Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUNNÞÓRUNN Helga Jónsdóttir, Hjallaseli 55 í Reykjavík, fagnaði hundrað ára afmælinu í gær á heim- ili dóttursonar síns í Garðabæ þar sem hún tók á móti ættingjum og vinum. Þegar Morgunblaðið leit inn í heimsókn voru ættingjar og vinir að streyma að. Hún sagðist aðspurð vera við góða heilsu þrátt fyrir háan aldur en að sjónin væri að vísu farin að daprast. Það aftraði henni þó ekki frá því að lesa Morgunblaðið á hverjum degi. Gunnþórunn Helga, eða Helga eins og hún er jafnan köll- uð, er fædd 27. september 1902. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir. Hún ólst upp í Innri-Njarðvík fram á unglingsár en þá hún flutti til Reykjavíkur. Helga átti fjögur systkini. Elst þeirra var Margrét sem síðar giftist Þórbergi Þórð- arsyni rithöfundi. Eftir að hún fluttist til Reykjavík- ur starfaði hún í konfektverslun í Aðalstræti. Árið 1936 giftist hún Ara Þorgilssyni og áttu þau eina dóttur, Þorbjörgu. Seinni ár ráku þau hjón heildverslun í Reykjavík og hélt Helga rekstrinum gangandi eftir að maður hennar lést. Þess má geta að Helga bjó ein til 92 ára aldurs. Fjölmargir gestir heimsóttu af- mælisbarnið í gær og sagði dóttir hennar síðdegis í gær að móðir sín hefði gefið sér góðan tíma til að ræða við þá alla. Hún hefði svo að segja talað allan tímann meðan á af- mælisveislunni stóð. Gunnþórunn Helga Jónsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær Hélt heim- ili til 92 ára aldurs Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gunnþórunn Helga með dóttur sinni, barnabörnum og barnabarnabörnum. Frá vinstri: Heiða Hlín Matthías- dóttir, Erna Guðný Aradóttir, Anna Dóra Steinþórsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Þorbjörg, dóttir Gunnþór- unnar Helgu, Katla Margrét Aradóttir, Írunn Þorbjörg Aradóttir og Ari Freyr Steinþórsson. Á myndina vantar eitt barnabarn hennar, Þröst Ingvar Steinþórsson, og nokkur barnabarnabörn. KRISTÍN Hafsteinsdóttir, formað- ur Meinatæknafélags Íslands, og Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra náttúrufræðinga, telja að erfitt verði fyrir þá sem sagt var upp störfum hjá Íslenskri erfða- greiningu að fá aðra vinnu. Gísli Tryggvason, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, segist telja að löglega hafi verið staðið að uppsögnunum, en gagnrýnir að sam- ráð skyldi ekki vera haft við stétt- arfélögin. Kristín sagði að faglega hefði ver- ið staðið að uppsögnunun af hálfu Ís- lenskrar erfðagreiningar og mun betur en gert hefði verið um síðustu mánaðamót þegar nokkrir starfs- menn fengu uppsagnarbréf. Eina sem fólk hefði getað sett út á var að sumir starfsmenn hefðu frétt fyrst af uppsögnunum í fjölmiðlum, en fyr- irtækið sendi frá sér fréttatilkynn- ingu kl. 10 í gærmorgun. „Þetta er hins vegar alveg hræði- leg tíðindi og fólk er mjög hrætt,“ sagði Kristín. Ráðningabann á Landspítalanum Kristín sagði að fjórum meina- tæknum hefði verið sagt upp störf- um nú, en auk þess hefðu fjórir meinatæknar misst vinnuna um síð- ustu mánaðamót. „Fólki gengur afar illa að fá vinnu. Þau sem misstu vinnuna fyrir einum mánuði eru mjög sködduð og þau hafa ekki fengið neina vinnu. Við er- um núna að leita að vinnu í útlöndum en það er ekki auðvelt að fara úr landi með börn og fjölskyldu. Á Landspítalanum hefur verið ráðn- ingabann í heilt ár og það er því ekki hægt að fá þar vinnu þó að þar vanti fólk. Þjóðfélagið er því ekki sérlega vingjarnlegt við okkur um þessar mundir.“ Ína Björg sagði að Félag íslenskra náttúrufræðinga hefði ekki fengið upplýsingar um hvað mörgum nátt- úrufræðingum hefði verið sagt upp störfum, en félagið hefði óskað eftir slíkum upplýsingum. Hún sagði að félagið myndi veita öllum náttúru- fræðingum aðstoð óháð því hvort þeir væru félagsmenn eða ekki. Fé- lagið myndi leitast við að tryggja réttarstöðu fólksins, veita því upp- lýsingar um atvinnuleysisbætur ef til þess kæmi og aðstoða fólk eftir föng- um við að finna ný störf. Ína Björg sagði að það væri ekki auðvelt fyrir þá sem misstu vinnuna að fá vinnu við sitt hæfi. Flestir hefðu aflað sér sérmenntunar og það væru í mörgum tilvikum ekki mörg störf í boði sem hæfðu þeirra mennt- un. Ína Björg sagði að Íslensk erfða- greining hefði ekki viljað gera kjara- samning við Félag íslenskra nátt- úrufræðinga. Gísli Tryggvason, framkvæmda- stjóri BHM, sagðist telja að Íslensk erfðagreining hefði staðið löglega að uppsögnunum, en sagði gagnrýnis- vert að fyrirtækið hefði ekki haft samráð við stéttarfélögin sem áttu í hlut. Eins hefði fyrirtækið getað staðið þannig að málum að starfs- fólkið frétti ekki fyrst af uppsögn- unum í fjölmiðlum. „En það er margt sem fyrirtækið hefur gert vel. Það virðist hafa staðið löglega að upp- sögnunum og starfsfólki hefur verið boðið upp á aðstoð frá ráðgjafarfyr- irtæki, en það var gert að tillögu hagsmunaráðs starfsmanna. Það er einnig talið jákvætt að ekki er gerð krafa um að fólk vinni uppsagnar- frestinn, en það skapaðist nokkur óánægja með að gerð var krafa um það þegar hópi fólks var sagt upp fyrir einum mánuði og fyrir tveimur mánuðum. Sumir fengu þá skilaboð um að vinna út uppsagnarfrestinn eða aðeins yrðu greidd sex vikna laun,“ sagði Gísli. Forystumenn stéttarfélaga háskólamanna um uppsagnirnar hjá ÍE Telja að erfitt verði fyrir fólk að fá vinnuHÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-ur úrskurðaði í gær mann í áframhaldandi gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa stungið sextán ára pilt með hnífi á Laugavegi í ágúst. Áverkar piltsins voru alvar- legir en hann var stunginn í síðu og handlegg og skorinn í andlitið. Gæsluvarðhaldsúr- skurðurinn stendur til 8. nóv- ember. Áfram í gæsluvarð- haldi vegna hnífstungu KÆRA Norðurljósa til Fjár- málaeftirlitsins á hendur Bún- aðarbankanum er enn til um- fjöllunar og að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra eftirlitsins, liggur ekki fyrir hvenær þeirri vinnu lýkur. Forstjóri Norðurljósa, Sig- urður G. Guðjónsson, taldi bankann hafa brotið lög um bankaleynd. Sendi hann inn kæru í júlí sl. eftir að fram komu opinberlega skjöl sem sýndu m.a. skuldastöðu Norð- urljósa og upplýsingar um númer og stöðu lánasamninga Búnaðarbankans við fyrirtæk- ið. Einnig fylgdi með yfirlýsing Fjölmiðlafélagsins ehf. þar sem lagt var á ráðin um yfirtöku fé- lagsins á Norðurljósum. Aðspurður hvort Fjármála- eftirlitið ynni að rannsókn sinni í samráði við lögregluna, sem á fimmtudag handtók vaktmann Búnaðarbankans grunaðan um að hafa afritað þau skjöl sem komust í hendur forstjóra Norðurljósa, vildi Páll Gunnar ekki tjá sig um einstök efnis- atriði málsins. Fjármálaeftirlitið Kæra Norðurljósa enn til umfjöllunar BOÐAÐ hefur verið til fundar næsta miðvikudag í starfshópi sem skil- greina á hverjir teljist læknar í sér- námi. Hópurinn, sem var skipaður í júlí í sumar, átti að skila af sér nið- urstöðu þann 15. september síðast- liðinn en hefur ekki komið saman til þessa. Ástæða þessarar tafar var að fjár- málaráðuneytið hafði ekki skipað fulltrúa og var sagt frá því í Morg- unblaðinu í gær að ráðuneytið hygð- ist ekki tilnefna fulltrúa í starfshóp- inn. „Við höfum tekið því og boðað fund um miðja næstu viku,“ segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu og formaður starfshópsins. Hann segir að skipan nefndarinnar sé alveg óbreytt frá því sem áður var, nema fulltrúi fjármála- ráðuneytis falli út. Auk Sveins eiga sæti í nefndinni fulltrúar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, læknadeild- ar Háskóla Íslans, Félags ungra lækna og Læknafélags Íslands. Sveinn segir að ekki sé búið að ákveða hvenær nefndin eigi að ljúka störfum. Hann segist ekki eiga von á því að starfið taki langan tíma en hann ætlar að meta það eftir fyrsta fund nefndarinnar. Aðspurður segir hann brýnt að leysa þetta mál sem fyrst. Starfshópur vegna lækna í starfsnámi Fundur hefur verið boðaður í næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.