Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 8

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ fordmondeo Keyrðu og finndu að í Ford Mondeo færðu meira af öllu. Þú upplifir að nýr Mondeo gefur þér miklu meira en þú áttir von á. Komdu og keyrðu. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér. Takmarkað magn. Pantaðu núna. Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.999 kr. Br imborg Reyk jav ík - Br imborg Akureyr i - br imborg. is Keyrðu ... og upplifðu Hengilsdagurinn á morgun Náttúru notið við Hengilinn HJÁLPARSVEITskáta í Reykjavíkheldur í ár upp á 70 ára afmæli sitt. Meðal þess sem gert er til hátíð- arbrigða er að á morgun, sunnudag, verður Heng- ilsdagurinn haldinn í fyrsta sinn frá klukkan 10 til 16. Þetta verður al- mennur útivistardagur á Hengilssvæðinu í umsjón Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Aðalstöðvar verða við Víkingsskálann. Morgunblaðið ræddi við Kristin Ólafsson sveitar- foringja um daginn og af- mælisárið. – Hvað kemur til að þið blásið til Hengilsdags? „Á sextugsafmælinu buðum við fólki á Esjudag- inn, og hélst sú hefð í nokkur ár við miklar vinsældir. Samfara því var kapphlaup upp Esjuna. Nú teljum við tímabært að kynna Reykvíkingum annað gott fjall í nágrenninu, Hengilinn, og sýna hvað umhverfið þar hefur upp á að bjóða.“ – Verður einnig boðið upp á hlaup að þessu sinni? „Já, við bjóðum upp á hlaup og göngu um Hengilinn. Þetta á að verða almennur útivistardagur fyrir alla fjölskylduna. Við viljum höfða til fólks á ýmsan hátt. Boðið verður upp á gönguferðir um Hengilinn, með leik fyrir alla fjöl- skylduna. Fjölskyldan myndar hóp sem þræðir ákveðna leið og leysir verkefni á póstum. Dæmi um verkefni er leit með snjóflóða- ýli og að búa til börur. Fyrirtækja- leikur er einnig á dagskrá, þar sem hópar starfsmanna keppa um að ná bestum tíma með því að beita þekkingu, hugviti og hreysti. Glæsileg verðlaun eru í boði. Að lokum er orkuhlaupið um Sleggju- beinsskarð upp á Skeggja, hæsta tind Hengils, í 805 metra hæð. Hlaupið hefst klukkan 13, og er haldið, líkt og annað sem á dag- skrá er, í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur lagt í mikla vinnu til þess að al- menningur geti notið útivistar á þessu svæði, sem er mjög ánægju- legt að nota nú á Hengilsdegin- um.“ – Hefur hjálparsveitin nýtt sér þetta útivistarsvæði áður? „Já, við höfum notað þetta svæði mikið til æfinga. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að þekkja vel helstu útivistarsvæðin umhverfis Reykjavík, þannig að við séum vel í stakk búin til þess að koma til bjargar ef eitthvað bjátar á.“ – Hafið þið haldið upp á afmæl- isárið með ýmsum hætti? „Já, en haustið verður viðburða- ríkast. Við munum halda upp á af- mælið með formlegum hætti nú á haustdögum. Við byrjum á Heng- ilsdeginum, síðan verðum við með opið hús í höfuðstöðvunum á Mal- arhöfða 6 hinn 23. nóvember. Þá bjóðum við öllum að koma og heimsækja okkur og verður margt skemmtilegt við að vera, til dæmis inniklif- ur og kynning á starfi sveitarinnar. Einnig verður gefið út veglegt afmælisrit og vandað verður sérstaklega til flugeldasöl- unnar um næstu áramót. Sömu- leiðis verður ýmislegt sérstakt í gangi innan sveitarinnar.“ – Þið eruð ein af elstu björgun- arsveitum landsins, ekki satt? „Jú, það er rétt. Starfsemin hef- ur aldrei verið eins blómleg og nú. Við höfum um 120 virka og full- gilda félaga í dag. Þar að auki höf- um við um 30 manns í nýliðahópi. Það fólk er í tveggja ára þjálfun áður en það telst fullgilt. Þar að auki höfum við bakvarðasveit, um 60 manna lið. Þetta er fólk sem er hætt að starfa reglulega, en við getum kallað í ef nauðsyn krefur. Þar að auki er gott að halda tengslum við gamla félaga í sveit- inni.“ – Fylgir þessu ekki mikill og góður félagsskapur? „Jú, fyrst og fremst er fólk þarna á félagslegum grunni. Það hefur áhuga á útivist, ferðalögum og að láta gott af sér leiða. Sveitin er mönnuð körlum og konum til jafns, og konur taka jafnan þátt í öllum störfum á við karla. Sem dæmi má nefna að í undanfarahóp okkar, sem fer fyrstur á vettvang, eru jafnt konur sem karlar.“ – Á hverju byggist vetrarstarfið hjá ykkur? „Að sjálfsögðu er um sjálfboða- liðastarf að ræða þannig að við þurfum að halda góðu sambandi og vera í góðri þjálfun þrátt fyrir að vera í vinnu eða skóla. Sömu grundvallargildin eru í hávegum höfð og þegar sveitin var stofnuð, það er að rétta náunganum hjálp- arhönd þegar á þarf að halda og láta gott af sér leiða. Búnaður okkar hefur batnað til mikilla muna, og sömuleiðis hefur búnað- ur ferðamanna um landið batnað mikið og komið í veg fyrir margan vanda. Íslendingar hafa lært mik- ið á nýjustu tækni og hvernig má hagnýta sér hana.“ – Þið sinnið útköllum á Reykjavíkursvæðinu og annars staðar. „Já, við erum í landssamtökun- um, Slysavarnafélaginu Lands- björg, og á þeim vettvangi tökum við þátt í verkefnum víða um land. Þannig störfum við ekki einungis hér í nágrenninu, heldur á lands- vísu.“ Allar nánari upplýsingar um Hengilsdaginn má finna á heima- síðu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík, www.hssr.is. Kristinn Ólafsson  Kristinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1981 og viðskiptafræðiprófi frá Við- skiptaháskólanum í Osló 1991. Hann starfaði hjá auglýsinga- stofunni AUK í þrjú ár, var hjá Landsbjörg í tvö ár og hefur starfað í Gallup í sex ár. Hann hefur verið í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í tuttugu ár, þar af sveitarforingi í fjögur ár. Krist- inn er kvæntur Laufeyju Gissur- ardóttur þroskaþjálfa og eiga þau þrjú börn. Nýta útivist- arsvæði ná- lægt borginni HÁHYRNINGURINN Keikó er nú kominn upp að ströndum Noregs eftir sex vikna ferðalag frá Íslandi með viðkomu í Færeyjum og Hjalt- landseyjum. Ekki er vitað fyrir víst hvort hann veiði sér til matar en hann hefst vel við og syndir allt upp í 50 sjómílur á dag. Fylgst er með ferðum hans í gegnum gervihnetti og þykir frammistaða hans marka þáttaskil í aðlögun hans að villtri náttúru. Hallur Hallsson talsmaður Free Willy samtakanna, segir að með þessu hafi það fengist staðfest að markmiðið um að sleppa Keikó eftir margra ára dvöl meðal manna sé raunhæft. „Keikó var í námunda við há- hyrningavöðu við Vestmannaeyjar frá því um miðjan júlí fram að verslunarmannahelgi og hvarf af svæðinu þegar háhyrningavaðan yfirgaf svæðið,“ segir Hallur. „Hann synti austur með suður- strönd Íslands og tæpum hálfum mánuði síðar var hann kominn 100 sjómílur norður fyrir Færeyjar. Hann synti austur með Færeyjum í átt til Hjaltlandseyja en í síðustu viku snéri hann við og synti norður á bóginn og var kominn norðaustur fyrir Færeyjar á föstudag. Nú er hann 30 sjómílum vestan við Vest- landet í Noregi.“ Markar þáttaskil Hallur segir ekki vitað hvort Keikó sé með öðrum háyrningum eða hvort hann veiði sér til matar. „Sú orka sem Keikó hefur bendir til þess að hann hafist vel við, en það er ekkert hægt að fullyrða um veiðar hans. En síðastliðnar sex vikur hefur hann verið úti í villtri náttúrunni án tengsla við menn. Það markar þáttaskil í verkefninu sem hefur þróast á mjög jákvæðan hátt undanfarnar vikur. Þetta er staðfesting á því að það er raun- hæft markmið að ætla sér að sleppa háhyrningi út í villta náttúru.“ Keikó staddur vestur af Noregi                    !" #        Morgunblaðið/Ásdís Keikó fóðraður í Klettsvík á árum áður. Ekki er vitað hvort hann hafi veitt sér til matar á langri sundferð sinni til Noregs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.