Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 48

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 48
48 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁSTMAR frændi minn drukknaði, vegna þess að sjórinn flæddi inn um opnar dyr, að mati sjóslysanefndar. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar tapað mörgum ástvinum sínum í faðm Ægis. En margir hafa einnig bjargast vegna bætts öryggis. Frá því að Íslendingar hófu fyrst fisk- veiðar hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað öryggisbúnað og reglur varðar. En betur má ef duga skal. Hvers vegna að hafa vatnsþétta lok- un ef henni er ekki lokað? Hvers vegna að setja reglur um neyðar- bjöllur ef þeim er ekki fylgt eftir? Er ekki kominn tími til að við Íslend- ingar gerum kröfur um að skip og bátar fylgi þeim öryggisreglum sem fyrir eru? Til þess að slíkt sé gert þarf einhver að vera ábyrgur. Hver er ábyrgur fyrir því að neyðarbjöllur séu í skipum og bátum? Að mínu mati hljóta það að vera útgerðar- menn. Sá sem er ábyrgur fyrir neyð- arbjöllu er jafnframt ábyrgur fyrir þeim mannslífum sem bjallan á að þjóna. Mín skoðun er sú að mörgum mannslífum hefði verið hægt að bjarga með því að framfylgja reglum til hins ýtrasta. Ef forráðamenn Unu í Garði hefðu átt yfir höfði sér stórsekt fyrir að láta skipið fara til sjós með enga neyðarbjöllu hefðu þeir eflaust hugs- að sig um. Ef skipstjórinn hefði haft minnsta grun um þær afleiðingar sem opnar dyr hefðu hefði hann um- svifalaust lokað þeim. Hvernig stóð á því að hann vissi ekki betur? Er það ekki á hans ábyrgð, að öllum örygg- isreglum sé fylgt um borð? Nú veit hann betur, en vita aðrir skipstjórar betur? Eða láta þeir öryggið fyrir bí, því að of heitt er í vistaverunum? Sjóslysanefnd kom með tillögur um úrbætur, verður þeim fylgt eftir? Hver ber ábyrgðina á því að þeim sé fylgt eftir? Hvers vegna eru skip og bátar sem uppfylla ekki öryggiskröfur, hversu smávægislegar sem þær kunna að vera, ekki kyrrsettir? Þorir enginn að takast á við útgerðar- mennina? Eru menn hræddir um að kostnaðurinn vegna öryggisbúnaðar sé aurinn sem leiði útgerðina í gjald- þrot? Það hlýtur að koma að því að útgerðarmenn verði látnir borga skaðabætur, fyrir þau mannslíf sem tapast, vegna þess að öryggisreglum er ekki fylgt eftir. Ef þeir halda að öryggisbúnaður sé of dýr ættu þeir að fara að hugleiða hvað eitt manns- líf kostar. Tveir ungir menn dóu með Unu í Garði, því sjórinn flæddi inn um opn- ar dyr. Árni Pétur Ólafsson og Ást- mar frændi minn. Mannleg mistök og ekkert annað urðu þeim að bana. Lærum af mistökunum, krefjumst þess að útgerðarmenn og skipstjórar fylgi öryggisreglum eftir til hins ýtr- asta. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarvegi 36, Reykjanesbæ. Öryggisreglum verði framfylgt Frá Guðrúnu Guðmundsdóttur: ÞÆR þungavinnuvélar sem við nú höfum fyrir augunum og köllum fisk- veiðiskip verða allar horfnar af höf- unum innan 5 ára, já takið mark á þessum mínum orðum. Ath. Hér er átt við þung troll og hin risastóru flot- virki. Núna strax innan 4 mánaða fara alvarlegar frétttir að berast sem und- irstrika það sem er að ske varðandi það sem hér er sagt. Miklar deilur eru nú um þessar mundir að fara af stað um skaðsemi eða skaðleysi varðandi hina miklu dragnótanotkun Íslend- inga uppi í kálgarða, en dragnót er ekkert annað en smækkað troll. Fjár- festar í þessu núverandi útgerðar- formi hér á landi eru því að kasta fé sínu út um gluggann. Að halda það að menn geti keypt hver af öðrum lifandi óveiddan fisk úti í villtri náttúruauð- lind sem er sameign allra landsmanna lýsir vanþroska og er hreint og beint ekki til annars en að hlæja að. Menn geta allt eins selt hver öðrum aðgang að því að horfa á norðurljósin. Þjóð- félag sem er að öllu leyti byggt á blekkingaleik það er dæmt til að eta sjálft sig innanfrá og líða undir lok. Ef menn vilja það er þeim ekki við bjargandi en þeir sem taka þessa fá- tæklegu viðvörun alvarlega, þeir eru skynsamir. Nú eru að renna upp merk tímamót í íslensku samfélagi ATH. Það eru alþingiskosningar að vori. Verði ekki algjörlega söðlað um á allan hátt, já einnig þarf að koma til algjör hugarfarsbreyting, já þá á Ís- land því miður enga möguleika í sam- félagi þjóðanna. Ofveiði Ofveiði sú er stunduð er hér á land- grunni Íslands er ekki bara innanrík- isvandamál okkar Íslendinga. Nei hún er alþjóðavandamál. Það er stundum engu líkara en stjórnvöld hér haldi að Ísland sé á öðrum hnetti, slíkur er hroki vissra manna hér. Vegna ofveiðinnar hér, hroka ráða- manna, fiskveiðistjórnarkerfis sem hvetur til illrar meðferðar á lífríkinu, mikillar sóunar á hráefni (frákasts) mismununar þegna þjóðfélagsins, eyðingar menningarverðmæta og margs fleira, þá beinast augu um- heimsins að því sem hér er að ske. Menn hreykja sér af fyrirætlunum um að breyta loðnu í lax, menn skilja eftir sig hala af svikum og lygum og eftir situr saklaust fólkið á ströndinni með sínar brostnu vonir og verðlaus- ar eignir þegar lýðræðislega kosnir forráðamenn hafa látið spila með sig. Fiskifræðingar eru annað hvort of- menntaðir eða ómenntaðir eða er þeim bara sagt til hvað þeir eiga að segja? Hrun fiskistofna við Ísland er staðreynd, svo mikið er víst. Hverjir bera ábyrgðina? GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, bátasmiður, Herjólfsgötu 18. Fiskveiðifloti Íslendinga Frá Garðari H. Björgvinssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.