Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 47 KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 Meiriháttar nýmerki dsending ný snið / nýr þvottur Jakkar - bolir - peysur - belti Nýjar dragtir - Herra jakkaföt 15% afsláttur þessa helgi Opið sunnudag í Kringlunni 13-17 Gallabuxur Gefur kost á sér í forvali Einar Karl Haraldsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Samfylking- arinnar í Reykjavík sem fram fer 9. nóvember næstkomandi vegna skipunar á framboðslista flokksins í alþingiskosningum 10. maí 2003. Einar Karl sækist eftir trausti til þess að skipa 4. sætið í samvali fyr- ir Reykjavíkurkjördæmin tvö eins og að er stefnt. Einar Karl Haraldsson hefur mikla reynslu á sviði stjórnmála enda þótt þetta sé í fyrsta sinn sem hann býður sig fram í flokkskjöri til Al- þingis, segir í fréttatilkynningu, frá stuðningsmönnum Einars Karls. Hann hefur verið virkur í starfi Samfylkingarinnar frá upphafi og vann fyrir Þingflokk jafnaðar- manna að sameiningu Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í aðdraganda að stofn- un hennar. Stuðningsmenn frambjóðandans stefna að því að gefa út kynning- arblað fyrri hluta októbermánaðar undir heitinu „9. nóvember“. Rit- stjóri þess er Anton Helgi Jónsson. Forráðamenn Stuðningsmanna- félags Einars Karls eru Guðjón Davíð Karlsson, Ólafía B. Rafns- dóttir og Valgeir Baldursson. Skrif- stofa stuðningsmanna er á Granda- garði 14, 101 Reykjavík. Í DAG STJÓRNMÁL Tilkynnir um framboð í Suður- kjördæmi Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til framboðs fyrir Samfylkinguna í Suð- urkjördæmi og um þátttöku í próf- kjöri Samfylkingarinnar sem verður haldið þann 16. nóvember nk. Í tilkynningu frá Sigríði segir: „Ég gef kost á mér í 2.–3. sæti framboðs- listans. Ég hefi setið á Alþingi sem þingmaður, fyrst Alþýðubandalags- ins og síðar Samfylkingarinnar frá 1996 og setið í landbúnaðarnefnd og menntamálanefnd. Einnig sat ég í fjárlaganefnd frá 1997–1999. Frá 1998 hef ég setið í Norðurlandaráði fyrir Íslands hönd. Þetta kjörtímabil hef ég verið varaformaður Íslands- deildar ráðsins og sit þar í mennta- og menningarmálanefnd.“ UM verslunarmannahelgina fór fram Maarud-leikur í öllum Nettó- verslununum. „Stórglæsilegur vinningur var dreginn út, ferð fyrir fjóra með Flugleiðum til Disney World í viku og var allt innifalið,“ segir í frétta- tilkynningu. Sigurvegarinn Bryndís Reynisdóttir frá Akureyri ásamt verslunar- stjóra Nettó Akureyri og sölumanni Maarud á Akureyri. Hlutu ferð til Disneylands ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna samtök velunnara Ríkisútvarpsins og verður stofnfundurinn í Nor- ræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 14. Valgeir Sigurðsson, rithöfundur og forsprakki samtakanna, segir að fyrir um tveimur árum hafi þverpólitískur hópur fólks, sem hafi átt það sameiginlegt að þykja vænt um ríkisútvarpið og viljað veg þess sem mestan, komið sam- an og meðal annars rætt nauðsyn þess að stofna samtök velunnara útvarpsins í þeim tilgangi að efla ríkisútvarpið til að gegna því hlut- verki sem því væri ætlað sam- kvæmt núgildandi lögum svo það mætti vera áfram ríkisútvarp í al- mannaeign og hornsteinn menn- ingar í landinu. Í fyrra hafi hóp- urinn verið með á málþingi Bandalags íslenskra listamanna og þar hafi Þór Magnússon, fyrrver- andi þjóðminjavörður, komið fram fyrir hönd hópsins og vakið athygli á starfseminni með þeim árangri að um 80 manns hafi komið til sín á fundinum og óskað eftir að vera í hópi stofnfélaga hollvinasamtaka ríkisútvarpsins. Þessi áhugi hafi haldið áfram og m.a. hafi einn maður komið með um 150 nöfn á listum, en nú sé komið að því að stofna samtökin formlega. Á stofnfundinum verður kjörin stjórn samtakanna, en allir eru velkomnir á fundinn. Samtök velunnara Ríkisútvarpsins stofnuð NÆSTU vikurnar heldur Bretinn Doug Cooper námskeið um sjókaj- akróður samkvæmt breskum stöðl- um, á vegum ferðaskrifstofunnar Ultima Thule. Doug er fimmta stigs leiðbeinandi og starfar hjá Glenmore Lodge úti- vistarskólanum í Skotlandi, sem margir íslenskir björgunarsveitar- menn þekkja vel og ljóst að mikill fengur er í því fyrir íslenska kaj- akræðara að fá kennara þaðan til landsins, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík og við Ísafjarðardjúp. Fyrsta námskeiðið byrjar næstkom- andi sunnudag en á laugardagskvöld verður Doug með fyrirlestur og kynningu á BCU fyrir félagsmenn Kayakklúbbsins að Suðurhlíð 35. Nánari upplýsingar og skráningar eru á heimasíðu Ultima Thule, á www.ute.is og nánari upplýsingar á vef BCU, www.bcu.org.uk. Sjókajak- námskeið FULLT var á allar sýningar á fjölskyldudögum Sambíóa og Háskólabíós um síðustu helgi. Því hefur nú verið ákveðið að efna til fjölskyldudaga aftur helgina 28–29 september til þess að fleiri fjölskyldur geti nýtt sér þetta tilboð. Hægt verður að sjá valdar fjölskyldumyndir fyrir 200 kr. í Sambíóunum í Reykjavík, Keflavík og Akureyri og í Há- skólabíói. Myndirnar sem um er að ræða eru Fríða og Dýrið, Pét- ur Pan: aftur til Hvergilands, Scooby Doo, Villti folinn, Jimmy Neutron og Hjálp, ég er fiskur. Myndirnar eru flestar sýndar kl. 14 laugardag og sunnudag. Fjölskyldu- dagar endur- teknir SÝNINGAR á leikritinu Veislunni eru hafnar á ný á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Leikritið er byggt á dönsku kvikmyndinni Festen eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson. Tvær breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan: Nanna Kristín Magnúsdóttur tekur við hlutverki Michelle af Maríu Pálsdóttur og Baldur Trausti Hreinsson tekur við hlutverki Lars af Friðriki Friðriks- syni. Leikið er við stórt veisluborð og á hluti áhorfenda þess kost að sitja við borðið og njóta þar þríréttaðrar veislumáltíðar. Næstu sýningar eru á morgun, fimmtudag og sunnudag. Hlutverka- skipti í Veislunni NÚ um helgina lýkur Upplifun í Kringlunni, sem er ellefu daga há- tíð þar sem áhersla er lögð á tísku, hönnun og lífsstíl. Haust- og vetrartískan er áber- andi á Upplifun og sýnd á 100 gín- um sem standa á víð og dreif á göngugötum Kringlunnar. Sýning er á skúlptúrum við innganga Kringlunnar og Pétur Gautur myndlistarmaður sýnir sextán mál- verk á annarri hæð verslunarmið- stöðvarinnar. Ennfremur er sérstök kynning á starfsemi útibús Borg- arbókasafnsins í Kringlunni. Á dagskrá Upplifunar laugardag- inn 28. september er tískusýning á barnafötum, salsadansar, ókeypis nudd, sýning á nýjustu hártískunni, landslið kaffibarþjóna og snyrti- vörukynningar. Ennfremur verða listamenn að störfum hjá Galleríi Fold. Þá má nefna að fulltrúar frá Eskimo models verða í Kringlunni milli kl. 13 og 17 og bjóða áhuga- sömum að komast á skrá fyrir myndatökur í sjónvarpsauglýsing- um og blaðaauglýsingum. Á sunnudag mun landslið kaffi- barþjóna sýna kaffi- og mjólkurlist- ir milli kl. 13 og 17 og börn úr dans- deild ÍR sýna suðræna sveiflu kl. 14. Gestum Kringlunnar gefst kostur á því að leggja nöfn sín í pott með- an á Upplifun stendur og eiga þá möguleika á að vinna fartölvu frá BT, segir í fréttatilkynningu. Síðasta helgi Upplifunar í Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.