Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 37 Í ÚTVARPSÞÆTTI á Rás 2 21 ágúst sl. svarar varaformaður STEF Magnús Kjartansson fyrir gagnrýni mína í garð samtakanna, með því að kalla mig sirkustrúð sem ekkert skilji út á hvað greiðslur til samtakanna gangi og grýti grjóti í glerveggi. Ef þetta er tilraun Magnúsar til að skírskota til starfs míns sem forstöðumanns skemmtifyrirtækis, þ.e. sjónvarps, þá hlýt ég á móti að geta kallað hann apakött með útréttar hendur, heimtandi aur eins og spiladósa- aparnir sem einmitt eru vel þekkt fyrirbæri í og við sirkustjöld. Framkvæmdastjóri samtakanna Eiríkur Tómasson víkur sér svo fimlega framhjá meginþáttum gagnrýni minnar á samtökin með annars ágætri grein í Mbl. 27. ágúst sl. Hann kemur hvergi að kjarna málsins. Gjaldskrá STEF vegna flutnings í útvarpi og sjónvarpi. Hún er einfaldlega ekki til, sem staðfestir það sem ég hef alltaf haldið fram: Þessi samtök hafa ekki samþykkta gjaldskrá og er því fyr- irmunað að krefja ljósvakamiðla um eitthvert tiltekið lögbundið gjald, en byggja kröfur sínar þess í stað á tómri óskhyggju og einhliða kröfu- gerð. Ég rita þetta aftur: einhliða kröfugerð, byggða á óskhyggju og fantaskap sem felur í sér hótanir ef menn gangi ekki að kröfum þeirra. Einhliða kröfugerð er ekki eitthvað sem heilvita menn í fyrirtækja- rekstri skrifa undir við samtök sem eru lögbundin, og eiga því eðli málsins samkvæmt að framvísa gjaldskrá samkvæmt því. Gjaldskrá sem er ekki fyrir hendi. Þeir hins vegar viðhafa geðþóttaákvarðanir og fullyrða eftirfarandi: „Þess skal getið að við gerð samninga um tón- flutning við útvarpsstöðvar hefur STEF jafnan gætt þess að þær sitji allar við sama borð.“ Fram- kvæmdastjóri STEF veit betur, því ég hef áður rekið hann á gat með þessa fullyrðingu. Þetta er mjög einfalt, ef þeir eru með einhverja gjaldskrá sem hefur verið sam- þykkt af ráðuneytinu fyrir tónflutn- ing í útvarpi og sjónvarpi, þá skal ég greiða eftir henni. Punktur & basta. Þá sitja örugglega allir við sama borð og njóta sannmælis. Ég átti að sjálfsögðu von á að mér yrði svarað, enda gagnrýni mín á samtökin margþætt. Hvað varðar ummæli Magnúsar þótti mér at- hyglisvert að heyra varaformann- inn segja það opinberlega að þeir nenni ekki að eltast við minni út- varpsstöðvar, því skriffinskubákn STEF ráði einfaldlega ekki við að elta ólar við slíkt. Hvar er þá rétt- lætið sem framkvæmdastjórinn lof- ar, ef ekki allir sitja við sama borð? Fullyrðingar framkvæmdastjórans eru því kolfallnar. Framkvæmdastjórinn rekur hins vegar mál sitt málefnanlega, en svarar gagnrýni minni með því að ég einfaldlega hafi rangt fyrir mér, og þar við situr. Varðandi það að STEF sé eitt af 11 höfundarrétt- arsamtökum sem taki til sín fimmt- ung af álögum á geisladiska og myndbönd er eflaust rétt hjá lagaprófessornum, og fróðlegt til þess að vita að blaðamenn, leikarar og kvikmyndaframleiðendur séu meðal styrkþega á álögur. Varðandi þá fullyrðingu Eiríks að erlendir samningar um opinberan flutningsrétt í kvikmyndahúsum og sjónvarpi séu nær allir, eða a.m.k. þeir sem hann hefur lesið, með þeim ákvæðum að greiða beri til viðkomandi lands greiðslu sérstaklega fyrir tónlist, þá get ég upplýst framkvæmdastjórann um að ég hef síðan 1983 annast gerð er- lendra samninga um opinberan flutning á kvikmyndum í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og á myndbönd- um. Ég tel það því gefið að ég hafi komið að fleiri slíkum samningum en framkvæmdastjóri STEF, og fullyrði að samningar um opinberan flutning eru jafnfjölbreytilegir og þeir sem að þeim koma. Sjálfsagt að mæta með nokkra slíka máli mínu til stuðnings hvar og hvenær sem er. Ég er búinn að gefa út myndbönd í fjöldamörg ár án afskipta STEF og því ekki furða að ég skuli hvumpast við árásum þeirra í garð Stöðvar 1, sem er í raun ekkert annað en stór mynd- bandaleiga með heim- sendingarþjónustu. Myndbandabransinn hér er stór, og ekki hefur STEF sent frá sér píp öll þau ár sem ég hef starfað við þann markað. Og haldi þeir hjá STEF að ég sé eitthvað erfiður í taumi, þá verður fróð- legt að sjá þá baráttu- jaxla í myndbanda- bransanum taka á þessum köllum. Það verður ekkert nett- legt, því get ég lofað. Auðvitað reyna þessir menn eftir fremsta megni að ríghalda í matarholuna sína, enda væri það dauðadómur yfir samtökunum, komi það í ljós að ranglega sé verið að greiða þessum mönnum 150 milljónir árlega, og því ekki skrýtið að þeir tjaldi til flokki lögmanna á 8.000 króna tímakaupi við að berja á manni með skýrslugerðum og til- hæfulausu bulli um að hinn eða þessi fiðlu- leikari hafi hugsan- lega komið að flutn- ingi á einhverju tónverki eftir Bach sem er sannanlega löngu genginn á vit feðra sinna, og einnig hinn ágæti Waldo sem svo útsetti tónsmíðar kappans, sem ég svo spilaði, af því að ég hafi kynnt mér höfundalögin rækilega. Hvað næst? Varaformaðurinn segir mig bitran mann með allar heimsins áhyggjur á bakinu. Það má vel vera að ég beri þyngri byrð- ar en margir aðrir í samfélaginu. Ég er þó að vinna fyrir fyrirtækið mitt af heilindum og ég mun aldrei láta í minni pokann fyrir valdbeit- ingu og óréttlæti og vísa því full- yrðingum þeirra sem ég kalla rétti- lega lögbundna arðræningja heim til föðurhúsanna og er til í slag við þessa menn hvar og hvenær sem er, því það gengur ekki að beita fyr- ir sig lagabókstafnum og fara svo ekki eftir honum sjálfir, það ætti Eiríki Tómassyni að vera fullljóst. STEF-leysan Hólmgeir Baldursson Höfundur er stjórnarformaður Stöðvar 1. Gjaldtaka Þessi samtök, segir Hólmgeir Baldursson, hafa ekki samþykkta gjaldskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.