Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 39 LANDSVIRKJUN er stórt fyrir- tæki en ekki stórgróðafyrirtæki. Hún tapaði rúmlega 1,8 milljörðum króna árið 2001. Nettóeignir fyrir- tækisins eru nærri 38 milljarðar króna en þeir peningar verða fljótir að fara með lækkandi álverði og auknum taprekstri. Landsvirkjun er heldur ekki hugsuð sem gróðafyrir- tæki heldur sem opinbert þjónustu- fyrirtæki, í þjónustu allra lands- manna enda með einokun á sölu raforku og þess vegna ekkert at- hugavert við að fyrirtækið raki ekki saman auði. Engu að síður hegða forsvarsmenn Landsvirkjunar sér oft sem óforskammaðir einkafor- stjórar og bera opinbert fé á lista- menn, náttúrufræðinga og aðra sem stjórnendum fyrirtækisins þykir þægilegt að hafa auðsveipa og und- irgefna. Hvað sem þeim loddaraleik líður er aðalatriðið að Landsvirkjun sé vel rekin, veiti þjóðinni, almenn- ingi, raforku á besta fáanlega verði og komi fram af ábyrgð við fólk og náttúru þessa lands. Því verður að gera kröfur bæði um framsýna um- hverfisstefnu og sannfærandi rekstraráætlanir. Óljós rekstraráætlun Í árskýrslu Landsvirkjunar er ekki að finna haldbærar áætlanir um rekstur næstu ára. Áætlanir Lands- virkjunar birtast gjarnan í fjölmiðl- um sem minnisblöð og samkomulög þar sem vart er nokkur leið að átta sig á hvort fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru fjárhagslega raunhæf- ar og viðunandi fyrir umhverfið. Líklegt er að stofnkostnaður 630 MW Kárahnjúkavirkjunar verði nærri USD 1.100 milljónir (94 millj- arðar króna). Framleiðslukostnaður við hverja kwst slíkrar virkjunar yrði um 24 mill (2,0 kr). Gera verður ráð fyrir tengingu við álverð og þar með a.m.k. 1–1,5% lækkun á ári, þ.a. upphafsverð þyrfti að vera um 30 mill á kwst. Kredithliðin er öllu óljósari. Af samningaviðræðum við Norsk Hydro og skýrslu Sumitomo Bank mátti ráða að gert væri ráð fyrir um 18 mill meðalverði en með- alverð fyrir raforku til stóriðju á Ís- landi árið 2001 var 13 mill á kwst. Engin ástæða er til að halda að Al- coa muni bjóða hærri greiðslur fyrir orkuverð. Lágt álverð og ódýr raforka Markaðsaðstæður á álmörkuðum eru erfiðar og líklegt er að á næstu árum bætist við mikið af ódýru áli frá Rússlandi og Kína. Framleiðend- ur hljóta því að fara ákaflega varlega í fjárfestingum og harla ólíklegt er að Alcoa geti rekið fyrirhugað álver í Reyðarfirði á hærra meðal raforku- verði en 15–18 mill á kwst. Miðað við gefnar forsendur Landsvirkjunar um framleiðslukostnað raforku frá Kárahnjúkavirkjun blasir við stór- felld skuldasöfnun, nema Lands- virkjun misnoti einokunaraðstöðuna og hækki raforku til almennings um marga milljarða á ári. Reyndar er slík tilfærsla óheimil en erfitt kann að verða að draga stjórnvöld og Landsvirkjun til ábyrgðar. Sjá töflu. Hversu langt eru íslensk stjórn- völd og Friðrik Sophusson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, tilbúin að ganga í skuldasöfnun með ríkis- tryggðum lánum til að skapa álveri Alcoa rekstrargrundvöll? 10 millj- arða, 100 milljarða, 200 milljarða? Eru ekki ótal betri leiðir til að ávaxta þessa milljarða, t.d. í menntun og þekkingu, jafnvel í Vísindasjóði, sem úthlutaði næstum 0,193 milljörðum króna á síðastliðnu ári, árinu sem Landsvirkjun tapaði 1,8 milljörðum? Landsvirkjun – stór- gróði eða stórtap? Ólafur S. Andrésson Virkjanir Miðað við gefnar forsendur Lands- virkjunar um fram- leiðslukostnað raforku frá Kárahnjúkavirkjun, segir Ólafur S. Andrésson, blasir við stórfelld skuldasöfnun. Höfundur er lífefnafræðingur og í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Áætl. afrakstur Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar Orkuverð Árlegt tap Uppsafnað tap á 50 árum * 13 mill/kwst 3,7 miljarðar kr 193 miljarðar kr 18 mill/kwst 2 miljarðar kr 106 miljarðar kr 24 mill/kwst 0,0 miljarðar kr 1 miljarður kr * Við bætast vextir vegna framkv. sem eru allt að 4 árum á undan tekjum Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.