Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ric- mond Park og Stella Lyra koma í dag. Taiwa Maru no. 88 og Chokyu Maru no. 21 fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Lyra kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vetr- arstarfið er að hefjast eftir sumarfrí. Vinnu- stofa byrjar mánud. 2. sept. Skráning er hafin í eftirtalin námskeið: leik- fimi, myndmennt, leir- kerasmíði, postulín og ensku. Ef næg þátttaka fæst verður jóga á þriðju- og fimmtud. kl. 9, skráning í afgreiðslu. Boccia á mánu- og fimmtud. kl. 10. Versl- unarferðir verða fyrsta miðvikud. hvers mán- aðar, næsta ferð verður miðvikud. 4. sept. kl. 10. Búnaðarbankinn kemur í miðstöðina tvisvar í mánuði, næst þriðjud. 3. sept. kl. 10.15. Söng- stund við píanóið. Sung- ið verður á þriðjud. kl. 14 og hefst þriðjud. 10. sept., skráning í af- greiðslu og s. 562 2571. Bólstaðarhlíð 43. Vetr- arstarfið hefst mánu- daginn 2. sept. Upplýs- ingar í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Mánud. 2. sept. byrjar félagsstarfið á Hlaðhömrum kl. 13 og verður í vetur á mánu- og fimmtudögum, í lok starfs á mánud. verður leikfimi kl. 16–16.30 Jógatímar verða tilk. síðar. Bókbands- námskeið byrjar laug- ard. 7. sept. og verður á laugard. kl. 10–12. Tré- skurðarnámskeið byrjar fimmtud. 5. sept. kl. 13. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv.–9. des. Bókavörður frá Bókasafninu í Mos. mætir á fimmtud. kl. 14 með bækur til útláns, boðið verður uppá bóka- spjall frá kl. 15–16 sama dag. Línudans, tveggja mán. námskeið byrjar laugard. 5. okt. kl. 11. Kór eldri borgara, Vor- boðar, verður með kór- æfingar á fimmtud. í Damos kl. 17–19, fyrsta æfing 5. sept. Nýir fé- lagar velkomnir í kórinn. Hand- og fótsnyrting í síma 566 8060. Skrán- ingar hjá Svanhildi í s. 586 8014 e.h. og 525 6714 f.h. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli, rúta frá Firð- inum kl. 9.50. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Nokkur herbergi laus, hafið samband við Hraunsel í síma 555 0142. Glerskurður, skráning hafin í Hraun- seli. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leikfimi byrj- ar 2. september, kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 leikfimi. Haustferð Kvenfélags Garðabæjar í Heiðmörk verður 4. sept. kl. 13.30. Skráning í síma 564 2115, 896 0908 og 896 2150. Fótaað- gerðastofan sími 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnud.: Dansleikur kl. 20. Mánu- dagur: Brids kl. 13. Danskennsla, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák hefst að nýju að loknu sumarleyfi kl. 13. Opið húsið hjá Félagi eldri borgara 7. september kl. 14–16 í Ásgarði. Kynn- ing á starfi og markmiði félagsins. Réttarferð í Þverárrétt 15. sept. Brottför frá Ásgarði kl. 12. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 30. sept- ember í 12 daga fyrir fé- lagsmenn FEB. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Vegna mikillar eftirspurnar í ferð á Suðurnesin sunn- anverð verður farin aukaferð ef næg þátt- taka fæst. Ekið verður til Keflavíkur að Duus- húsi þar sem bátalík- anasýning verður skoð- uð, þaðan farið að Stekkjarkoti, Fitjum. Hafnirnar heimsóttar og þar skoðað fiskasafnið o.fl. Síðan farið að Haugsgjá, þar verður skoðuð nýja brúin yfir flekaskilin milli Am- eríku- og Evrópuflek- anna og gengið verður yfir hana. Reykjanesviti heimsóttur og Gunnu- hver skoðaður. Síðan haldið til Grindavíkur og Orkuverið í Svartsengi heimsótt þar sem skoðað verður fræðslusetur Orkuveitunnar, Eldborg (Gjáin). Komið verður við í Bláa lóninu og ekið að Veitingahúsinu Sjáv- arperlunni í Grindavík - þar sem snæddur verður kvöldverður. Lagt af stað þriðjudaginn 3. september frá Fé- lagsmiðstöðinni Gjá- bakka kl. 11 og frá Fé- lagsmiðstöðinni Gullsmára kl. 11.15. Heimkoma áætluð um kl 19. Skráningarlistar liggja frammi í Fé- lagsmiðstöðvunum Gjá- bakka og Gullsmára ásamt uppl. Ferðanefnd (Bogi Þórir s. 554 0233 eða Þráinn s. 554 0999). Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Vetrarstarfið hefst 2. sept. Boðið verð- ur upp á bókband, smíð- ar og útskurð, alm. handavinnu og leikfimi. Einnig verður námskeið í leirvinnslu. Hár- greiðslustofa og fótaað- gerðarstofa eru á staðn- um. Upplýsingar í síma 553 6040. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga og föstudaga í vetur. Föstu- daginn 6. sept. dans- leikur, hljómsveit Hjör- dísar Geirs. Ragnar Páll og Grettir Björnsson sjá um góða stemmingu, all- ir velkominr. Mynd- listasýn Huga Jóhann- essonar stendur yfir, opin laugar- og sunnu- dag kl. 13–16.30, lista- maðurinn á staðnum. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17, hádegismatur, kaffi. Miðvikud. 4. sept. kl. 14–17 verður kynning og skráning á vænt- anlegri starfsemi í Gull- smára í vetur. Félag eldri borgara í Kópavogi kynnir fyrirhugaða starfsemi sína. Frí- stundahópurinn Hana- nú kynnir sína starf- semi, t.d. bridshópinn, veflistahópinn, jóga, leirlistahópinn, sönghóp- inn Gleðigjafana, pútt- hópinn, glerlistahópinn, einnig verður kynning og sýning á hlutum og munum sem unnið er með á hinum ýmsu nám- skeiðum. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Leikfimi hefst þriðjudaginn 3. sept., tveir hópar, annar mæti kl. 9.05 og hinn kl. 9.55. Kynning á starf- semi í félagsheimilinu Gjábakka sept. til des. verður fimmtudaginn 5. sept. kl. 14. Þar mun FEBK, Hana-nú og ýmsir áhugamannahóp- ar kynna starfsemi sína, auk þess sem skráning og kynning á fyrirhug- uðum námskeiðum fer þar fram. Hraunbæ 105. Vetr- ardagskráin hefst mánu- daginn 2. september. Í vetur verður boðið upp á postulín, perlusaum, glerskurð, almenna handavinnu, bútasaum, útskurð, keramikmálun og leikfimi. Skráning í síma 587 2888 eða á skrif- stofu. Norðurbrún 1. Leir- námskeið hefst 5. sept- ember, skráning hjá Birnu í s. 568 6960. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 18. september kl. 13–16 verður fyrsti tré- skurðartími vetrarins, skráning hafin. Tví- menningur í brids verð- ur á þriðjudögum í vetur frá kl. 13–16.30. (Einnig verður frjáls spila- mennska.) Upplýsingar og skráning í síma 562 7077. Allir velkomn- ir. Vitatorg. Laus pláss á eftirtöldum nám- skeiðum: bókbandi, myndlist, leirmótun, körfugerð, mósaik og smiðju. Farið verður í dagsferð til Þingvalla 5. sept. Skráning í síma 561 0300. Allir aldurs- hópar velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Í dag er laugardagur 31. ágúst, 243. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jóh. 17, 3.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dufl, 4 þrælavinna, 7 goð, 8 óskum, 9 beita, 11 lykta, 13 veikburða, 14 tekur, 15 kerra, 17 tryllta, 20 lamdi, 22 áfanginn, 23 nægir, 24 gyðju, 25 þreyttar. LÓÐRÉTT: 1 lamdi, 2 afkvæmum, 3 hófdýrs, 4 himna, 5 rupl- ar, 6 stundum, 10 aldin, 12 elska, 13 skar, 15 kjökrar, 16 þrautin, 18 form, 19 ræktuð lönd, 20 fljótur, 21 baldin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 leyfilegt, 8 koddi, 9 iðjan, 10 tíð, 11 murta, 13 aftra, 15 forks, 18 sigur, 21 kát, 22 rúlla, 23 aðild, 24 Lagarfoss. Lóðrétt: 2 eldur, 3 feita, 4 leiða, 5 grjót, 6 skúm, 7 unna, 12 tík, 14 fúi, 15 forn, 16 rella, 17 skata, 18 starf, 19 geirs, 20 rödd. ÉG er stelpa sem er að fara byrja í unglingadeild í grunnskóla í Reykjavík. Fyrir stuttu síðan rakst ég á auglýsingu í Morgun- blaðinu frá grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í henni stóð að skólasetning væri 21. ágúst og ættu börnin að mæta strax næsta dag í almenna kennslu. Þetta kom mér á óvart því venjulega hefur maður haft helgar fyrir- vara. Það fer allt í háaloft í bókabúðum vegna troðn- ings á þessum eina degi sem hægt er að kaupa inn fyrir skólann. Annað mál. Ég horfði á Stöð 2 um daginn og þar var verið að ræða skólamál. Var verið að rökræða um hvort það væri verið að lengja skólann vegna foreldra eða hvort þetta væri gert fyrir börnin. Rök sem áttu að vera skólakerfinu í hag voru þau að krakkarnir mundu fá hjálp við heimavinnu, reyndar bara 1.–4. bekkur, og heitan mat í hádeginu ásamt „næðis“-stund með kennara. Allt er þetta fyrir yngri deildina, þannig að þetta kemur verst út fyrir okkur í gaggó. Tveir strákar úr skólan- um mínum sýndu þann hetjuskap að bera þetta mál fyrir núverandi mennta- málaráðherra, en hafa ekki fengið svar og finnst mér, ásamt öðrum, að við höfum fullan rétt á að fá svar og ekki sé komið fram við okk- ur eins og óþroskuð börn sem við alls ekki erum. Vinkona mín sagði við mig að ég gæti alveg eins sleppt því að senda þetta bréf því þó að þetta yrði birt þá myndi enginn sýna því áhuga. Ég vil benda mennta- málaráðherranum okkar kæra á að mál okkar barna framtíðinnar liggur alfarið í höndum hans, og svara okk- ur. Ég veit að það er heldur seint að senda þetta bréf en ég vona að tekið verði mark á mér og þetta mál athugað í komandi framtíð. Virðingarfyllst, Táningur í nútíðinni. Dýrahald Kisa í óskilum í Kópavogi KISA er í óskilum í Kópa- vogi. Hún virðist vera blanda af síamskyni og persnesku kyni, hefur verið á flækingi í Álfatúni í Kópa- vogi í viku. Hann lítur út eins og síamsköttur, með blá augu og loðinn. Upplýsingar í síma 554 1596. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Höfum fullan rétt á svari Víkverji skrifar... VÍKVERJI og fjölskylda hansferðaðist vítt og breitt um land- ið í sumar og hafði gaman af. Á tíma- bili var hann í samfloti við tvær aðrar fjölskyldur sem einnig voru með tjöld í för og var komið við á nokkr- um tjaldsvæðum á því tímabili. Það var eftirtektarvert hversu vinsæl og vel sótt tjaldstæðin voru en satt best að segja stakk tjaldborg Víkverja og félaga nokkuð í stúf við híbýli annarra ferðalanga á stæðun- um því staðreyndin var sú að mikill meirihluti ferðalanga var með tjald- vagna eða fellihýsi í för. Þau tjöld sem þó var að sjá voru flest lítil og kúlulaga og mönnuð af útlendingum. Hafði tjaldvörður í Atlavík sérstaklega á orði við hópinn að honum þætti svo gaman að rukka fólk í tjöldum því þau væru svo sjald- gæf sjón nú orðið. Þetta passaði ágætlega við upplif- un Víkverja af því að aka um þjóð- vegi landsins því oft og tíðum voru bílar með vagna í eftirdragi hrein- lega í meirihluta ökutækja á vegun- um. Heyrði Víkverji um daginn að nýjasta orðið yfir slíka vagna væri „skuldahalar“ og gat hann brosað út í annað yfir þeirri nafngift. Hversu rétt hún er skal látið liggja milli hluta. x x x VÍKVERJI getur vel skilið löng-un fólks til að eignast þesskon- ar gripi enda minna þeir oft og tíðum frekar á glæsisumarhús á hjólum en á tjaldhýsi. Þannig þótti honum óskaplega notalegt að fara í heim- sókn í einn slíkan eitt kvöldið á ferða- laginu í sannkölluðu úrhelli. Var bæði hlýtt og rúmgott í vagninum og hin ágætasta aðstaða til að stytta sér stundir á meðan veðrinu slotaði. Hins vegar hefur Víkverji heyrt marga kvarta undan því að eigendur vagnanna stilli bílum sínum upp við hliðina á hýsunum og hafi þá gjarnan í gangi um miðjar nætur til að tryggja að nægilegt rafmagn sé fyrir hendi til að knýja miðstöðvarnar í þeim. Víkverji hefur ekki sjálfur orðið fyrir ónæði af þessum völdum en hef- ur oftar en einu sinni séð ofsjónum yfir öllu því ágæta tjaldplássi, sem fer undir bifreiðar vagnafólksins, sérstaklega þegar um vinsælt tjald- stæði er að ræða og erfitt er að finna gott tjaldstæði. Mætti að ósekju gera það að reglu að fólk geymi far- kosti sína utan stæðanna sjálfra á slíkum stöðum þó að auðvitað verði að vera hægt að aka upp að tjöldum og vögnum meðan á tjöldun stendur. x x x FRÉTT um að opinber framlög tilheilbrigðismála séu hvergi hærri á mann en á Íslandi vakti at- hygli Víkverja í vikunni, ekki síst vegna þeirrar umræðu sem var um fjárskort Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í kjölfar ákvörðunar um lokun deildar fyrir heilabilaða. Kom fram í fréttinni að hin háu fjárfram- lög væru sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að meðalaldur Íslendinga væri lægri en í flestum nágranna- löndunum. Nú vita menn að sjúkdómar geta fylgt fleiru en bara Elli kerlingu. Til dæmis er mikið vinnuálag líklegt til að leiða af sér þörf fyrir heilbrigð- isþjónustu og Íslendingar eru jú annálaðir fyrir vinnuhörku. Víkverji lætur sér detta í hug að þar geti hluti skýringarinnar legið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 STJÓRNARMAÐUR í Fé- lagi eldri borgara, Bene- dikt Davíðsson, ber sig illa og kvartar sáran und- an stöðu ellilífeyrisþega. Um Benedikt má segja að hann leiki tveimur skjöld- um í málflutningi sínum. Hann ber sjálfur að hluta til ábyrgð á þessari bágu stöðu. Hann lofsyngur þjóð- arsáttina sem gerð var á sínum tíma. Það var sam- komulag atvinnurekenda og verkalýðssamtaka sem var hannað af auglýs- ingastofunni Yddu í Tún- götu og birt sem heilsíðu- auglýsing í Morgunblað- inu. Þetta samkomulag batt hendur launþega um áratuga skeið. Þetta sama samkomulag lof- syngur Benedikt eins og aðrir þjóðarsáttarmenn. Tveir þeirra sem und- irskrifuðu þjóðarsáttina voru Ásmundur Stef- ánsson, fyrrum forseti Alþýðusambandsins, nú bankastjóri með fast að 1 milljón í mánaðarlaun. Sá sem sat atvinnurekenda- megin við borðið var Þór- arinn Þórarinsson, for- stjóri Vinnuveitenda- sambandsins, seinna forstjóri Landssíma Ís- lands. Hann fékk 17 millj- ónir króna þegar hann lét af störfum. Með þessu er sannað að hvorki Ásmundur né Þór- arinn vildu sæta þjóð- arsáttarsamningum. Þeir sögðu, eins og þingmað- urinn forðum: „Hvurn fjandann varðar mig um þjóðarhag?“ Nú grætur Benedikt krókódílatárum fyrir hönd ellilífeyrisþega. Sjálfur ber hann ábyrgð á þjóðarsáttinni sem leiddi Ásmund og Þór- arin í svimandi hæðir sérkjarasamninga en skildi almenning eftir á köldum klaka. Pétur Pétursson þulur. Þjóðarsátt og sérkjarasamningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.