Morgunblaðið - 13.09.2002, Page 27

Morgunblaðið - 13.09.2002, Page 27
SPÆNSK kvikmyndahátíð var sett í Regnboganum í gær og stendur til 22. september. Morgunblaðið kynn- ir hér fimm af myndunum sextán sem sýndar eru á hátíðinni. Gifstu mér loksins Gifstu mér loksins (El Hijo de la novia) er eftir Juan José Camp- anella og var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna sem besta erlenda myndin 2002. Rafael Belvedere er ekki ánægð- ur með líf sitt. Hann er ófær um að tengjast umhverfi sínu og sam- ferðafólki. Hann þjáist af streitu og finnst hann alltaf uppiskroppa með tíma. Eina huggun hans í lífinu er að horfa á gamla þætti úr sjónvarps- röðinni Zorro. Hann er 42 ára en lík- ist í engu hetju sinni Don Diego de la Vega. Fantasíuheimur bernsku- áranna var liðinn og raunveruleik- inn of flókinn. Rafael er fráskilinn og skiptir sér lítið af uppeldi dóttur sinnar. Í staðinn gefur hann sig í einu og öllu starfi sínu sem er að reka veitingastað sem faðir hans stofnaði. Hann á enga vini og er ófær um að gefa unnustu sinni ákveðin loforð fyrir framtíðina. Þegar hér er komið sögu gerast óvæntir atburðir sem rífa Rafael upp úr sinnuleysi sínu; hann fer að íhuga möguleika á að selja veitinga- staðinn og hittir gamlan æskuvin Juan Carlos, sem þrátt fyrir þá per- sónulega harmleiki sem hann hefur orðið fyrir hjálpar Rafael að takast á við fortíð og framtíð. Um leið öðl- ast Rafael þann styrk sem þarf til að hjálpa föður sínum að uppfylla gamlan draum móður sinnar; að giftast í kirkju. Aðalleikarar eru Ricardo Darin, Hector Alterio, Norma Aleandro. Sýnd: 13.9., 15.9., 19.9., 21.9., 22.9. Síðasta ferð Roberts Rylands Gracia Querejeta leikstýrir Síðustu ferð Roberts Rylands (Último Viaje de Robert Ryland). Robert Ryland, prófessor og forn- leifafræðingur sem ekkert hefur spurst til í 10 ár, síðan hann hvarf á leyndardómsfullan hátt, snýr aftur til Oxford til að horfast í augu við fortíðina og dauða vinar. Atburða- rásin upplýsir hið nána samband milli mannanna tveggja. Aðalleikarar: Ben Cross, William Franklyn. Sýnd: 16.9., 18.9., 19.9., 21.9. Það rignir í skóna mína Það rignir í skóna mína (Lluvia en los Zapatos) er eftir María Ripoll. Ungur og aðlaðandi leikari dettur í lukkupottinn. Hann fær tækifæri til að endurheimta fortíðina og leið- rétta stærstu mistök ævinnar, þ.e. þegar hann yfirgaf stóru ást lífsins fyrir aðra konu. Honum öðlast nú tækifæri til að skapa framtíðina upp á nýtt og hef- ur baráttu við örlögin til að halda í ástina sína og líf þeirra saman. Þrátt fyrir allt gerir hann sér smám saman grein fyrir að hann getur ekki stjórnað öllu og framtíðin virð- ist fyrirfram ákveðin. Aðalleikarar: Douglas Henshall, Lina Headey, Penelope Cruz. Sýnd: 14.9., 16.9., 18.9., 19.9., 22.9. Þegar þú kemur aftur til mín Þegar þú kemur aftur til mín (Cuando vuelvas a mi lado) nefnist mynd eftir Gracia Querejeta. Eftir langan aðskilnað hittast þrjár systur vegna dauðsfalls móður sinnar. Þær uppgötva að móðirin, Adela, vildi að ösku sinni yrði skipt í þrjá hluta og fær hver systir um sig það hlutverk að fara með sinn hluta á ákveðinn áfangastað. Því ferða- lagi lýkur við ströndina þar sem systurnar þrjár, Gloria, einhleyp, Ana vændiskona hinna ríku, og Lidia, ófrísk í fyrsta sinn, uppgötva lykilinn að leyndarmálum fortíð- arinnar. Aðalleikarar: Mercedes Sam- pietro, Julieta Serrano, Adriana Ozores, Jorge Perugorria. Sýnd: 14.9., 19.9., 20.9., 22.9. Einar Einar (Solas) er í leikstjórn Benito Zambrano sem jafnframt skrifaði handritið. Í óvistlegri íbúð í fátækrahverfi í stórri borg neyðast tvær konur, móðir og dóttir, til að búa saman um tíma. Móðurinni finnst að tíminn sé floginn frá sér. Dóttirin, María, er skilin eftir ólétt af náunga sem vill ekkert með hana hafa og hún skrimtir af starfi sínu sem skúr- ingakona. Nágranninn fyrir ofan þær hefur búið svo lengi einn ásamt hundinum Aquiles að hann er orðinn nöldrandi gamalmenni. Staðfastlega notar móðirin blíðu sína til að brjóta niður hörku Maríu og einsemd nágrannans, þar til hún kemur þeim í skilning um að ástin er það eina sem getur hjálpað þeim í gegnum langa ævi. Aðalleikarar: Ana Fernandez, Maria Galiana, Carlos Alvarez- Novoa. Sýnd: 14.9., 16.9., 21.9., 22.9. Spænsk kvikmyndahátíð í Regnboganum Streita, hvarf og endur- heimt fortíð Úr kvikmyndinni Gifstu mér loksins. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 27 ÓPERUVEFURINN var opnaður í gær við athöfn í Íslensku óperunni. Óperan og Origo ehf., dótturfyrir- tæki Tölvumynda hf., gerðu síðast- liðinn vetur samstarfssamning um hönnun og smíði á Óperuvefnum. Vefstjóri er Margrét Sveinbjörns- dóttir, kynningarstjóri Íslensku óp- erunnar. Hún segir að fyrsta verk- efnið hafi verið að setja sig í spor notandans og gera sér grein fyrir því hverjum vefurinn ætti að þjóna. Upplýsingunum á vefnum er skipt í sex efnisflokka. „Grunnspurningarnar hljóta að vera: Hvað er á dagskrá? og Hvar fæ ég miða?, og þessar upplýsingar verða það fyrsta sem fólk sér þegar það opnar vefinn. Þar verða líka upplýsingar um önnur verkefni starfsársins og sætaskipan í húsinu. Næsti efnisflokkur ber yfirskriftina Óperan, og þar getur fólk lesið sér til um stefnu og markmið óperunn- ar, stjórn, starfsmenn, kór og hljóm- sveit. Þar er einnig stiklað á sögu Óperunnar og Gamla bíós og þar verða líka tenglar yfir á óperuhús um víða veröld. Í þriðja efnisflokkn- um eru fréttir, þar sem við segjum frá því sem er efst á baugi bæði hér í Óperunni og annars staðar í kring- um okkur. Ég ætla að skora á ís- lenska óperusöngvara að láta okkur vita þegar þeir eru að debútera á Metropolitan eða annars staðar, svo að Óperuvefurinn geti orðið fyrstur með fréttirnar! Vinafélagi Íslensku óperunnar eru gerð skil í fjórða efnisflokknum, og þar eru helstu upplýsingar um félagið, stjórn þess og starfsemi, útgáfu, námskeiðahald og fleira. Vinafélagið sér um útgáfu Óperublaðsins, og þegar fram líða stundir er ætlunin að birta valdar greinar úr því á vefn- um. Atvinnulífið á sinn efnisflokk á vefnum, en þar má sjá lista yfir öll samstarfs- og styrktarfyrirtæki Óp- erunnar, en þau eru um 30 talsins. Síðast en ekki síst verðum við með söngvaravef, heljarmikinn gagna- grunn um íslenska óperusöngvara. Við sendum íslenskum óperusöngv- urum um víðan völl bréf í vetur og buðum þeim að senda inn efni um sjálfa sig, til birtingar á vefnum. Við erum komin með á fjórða tug greina, og þeim á eftir að fjölga á næstunni.“ Tækifæri til að koma á tengslum við viðskiptavini Að sögn Margrétar var það hug- búnaðarfyrirtækið Origo sem átti frumkvæði að samstarfinu um Óp- eruvefinn. Framkvæmdastjóri Origo er Einar Gunnar Þórisson. Aðspurð- ur hvað hefði vakað fyrir einkafyr- irtæki að leggja ríkisstyrktri menn- ingarstofnun lið með þessum hætti, segir Einar Gunnar að það hafi fyrst og fremst verið það að láta gott af sér leiða. „Við tókum eftir því að Óperan hefur ekki verið með vef. Með vef skapast kjörið tækifæri fyr- ir menningarstofnun eins og Óp- eruna að koma sér á framfæri, markaðssetja sig og koma á tengslum við viðskiptavini og vel- unnara. Við litum því á það sem gott mál að styrkja Óperuna í þessu. Frumkvæði okkar var strax vel tek- ið, samstarfið við þetta fólk hefur verið mjög skemmtilegt og skapandi og við vonumst til þess að byggja þetta áfram upp með þeim. Við telj- um að fyrirtæki eigi að skilja eitt- hvað eftir sig í menningunni og okk- ur finnst það ákveðin skylda fyrirtækja að taka þátt í slíkri upp- byggingu.“ Óperuvefnum verður viðhaldið í vefumsjónarkerfinu WebMaster sem er þróað af Origo. Origo sér- hæfir sig í hönnun og þróun vef- svæða, þróun sérhæfðra tölvukerfa og samþættingu kerfa með áherslu á notkun Netsins með það að mark- miði að einfalda vinnslu og bæta að- gengi starfsmanna og viðskiptavina að upplýsingum og þjónustu. Vef- fang óperuvefsins er www.opera.is. Óperuvefurinn, samstarfsverkefni Origo og Íslensku óperunnar „Fyrirtæki eiga að skilja eitt- hvað eftir sig í menningunni“ Morgunblaðið/Golli Ólafur Kjartan Sigurðarson söngvari opnar Óperuvefinn að vefstjór- anum, Margréti Sveinbjörnsdóttur, viðstöddum. Meira en mynd og grunur nefnist ný ljóðabók eftir Þor- stein frá Hamri og hefur að geyma 41 ljóða skálds- ins. „Þorsteinn frá Hamri hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal fremstu ljóðskálda sem ort hafa á íslenska tungu á síðustu áratugum. Þorsteinn hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Ís- lensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sof- andi,“ segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 56 bls., prentuð í Odda. Kápu gerði Magnús Kjartansson. Verð: 3.490 kr. Ljóð LARS Huldén, prófessor emeritus, flytur opinberan fyrirlestur um þýðingar og þýðingavanda í Nor- ræna húsinu, á morgun, laugar- dag, kl 17, á fæð- ingardegi dr. Sigurðar Nor- dals. Fyrirlesturinn nefnist „Tiden och språket – ett översättarpro- blem, belyst med exempel från Kalevala och Sagan om Ringen.“ Huldén er þekkt ljóð- og leik- ritaskáld og einn helsti þýðandi fagurbókmennta á sænsku í Finn- landi. Hann hefur m.a. þýtt Kale- vala og Hringadróttins sögu. Hann var um árabil prófessor í norræn- um málum við Helsinkiháskóla og forstöðumaður stofnunar nor- rænna mála við skólann. Hann er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er í boði Stofn- unar Sigurðar Nordals og verður fluttur á sænsku. Lars Huldén fjallar um þýðingavanda Lars Huldén TVÆR sýningar fara á nýjan leik á fjalir Borgarleikhússins eftir sum- arhlé um helgina. Það er Gesturinn eftir franska skáldið og heimspek- inginn Eric-Emmanuel Schmitt og ástarsaga Lauru Esquivel, Krydd- legin hjörtu. Gesturinn segir frá ímyndaðri nótt í lífi Sigmunds Freuds. Nasistar eru í þann veginn að leggja Austurríki undir sig, Anna, dóttir Freud, hefur verið færð á brott og skyndilega birt- ist ókunnur gestur í vinnustofu Freuds. Leikarar eru Gunnar Eyj- ólfsson, Ingvar Sigurðsson, Kristján Franklín Magnús og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Örfáar sýningar verða á verkinu í haust en sú fyrsta verður í kvöld, föstudagskvöld. Leikritið Kryddlegin hjörtu verð- ur sýnt annaðkvöld. Þar segir m.a. frá eldamennsku Titu, systrunum Gerturid sem logar af ástríðu og Rosauru sem blæs út eða skreppur saman eftir því hver réttur dagsins er og máginum Pedro sem fær ríku- lega næringu fyrir þá ást sem hann ber til Titu. Með aðalhlutverkin fara Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garð- arsson, Edda Heiðrún Backman, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir o.fl. Gesturinn og Krydd- legin hjörtu á fjalirnar eftir hlé ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.