Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A LÞINGI verður sett á þriðjudag, 128. lög- gjafarþingið og kosningaþing. Störf Al- þingis í vetur taka að sjálfsögðu mið af því, að efnt verður til þingkosninga 10. maí 2003. Tónninn í umræðum vetrarins verð- ur sleginn daginn eftir þingsetningu, því að þá flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra stefnuræðu sína og talsmenn annarra flokka láta ljós sitt skína. Fjárlög fyrir árið 2003 eru fyrsta þingmálið. Á föstudag verður fyrsta umræða um þau. Fram að áramótum einnkennist starf Alþingis af vinnu við fjárlagafrumvarpið. Fjárlaganefnd leiðir verkið innan þings en í öllum nefndum eru sérstakir kaflar frumvarpsins teknir til meðferðar. Verkaskipt- ing milli fagnefnda, það er þingnefnda, sem fjalla um einstaka málaflokka, og fjárlaganefndar hefur verið að mótast undanfarin ár. Hefur ekki verið laust við tog- streitu um það, hvort fjárlaganefnd eða fagnefnd á síð- asta orðið um ráðstöfun fjár til verkefna. Formlega er valdið fjárlaganefndar en efnislega telur fagnefndin sig hafa betri forsendur til að velja og hafna. Almennt viðkvæði er, að ríkisstjórn og þingmenn sýni ekki nægilega aðgæslu við meðferð á skattfé al- mennings á kosningaári. Mönnum hættir til að verða of rausnarlegir í útgjöldum í þeirri trú, að þar með ávinni þeir sér meiri hylli kjósenda. Vitundin um gagnrýni af þessum toga er hins vegar rík hjá þingmönnum og hún setur eyðsluþránni skorður. x x x Stærsti einstaki útgjaldaliður fjárlaga lýtur að heil- brigðismálum og almannatryggingum. Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað verið gripið til úrræða í því skyni að koma böndum á þessi útgjöld. Því miður hafa hvorki þingmenn né aðrir haft erindi sem erfiði. Rammar bresta og vá er sögð fyrir dyrum vegna fjár- skorts. Í umræðum um tugmilljarða fjárveitingar til heil- brigðismála virðist stundum eins og mönnum fallist hendur gagnvart viðfangsefninu. Það er svo stórt og flókið, að ekki er við því að búast, að aðrir en hafi sýn yfir það allt. Deilur snúast oft um ák hópa lækna eða kaup á einstökum tækjum. V er lýst með myndum af aðstöðuleysi í sjúkrah lýsingu á því, hve lengi fólk þarf að bíða eftir um. Lesendur Morgunblaðsins, sem gefa sér tí lesa allt í blaðinu um vanda heilbrigðiskerfisi lausn hans, vita áreiðanlega ekki sitt rjúkand ræðin vegna verkefna í þessum dýrasta mála isins eru næstum jafnmörg og mennirnir, sem þeim. Fyrir utan miklar umræður um heilbri fjölmiðlum og við meðferð fjárlagafrumvarps er málaflokkurinn vinsæll til upphlaupsumræ þingi. Alltaf er unnt að finna eitthvert gagnrý og draga mynd af því, sem vekur athygli fjölm x x x Á kosningaþingi verður mikið um harðar u utan dagskrár eða í upphafi þingfunda. Þings ila, að í 20 mínútur við upphaf þingfundar get rætt um störf þingsins. Halldór Blöndal, fors is, hefur túlkað ákvæðið svo rúmt, að þingme blásið út um næstum hvað sem er undir þess Léttir þetta oft á spennu í þinginu og dregur ræðum utan dagskrár. Kapphlaup þingmanna um að verða fyrstir vekja máls á einhverju, sem hátt ber í þjóðfél oft mikið og skondið. Þar bítast stjórnarands menn gjarnan innbyrðis um það, hver lagði fy fram beiðni um umræður utan dagskrár um e mál, ekki síst ef unnt er að gera það að hitam hefjandi hefur lengri ræðutíma en almennir þ og líklegra er, að ljós fjölmiðla beinist að hon en öðrum þátttakendum í umræðunum. Þessi leið til að vekja á sér athygli verður n fyrstu vikum þings, þegar frambjóðendur í p þurfa að láta á sér bera. Hún verður einnig fa draga fram mál, sem talin eru einstökum ráð ámælis. Loks er þetta kjörin leið til að láta um VETTVANGUR Velferðarmál á kosn Eftir Björn Bjarnason H IN nýja herfræðikenning George W. Bush Banda- ríkjaforseta gerir ráð fyrir að þótt Bandaríkin reyni að afla stuðnings við stefnu sína á alþjóðlegum vettvangi muni Bandaríkin ekki hika við að grípa til að- gerða upp á eigin spýtur til að verja sig ef þörf kröfur. Margir bandamenn Bandaríkjanna segjast vera andvígir þeirri ofuráherslu á einhliða aðgerðir sem einkenni stefnu Bandaríkjanna. Hins veg- ar færði jafnvel Bill Clinton forseti rök fyrir því að Bandaríkin yrðu að vera reiðubúin að grípa til aðgerða ein ef ann- ar valkostur væri ekki til staðar. Umræð- an um einhliða aðgerðir og marghliða að- gerðir, sem margar þjóðir koma að, hefur því einkennst af of miklum einföldunum. Bandaríkin eru bundin af alþjóðlegum reglum sem skerða athafnafrelsi þeirra en þjóna jafnframt hagsmunum þeirra með því að skylda önnur ríki til að fara eftir skýrum reglum og virða ákveðin gildi. Að auki hvetur það ríki til að mynda bandalag með Bandaríkjunum að eiga þess þá kost að geta látið í ljós skoð- anir sína á og haft áhrif á stefnu Banda- ríkjastjórnar. Aðild Bandaríkjanna að fjölmörgum fjölþjóðlegum stofnunum, allt frá Sameinuðu þjóðunum til NATO, kann að skerða sjálfsforræði Bandaríkjanna. Ef við lítum á þetta sem ákveðna stjórn- arskrárlega málamiðlun af hálfu Banda- ríkjanna er hinn fjölþjóðlegi þáttur lykill- inn að langlífi yfirburða Bandaríkjanna, þar sem þessi stefna dregur úr hvatanum til að mynda bandalög gegn þeim. Það er hins vegar stigsmunur á fjöl- þjóðastefnu og hún er ekki alltaf æskileg. Rétt eins og önnur ríki verða Bandaríkin stundum að grípa til einhliða aðgerða. Hvernig á því að taka ákvarðanir um hvenær og hvernig þær eiga við? Ekkert ríki getur útilokað einhliða að- gerðir þegar tilvist þeirra er í húfi. Ríkj- um er heimilt að grípa til sjálfsvarnar samkvæmt 51. grein stofnsáttmála Sam- einuðu þjóðanna og forvarnaraðgerðir geta verið nauðsynlegar þegar mikil og augljós ógn stafar af hryðjuverkasam- tökum. Hernaðaraðgerðir Bush forseta í Afganistan voru að mestu leyti einhliða en voru framkvæmdar með blessun bandamanna innan NATO og í krafti ályktana af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Jafnvel þegar málið snýst ekki um líf og dauða geta einhliða aðgerðir stundum orðið öðrum hvatning til að gera mála- miðlanir sem ýta undir fjölþjóðlega hags- muni. Á tímum Reagan-stjórnarinnar myndaði viðskiptalöggjöf, þar sem ein- hliða refsiaðgerðum var hótað ef aðrir neituðu að semja, þær aðstæður sem nauðsynlegar voru til að fá önnur ríki til að stuðla að myndun Heimsviðskipta- stofnunar verið byg Það ge fjölþjóðle ekkert s stæðar b má nefn ingaskipu áttunda á stjórnum legra dæ komu í ve Fjölþjóðastefna og e Eftir Joseph S. Nye © The Project Syndicate. Bush Bandaríkjaforseti hlýðir á Kofi Annan, framkv undur telur mikilvægt að Bandaríkin leiti fjölþjóðleg STAÐA ÍSLENZKRAR ERFÐAGREININGAR Uppsagnir 200 starfsmannaÍslenzkrar erfðagreiningarí gær eru mikið áfall fyrir þennan stóra hóp starfsfólks og fjölskyldur þess. Margir raunvís- indamenn, sem ella hefðu átt erfitt með að fá vinnu á Íslandi sem hæfði menntun þeirra, hafa fengið störf hjá Íslenzkri erfðagreiningu. Starfsemi fyrirtækisins hefur orðið mörgu ungu fólki hvatning til að leggja fyrir sig náttúruvísindi. Gera má ráð fyrir að erfitt atvinnu- ástand verði á næstunni hjá t.d. meinatæknum og náttúrufræðing- um í kjölfar þessara umfangsmiklu uppsagna, enda liggja störf fyrir fólk með slíka menntun ekki á lausu annars staðar eins og staðan er nú í efnahagslífinu. Um leið eru þessir atburðir auð- vitað ákveðið áfall fyrir þjóðfélagið. Íslenzk erfðagreining hefur mætt velvilja hjá stórum hluta þjóðarinn- ar m.a. vegna þess að fyrirtækið hefur stuðlað að einhverri merki- legustu nýsköpun í íslenzku at- vinnulífi um áratuga skeið og skap- að verðmæt störf fyrir vel mennt- að, ungt fólk; störf sem þjóðfélagið hefur þurft á að halda. Það er óhjá- kvæmilegt að það veki neikvæðar tilfinningar hjá almenningi þegar þeim störfum fækkar um þriðjung á einni morgunstund. Framhjá hinu verður ekki litið að eftir því sem bezt verður séð voru þessar aðgerðir nauðsynlegar í ljósi stöðu fyrirtækisins. Þrátt fyr- ir að eiga verulega sjóði, skila um- talsverðum tekjum og hafa náð að mörgu leyti merkilegum árangri í vísindarannsóknum sínum hefur deCODE Genetics, móðurfyrirtæki Íslenzkrar erfðagreiningar, farið illa út úr þróun verðs á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Sú mikla lækkun, sem orðið hefur á gengi bréfa deCODE eftir að þau voru skráð á NASDAQ-markaðnum, er langt frá að vera eitthvert eins- dæmi, þvert á móti er hún nokkuð dæmigerð fyrir þróun á verði líf- tæknifyrirtækja. Eins og Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenzkrar erfðagreiningar, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, er án efa mjög torvelt við þessar kringumstæður að sækja fé til rekstrar á hinn alþjóðlega hluta- bréfamarkað. Þess í stað verða for- svarsmenn ÍE að treysta á þær tekjur, sem fyrirtækið getur haft af rannsóknum sínum og laga rekst- urinn að þeim tekjum þannig að þær standi undir honum. Samning- ur Íslenzkrar erfðagreiningar við bandaríska lyfjafyrirtækið Merck, sem greint var frá í gær, er liður í því að auka tekjur fyrirtækisins á næstu árum og um leið ákveðin við- urkenning á árangri þess hingað til. Fyrstu viðbrögð á bandaríska hlutabréfamarkaðnum, þar sem gengi deCODE hækkaði um 16% í gær, benda til að þessar tvær frétt- ir af fyrirtækinu, um fækkun starfsmanna og nýjan samstarfs- samning, hafi jákvæð áhrif. Þar vestra líta menn uppsagnir 200 starfsmanna auðvitað allt öðrum augum en hér í okkar litla sam- félagi og sjá þær væntanlega fyrst og fremst sem hagræðingu og lækkun rekstrarkostnaðar hjá fyr- irtækinu. Hér heima er hins vegar líklegt að umræður um Íslenzka erfða- greiningu verði neikvæðari á næst- unni vegna fjöldauppsagnanna. Sumir munu færa rök fyrir því að þær sýni að fyrirtækið sé illa statt og verðskuldi t.a.m. ekki þá 20 milljarða króna ríkisábyrgð vegna stofnsetningar nýrrar lyfjaþróun- ardeildar, sem Alþingi hefur heim- ilað fjármálaráðherra að veita fyr- irtækinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Aðrir munu hins vegar halda því fram að með þessum að- gerðum nú sé Íslenzk erfðagreining að styrkja rekstur sinn með þeim hætti að það sé minni áhætta en ella að veita fyrirtækinu ríkis- ábyrgðina. Það á eftir að koma í ljós hvort það gengur eftir og skiptir þá miklu hvort þær forsend- ur eru réttar, sem forsvarsmenn ÍE gefa sér, að þrátt fyrir hina miklu fækkun starfsmanna geti fyrirtæk- ið haldið sömu framleiðni í rann- sóknum og áður vegna aukinnar sjálfvirkni og bættrar tækni. Íslenzk erfðagreining er umdeilt fyrirtæki og atburðir gærdagsins munu sízt verða til að skapa frið um það á næstunni. Deilur um fyr- irtækið hafa ekki sízt snúizt um réttmæti þess að veita því einka- leyfi til gerðar og reksturs gagna- grunns á heilbrigðissviði. Um laga- setninguna um gagnagrunninn urðu harðvítugri deilur en um flest önn- ur þingmál undanfarna áratugi. Til þess að geta lifað í sátt við sam- félagið, sem fyrirtækið starfar í, þarf það ekki sízt að sýna fram á að það geti rekið gagnagrunninn með þeim hætti sem það hefur lofað og hagnýtt hann til rannsókna og upp- götvana, sem gagnast læknavísind- unum. Staðreyndin er hins vegar sú að gagnagrunnurinn er ekki orðinn að veruleika og á næstunni hljóta menn að ganga eftir svörum um það hvað tefji málið og hvaða hindranir séu í veginum. Íslenzk erfðagreining er auðvitað háð flestum sömu lögmálum og önnur fyrirtæki. Það verður að laga sig að aðstæðum í umhverfi sínu og vera reiðubúið að draga saman seglin ef svo ber undir. Mörg stór og öflug fyrirtæki, sem standa vel í dag, hafa á einhverjum tíma þurft að draga saman reksturinn með svipuðum hætti og ÍE gerir nú, þótt ekki hafi áður verið fækkað um jafnmörg störf í einu hjá ís- lenzku fyrirtæki. Staðreyndin er sú að þótt starfsmönnum fækki úr 650 í 450 er Íslenzk erfðagreining áfram stórt og kraftmikið fyrir- tæki, sem hefur miklar tekjur og skilar verulegum árangri með starfi sínu, bæði í þágu vísindanna og íslenzks atvinnulífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.