Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SÆNSKA lögreglan handtók í gær sænskan ríkisborgara af túniskum uppruna er skammbyssa fannst í handfarangri hans rétt áður en hann hugðist stíga um borð í flugvél. Er hann grunaður um að hafa ætlað að ræna henni. Maðurinn, tæplega þrítugur, var handtekinn í fyrrakvöld í flugstöð- inni í Västerås, sem er um 100 km vestur af Stokkhólmi. Í tilkynningu lögreglunnar sagði, að hann væri grunaður um að hafa ætlað að ræna flugvélinni auk þess sem hann hefði brotið lög um vopnaburð. Sagt var, að hann hefði áður komist í kast við lögin, verið dæmdur fyrir þjófnað og líkamsárás, en engar frekari upplýs- ingar gefnar um hann. Maðurinn var með hópi 20 músl- íma, sem var á leið á íslamska ráð- stefnu í Birmingham á Englandi, og ætlaði þangað með flugvél frá Ryanair-flugfélaginu írska. Voru aðrir í hópnum yfirheyrðir en sleppt á föstudagsmorgni. Fréttastofan TT hafði í gær eftir heimildum innan sænsku lögregl- unnar, að ólíklegt sé talið, að mað- urinn hafi ætlað sér að vinna hryðju- verk. Líklegast sé, að hann sé veill á geði og hafi verið einn að verki. Öryggisviðbúnaður kannaður? Aftonbladet sænska segir, að lög- reglan sé þó að kanna þann mögu- leika, að maðurinn hafi verið að kanna öryggisviðbúnað á flugvellin- um vegna „fyrirhugaðra hryðju- verka“. Þá hefur Dagens Nyheter það eftir heimildum, að maðurinn segist ekki hafa vitað af byssunni í farangri sínum. Lögreglumenn með alvæpni um- kringdu flugvélina eftir að skamm- byssan kom í leitirnar og segir Ex- pressen, að flugstjórinn hafi þá lýst yfir, að um borð væri fólk, „sem ég kæri mig ekki um“. Í Svíþjóð eru við- urlög við flugránstilraun frá fjögurra ára og upp í lífstíðarfangelsi. Svíi af túniskum uppruna handtekinn á flugvellinum í Västerås Sakaður um til- raun til flugráns Västerås. AP, AFP. KANADÍSKT par hefur höfðað mál gegn Air Canada-flugfélag- inu og krefur það um fimm millj- ónir dollara, eða um 440 milljón- ir króna, í skaðabætur fyrir að hafa týnt ketti þess á flugi milli Kanada og Kalíforníu. Í ágúst- mánuði í fyrra flugu þau Andr- ew Wysotski og Lori Learmont frá Ontario til San Fransisco með hinn fimmtán ára gamla Fu, sem þurfti að dúsa í farangurs- geymslu vélarinnar. Þegar til Kalíforníu var komið var hins vegar stórt gat á kassa kattarins og Fu á bak og burt. Heimurinn er lítill BERNARD Crowden, rannsókn- arlögreglumaður í New Orleans í Bandaríkjunum, sat á braut- arstöð á frívaktinni að lesa yfir skjöl í morðmáli sem hann var að vinna að þegar hinn grunaði gekk upp að honum og spurði hvar hann gæti fengið leigubíl. Nokkr- um dögum áður hafði Crowden gefið út handtökuskipun á hend- ur Tron Hughes og skipti því engum togum að Hughes var settur í járn og fluttur á lög- reglustöð. „Ég er líklega eini lög- reglumaðurinn á svæðinu sem þekkti hann í sjón,“ segir Crowd- en. „Hann er greinilega svolítið óheppinn.“ Lífverðir óttast bílþjófa ÖRYGGISÞJÓNUSTA pólska ríkisins, sem sér um að gæta inn- lendra og erlendra fyrirmanna í landinu, mun ekki lengur nota fjórtán þýska glæsivagna, sem henni voru fengnir, af ótta við að þeim verði stolið. Starfsmenn þjónustunnar halda að þeir muni eyða meiri tíma í að gæta bif- reiðanna en þeirra sem í bíl- unum eru, segir ráðuneytisstjóri pólska forsætisráðuneytisins. Pólskir bílþjófar eru einstaklega bíræfnir og hefur lögreglu enn ekki tekist að hafa upp á bíl nú- verandi forsætisráðherra, sem stolið var árið 1993, þegar hann var ráðherra dómsmála. Rándýr köttur BORGARALEGU stjórnarandstöðuflokk- arnir í Þýzkalandi kynntu í gær nýjar til- lögur um aðgerðaáætl- un sem miðar að því að hleypa nýju lífi í efna- hagslífið, sem þeir hyggjast hrinda í fram- kvæmd sigri þeir í kosn- ingunum sem fram fara eftir þrjár vikur. Sam- tímis þessu voru birtar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem benda til að mjög mjótt sé á mununum milli keppinautanna um völdin í mesta efnahagsveldi Evrópu. Skoðanakönnunin, sem gerð var fyrir sjónvarpsstöðina ZDF, virtist staðfesta þá þróun, að Gerhard Schröder kanzlari og Jafnaðar- mannaflokkur hans (SPD) sé að sækja í sig veðrið og flokkurinn njóti nú svo gott sem jafnmikils fylgis og keppinauturinn, kristilegu systur- flokkarnir CDU og CSU og kanzlara- efni þeirra. SPD mældist með 38% og CDU/CSU með 39%. Edmund Stoiber, for- sætisráðherra Bæjara- lands og kanzlaraefni CDU/CSU, kynnti á blaðamannafundi í Berlín í gær aðgerða- áætlun í efnahagsmál- um, sem beindist mjög að því að bæta rekstr- araðstæður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, en að sögn Stoibers eru þau lykillinn að því að hleypa nýjum krafti í þýzkt atvinnulíf. Annað mikilvægasta takmark- ið sem hann hygðist setja í forgang á fyrsta hálfa árinu eftir að hann fengi stjórn- artaumana í sínar hendur væri að skapa sveigjanlegri vinnumarkað í landinu. Kosninga-efnahagsmálaáætlun Stoibers var kynnt á sama tíma og neikvæðum fréttum úr þýzku efna- hagslífi hélt áfram að fjölga – ríkis- stjórn Schröders til mæðu. Dagblaðið Die Welt greindi frá því, að fjöldi at- vinnulausra í Þýzkalandi hefði haldizt yfir hinni pólitískt viðkvæmu tölu fjórum milljónum út ágústmánuð og stæði nú í 4,04 milljónum. Aðalkosn- ingaloforð Schröders fyrir kosning- arnar fyrir fjórum árum, er hann batt enda á 16 ára valdatíma CDU/CSU undir forystu Helmut Kohls, var að á kjörtímabilinu myndi hann koma fjölda atvinnulausra í landinu niður fyrir 3,5 milljónir. Þjóðverjar varaðir við Auk þess birtist bæði í Die Welt og dagblaðinu Handelsblatt frétt um að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins væri nú að undirbúa að senda þýzku stjórninni aðvörunar- bréf – svokallað „blátt bréf“ – vegna þess að fjárlagahallinn er kominn ískyggilega nálægt þeim mörkum sem kveðið er á um í stöðugleikasátt- mála Efnahags- og myntbandalags- ins. Hafði Handelsblatt það eftir ónafngreindum embættismanni framkvæmdastjórnarinnar, að þar á bæ væru menn nú mjög vantrúaðir á að stjórninni í Berlín tækist að halda skuldaaukningu ríkisins innan við 3% af vergri landsframleiðslu, en það eru þau mörk sem stöðugleikasáttmálinn kveður á um. Kosningabaráttan í Þýskalandi fer harðnandi Dregur saman með frambjóðendum Berlín. AFP. Edmund Stoiber BEKKJARFÉLAGAR hins þrettán ára gamla Abdel-Hadi al-Hamayd- ah kveðja hann, en Abdel-Hadi féll á fimmtudaginn fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna þar sem hann lék sér nærri rústum heimilis síns á Gaza. Talsmenn Palestínumanna hafa fordæmt að Ísraelsher hafi beitt svokallaðri „örvasprengju“ gegn almennum borgurum á Gaza í vikunni með þeim afleiðingum að fjórir biðu bana. Sprengjan er þannig búin að þegar hún springur skjótast úr henni fimm þúsund litl- ar örvar sem dreifast á mörghundr- uð fermetra svæði. Reuters „Örvasprengjum“ beitt TVEIR tyrkneskir fallhlífaher- menn lentu í vandræðum eftir að fallhlífar þeirra flæktust saman á sigurhátíð í gær. Annar þeirra slas- aðist en hinn slapp ómeiddur. Reuters Árekstur í háloftunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.