan Rurra og amma, sem
einnig var með í för, fóru á Gefjun til
að kaupa band og lopa til þess að
fara í ríkið og nú naut ég góðs af því.
Síðan sagði hann eitthvað á þessa
leið: Ég er búinn að panta hérna há-
degismat handa okkur og ætlaði að
vita hvort þú vildir ekki borða með
okkur.
Ekki þarf að orðlengja það að
þarna var sest að frábærri veislu og
Bjössi lék á als oddi og sagði frá á
sinn skarpa og meitlaða hátt.
Bjössi var kempulegur að vallar-
sýn, fjölgreindur og víðlesinn, vel
menntaður, þrátt fyrir litla grunn-
menntun miðað við nútímann, mús-
íkmaður og lék á orgel. Hann gat
virkað kaldranalegur og hryssings-
legur við ókunnuga en var í raun öð-
lingur, glettinn og gamansamur, víð-
sýnn og kunni að virða skoðanir
annarra og hlusta á þeirra rök. Það
er fengur að því að þekkja slíka
menn.
Rurra var með nokkuð öðru móti,
þótt þau virtust falla vel saman. Hún
gat verið bæði stríðin og hvöss, jafn-
vel stutt í spuna. Hins vegar var hún
frændrækinn höfðingi, og mikill vin-
ur vina sinna, gjafmild og veitul.
Slíks er gott að minnast.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Rögnvaldur Ólafsson.
BJÖRN SIGTRYGGSSON
ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.