Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 27 FRAMFARIR síðustu ára á sviði taugasálfræði og at- ferlisfræði hafa leitt í ljós mikilsverðar upplýsingar sem foreldrar, kennarar, barnalæknar og sálfræð- ingar geta nýtt sér til að hnitmiða aðstoð við börn í mismunandi vanda og fyr- irbyggja geðraskanir. Rannsóknir á hvaða þættir það eru sem auka áhættu á geðrænum erfiðleikum barna eru mikilvægar af mismunandi ástæðum: 1. Vitneskja um hvaða þættir eru að baki ákveð- inna erfiðleika auðveldar skilning á hvernig þessi erfiðleikar þróast. 2. Hægt er að sýna fram á áhættuhópa. 3. Skilningur á mismun- andi áhrifum álagsþátta leiðbeinir um hvaða að- gerðum þarf að beita við mismunandi aðstæður til að fyrirbyggja geðræna erfiðleika. 4. Hægt er að nota rannsóknir til að ákvarða hvernig fjármagnið til mála- flokksins skili sér í sem bestum árangri. Margar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að bæði líffræðilegir og fé- lagslegir/uppeldislegir þættir í æsku leiða til geðrænna erfiðleika barna – án þess að um beint orsakasamband sé að ræða. Hjá þeim börnum sem verða verst úti hafa yfirleitt, ef svo má segja, „safnast saman“ erfiðleikar af ýmsum toga heima, í skólanum eða í sam- félaginu, t.d. veikindi, fjölskylduerfiðleikar, einelti og ýmiskonar önnur erfið reynsla. Margar rannsóknir sýna að sterkar líkur eru á að börn sem eiga í svona „fjölþættum erfiðleikum“ séu í mikilli áhættu að farnast illa í lífinu al- mennt. (Sjá P. Jörgensen: Risikobörn. Hvem er de – hvad gör vi? Kaup- mannahöfn 1993). Mest áberandi áhættuþættirnir eru; áföll á meðgöngu eða í fæðingu, arfgeng tilhneiging til geðrænna erfiðleika eða skapgerðarbrests, ytri þættir eins og fátækt, vanörvun, misnotkun og vanræksla, ófullnægj- andi tengsl við nánustu ættingja, geðsjúkdómar foreldra, vímuefnaneysla og áföll af ýmsum toga. Að fyrirbyggja geðræna erfiðleika Mikilvægt er að vinna að því að fyrirbyggja geðræna erfiðleika og stuðla að geðrænu heilbrigði með því að hlynna að börnum frá unga aldri, því geð- rænir erfiðleikar fullorðinna tengjast ótvírætt erfiðleikum sem þeir hafa átt við að stríða sem börn. Þekkingin á fyrirbyggjandi aðgerðum hefur aukist mjög á undanförnum árum. Þannig vitum við í dag;  að við höfum möguleika á að draga úr áhættuþáttum  að við getum komið í veg fyrir geðræna erfiðleika (t.d. þunglyndi)  að við getum kennt börnum félagsfærni; þ.e. innlifun, aðferðir til að leysa úr vanda og hafa stjórn á eigin hvötum  að mikilvægt er að gripið sé fljótt og hnitmiðað inn í málin ef áföll verða eða börn lenda í kreppu á annan hátt. Kristján Már Magnússon sálfræðingur.  Landlæknisembættið í samstarfi við Manneldisráð – Ísland á iði – 2002 sjúkra- þjálfunarskor Háskóla Íslands og Íþróttafræðisetur Kennaraskóla Íslands. Heilsan í brennidepli Geðraskanir barna – áhættu- þættir og aðgerðir Hlynna þarf að börnum frá unga aldri, því geðrænir erfiðleikar fullorðinna tengjast erfiðleikum sem þeir hafa átt við að stríða sem börn. Morgunblaðið/Ásdís HITAMÆLAR, sem settir eru í eyru og eru notaðir víða bæði á heim- ilum og sjúkrahúsum, eru ekki nógu nákvæmir til þess að megi reiða sig á þá að því er fram kemur í nýrri rann- sókn sem birtist í læknaritinu Lanc- et. Í greininni er því haldið fram að hinir svokölluðu eyrnamælar nemi ekki alltaf þegar börn eru með hita og ónákvæmni þeirra geri að verkum að varasamt geti verið að nota þá á sjúkrahúsum vegna þeirrar kröfu, sem þar er gerð um nákvæmni. Í greininni segir að hinn hefðbundni rasshitamælir sé mun nákvæmari, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Eyrnamælar virka þannig að þeir nema innrauðar bylgjur frá vefjum inni í eyranu og nota þær til að reikna út líkamshitann. Mun þægi- legra er að nota eyrnamælana en hina hefðbundnu hitamæla og hafa margir foreldrar og læknar nýtt sér það. Vísindamenn við barnalækninga- stofnun Liverpool-háskóla báru saman hitamælana og niðurstöður þeirra eru afgerandi. Í einu tilviki mældist hiti með rassmæli 38°, en eyrnamælirinn sýndi allt frá 37° til 39°. Eyrnamælir gæti því ýmist sýnt að ekkert væri að eða sjúklingur væri með háan hita þegar í raun væri um vægan hita að ræða. Vísinda- mennirnir reyndu einnig að beita þeirri tækni, sem notuð er í eyrna- mælum, í rassmæli og kom þá einnig fram ónákvæmni. Eyrna- mælar eru sagðir óná- kvæmir Morgunblaðið/Arnaldur Nýleg rannsókn breskra vísindamanna á eyrnahitamælum þykir hafa leitt í ljós að þeir séu mun ónákvæmari en rasshitamælar. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt Spurning: Margir kannast við þynnkuna sem getur komið dag- inn eftir áfengisneyslu. Hvað er þetta og er ekki hægt að gera eitthvað til að losna við óþæg- indin? Svar: Þynnka (timburmenn) er samsafn líkamlegra og andlegra óþæginda sem koma eftir óhóf- lega áfengisdrykkju. Aðeins eitt öruggt ráð er til við þynnku en það er að drekka ekki áfengi eða þá mjög í hófi. Ekki er til nein nákvæm vís- indaleg skilgreining á þynnku og furðulítið er til af vönduðum rannsóknum miðað við hversu al- gengt vandamálið er. Einkennin eru hins vegar vel þekkt og ber þar hæst verki í höfði og maga, ógleði, lystarleysi, niðurgang, þreytu, svima, kvíða, skjálfta, hjartslátt og almenna vanlíðan. Við þetta bætist oft vond sam- viska og gremja út í sjálfan sig fyrir að hafa hagað sér svona óskynsamlega. Orsakir þynnku eru marg- þættar og að ýmsu leyti óljósar. Áfengi hefur margvísleg áhrif á öll líffæri og ýmis önnur efni í áfengum drykkjum geta haft áhrif og átt þátt í þynnku. Við áfengisdrykkju eykst sýrumynd- un í maganum og áfengi hefur þar að auki ertandi áhrif og þetta leiðir til roða og bólgu í slímhúð magans. Afleiðingin get- ur verið magaverkir og ógleði daginn eftir. Áfengi hefur marg- vísleg áhrif á taugaboðefni í heil- anum sem geta leitt til svitakófa, skjálfta og viðkvæmni fyrir ljósi og hljóði daginn eftir. Áfengi eykur útskilnað vökva í nýrum, þetta veldur vökvatapi og þornun sem skýrir munnþurrk og þorsta og líklega einnig höfuðverkinn sem fylgir þynnkunni. Höfuð- verkurinn stafar líklega þar að auki af útvíkkun æða í heilanum. Æðar í hjartanu víkka einnig og skýrir það að einhverju leyti hjartslátt og hjartsláttartruflanir sem gjarnan fylgja þynnku. Eftir hóflega neyslu áfengis verður yfirleitt engin þynnka og besta ráðið er að neyta áfengis í hófi eða alls ekki. Fjölmörg ráð eru til sem eiga að fyrirbyggja þynnku en þau duga yfirleitt ekki. Forðast ber að drekka á fastandi maga og gott er að borða með áfenginu. Sennilega hjálpar einnig að drekka mikinn vökva til að vinna gegn vökva- tapinu en þó ber að forðast kaffi og aðra drykki sem innihalda koffín vegna þess að það eykur vökvatapið. Til er rannsókn sem sýndi að viský, koníak, rauðvín og romm gáfu frekar þynnku en hvítvín, vodka og gin. Í fyrr- nefndu drykkjunum geta verið ýmis aukaefni eins og tréspíri, önnur alkóhól og fleiri eiturefni sem að líkindum geta stuðlað að þynnku. Sumir trúa því að þegar drukknir eru sama kvöldið marg- víslegir léttir og sterkir drykkir gefi það verri þynnku en ef drukkin er ein tegund og kann þetta að vera rétt. Þegar þynnkan herjar á fólk eru til fjölmörg ráð sem flest eru gagnslaus vegna þess að það er aðallega tíminn sem læknar. Verkjatöflur eru ýmist ertandi í maga eða slæmar fyrir lifrina og ætti helst að forðast slíkt. Sumir fá sér afréttara, þ.e. drekka aft- ur áfengi til að slá á óþægindin. Áfengi slær vissulega á sum af óþægindunum en að fá sér af- réttara er það heimskulegasta sem hægt er að gera vegna þess að einungis er verið að fresta þynnku sem óhjákvæmilega verður miklu verri en sú fyrri. Sennilega er best að drekka ríkulega vatn og einhverja drykki sem fara vel í maga og síðan neyta matar sem er léttur og næringarríkur eins og t.d. jógúrt og bananar. Hvað er þynnka? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Hófdrykkja besta ráðið  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.