Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Jónssonfæddist í Skeiðhá- holti í Skeiðahreppi 9. janúar 1924. Hann lést á Selfossi 17. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Eiríksson, bóndi og hreppstjóri, og Jóhanna Ólafs- dóttir, húsfreyja, í Skeiðháholti. Systk- ini Ólafs eru: 1) Bjarni, f. 1925, kvæntur Kristínu Skaftadóttur. 2) Gunnlaugur, f. 1928, kvæntur Bergþóru Jensen. 3) Vil- mundur, f. 1930, kvæntur Kristínu Hermannsdóttur. 4) Sigríður, f. 1932, gift Erni Sigurðssyni sem er látinn. Hinn 3. maí 1947 gekk Ólafur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Jó- hönnu Jónsdóttur, f. 21. okt. 1926. Hún er dóttir hjónanna Jóns Dið- riks Hannessonar, múrara, og Jón- ínu Margrétar Jónsdóttur sem bú- sett voru í Reykjavík. Ólafur og Jóhanna eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Jóhanna Sigríður, f. 1947, búsett í Hafnarfirði. Börn hennar og Ægis Fr. Sigurgeirssonar eru Hafdís Hanna og Sigurgeir Árni, sem á einn son, Ægi Frímann. 2) Margrét Jóna, f. 1952, búsett á Kálfhóli á Skeiðum. Hún er gift Gesti Þórðarsyni og eiga þau þrjá syni, Þórð Frey, Egil og Hannes Ólaf. 3) Áslaug Birna, f. 1960, búsett í Hafnarfirði. Hún er gift Friðberg Stef- ánssyni og eiga þau tvö börn, Þórdísi og Atla. 4) Auður Harpa, f. 1962, búsett á Selfossi. Hún er gift Inga Heiðmari Jóns- syni og eiga þau tvær dætur, Höllu Ósk og Sigríði Emblu. 5) Jón Bragi, f. 1964, bú- settur í Skeiðháholti. Sambýliskona hans er Kristín Gunnars- dóttir. Börn hans og Steinunnar Tómasdóttur eru Óttar, Ólafur Jó- hann, Tómas Anton og Ásdís Mar- grét. 6) Gunnar Þór, f. 1970, bú- settur í Kópavogi. Hann er kvæntur Álfheiði Ingimarsdóttur og eiga þau þrjá syni, Hörð Inga, Sigurð Guðna og Kjartan Ólaf. Ólafur bjó mestan hluta ævinnar í Skeiðháholti og starfaði lengst af sem bóndi og kennari við barna- skólann í Brautarholti á Skeiðum. Hann var sláturhússtjóri í Laug- arási til margra ára og vann auk þess í Mjólkurbúi Flóamanna í nokkur ár. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum og söng í mörgum kórum um ævina. Útför Ólafs verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Ólafsvöllum. Skeiðin himinfögur, sveitin milli fljótanna tveggja, er umgjörð um lífs- skeið Ólafs Jónssonar. Marga forfeð- ur hans hafði þessi frjósama sveit fóstrað, hún hafði verið ræktuð af þeim og í Ólafi sjálfum var ræktunar- maðurinn sívakandi og virkur. Ólafur leitaði sér ungur menntunar á skólasetri Sunnlendinga á Laugar- vatni þar sem hann eignaðist kærar minningar og vini. Síðar dvaldi hann í Reykjavík og þangað sótti hann lífs- förunaut sinn, Jóhönnu Jónsdóttur af Víkingslækjarætt. En skæður vá- gestur, berklaveikin, sótti hart að Ólafi áður en hann kæmist heim á Skeiðin með brúði sína til að hefja þar búskap. Hann sótti sér lækningu með dvöl á Vífilsstöðum en heimkominn var hann lengi að ná heilsu. Heilsufar manna og dýra var hon- um löngum hugleikið og stundum bar það á góma að læknisfræði myndi hann hafa stundað hefði auðnan leitt hann lengra eftir lærdómsbrautinni. Þau hjónin, Ólafur og Jóhanna, settu saman bú á jörð feðranna í Skeiðháholti og þar búa einnig tveir bræðra Ólafs, Bjarni og Vilmundur. Vegna asma átti Ólafur óhægt með að vinna í heyrykinu og hann vann alla tíð mikið utan heimilis og kenndi áratugum saman við Skeiðaskóla. Fé- lagslyndi hans og jákvæð viðhorf nýttust honum vel til þess starfs og sköpuðu honum vinsældir. Þar eignaðist hann suma sinna bestu vina. Hann fékk sér stundum tekjuauka með því að taka sumarafleysingar í Mjólkurbúinu á Selfossi og til var hann kvaddur þegar sláturhússtjóra vantaði í Laugarási og það fórst hon- um vel úr hendi eins og annað sem hann lagði hönd að. Hann tók ásamt bræðrum sínum mikinn þátt í kórastarfi, s.s. kirkjukór og Árneskórnum. Skálholtskórnum lagði hann lið á fyrstu árum kórsins, fyrst undir stjórn Róberts A. Ott- óssonar og síðar Glúms Gylfasonar og Ólafs í Forsæti. Þá tók hann þátt í starfi Hörpukórsins, kórs eldri borg- ara, á Selfossi ásamt fleiri Skeiða- mönnum og þau Jóhanna tóku þátt í mjög vel heppnaðri skemmtiferð með kórnum til Toscana á Ítalíu. Þótt lifibrauð Ólafs og fjölskyld- unnar yrði annað en búskapur hélt hann sauðfé fram á síðustu ár, sótti hrútasýningar og ræktaði gott kyn. Vökudagur hans varð stundum lang- ur þegar söngæfingar tóku við af skóladegi og fjárhirðingu. Bestar stundir átti hann þó með fjölskyldunni. Þau Jóhanna eignuðust sex börn, sem ásamt barnabörnum sóttu mikið heim til æskuheimilins, „heim í gamla hópinn sinn“, þar sem söngiðkun var í hávegum höfð. Innan systkinahóps Ólafs er hin besta og ljúfasta frændsemi með gagnkvæmum heimboðum og um- hyggju. Eindrægni fjölskyldunnar í Skeiðháholti er eftirsóknarverð og mætti íslenskt samfélag gjarnan læra af þeim Háhyltingum, m.a. að meta og virða ellina og þá sem hana bera. Sem aðkomumanni en fjölskyldu- meðlim í Skeiðháholti síðustu 15 ár virðist mér sem virðing fyrir landi og lífi séu þeir þættir sem sterkast tengja þessi ættarbönd. Jón Eiríksson í Skeiðháholti, faðir systkinanna, var einnig rómaður fyrir góðgirni svo eplið féll ekki langt frá eikinni. Ólafur hafði áhuga á bókmenntum og ljóðum, gat sjálfur sett saman stöku og var áhugasamur og ötull að sækja árleg mót hagyrðinga víðs veg- ar um landið. Ólafur var eftirsóttur til alls félagsskapar, en það truflaði þó aldrei hógværð hans né ljúfmennsku. Guð blessi hann á nýjum vegi. Ingi Heiðmar Jónsson. Þakklæti er mér efst í huga er ég kveð tengdaföður minn Ólaf Jónsson. Ég var varla nema krakki þegar ég fór að venja komur mínar í Skeiðhá- holt 16 ára gömul. Frá fyrsta degi var mér tekið opnum örmum en mig renndi ekki grun í þá hvílíkan fjársjóð ég var um það bil að eignast, í tengda- foreldrum mínum og fjölskyldunni allri, öllu hlaðinu. Þvílík samheldni, virðing og hlýja sem þar svífur yfir vötnum. Í þessu öllu á tengdapabbi stóran þátt. Alltaf fékk maður faðm- lag, koss á kinn og klapp á bakið þeg- ar maður kom austur um helgar. Hann var óspar á að láta fólkið sitt finna hversu vænt honum þótti um það og er ég óendanlega glöð og þakk- lát fyrir að hafa tilheyrt þeim hópi. Ég er líka þakklát fyrir allt það sem afi Óli gaf strákunum mínum. Af mörgu er að taka, allt frá kennslu í að elda hafragraut og spila Ólsen upp í lærdómsríkar ferðir í fjárhúsin í sauð- burði. Að þessu munu þeir búa og þeir eldri segja þeim sem er of ungur til að muna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Álfheiður Ingimarsdóttir. Afi minn, þessi góði og hugulsami maður, hjálpaði mér gegnum mjög margt. Hann hafði þessar sterklegu hendur með miklar æðar og skinnið frekar þunnt svo æðarnar brutust næstum út úr handarbökunum. Afi hafði skalla allan þann tíma sem ég man eftir honum. Hann sagði mér að hann hefði misst hárið í eitthvert skipti þegar hann var veikur og verið án þess síðan. Hann lék mikið við mig eins og öll barnabörn sín þegar ég var lítil og hann hafði alltaf mikinn hug á að manni gengi vel í námi og leit alltaf á einkunnirnar mínar þegar ég sýndi honum þær. Hann vildi manni alltaf vel og þeg- ar ég spilaði í fyrsta sinn fyrir hann á nýju fiðluna mína gladdist hann inni- lega yfir tónunum og stakk að mér nokkrum bláum þegar við kvöddumst til að styrkja mig í fiðlukaupunum. Ég tel afa líka hafa lagt mér lið við að tak- ast á við hræðslu mína við dýr, enda fór ég oft með honum í fjárhúsin að gefa lömbunum og svo man ég eftir því þegar við fórum saman á hestbak á Torfa gamla, hestinum hans afa, og þá sat ég fyrir aftan afa á hestinum. Þá var ég ekki nema svona fjögurra ára gömul. Öllum leið vel í kringum afa og ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ég eignaðist með honum. Halla Ósk Heiðmarsdóttir. Elsku afi. Ég man að alltaf þegar ég kom í heimsókn þá tókstu utan um mig og klappaðir mér á bakið. Ég man líka að þegar ég var lítill hafði ég sérstakt leyfi til að vekja þig eld- snemma um helgar til að búa til hafra- graut og þú kenndir mér líka að búa til hafragraut þegar ég var orðinn að- eins eldri. Ég veit að þér líður vel hjá Guði en ég sakna þín samt. Hörður Ingi Gunnarsson. Við eigum fagran fjallahring, sem fóstrar Skeiðasveit. Engi og tún þar eru frjó, svo eigi ég betra veit. Bræður og vinir búa þar, við bestu kjör og frið. Þakklátir fyrir gjafir guðs og gleðjast lífið við. Hér vilja allir annars hag ef einhver þraut ber að. Til hjálpar er hver hönd útrétt með hug að bæta það. Til gróðurvinnu lund er létt svo ljúft er allt og þýtt. Hvað göfgar fremur hugans heim en horfa á landið prýtt. (Guðlaug Lýðsdóttir frá Skeiðháholti.) Þessi orð langömmu frá Skeiðhá- holti finnast okkur vel við hæfi nú í dag þegar við kveðjum föðurbróður okkar, Ólaf Jónsson frá Skeiðháholti. Við undirrituð vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í Skeiðháholti sem stór fjölskylda, um- kringd ömmu og afa, foreldrum okk- ar, föðurbræðrum og fjölskyldum þeirra. Það voru alltaf leikfélagar og vinir á hlaðinu. Samkomulagið á hlaðinu í Skeiðháholti milli bræðranna og þeirra fjölskyldna hefur ávallt ein- kennst af samheldni, virðingu og vin- áttu. Eftir morgunverkin var stund- um mætt í kaffi til ömmu og afa, „gefin skýrsla“ um gang mála og líð- andi stund rædd. Þessi siður hefur borist til næstu kynslóða, því að án afskiptasemi, þá erum við öll bærilega upplýst hvert um annað. Það er ómetanlegt veganesti út í líf- ið að hafa fengið að alast upp við þess- ar aðstæður og er það bæði skrýtið og óhugsandi að vita til þess að Óli frændi sé dáinn. Við vissum auðvitað að hann var veikur, en sem betur fer kannski er maður aldrei undir það bú- inn að einhver nákominn manni falli frá. Við erum samt svo heppin að við eigum fullt af góðum minningum um hann Óla og langar okkur að festa nokkrar þeirra á blað. Það væri óhugsandi að minnast Óla án þess að minnast á smalamennsku! Við smalamennsku hækkaði blóð- þrýstingurinn hjá honum töluvert mikið, Óli fékk ákveðna útrás, sleppti Votumýrarvarfærninni og það var nánast sama hvar maður stóð og hvað maður gerði, það var alltaf rangt. – Þangað til féð var komið inn. Þá faðm- aði Óli mann og sagði – jæja, mikið gekk þetta nú vel! Óli hafði mikið yndi af skepnunum sínum og átti afar góð- an fjárstofn. Hann var náttúrubarn af lífi og sál, hann mat jörðina – staðinn Skeiðháholt og skepnurnar, sem hann ól önn fyrir, mikils. Hann var sérstak- lega laginn í sauðburði og val á ásetn- ingslömbum líktist miklu frekar al- varlegri listsköpun heldur en að þar færu fram venjuleg bústörf. Við systkinin upplifðum það öll að Óli kenndi okkur í Brautarholtsskóla. Það hefur sína kosti og galla að alast upp með kennara en þó vega kostirnir meira en gallarnir. Fræði- maðurinn Óli var aldrei langt undan. Hann var duglegur að miðla íslenskri tungu, s.s. ljóðum, kannski úti við fjárhús eða í girðingavinnu fyrir utan skurð. Hann var alltaf til staðar, dug- legur að sinna okkur í leik og starfi, átti létt með hrós sem oft var innsigl- að með klappi á bakið til áréttingar á einlægri væntumþykju. Það er ekki hægt að minnast Óla án þess að hugsa til Hönnu, því að þau voru eitt, enda búin að lifa í hjóna- bandi í yfir fimmtíu ár. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Hanna, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Við systkinin vottum ykkur dýpstu sam- úð, minningin um góðan mann lifir og yljar okkur öllum um ókomin ár. Hinsta kveðja. Ólöf, Hermann, Jón og Sigurbjörg Vilmundarbörn. Manni finnst það með hreinum ólíkindum hvað tíminn er fljótur að líða. Steinsnar frá því að maður er barn að leika sér og taka mið af full- orðna fólkinu, er það fullorðna fólk orðið gamalt og maður sjálfur þetta fullorðna fólk. Aldrei er maður eins glöggt minntur á þennan tíma og þeg- ar fólk deyr. Á Skeiðháholtshlaðinu hefur alltaf verið fullt af fólki og þar hefur hver og einn haft sitt sjálfstæða hlutverk. Þessi hlutverk eru svo sjálfsögð að það er eins og þau hafi alltaf verið svona. Þetta er eins og púsluspil þar sem hver kubbur er nauðsynlegur, ekki nauðsynlegri en hinir, allir jafn- nauðsynlegir. Óli austrí, hefur verið svona nauð- synlegur þáttur af lífi okkar. Stór þáttur bernskunnar, sem kennari og síðar félagi og samstarfsmaður. Það gat nú aldeilis heyrst í mönnum á Há- holtshlaðinu í smalamennskunum og þá lét nú Óli heyra í sér. Við krakk- arnir vorum stundum dálítið hissa á þessum stóru umskiptum úr því sem okkur fannst vera albrjálaður smala- maður í gamansaman ljúfling þegar féð ver komið í rétt eða hús. Það voru oft mikil tilþrif í Óla föðurbróður og svoleiðis kryddar minningarnar ljúf- um og notalegum keim. Hann hafði sérstakt lag á því að heilsa manni. Hann rétti sig upp og gerði sig þráðbeinan í bakinu og and- litið klofnaði í stóru og glaðlegu brosi. Það er gott að vera heilsað svona. Oft sáum við hann út um gluggann ganga upp í hjáleigu, með hendurnar læstar saman fyrir aftan bak, stikandi stórum skrefum að sinna kindunum. Það er nefnilega daglega amstrið sem kemur fram í hugann þegar litið er yf- ir farinn veg. Þetta litla og sjálfsagða sem allt í einu er liðið. Það koma líka upp í hugann jólaboðin og sameigin- legar stundir þegar Óli lék á als oddi og var gamansamur. Enginn las bet- ur upp en Óli. Og svo er þetta allt í einu liðið, og minningarnar einar eftir, án raun- verulegrar tengingar við manninn sjálfan. Maður finnur til saknaðar, sem blandaður er notalegheitum lið- inna samverustunda. Við systkinin á „Hólnum“ þökkum samleiðina og vottum Hönnu og henn- ar fólki samúð á kveðjustund. Jón, Björgvin Skafti, Anna Fríða og Bjarni Gunnlaugur. Í dag verður ástkær föðurbróðir okkar, Ólafur Jónsson frá Skeiðhá- holti, eða Óli frændi eins og við köllum hann alltaf, lagður til hinstu hvíldar í Ólafsvallakirkjugarði. Hann lést eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Við munum ekki rekja æviferil Óla frænda en viljum minnast hans í fáeinum orðum. Alla okkar ævi höfum við þekkt Óla frænda og eftir lát hans reikar hug- urinn, og minningarnar um ljúfar samvistir standa ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Þetta eru ekki síst minningar um hina kátu lund hans, fallega brosið og hljómfagran hlátur. Óli frændi var alltaf einstaklega barn- góður og þess nutum við systurnar sem börn og einnig minnumst við þess hversu hlýr og góður hann var alltaf börnum okkar þegar þau hittu hann. Oft heimsóttum við þau Óla og Hönnu í Austurbæinn. Alltaf voru all- ir jafnvelkomnir á fallega heimilið þeirra og alltaf var innilega tekið á móti okkur. Þrátt fyrir miklar annir var ætíð tími til þess að setjast niður og spjalla yfir kaffibolla og góðgæti og við höfðum það alltaf á tilfinning- unni að þau vildu að við stöldruðum við sem allra lengst. Við lögðum líka oft leið okkar í fjár- húsin, upp í Hjálegu eins og fjárhúsin eru kölluð. Það var sérstaklega gam- an þegar Óli frændi sýndi okkur kind- urnar sínar, hrútana og lömbin og heyra hann segja frá þeim, nöfnum þeirra og einkennum. Á sviði sauð- fjárræktar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, var Óli frændi sér- fræðingur. Óli og Hanna áttu því láni að fagna að eignast stóran barnahóp, frænd- systkini okkar. Sum þeirra eru á okk- ar aldri og við lékum okkur saman margar stundir í æsku. Þó að sam- verustundirnar hafi stundum verið stopular, einkum vegna aldursmunar og búsetu, finnum við mjög hversu sterk ítök frændsystkini okkar eiga í okkur, ekki síst á þessari stundu. Við biðjum góðan guð að styrkja elsku Hönnu, frændsystkini okkar, fjöl- skyldur þeirra og aðra ættingja og vini. Með söknuði kveðjum við Óla frænda. Hann var frábær maður; fal- legur, gáfaður, góður og heiðarlegur. Í hugum okkar varðveitum við minn- ingarnar um hann sem dýrmætar perlur. Jóhanna, Sigríður Anný og Steinunn Gunnlaugsdætur. Fallinn er frá vinur sem alla tíð hef- ur verið okkur hjónum kær. Fyrstu kynni mín af Ólafi og konu hans Jó- hönnu voru í Barmahlíð 52 en þar bjuggu þá foreldrar tvíburasystr- anna, Auðar konu minnar og Jóhönnu konu Ólafs. Ólafur og Jóhanna hófu búskap sinn á jörð föður Ólafs í Skeiðháholti. Systurnar voru mjög nánar og með fjölskyldum okkar voru sterk vina- bönd. Börn okkar voru mjög samrýnd og úr sveitinni og héðan úr Barma- hlíðinni er margs að minnast. Það ríkti mikil gleði og kátína þegar þau hittust og oft var sungið saman. Við áttum í gegnum tíðina margar ánægjulegar samverustundir. Þegar við flettum í gegnum albúmin rifjast þessar notalegu stundir upp fyrir okkur. Til dæmis tjaldferð sem farin var á Þingvelli í blíðskaparveðri. Í þessari ferð voru teknar skemmtileg- ar myndir, meðal annars af drengj- unum okkar sem nánast eru á sama aldri. Fyrstu ár Ólafs og Jóhönnu voru erfið vegna veikinda Ólafs sem hann sigraðist á með þrautseigju. Ólafur var gæfumaður, hann átti góða og samheldna fjölskyldu. Hann hafði þægilega nærveru, var góður og áreiðanlegur. Ásamt búskapnum kenndi hann börnum í Brautarholti á veturna, en hann hafði einstakt lag á börnum. Ólafur hafði alla tíð mjög gaman af söng og er fjölskylda þeirra hjóna mjög söngelsk. Hann söng með kór- um, meðal annars Árneskórnum og Skálholtskórnum. Hann var víðlesinn á íslenskar bókmenntir og ljóð og voru frásagnir hans mjög skemmti- legar, en hann vitnaði oft í það sem hann hafði lesið. Síðastliðið ár átti Ólafur við veik- indi að stríða. Við hjónin heimsóttum hann síðast á spítalann á Selfossi. Þrátt fyrir veikindin var viðmót hans þakklátt og hlýlegt. Með þessum fáu orðum kveðjum við hjónin Ólaf. Á skilnaðarstund minnumst við góðs drengs með hlýj- um hug og þökk. ÓLAFUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.