Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSK erfðagreining sagði í gær upp 200 af 650 starfsmönnum fyrir- tækisins eða nær þriðjungi starfs- manna sinna og tóku uppsagnirnar gildi þegar í stað. Jafnframt kynnti deCODE, móðurfélag ÍE, í gær þriggja ára samstarfssamning sem gerður hefur verið við lyfjafyrirtækið Merck & Co., Inc. um rannsókn á erfðafræði offitu með það að mark- miði að flýta uppgötvun nýrra lyfja gegn offitu. Kunna greiðslur til fé- lagsins að nema allt að 90 milljónum dala, eða um 7,8 milljörðum króna, skv. fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér. Áætla að 2,5 milljarðar króna sparist á ári Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, segist reikna með, í grófum dráttum, að fyr- irtækið spari í kringum 2,5 milljarða króna á ársgrundvelli með uppsögn- unum. Hann segir að um hryggilega en bráðnauðsynlega aðgerð sé að ræða. Í viðtali sem birt er í Morgun- blaðinu í dag er Kári m.a. spurður hvort sjóðir Íslenskrar erfðagrein- ingar séu að verða uppurnir. ,,Nei, við eigum vel yfir hundrað milljónir doll- ara í okkar sjóðum í dag. Það sem við erum að gera er að myndast við að hafa stjórn á okkar framtíð, með því að skera niður og herða sultarólina núna, á þeim tíma þegar við höfum ennþá raunverulega stjórn á því sem við erum að gera,“ segir Kári. Hann segir það enga tilviljun að fyrirtækið greini frá samningnum við lyfjafyr- irtækið Merck á sama tíma og til- kynnt er ákvörðun um uppsagnirnar. ,,Vegna þess að þegar við erum að ákveða hvernig við hagræðum innan fyrirtækisins, þá er mjög mikilvægt að hafa sýn á það hvers konar tekjur við verðum með á næstu árum,“ segir hann. ,,Það að við verðum að gera þetta núna helgast af því að við búum í hörðum heimi, þar sem við verðum að hafa tekjur til þess að standa undir þeim rekstri sem við erum með,“ seg- ir Kári ennfremur í viðtalinu. Að mati Kára er Íslensk erfða- greining margfalt betra fyrirtæki eft- ir þessar aðgerðir en áður. ,,Að því sögðu, þá er alveg hræðilegt að þurfa að fara í gegnum þetta. Þetta er mun erfiðara en mig hefði nokkurn tíma grunað, þótt ég hafi alltaf talið að það hlyti að vera mjög erfitt að þurfa að ráðast í svo róttækar aðgerðir sem þessar uppsagnir eru. Það er afar hryggilegt að þurfa að sjá á bak öllu þessu velmenntaða og hæfa unga fólki, sem þurfti að hverfa héðan í morgun og þarf nú að leita sér að vinnu annars staðar,“ segir hann. Skv. upplýsingum Páls Magnús- sonar, upplýsingafulltrúa ÍE, eru starfsmennirnir sem fengu upp- sagnarbréf í gær úr öllum deildum fyrirtækisins. Hann sagðist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve mörgum erlendum starfsmönnum hefði verið sagt upp en kvaðst telja að þeir væru nálægt 15% hópsins. Þorleifur Ágústsson, formaður starfsmannafélags ÍE, sagði að þótt það væri erfitt að standa frammi fyrir uppsögnum starfsmanna ÍE væru þetta engu að síður rökrétt viðbrögð við breyttum aðstæðum. Þorleifur sagði uppsagnirnar áfall fyrir þá sem misst hefðu vinnuna en stærstur hlut- inn væri ungt fólk sem ætti alla möguleika á að fá aðra vinnu. Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur og ASÍ sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að af heild- arfjölda starfsmanna ÍE eigi um 70 aðild að VR en margir eigi ekki aðild að stéttarfélagi. Munu samtökin veita starfsmönnum sem sagt var upp ráð- gjöf og aðstoð. Að sögn Kára er samningur fyrir- tækisins og Merck stærsti samningur milli líftæknifyrirtækis og lyfjafyrir- tækis sem gerður hefur verið a.m.k. í tvö ár. Skv. samningnum munu fyr- irtækin vinna saman að rannsóknum á erfðafræði offitu og leita lyfjamarka sem hægt verði að hafa áhrif á með nýjum lyfjum. Samningurinn er til þriggja ára. Eru tekjur ÍE af samn- ingnum fastar rannsóknagreiðslur, greiðslur fyrir aðgang að tækni og þjónustu, áfangagreiðslur þegar ákveðnum áföngum er náð í þróun lyfja og hlutdeild í sölu nýrra lyfja. Gengi bréfa deCODE á Nasdaq- markaðnum hækkaði í gær þegar fréttir bárust af uppsögnunum og samningnum við Merck. Hæst fór gengið í 2,45 dali á hlut en lokagengi gærdagsins var 2,12 dalir, sem er um 16,5% hækkun frá fyrra degi. Íslensk erfðagreining segir upp 200 manns og kynnir milljarðasamning Nær þriðjungi starfs- manna sagt upp samtímis Morgunblaðið/Sverrir Mikil geðshræring var meðal starfsmanna ÍE í gærmorgun þegar 200 starfsmönnum bárust uppsagnarbréf. Á myndinni kveður Inga Birna Bernburg samstarfskonu sína þegar hún yfirgefur vinnustaðinn í síðasta sinn.  Uppsagnir/4/10/12–13 Stærsti samningur/20 35 ÁRA gamall maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 8. nóvember næstkom- andi grunaður um að hafa orð- ið manni að bana í Reykjavík í fyrrakvöld. Hann á einnig að gangast undir geðrannsókn. Að sögn Þorsteins A. Jóns- sonar forstjóra Fangelsismála- stofnunar er um að ræða geð- sjúkan mann, sem hefði átt að vera undir eftirliti en hann hafi ekki fengið nauðsynlegt aðhald og þjónustu á stofnunum. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið 65 ára gamlan mann með hnífi í húsi við Klapparstíg, en sá síðarnefndi lést af áverkum sínum skömmu síðar. Leit að morð- vopninu hefur ekki borið ár- angur. Var á reynslulausn Hinn grunaði var á reynslu- lausn vegna fangelsisdóms frá 1998. Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofn- unar, segir að maðurinn hafi ekki brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar fyrr en í fyrrakvöld, sé grunur lögreglu réttur. Maðurinn sé alvarlega veikur og starfsmenn Fangels- ismálastofnunar hafi reynt að aðstoða hann eftir megni án árangurs. „Hann er illa hald- inn geðsjúklingur og alvarlega veikur en engin stofnun í þjóð- félaginu var tilbúin að taka hann upp á sína arma eða bera ábyrgð á honum. Hver vísaði á annan,“ segir Þorsteinn. „Þetta er maður sem á heima á stofnunum og undir eftirliti lækna. Hann þurfti aðhald og þjónustu sem hann var tilbú- inn að þiggja en slíkt var ekki í boði.“ Fékk ekki inni á stofn- unum Í gæsluvarðhald grunaður um manndráp  Mun gangast undir/6 SALA á lambakjöti var 44% minni í ágústmánuði en í ágúst í fyrra. Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, segir að útsala á svínakjöti í ágúst og verðlækkun á lambakjöti í júlí skýri þennan samdrátt. Alls seldust 469 tonn af svínakjöti í ágúst, 398 tonn af kjúklingum og að- eins 385 tonn af lambakjöti, en lambakjöt er að jafnaði mest selda kjötið á Íslandi þrátt fyrir að sala á því hafi dregist saman á síðustu ár- um. Sala á lambakjöti í sumar, þ.e. júní, júlí og ágúst, er 15,8% minni en sömu mánuði í fyrra. „Svínakjötsframleiðendur voru í ágústmánuði að selja svínakjöt langt undir kostnaðarverði. Það gengur náttúrlega ekki. Þeir fara bara beint á hausinn. En þetta hefur aukið söl- una hjá þeim. Það var mjög góð sala á lambakjöti í júlí, en hún var þá 14,7% meiri en í sama mánuði í fyrra. Það mun að einhverju leyti hafa stafað af því að það voru stórar útsölur í þeim mánuði á mjög ódýru lambakjöti sem mönnum var boðið upp á að taka heim í frystikistur sínar. Það voru ekki slíkar lambakjötsútsölur í ágúst. Þetta tvennt ræður mestu um sölu- tölurnar fyrir ágúst,“ sagði Ari. Ekki allir komnir á samning um afurðalán Í bréfi sem Bændasamtökin sendu landbúnaðarráðherra í ágúst í tengslum við ákvörðun um útflutning á lambakjöti er bent á að miklar birgðir af lambakjöti kunni að valda því að erfiðara verði fyrir sláturleyf- ishafa að fá lánafyrirgreiðslu. Ari sagði að flestir sláturleyfishafar stefndu að því að greiða bændum 25% af afurðaverði fyrir 25. október og greiða að fullu í desember. Hann sagðist hafa óstaðfestar fréttir af því að ekki væru allir sláturleyfishafar búnir að gera samning um afurða- lánaviðskipti. Þetta þyrfti ekki að vera óeðlilegt þar sem enn væri mán- uður í greiðsludag. „Ef ég væri bankamaður myndi ég hafa af því meiri áhyggjur að lána út á lambakjöt ef ég vissi að það væri mik- ið af umframbirgðum. Það sem við vorum að benda á í bréfi til ráðherra var einfaldlega það að því meiri birgðir sem við erum með því minni líkur eru á að það sé auðvelt með af- urðalánafyrirgreiðslu,“ sagði Ari. Mjög dræm sala á lambakjöti í ágúst BETUR fór en á horfðist þegar 9 ára drengur varð fyrir bifreið í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í gær. Drengurinn var að koma út úr skólarútu og hljóp fram fyrir hana en í veg fyrir bíl. Slysið átti sér stað á Álfhólsvegi við Skálaheiði í Kópavogi. Strákurinn var fluttur á slysadeild Landspítala–háskólasjúkrahúss í Fossvogi, en meiðsli hans voru ekki talin eins alvarleg og í fyrstu var ótt- ast. Drengur fyrir bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.