Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK fyrir Y yogawest.isSeljavegi 2 DANSARA sími: 511-2777 G AO YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR og þá sem hafa námskeið dansþjálfun 5. - 26. október laugardaga kl. 10.30-12.30 fyrir Afmælisþakkir Í tilefni 85 ára afmælis míns vil ég þakka börn- um, tengdabörnum og barnabörnum fyrir að gera eftirminnilegan dag í lífi mínu að miklum gleðidegi. Reglubræðrum og öðrum ættingjum og vinum þakka ég hlýhug, blóm og gjafir. Lifið heil! Baldvin Ásgeirsson, Furulundi 15c. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og söng á 90 ára afmæli mínu 14. september. Guð blessi ykkur öll. Jóna Sveinbjarnardóttir, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Konur Streitulosun - Tilfinningavinna - Skapandi tjáning - Að tengjast kynorkunni Tími til að skoða í öruggu umhverfi það sem við höfum sett í skuggann og leita inn í hjartað. LÍFÖNDUN - JÓGA - HUGLEIÐSLA - O.FL. Námskeið helgað konum á öllum aldri 12.-13. október GULLBERG er annað nafn yfir brids í Svíþjóð. Tommy Gullberg hefur spilað í landsliði Svía í áratugi, stýrt landsliðinu um tíma, auk þess sem hann skrifar mikið um spilið. Þraut dagsins er fengin að láni frá Tommy: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K10876 ♥ 2 ♦ 876 ♣KD43 Suður ♠ ÁDG92 ♥ Á ♦ ÁKG ♣Á652 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Það er „þungi“ í opnun suðurs á einum spaða, en þrátt fyrir 23 punkta er óþjált að byrja á alkröfu með þessa skiptingu. Vestur kemur út með hjartatíu og nú er það spurningin gam- alkunna – hvernig á suður að spila? Slemman er í engri hættu ef laufið kemur 3-2 og þá má svína tígulgosa fyrir yfir- slaginn. Það gerir ennfrem- ur lítið til þótt vestur sé með fjórlit í laufi, því þá má senda hann inn á fjórða lauf- ið til að spila tígli upp í gaff- alinn eða hjarta í tvöfalda eyðu. Vandinn er að eiga við lauffjórlitinn í austur. Þá kemur tvennt til greina, annaðhvort að svína einfald- lega tígulgosa, eða taka ÁK og spila gosanum í þeirri von að vestur sé með drottninguna, en hann verð- ur þá að spila út í tvöfalda eyðu. Hvort skyldi vera betra? „Ef austur á lengd í laufi er líklegra að vestur sé með fleiri tígla og þar með drottninguna,“ segir Gull- berg og mælir með því að taka ÁK í tígli og spila gos- anum: Norður ♠ K10876 ♥ 2 ♦ 876 ♣KD43 Vestur Austur ♠ 43 ♠ 5 ♥ D109854 ♥ KG763 ♦ 10432 ♦ D94 ♣9 ♣G1087 Suður ♠ ÁDG92 ♥ Á ♦ ÁKG ♣Á652 Og bætir við: „Ef legan er svona, vona ég að makker þinn sé skilningsríkur. En ef ekki, þá væri ég til í að spila við þig!“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú hefur góðan smekk og ert aðlaðandi. Fólki líkar vel við þig og virðir. Rómantík skiptir miklu máli í lífi þínu. Árið framundan gæti orðið það mikilvægasta í lífi þínu og draumar þínir kunna að rætast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur átt von á að óvæntir atburðir gerist í dag. Þetta verður ánægjulegur atburður sem mun gleðja þig mjög. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú færð óvenjulega hugmynd um hvernig hægt er að græða peninga. Ekki afskrifa þessa hugmynd, hún gæti leitt til árangurs í framtíðinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú kannt að fá tækifæri til að ferðast í dag. Samskipti þín við fólk frá öðrum löndum eða menningarsvæðum verða já- kvæð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að hafa góða stjórn á fjármálum þínum. Tryggðu að allt sé í lagi svo innstæðu- lausar ávísanir eða yfirdrátt- ur komi þér ekki á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vinir munu koma þér á óvart í dag. Eða þú kannt að eign- ast nýjan, óvenjulegan vin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það borgar sig þótt síðar verði að leggja sig fram en af- rakstur letinnar kemur strax. Í dag vilt þú gera nákvæm- lega það sem þú vilt gera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óvænt daður getur leitt til rómantískra ævintýra. Í það minnsta getur þú búist við skemmtilegri stund undir óvenjulegum kringumstæð- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vertu vakandi fyrir tækifær- um sem kunna að bjóðast í fjármálum. Ef einhver býðst til að gefa þér gjöf skaltu þiggja hana. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Upplýstar samræður sem þú átt í dag munu verða þér til góðs. Þér finnst gaman að læra um nýja hluti sem víkka sjóndeildarhringinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skyndileg löngun til að kaupa eitthvað eða breytingar í vinnunni munu halda athygli þinni fanginni í dag. Óvenju- leg tillaga kann að geta haft jákvæð áhrif á heilsu þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki sitja heima í dag. Farðu heldur og kannaðu nýja möguleika til skemmtunar eða íþrótta því ef þú tekur þér tak munt þú skemmta þér vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag er heppilegt að gera nauðsynlegar breytingar í einkalífinu eða á heimilinu. Öðrum kunna að koma þessar aðgerðir þínar á óvart en þeir verða að sætta sig við þær. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VOG LJÓÐABROT SVEITAVÍSUR Kvíði ég fyrir að koma í Fljót, kvíði ég fyrir Sléttuhlíð, kvíði ég ríða kulda mót. Kvíðvænleg er þessi tíð. Öllu er stolið ár og síð, eins þó banni Kristur. Þelamörk og Þjófahlíð, það eru gamlar systur. Stirð er jafnan stjúpu hönd, stendur upp með þjósti. Svei því, ef hún Svalbarðsströnd á sínu elur mig brjósti. Björg Einarsdóttir Árnað heilla 70ÁRA afmæli. Á morg-un, sunnudaginn 29. september, er sjötug Þór- unn Hermannsdóttir, Kirkjusandi 5. Í tilefni af- mælisins tekur hún og eig- inmaður hennar, Davíð Guðbergsson, á móti ætt- ingjum og vinum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga, milli kl. 17–20 á afmælisdaginn. 1. e4 c5 2. b3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Bb2 Rc6 5. Rc3 Rxc3 6. Bxc3 d5 7. f4 Bf5 8. d3 Dd7 9. Be2 d4 10. Bd2 0–0–0 11. a3 g5 12. Rf3 gxf4 13. Bxf4 Bg7 14. 0–0 Hhg8 15. b4 f6 16. exf6 Bxf6 17. b5 Rb8 18. Re5 De6 19. Rc4 Rd7 20. Bf3 Bg4 21. Dd2 Bxf3 22. Hxf3 Dd5 23. Da5 e5 24. Bg3 Kb8 Staðan kom upp á Fyrsta laugardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest. Ingvar Þór Jóhannesson (2.84) hafði hvítt gegn Csaba Berczes (2.316). 25. Hxf6! b6 26. Dd2 Rxf6 27. Bxe5+ Ka8 28. Bxf6 Hdf8 29. Be5 Hf5 30. Bg3 Hfg5 31. a4 h5 32. a5 h4 33. Rxb6+ axb6 34. axb6+ Kb7 35. Ha7+ Kc8 36. Df4 og svartur gafst upp. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Truongson Ngoc Nguyen (2.234) 11 v. af 12 mögu- legum. 2. Attila Schneider (2.337) 9 v. 3. Juergen Brustkern (2.293) 7 ½ v. 4. Laszlo Gonda (2.309) 7 v. 5.–7. Janos Dudas (2.368), Robert Philipowski (2.299) og Ingvar Þór Jóhannesson (2.284) 6v. 8.–9. Zsolt Korp- ics (2.331) og Miklos Nem- eth (2.337) 5 v. 10.–11. Ev- arth Kahn (2.355) og Csaba Berczes (2.316) 4½ v. 12. Heather Richard (2.275) 4 v. 13. Vaszilisz Metaxasz (2.181) 2 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 26. sept. lauk þriggja kvölda tvímenning sem var í boði 11–11 verslananna. Besta skori kvöldsins náðu í n-s meðalskor var 216 Þórður Björnsson – Georg Sverrisson 279 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss. 267 Sigurjón Tryggvas. – Heimir Tryggvas. 263 Ísak Örn Sigurðss. – Ómar Olgeirsson 259 a-v Sveinn R Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 260 Einar Guðm. – Sigurður Sigurjónss. 241 Tryggvi Tryggvas. – Óskar Guðjónss. 230 Hermann Friðrikss. – Garðar V Jónss. 229 Lokastaðan varð þessi: Sveinn R. Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 747 Sigurjón Tryggvas. – Heimir Tryggvas. 740 Vilhjálmur Sig. – Steingrímur Jónass. 737 Ragnar Jónsson – Georg Sverrisson 718 Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirss. 703 Þrjú efstu pörin fengu vegleg verðlaun í boði 11–11 verslananna í formi vöruúttektar. Fimmtudaginn 3. okt. hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Stökum spilurum eða pörum verður hjálpað við myndun sveita. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Spilað er í Þinghóli í Hamraborginni. Spila- mennska hefst kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils Hafinn er þriggja kvölda hausttví- menningur með þátttöku 18 para. Staðan eftir fyrsta kvöldið er þessi: Gísli Tryggvason - Heimir Tryggvas. 267 Arnar Arngrímss. - Valdimar Elíasson 264 Skafti Björnss. - Jón Sigtryggsson 247 Árni M. Björnss. - Hjálmar Pálsson 235 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu. 24 pör í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tólf borðum að Gullsmára 23 fimmtudaginn 26. sept. sl. Meðal- skor 220. Efst vóru: NS Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 279 Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 241 Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 232 AV Jón P. Ingibergss – Hólmsteinn Hallgr. 248 Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 242 Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórsson 242 Spiladagar mánu- og fimmtudag- ar. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 23. sept. sl. var spil- aður 1 kvölds tvímenningur. Meðal skor 210. Röð efstu para var eftirfar- andi: Ari M. Arason – Birkir Jónsson 286 Gróa Guðnad. – Kristjana Steingrímsd. 240 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen 236 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 232 Mánudaginn 30. sept. nk. hefst Hausttvímenningur (barómeter) stendur í 3–5 kvöld fer eftir þátt- töku. Skráning á spilastað, Síðumúla 37, ef mætt er stundvíslega mánudag- inn 30. sept. kl. 19.30. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28. september, er sjötugur Jón Árnason, Sóltúni 5, Reykja- vík. Hann er að heiman í dag. Morgunblaðið/Þorkell Þessir duglegu krakkar í Mosfellsbæ héldu tombólu og söfnuðu 7.574 krónum til styrktar Krabbameinsfélagi Ís- lands. Þau heita Sæunn Ýr Óskarsdóttir, Thelma Rut Frí- mannsdóttir, María Gyða Pétursdóttir, Hrefna Guðrún Pét- ursdóttir, Fannar Benediktsson og Ragna Gunnhildur Gunnarsdóttir. Hlutavelta Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll 65 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 29. september, er 65 ára Sigurður Tryggvason, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Erla Andrésdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 20 í sumarbústaðnum í Grímsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.