Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 26. sept.-3. okt. „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“ Landsmenn! Öryggisdagur sjómanna er í dag! Dagskrá hefst kl. 13:00 á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. SUÐURNES NÚ er að mestu lokið breytingum á söluskála Olís á Eyrarbakka. Ásinn, söluskáli hefur nú breyst í notalega matvöruverslun, þar sem fá má flestar nauðsynjar heimilisins. Verslunin er rekið af þeim hjónum Svanborgu Oddsdóttur og Jóni Bjarna Stefánssyni. Vöruúrvalið hefur smám saman verið að aukast jafn óðum og breytingarnar hafa gefið færi á. Eins og verslunarstjórinn, Jón Bjarni Stefánsson, sagði er verslun- in sambland af sjoppu og matvöru- verslun. Verð á heimilisvörum er í samræmi við verð í matvöruversl- unum í nágrenninu. Jón Bjarni kvaðst ánægður með undirtektir Eyrbekkinga við þessum breytingum, enda hafa margir kom- ið og þakkað framtakið. Segja má að ekki hafi horft vænlega á þessu sviði, þegar Nóatúnskeðjan lokaði einu matvöruversluninni á staðnum, fyrripart sumars. Áður hafði Lands- bankinn snúið við okkur baki eins og Jón Bjarni kemst að orði. Ásinn býður upp á ýmsa þjónustu auk matvöruverslunar og verslunar með bílavörur frá Olís, bensín og ol- íur. Þannig er Ásinn með afgreiðslu fyrir Árnesapótek, afgreiðslu fyrir flutningabíla og rútur, auk vídeó- leigu, lottós og veiðileyfasölu. Fyrir þá sem ekki geta sjálfir komið og verslað er boðið upp á heimsending- arþjónustu. Bensín- og olíuafgreiðsl- an hefur verið kortavædd í sam- bandi við þessar breytingar svo sjálfsafgreiðsla er allan sólarhring- inn. Stefnt er að formlegri opnun verslunarinnar í sambandi við 75 ára afmæli Olís hinn 4. október og verð- ur þá viðskiptamönnum boðið upp á hressingu. Breyting- ar hjá Olís á Eyrar- bakka Morgunblaðið/Óskar Magnússon Í verslun Olís: Jón Bjarni Stefánsson og Oddrún Bjarnadóttir. Eyrarbakki REBEKKUSTÚKA Oddfellow- kvenna færði nýlega Sjúkrahúsi Suðurlands að gjöf rafdrifið sjúkra- rúm, dropateljara og lyfjadælu. Verðmæti gjafanna er 937 þúsund krónur. Tæki þessi komu til sjúkra- hússins fyrir nokkru og hafa verið í stöðugri notkun síðan. Esther Óskarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unarinnar á Selfossi, tók við gjöf- inni og þakkaði Oddfellowkonum framlag þeirra og sagði það styðja vel við það mikilvæga starf sem unnið væri á sjúkrahúsinu. Hún sagði einnig að þrír læknar væru nú starfandi við sjúkrahúsið en 1. október kæmi til starfa nýr svæf- ingalæknir og einnig barnalæknir sem yrði í 80% starfi við sjúkra- húsið og 20% starfi við heilsugæsl- una. Þá væri sjúkraþjálfari í fullu starfi við sjúkrahúsið og tóm- stundafulltrúi væri starfandi í 30% starfshlutfalli við öldrunardeildina á Ljósheimum. Í máli hennar kom einnig fram að hönnun nýbyggingar við sjúkra- húsið væri lokið og gert ráð fyrir að það yrði tilbúið til útboðs í mars, þannig að framkvæmdir gætu haf- ist næsta vor. Með nýbyggingunni er byggt yfir heilsugæsluna, end- urhæfingu og öldrunardeildina sem nú er í ófullnægjandi húsnæði á Ljósheimum. Oddfellowkonur afhenda gjafir til sjúkrahússins Ljósmynd/Sigurður Jónsson Oddfellowkonur ásamt framkvæmdastjóra og starfsfólki. Selfoss BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hélt fund á Selfossi 26. september en bankaráð hefur um árabil viðhaldið þeirri venju að halda að minnsta kosti einn bankaráðs- fund árlega utan höfuðborgarsvæðisins. Fundirnir hafa verið haldnir til skiptis á helstu viðskiptasvæðum bank- ans og verið tengdir heimsóknum til viðskiptavina og fleiri aðila. Þessir fundir gefa gott tækifæri fyrir bankaráð til að hitta viðskiptavini úti á starfssvæðum bankans og einnig fyrir fyrirtæki til að sýna starfsvettvang sinn og að- stöðu. Að loknum bankaráðsfundi sem haldinn var á banka- loftinu á Austurvegi 20 á Selfossi bauð bankaráðið til móttöku á Hótel Selfossi fyrir viðskiptavini og aðra gesti í byggðarlaginu og næsta nágrenni. Bankaráð með fund á Selfossi Ljósmynd/Sigurður Jónsson Bankaráð Landsbankans á Selfossi. Selfoss „ÉG hef unnið lengi og náið með Þóri Maronssyni og þekki þessi störf vel. Breytingin er því ekki mikil nema hvað ábyrgðin verður meiri og þriðja stjarnan bætist við á axlarborðann,“ segir Karl Her- mannsson sem dómsmálaráð- herra hefur skip- að í stöðu yf- irlögregluþjóns Lögreglunnar í Keflavík. Þórir Mar- onsson yfirlög- regluþjónn lætur af störfum 1. nóvember næst- komandi og tek- ur Karl þá við starfinu. Hann var valinn úr hópi fjórtán um- sækjenda. Karl hefur verið í lögregl- unni í Keflavík frá 1976, fyrir utan eitt ár sem hann tók sér leyfi, eða alls í 25 ár. Hann vann meðal annars sem rann- sóknarlög- reglumaður en var skipaður að- stoðaryfirlög- regluþjónn 1986. „Síðan eru liðin mörg ár,“ sagði Karl og vísaði til þess að hann hafi á þessum tíma kynnst vel starfi fyr- irrennara síns með náinni sam- vinnu við hann. Stöðugildi lögreglumanna í Keflavík eru 40 en Karl sagði að þar sem erfitt hefði verið að fá skólagengna lögreglumenn til starfa þá væru aðeins 34 samnings- bundnir lögreglumenn hjá embætt- inu nú um stundir. Starfssvæði Lögreglunnar í Keflavík nær yfir öll Suðurnes, utan Keflavíkur- flugvallar. Innan þess eru sveit- arfélögin fimm og þar með Reykja- nesbrautin. Tekur Karl fram að samstarf við lögregluna á Keflavík- urflugvelli hafi aukist og eins við önnur lögreglulið sem eiga aðild að sameiginlegri fjarskiptamiðstöð. Fluttur úr Keflavík Karl er 57 ára gamall, Keflvík- ingur í húð og hár. Kona hans er Margrét Lilja Valdimarsdóttir. Það vakti því nokkra athygli þegar hann flutti úr Keflavík fyrr á þessu ári, út í Garð. Karl segir að þau hjónin hafi verið orðin ein eftir heima og tími hafi ver- ið kominn til þess að minnka við sig. Þau voru félagar í Suðurnesjadeild húsnæðis- samvinnufélags- ins Búmanna sem byggir íbúðir fyrir fimmtuga og eldri og áttu kost á að kom- ast inn í nýtt hús á vegum þeirra í Garði og losna við allt viðhald. Karl bætir því við að breyt- ingin sé ekki mikil. Ekki séu nema örfáir kílómetrar á milli staðanna. Þá hafi konan hans unnið lengi sem útibússtjóri í Garði fyrir Sparisjóð- inn í Keflavík og nú snúist þetta bara við, hann aki á milli í stað hennar. Víkur fyrir hestamennskunni Karl á sér mörg áhugamál en hestamennskan hefur vinninginn eins og er. Annað hefur orðið að síga undan vegna þess hvað hún er fyrirferðarmikil. Segist Karl þó enn hafa mikla ánægju af því að spila brids og leika golf. Þau hjónin eiga sumarbústað og beitiland fyrir hrossin í Holtum í Rangárvallasýslu, sælureit í sveit- inni eins og Karl orðar það, og fara mikið þangað. Karl Hermannsson skipaður yfirlögregluþjónn Þriðja stjarn- an bætist við Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Karl Hermannsson, nýskipaður yfirlögregluþjónn, hefur verið 25 ár í lögreglunni. Keflavík KEFLAVÍK, íþrótta- og ung- mennafélag, er að taka í notkun nýtt félagsheimili á Hringbraut 108. Í tilefni opnunarinnar býður að- alstjórn félagsins bæjarbúum og öðrum velunnurum að skoða heim- ilið og þiggja veitingar næstkom- andi sunnudag kl. 15 til 17. Félagið verður einmitt 74 ára þann dag. Nýtt félagsheimili tekið í notkun Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.