Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í byrjun þessa mánaðar lýsti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsókn- arflokksins, því yfir að að- almarkmið Framsóknarflokksins í alþingiskosningunum sem verða í vor ætti að vera að flokkurinn leiddi næstu ríkisstjórn. Hann tók jafnframt fram að ekki væri sjálf- gefið að Framsóknarflokkurinn yrði í næstu ríkisstjórn ef hann fengi ekki góðan stuðning í kosn- ingunum. Þessi yfirlýsing Hall- dórs gefur tilefni til að spyrja hvort líkur séu á að stjórnarskipti verði eftir kosn- ingarnar í vor. Þess ber að geta að Halldór hefur áður lýst því yfir að hann hafi metnað til að veita ríkisstjórn forystu, en þessi yfirlýsing núna er talsvert afgerandi og ekki óeðlilegt þó menn velti fyrir sér hvaða leiðir Halldór sér fyrir sér til að ná þessu markmiði. Fordæmi eru fyrir því að Fram- sóknarflokkurinn hafi veitt rík- isstjórn forystu í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, en það gerðist síðast árið 1983–87. Pólitískar að- stæður innan Sjálfstæðisflokksins voru þá hins vegar gjörólíkar því sem þær eru í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur afar sterka stöðu og vandséð er hvers vegna hann ætti gefa eftir sætið til Hall- dórs Ásgrímssonar, ekki síst þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er meira en helmingi stærri flokkur en Framsóknarflokkurinn. Það mætti hugsa sér að Halldór gæti gert kröfu um að verða forsætis- ráðherra ef Framsóknarflokk- urinn bætti við sig fylgi í kosning- unum á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn yrði fyrir umtalsverðu fylgistapi. Eins og staðan er í dag er hins vegar ekki margt sem bendir til þess að næstu kosningar verði Sjálfstæð- isflokknum sérstaklega erfiðar. Fylgi flokksins í skoðanakönn- unum hefur verið mjög stöðugt allt kjörtímabilið og raunar hefur það oftast nær verið yfir kjörfylgi. Það er því margt sem bendir til þess að það geti orðið erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að ná mark- miði sínu um að leiða ríkisstjórn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar alltaf haft forsætisráðu- neytið þegar vinstristjórnir hafa verið myndaðar á Íslandi, meira að segja þó að flokkurinn hafi tapað í kosningum eins og gerðist 1978. Það er því freistandi að álykta sem svo að áhugi Halldórs og fram- sóknarmanna á að mynda rík- isstjórn með Samfylkingunni og vinstri-grænum sé eitthvað meiri nú en stundum áður. Það hefur ekki farið á milli mála að afstaða Halldórs og Davíðs í Evrópumálum er ólík. Spurningin er hins vegar hvort þessi ágrein- ingur sé það alvarlegur að flokk- arnir séu tilbúnir til að slíta sam- starfinu vegna hans. Það er afar ólíklegt að Samfylkingin og Fram- sóknarflokkurinn geti myndað rík- isstjórn án vinstri-grænna en and- staða VG við að Ísland hefji við- ræður um aðild að ESB er jafnvel enn meiri en forsætisráðherra. Væntanlega yrði því engin sam- staða í slíkri stjórn um að breyta stefnunni í Evrópumálum. Það er líka fróðlegt að velta fyr- ir sér hvort sjálfstæðismenn eigi aðra kosti þegar kemur að mynd- un ríkisstjórnar en að leita eftir áframhaldandi samstarfi við fram- sóknarmenn. Davíð Oddsson hefur ekki dregið af sér í pólitískum skylmingum við Össur Skarphéð- insson, formann Samfylking- arinnar. Það hefur vakið athygli margra hversu persónulegur Dav- íð hefur stundum verið í gagnrýni á Össur. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ræddi Davíð nokkuð um Össur, án þess þó að nefna hann á nafn. Hann kallaði Össur „vindhana“ og færði rök fyr- ir því að hann væri „einn minnsti nákvæmnismaður nútímastjórn- mála“. Hann sagði að „þessi stað- reyndafælni stjórnmálamaður“ hefði verið staðinn að „ótrúlegum hringlandahætti“. Ekki er óeðli- legt að álykta sem svo að þessi harða gagnrýni geti dregið úr lík- um á að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndi ríkisstjórn eftir kosningar. En kannski skiptir gagnrýni Davíðs á Samfylkinguna ekki öllu máli í þessu samhengi því það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir forystu Samfylkingarinnar, sem er að reyna að byggja upp trúverð- ugan flokk sem gæti ógnað stöðu Sjálfstæðisflokksins, að ganga til samstarfs við hann um leið og hann hefur tækifæri til þess. Sjálfstæðismenn virðast því að- eins eiga þann möguleika, ef Framsóknarflokkurinn vill ekki framlengja stjórnarsamstarfið, að ganga til samstarfs við vinstri- græna. Slíkt samstarf er alls ekki óhugsandi. Flokkarnir eiga sam- leið í Evrópumálum og ekki er víst að umhverfismál valdi erfiðleikum ef endanleg niðurstaða verður komin varðandi byggingu Kára- hnjúkavirkjunar þegar kæmi að myndun ríkisstjórnar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hin pólitísku átök munu verða á næstu mánuðum. Margir spá hörðum átökum. Fylgi vinstri- grænna hefur dalað mikið í skoð- anakönnunum í sumar og búast má við að forystumenn flokksins muni nýta hvert tækifæri til að endurheimta fyrri stöðu. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins veg- ar verið að aukast eftir afar dapurt gengi. Líklegt er að talsmenn flokksins muni beina spjótum sín- um að Sjálfstæðisflokknum í vet- ur, en margir hafa talið sig sjá merki um að flokkurinn hafi ákveðið að hlífa framsóknar- mönnum við gagnrýni, væntanlega vegna þess að þeir vonast eftir að framsóknarmenn muni ganga til samstarfs við Samfylkinguna eftir kosningar. Þá verður ekki síður fróðlegt að fylgjast með samstarfi stjórnarflokkanna í vetur. Sam- starfið hefur verið traust en allt getur gerst í pólitík. Verða stjórnar- skipti í vor? Þá verður ekki síður fróðlegt að fylgjast með samstarfi stjórnarflokkanna í vet- ur. Samstarfið hefur verið traust en allt getur gerst í pólitík. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ORSÖK er það sem veld-ur einhverju. Valdur ersá sem veldur. Í Rit-málsskrá OHÍ eru sex dæmi um kynjadýrið orsakavald. Það á aðeins við í einu dæmi. Kristmann Guðmundsson í Þok- unni rauðu: „Óðinn orsakavald- ur …“ Það er lóðið. Allt á sér or- sök, eins og við lítum á heiminn. Hins vegar kemur mönnum ekki saman um frumorsökina, orsök- ina sem orsakaði orsakirnar. En hún er eini orsakavaldurinn sem vit er í. Guð hefur verið kallaður frumorsök. Jafnvel ekkert annað og það þykir nú mörgum kulda- leg guðfræði; þá gegnir Guð ekki öðru hlutverki en að sparka mó- verkinu í gang. Að því búnu snýr hann sér til veggjar. Í norrænni goðafræði er Óðinn á toppnum. Maður með slíkan gáfnakomplex að hann gaf annað augað til að verða alvitur! En hann og bræður hans sköpuðu heiminn. Fyrir þann tíma voru engar orsakir, svo vitað sé. Þeir eru þess vegna sannkallaðir or- sakavaldar. Sama gildir um aðra guði sem þykjast hafa startað heiminum. Það getur vel verið rétt. Heimurinn ber þess mörg merki að hann kunni að hafa orð- ið til í hópvinnu. Orsakavaldur er þess vegna tignarheiti, það er vegsauki að vera slíkur valdur. Það hefur þó farið eins og með Fálkaorðuna. Hún þótti svo mikil vegsemd á sínum tíma að menn hefðu getað gengið í henni einni fata. En heimur versnandi fer. Nú er hér stærsta Fálkabyggð í heimi og á sumum samkomum liggur við að maður hnerri af fiðri. Eins hefur orsakavaldurinn útvatnast. Hann er einfaldlega notaður eins og óbreytt orsök. En orsökin nægir um flest sem hefur valdið ein- hverju. Sá sem vill kenna ein- hverju um ófarir sínar og getur ekki fundið því mannsnafn þarf ekki annað en svipast um eftir orsökinni. Hún olli ógæfunni. Hann getur m.a.s. kallað hana ógæfuvald. Auðvitað geta menn verið feimnir við að kalla hlut- skipti sitt ógæfu. Sá sem hefur gift sig eða hrakist út í málrækt getur til dæmis talað um örlaga- vald. – – – Svíar drógust gegn Íslend- ingum. Já, mér leiðist líka fótbolti. Í orðabók Menningarsjóðs þýðir dragast að „hreyfa sig hægt“. Ég nota orðið um mann sem kemst varla úr sporunum fyrir leti eða þreytu nema enn meira ami að. En ekki batnar það: Svíar dregn- ir gegn Íslendingum. Sem sagt lémagna. Og lengi getur vont versnað: Svíar og Íslendingar dregnir saman. Ekki skrítið þótt Norðurlandabúar þyki daufgerð- ir. – – – Hagsmunir viðskiptavinanna ávallt í fararbroddi. Þetta var haft eftir verð- bréfasala. Þá fór um mig. Þar sem far- arbroddur er, þar er ferðalag framundan. Mér væri rórra ef hagsmunir mínir væru ávallt í fyrirrúmi. Það er pláss framarlega á skipi. Í nútímamáli er það sett í fyrirrúm sem á að ganga fyrir öðru. Ef verð- bréfasali setur hagsmuni mína í fararbrodd verður mér fyrst fyrir að segja við hagsmunina það sem ég segi svo oft við dótturdóttur mína: Kyssa afa bless. Í fyrir- rúminu yrðu aurarnir kannski ávaxtaðir. Þegar þeir eru komnir í fararbrodd og ferðinni heitið út á markaðinn veit ég að þeir stinga af um leið og þeir koma auga á gróðavænlegri eiganda. – – – Að standa upp þýðir í stórum dráttum að rísa á fætur. Að standa uppi er notað um þann sem er almennt ódottinn. Hann stóð upp sem sigurvegari er oft sagt um íþróttamann sem hefur borið sigurorð af öðrum kepp- endum. Í mörgum góðum sögum vega menn hver annan þar til einn stendur uppi. Hann fer þá með sigur af hólmi, svo fremi sem hann er ferðafær. Ég held það hefði komið á mann ef sagt hefði verið um afarmenni þetta að hann stæði einn upp. Maður hefði þóst illa svikinn: Bölvaður lúsablesinn sat þá hjá og tuggði strá þar til hinir voru fulldrepnir. Þá stóð hann upp – sem sigur- vegari. Víst má hugsa sér kepp- endur sitja á bekk eftir keppni og bíða þess að sigurvegararnir verði kallaðir. Þá standa þeir upp. Skák- og spilamenn geta líka sprottið sigri hrósandi úr sæti. Að öðru leyti held ég að menn ættu að reyna að standa uppi ef þeir hafa unnið. Þeir sem töpuðu voru lagðir að velli. Þá er ekki mikil reisn í því að sitja yfir þeim. Maður stendur uppi svo það sjáist almennilega hver hefur unnið. Þetta er hvort eð er sjaldnast notað um kyrrsetu- íþróttamenn. – – – Lífið er mestanpart vonbrigði. Þó rofar stöku sinnum til: „Það mátti ekki tæpara standa að ekki færi allt til andskotans en þó fór vel að lokum.“ Það er að segja til andskotans. Oft munar ekki nema hársbreidd í máli manna að ekki verði stórslys, sprenging eða heimsstyrjöld. Þessi litli munur veldur því að fólk sem annars veiðir alltaf flugu í glas og fer með hana út í garð virðist hafa vonast eftir hálfgerðum heims- slitum. Samt er það einmitt hann sem á að skilja milli feigs og ófeigs. Þegar tæpt stendur eða ekki má tæpar standa, mjóu, litlu, aðeins hársbreidd eða ekki nema hársbreidd munar, ellegar lítið vantar á er einmitt bil á milli þess sem varð og hins sem hefði getað orðið. Það var nærri orðið en sem betur fór stóð ein- mitt tæpt eða munaði mjóu. Svo fremi að einhverju munar þá verður ekkert af því sem á eftir kemur. Stöku sinnum fer maður yfir strikið með óopinberu leyfi og segir Það munaði engu. En menn segja líka fullum fetum Ég er dauður þegar þeir koma heim úr vinnunni. – – – Mér sárnar ef því er ekki á móti mælt að ég sé asni. Maður hélt sig eiga eitthvað inni hjá þessu pakki sem maður hefur unnið með árum saman. En ég tek gleði mína aftur ef því verður ekki á móti mælt að ég sé asni. Þá get ég ekki einu sinni mót- mælt sjálfur, hafa skal það er sannara reynist og málið er út- rætt. Hér þýðir verða það sem er hægt. Adam og Eva heyrðu hlið- ið að Eden skella að baki sér. Ef- laust verður deilt um það enn um sinn hvort þeirra sagði: „Klúður, mar. Nú verður ekki aftur snú- ið.“ Oft munar ekki nema hárs- breidd í máli manna að ekki verði stórslys, sprenging eða heimsstyrjöld asgeir@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Ásgeir Ásgeirsson ENN einu sinni hafa dómstólar fellt úr gildi úrskurð félagsmálaráð- herra um gildi kosningar til sveit- arstjórnar. Ég hafði þann starfa, þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra, að hnekkja ólögmætum aðferðum hennar við sameiningu sveitarfélaga og fara með vitlausa úrskurði frá henni fyrir dómstóla. Ég sannfærðist þá um, að sú leið, sem kjósendur verða að fara, ef þeir vilja ógilda kosningar, er allt- of tímafrek og til báginda fyrir sveit- arfélögin. Skv. núgildandi lögum um kosn- ingar til sveitarstjórna hafa kjósend- ur sjö daga frest til að kæra kosn- ingu frá því, að úrslitum kosninga er lýst. Viðkomandi sýslumaður skipar þá þriggja manna nefnd til úrskurða um kæruefnið. Kjörstjórn hefur viku til að tjá sig um kæruna og kjör- nefndin síðan aðra viku til að úr- skurða. Samtals eru þetta 21 dagur hið lengsta. Úrskurði kjörnefndar má síðan skjóta til félagsmálaráðu- neytis innan viku. Félagsmálaráð- herra getur hins vegar gefið sér mjög góðan tíma, þ.e. honum eru engin sérstök tímamörk sett umfram almenna fresti í stjórnsýslulögum. Síðan má fara með málið fyrir dóm- stóla, og er þar hefð að málið hafi flýtimeðferð, en tekur þó a.m.k. tvo til þrjá mánuði. Ég er þeirrar skoðunar, að mál- skot til félagsmálaráðherra sé arfur frá liðinni tíð, og það eigi einfaldlega að afnema það. Kjörstjórn fellir sinn úrskurð, – hann er kæranlegur til úr- skurðarnefndar sýslumanns, og ef menn fella sig ekki við niðurstöðuna, á einfaldlega að fara með málið beint til dómstóla. Miðað við reynslu, spar- ast margir mánuðir í tíma, og hægt væri að stytta málsmeðferð enn meira með því að stytta málshöfð- unarfresti og mæla fyrir um for- gangsmeðferð. Eins og fyrr segir, er miðað við, að ekki þurfi að líða meira en þrjár vikur frá því að úrslitum kosninga er lýst, þar til kjörnefnd hefur úrskurðað. Fyrir kjörnefnd- inni hafa sjónarmið aðila komið fram. Því þarf málshöfðunarfrestur ekki að vera meira en 3–4 dagar, og það ætti að vera hægt að flytja málið og dæma það í héraði á hálfum mán- uði. Málshöfðunarfrestur til Hæsta- réttar ætti ekki að vera meira en 2–3 dagar og hægt að ljúka málinu þar á hálfum mánuði. Þannig ætti að vera Dómurinn um Borgar- neskosningarnar Eftir Harald Blöndal „Ég er þeirr- ar skoðunar, að málskot til félags- málaráð- herra sé arfur frá liðinni tíð …“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.