Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Cec Fighter kemur og fer í dag og Laugarnes kem- urí dag. Vædderen fer í dag. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið op- ið mánu- og fimmtu- daga. Mánud.: kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æf- ir kór eldri borgara í Damos. Laugard.: kl. 10–12 bókband, línu- dans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv. Uppl. og skrán- ingar hjá Svanhildi, s. 586 8014 e.h. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli, rúta frá Firðinum kl. 9.50. „Opið hús“ verður fimmtud. 3. sept. kl. 14, félagar frá Gerðubergi koma í heimsókn, ýms skemmtiatriði og kaffi og meðlæti. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið laug- ard. 12. okt. að sjá „Kryddlegin hjörtu“ Skráning í s. 555 0142. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni. Stofnfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. október í Hlégarði kl. 20. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Haust- litaferð verður farin þriðjud. 1. okt. Farið verður um Nesjavalla- veg að Írafossi – ekið meðfram Þingvallavatni að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og þaðan upp í Bolabás. Boðið verður upp kaffihlað- borð í Hótel Valhöll, ek- ið að nýju fræðslu- miðstöðinn við Hakið hjá Almannagjá og hún skoðuð. Heim verður ekið um Kjósarskarð og meðfram Meðalfells- vatni, Kjósina og Kjal- arnesið. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Heim- koma áætluð um kl. 18. Lagt af stað frá Gjá- bakka kl. 13.15 og Gull- smára kl. 13.30. Skrán- ing í Gjábakka, s. 554 3400, og Gullsmára, s. 564 5260, fyrir kl. 15. mánud. 30. sept. Ferðanefndin. (Bogi, s. 554 0233 eða Þráinn s. 554 0999). Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtu- dag að Korpúlfsstöðum kl. 10, og annan hvern fimmtudag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjud.: kl. 9.45 og föstud.: kl. 9.30 vatns- leikfimi í Grafarvogs- laug, byrjar þriðjud. 1. október. Síðasta mið- vikud. í hverjum mánuði eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir í fund- arsal Miðgarðs við Langarima 21. Aðrir at- burðir eru auglýstir í Morgunblaðinu, á www.grafarvogur.is Ný- ir félagar velkomnir. Uppl. í s. 5454 500, Þrá- inn Hafsteinsson. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudags- kvöld kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Sunnudag- ur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Þriðjud.: Skák kl. 13. alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Nám- skeið í framsögn hefst fimmtud. 3. október kl. 16.15. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Uppl. á skrifstofu FEB. Haustlitaferð að Þing- völlum í dag, laugard. Brottför frá Glæsibæ kl. 14. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag og á morgun myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur opin kl. 13–16 listamað- urinn á staðnum. Mið- vikudagur 2. október: kl. 10.30 byrja gamlir leikir og dansar, kl. 13 kynning á postulíns- námskeið, skráning á námskeiðið. Fimmtud. 3. okt. er heimsókn til eldri borgara í Hafn- arfirði, skráning hafin. Föstud. 4. okt. byrjar bókband. Vetrardag- skráin komin. Gjábakki. Fyrirhugað er að vera með byrj- endahóp í kínverskri leikfimi ef næg þátttaka fæst. Uppl. í síma 554 3400. Hraunbær 105. Föstu- daginn 4. október verð- ur haldið hádegishlað- borð, borðhald hefst klukkan 12.30. Gestir frá Hrafnistu í Hafn- arfirði taka með okkur lagið. Spilað bingó. Allir velkomnir. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Hæðargarður. Mál- verkasýning Gerðar Sigfúsdóttur er opin virka daga frá kl. 13–16 til 31. okt. Vesturgata 7. Föstu- daginn 4. okt. verður Fræðslu- og kynning- arfundur kl. 14 um lyf og inntöku þeirra, bein- þynningu og beinþéttn- imælingu, lyfjafræð- ingur og hjúkrunar- fræðingur annast fræðsluna. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og feðginin Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran og Ólafur B. Ólafsson harmonikkuleikari skemmta. Allir vel- komnir. Bíóferð verður mánud. 7. okt. kl. 13.30, að sjá kvikmyndina Haf- ið eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, leikstjóri Balt- asar Kormákur. Lagt af stað kl. 13. Skráning hafin. Fimmtud. 3. októ- ber er 13 ára afmæli þjónustumiðstöðv- arinnar, af því tilefni er gestum og velunnurum boðið í morgunkaffi kl. 9–10.15. Kl. 10.30 verð- ur helgistund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór félagsstarfs aldr- aðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur, allir vel- komnir. Þriðjudaginn 1. október kl. 13.30–14 verður Landsbanki Ís- lands með bankaþjón- ustu. Glerlistanámskeið byrjar fimmtud. 10. okt. kl. 9.15–12, leiðbeinandi Áslaug Benediktsdóttir Getum bætt við okkur nemendum í bútasaum á þriðjudögum. Upplýs- ingar og skráning í s. 562 7077 Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Göngu- ferð um Elliðaárdalinn í dag, mæting við hús Gigtarfélagsins í Ár- múla 5 kl. 11. Allir vel- komnir. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Kvenfélag Háteigs- kirkju. Fundur verður þriðud. 1. okt. kl. 20 í safnaðarheimilinu. Mæting í kirkjunni. Gestir fundarins konur úr Kvenfélagi Fella- og Hólasóknar og Lang- holtssóknar. Bingó. Kvenfélag Seljasóknar. Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn þriðjud. 1. okt. í kirkjumiðstöð- inni kl. 20. Tískusýning. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju opið hús verður þiðjudaginn 1. okt. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund, samverustund og kaffi. Í dag er laugardagur 28. sept- ember, 271. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.“ (Matteus 24, 4.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 handleggur, 4 hnikar til, 7 kvensemi, 8 svalinn, 9 kvendýr, 11 hæverska, 13 eyðimörk, 14 skriðdýr, 15 heilnæm, 17 glötuð, 20 bergmáls, 22 sekkir, 23 trúarleiðtogar, 24 lofað, 25 lélegar. LÓÐRÉTT: 1 atburður, 2 fugl, 3 skrif- aði, 4 þakklæti, 5 dýs, 6 glerið, 10 trúarbrögð, 12 álít, 13 þrif, 15 flokkur, 16 svipuðum, 18 urr, 19 bjálfar, 20 leyndardóms- full, 21 far. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 makalaust, 8 njóli, 9 tjáði, 10 nær, 11 rósin, 13 aldan, 15 skins, 18 skatt, 21 auk, 22 grugg, 23 eflir, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 atóms, 3 asinn, 4 aftra, 5 skáld, 6 gnýr, 7 kinn, 12 iðn, 14 lek, 15 segi, 16 iðuna, 17 sagan, 18 skell, 19 at- lot, 20 tóra. Víkverji skrifar... VÍKVERJI tók eftir því að þegarÁslandsskólamálið stóð sem hæst á dögunum heyrðust gjarnan þær gagnrýnisraddir að skólinn hefði aldrei fengið frið fyrir fjölmiðl- um frá upphafi. Foreldrar og kenn- arar sendu út ályktanir þar sem því var lýst yfir að málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum og almennt var að heyra á málsaðilum að fjölmiðlum væri að minnsta kosti að hluta til um að kenna hvernig fór. Það var ekki laust við að þetta minnti Víkverja á sænsku stjórn- málamennina sem á dögunum neyddust til að draga til baka fram- boð sitt eftir að þeir urðu uppvísir að því að tala niðrandi um innflytj- endur á opnum framboðsfundum nokkrum dögum fyrir kosningar. Komst þetta í hámæli eftir að um- mæli þeirra voru sýnd í sjónvarps- þætti í sænska ríkissjónvarpinu en þau voru tekin upp með falinni myndavél. Spældir flokksbræður þessara stjórnmálamanna urðu til þess að gagnrýna ríkissjónvarpið fyrir að hafa sýnt þáttinn aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar og undan- farna daga hefur staðið yfir umræða í sænskum fjölmiðlum um siðferði slíkra aðferða, þ.e. að nota faldar myndavélar. x x x VÍKVERJI getur ekki annað enbrosað út í annað yfir þessu öllu saman. Það hefur verið þekkt frá örófi alda að skjóta boðbera slæmra tíðinda og þótt fjölmiðlar séu hér ekki slegnir af í bókstaflegri merkingu þess orðs er þessi gagn- rýni oft og tíðum ansi beinskeytt. Það breytir þó engu um það að uppistandið í Áslandsskóla varð vegna innanbúðarmála þar á bæ og menn skyldu ekki gleyma að upp- hafið að fjölmiðlahrinunni um skól- ann þetta haustið var óánægjubréf kennara þar sem settar voru fram kröfur þeirra um fjöldamörg atriði sem þeir töldu þurfa ráða bót á. Á sama hátt komu sænsku stjórnmála- mennirnir upp um eigin kynþátta- fordóma með ummælum sem féllu af þeirra eigin vörum. Í þessum tilfellum voru það ekki fjölmiðlar sem áttu í stjórnunarerf- iðleikum eða voru fordómafullir. Þeir létu aðeins vita af þessum stað- reyndum og hefðu ekki sinnt hlut- verki sínu sem skyldi hefðu þeir lát- ið það kjurt liggja. x x x VÍKVERJI byrjaði í kór í haustenda er hann söngmaður mik- ill. Þegar mætt var á fyrstu æf- inguna kom í ljós að karlmenn voru þar af skornum skammti og í mesta lagi einn þriðji af kórnum öllum. Þegar litið var yfir raðauglýsingar Morgunblaðsins um þetta leyti mátti sjá að kór Víkverja var ekki sá eini sem stóð í þessum sporum því fjöldi kóra auglýsti eftir því að þeir gætu bætt við röddum í bassa og tenór. Úr þessu hefur ræst, að minnsta kosti í kórnum hans Víkverja en honum finnst engu að síður athygl- isvert að á sama tíma og blandaðir kórar berjast við að fjölga karla- röddunum blómstra karlakórar sem aldrei fyrr en kvennakórar eru lík- lega teljandi á fingrum annarrar handar. Skyldi þetta okkur segja eitthvað um hópeðli kynjanna? JÓN Rúnar Sveinsson hef- ur lengi verið helsti sér- fræðingur okkar í húsnæð- ismálum, ekki síst vegna þekkingar sinnar á evr- ópskum málum á þessu sviði. Í fasteignablaði Morgunblaðsins 24. sept- ember sl. birtist grein eftir Jón Rúnar um húsaleigu í Reykjavík. Ég hlýt að svara þeim rangfærslum sem þar birt- ast. Umræðuefnið er alhæf- ing félagsmálaráðherra um leiguverðið á grundvelli skýrslu um húsaleigubætur í Reykjavík og Jón Rúnar fullyrðir að „þeir sem rætt hafa þetta mál af hvað mestum tilfinningahita“ geri sér ekki grein fyrir forsendum ráðherrans. Þetta eru ósannindi. Það er ekki verið að mót- mæla skýrslu ráðherrans heldur alhæfingunum sem af henni eru dregnar. Jón Rúnar nefnir kann- anir sem hann hefur sjálfur gert og einnig fleiri kann- anir er sýnt hafa svipaðar niðurstöður og segir að allt- af hafi þeim verið mótmælt. Ástæðan er vitaskuld sú sama. Félagslegt húsnæði er talið með leigumarkaðn- um og það gerbreytir nið- urstöðunum. Rétt er að hafa á hreinu að þegar ég tala um leigumarkaðinn í Reykjavík er ég ekki að tala um félagslegt húsnæði enda er það ekki á mark- aðnum og lýtur á engan hátt markaðslögmálum. Húsnæði hér má með grófum hætti skipta í þrennt. Söluíbúðir, fé- lagslegt húsnæði og leigu- markað. Þetta verða menn að hafa í huga vilji þeir fá trú- verðugar niðurstöður. Jón Rúnar segir níu þús- und íbúðir leigðar út í Reykjavík. Það dreg ég reyndar mjög í efa. Sam- kvæmt upplýsingum húsa- leigubótadeildarinnar fengu 3.120 heimili húsa- leigubætur í Reykjavík á árinu 2001. Það er í mesta lagi um 3–400 íbúðum fleira en félagslegu íbúðirnar. Ef tölur Jóns eru réttar hafa um 6.000 heimili í leiguíbúðum ekki fengið húsaleigubætur. Hvernig fara menn að því að kanna óskráðan leigumarkað? Langtímaleiga og ætt- ingjaleiga eru því miður undantekningar sem hafa lítil áhrif nú. Þegar leigu- markaðurinn hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun vegna sölu stórs hluta leiguíbúða undanfarin ár. Nú er fólk m.a. að bjóða til leigu íbúðir sem það keypti fyrir fáeinum árum. Það hefur ekki efni á að búa í þeim sjálft. Fjármagns- kostnaður og stöðug endur- fjármögnun húsnæðis veld- ur því að húsnæðiskostn- aðurinn er það hár að stór hluti alþýðunnar hefur ekki efni á að búa í íbúð. Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. leigjenda- samtakanna. Biðin langa Í VELVAKANDA sl. mið- vikudag er pistill um langa bið hjá þjónustusíma Sím- ans. Ég lenti í þessu sama í síðustu viku, en þá var ég í 2–3 daga að reyna að ná símasambandi við Símann í Kringlunni til að fá upplýs- ingar sem mig vantaði. Ég gafst upp á biðinni því ég lenti alltaf á aðalnúmerinu aftur. Það er mjög hvim- leitt að geta ekki náð sam- bandi þegar maður þarf á þjónustu Símans að halda. Hvernig stendur á því að aðalsímafyrirtæki landsins getur ekki haft almennilega símaþjónustu? Nóg borgar maður fyrir þessa þjón- ustu. Símnotandi. Krækiberjasaft óskast ER einhver sem getur út- vegað mér hrákrækiberja- saft, ósoðna? Upplýsingar í síma 551 8727 og 891 8727. Tapað/fundið Bíllykill í óskilum BÍLLYKILL fannst í Þverbrekku í Kópavogi um miðjan september. Upplýs- ingar í síma 698 9779. Barnakerra í óskilum BARNAKERRA fannst í Skeifunni í síðustu viku. Uppl. í síma 849 9057. Dýrahald Svartur köttur á flækingi í Hófgerði KOLSVARTUR, hálfstálp- aður kettlingur, hefur verið á flækingi í rúman mánuð í Hófgerði í Kópavogi og gert sig heimakominn í hús. Hann er með rauða ól og viðfasta bjöllu. Þeir sem kannast við köttinn hafi samband í síma 564 1348. Kettlingar fást gefins TVEIR gullfallegir 9 vikna kettlingar fást gefins. Ann- ar er gulbröndóttur og spjallar mikið, hinn er svartur og hvítur og er símalandi. Báðir kassavan- ir og skemmtilegir. Upplýs- ingar í síma 865 8541. Gefins kettlingar TVO sæta og yndislega kettlinga vantar ný heimili, gulbröndótta læðu og dökkbröndóttan högna. Upplýsingar í síma 566 6834. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Svar til Jóns Rúnars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.