Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 49

Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 49
ÞRJÚ hagnýt tungumálanám- skeið verða haldin hjá Endur- menntun HÍ í októbermánuði í sænsku, dönsku og ensku. Hagnýt sænska hefst 7. októ- ber kl. 20:15. Takmarkið er að skapa grundvöll fyrir árangurs- rík samskipti á sviði menningar, viðskipta eða stjórnmála. Nám- skeiðið er yfirgripsmikið og fá þátttakendur alhliða þjálfun í málnotkun með ríkri áherslu á talað mál og framkomu á opin- berum vettvangi, auk málfræði- og ritæfinga. Kennarar eru El- ísabet Brekkan sænskukennari og Lars-Göran Johansson sendikennari við HÍ. Enska í viðskiptum hefst 7. október kl. 14:30. Það er ætlað þeim sem vilja efla markvissa málnotkun til að treysta sam- skipti og viðskiptasambönd. Megináhersla er lögð á hagnýt- an fagorðaforða og hugtak- anotkun í viðskiptum, sérstak- lega á rekstrar- og markaðssviði og í inn- og útflutningi. Kennari er Erlendína Kristjánsson lög- fræðingur og kennari í við- skipta- og lagaensku við HÍ. Danska II fyrir fólk í nor- rænu samstarfi og viðskiptum er sjálfstætt framhaldsnám- skeið þar sem þátttakendur hagnýta sitt fyrra nám eða reynslu í starfi. Áhersla er lögð á virka þátttöku í samræðum og hnitmiðaða þjálfun í að flytja mál sitt á áheyrilegan hátt. Kennarar eru Ágústa Pála Ás- geirsdóttir og Bertha Sigurðar- dóttir kennarar við VÍ. Skráning fer fram á vefslóð- inni www.endurmenntun.is. Starfstengd tungumála- námskeið FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 49 Ný sending Teg. 1426 Litir: Svartur, beige Verð 8.990 Teg. 1422701 Litur: Svartur Verð 13.990 Teg. 1426101 Litur: Svartur Verð 12.990 Kringlan, s. 533 1727 Laugavegur, s. 511 1727 Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 gud.run@mmedia.is Andartak í erli dagsins Tími til að vera, hlaða batteríin, styrkja líkamann, auka sveigjanleikann og úthaldið og næra andann. Mán. og mið. kl. 17.30 á Háaleitisbraut 11. Með jóga - dansi - leik og kyrrð BRESKI sendiherrann á Íslandi, hr. John Culver, opnar málverkasýn- ingu ensku mæðgnanna Jacqueline og Sophia Rizvi í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 15. Sýningin nefnist Frá Bretlandi til Íslands, en listakonurnar hafa oft dvalið á Íslandi. Jacqueline Rizvi (1944) stundaði nám við Polytechnic and Chelsea College of Art í London 1962–66 og aftur 1967–68. Hún hefur sýnt verk sín víða á Bretlandseyjum, en einnig í Japan, Kanada, Bandaríkjunum, Hollandi, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur unnið veggmyndir fyrir stofn- anir í London, m.a. neðanjarðar- brautirnar og sjúkrahús, auk þess sem verk hennar prýða mörg opin- ber söfn og einkasöfn. Jacqueline er m.a. félagi í The Royal Society of British Artists og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Sophia Rizvi (1973) stundaði nám við Kingston Polytechnic 1991–92 og Byam Shaw School of Art, 1993–96, þar sem hún útskrifaðist með BA- gráðu. Hún hefur haldið margar sýn- ingar í Bretlandi, en þetta er fyrsta sýning hennar utan heimalandsins. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18. laugardaga til 17 og sunnu- daga frá kl. 14–17. Sýningunni lýkur 13. október. Breskar mæðgur sýna í Galleríi Fold SUNNUDAGINN 29. september efnir Ferðafélag Íslands til göngu frá Þorlákshöfn að Selvogi. Gang- an hefst í Þorlákshöfn og verður gengið með ströndinni út að Strandarkirkju. Gönguleiðin er um 20 km og göngutími um 5 klst. Gengið er að mestu á flatlendi og er m.a. farið um orpið hraun. Á göngunni má víða sjá sérkennilega kletta og brimi meitlaðar skvomp- ur, klappir fágaðar af sjó og stærðarbjörg sem kastast hafa langt upp á land. Fararstjóri verð- ur Eiríkur Þormóðsson. Verð 1.800/2.000 kr. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6. kl. 10.30. Gengið að Selvogi HÁTÍÐAHÖLD verða í Ártúns- skóla í Reykjavík þegar ný við- bygging verður opnuð formlega í dag, laugardaginn 28. september, kl. 10:00. Á sama tíma verður haldið upp á 15 ára afmæli skólans. Skólinn varð einsetinn í haust og eru nemendur um 200. Undirbún- ingur að hönnun viðbyggingar hófst í nóvember árið 2000 með stofnun byggingarhóps. Viðbyggingin, sem er 868 m² tengir saman eldri byggingar með tengigöngum við suðausturhorn 1. áfanga og við inngang í íþrótta- húsið. Í viðbyggingunni verða m.a. tvær heimastofur, fjórar sér- kennslustofur fyrir list- og verk- greinar, raungreinar og tónlist ásamt skóladagvist. Nú fá allir ár- gangar skólans heitan mat í há- deginu. Framkvæmdir við þennan áfanga voru boðnar út í október 2001. Samið var við lægstbjóð- anda, Spöng ehf., og hófust fram- kvæmdir í byrjun nóvember sama ár. Arkitektar eru Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Ístak sá um burðarþol og lagnir, Rafteikning um raflagnir, Lands- lag ehf. um lóð. Verkefnisstjórn var í höndum Fasteignastofu Reykjavíkurborg- ar. Afmæli og opn- un viðbyggingar Ártúnsskóla NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum boðar til ráðstefnu með yfirskriftinni: Áhrif breyttrar kjördæmaskipunar á hlut kvenna á Alþingi. Ráðstefnan verður haldin mánudaginn 30. september í Nor- ræna húsinu kl. 16–18. Frummælendur verða: Friðrik Sophusson, forstjóri og fyrrver- andi formaður nefndar forsætis- ráðherra sem skipuð var 8. sept- ember 1997 til að endurskoða kjördæmaskipun og tilhögun kosn- inga til Alþingis. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sem átti sæti í nefndinni, flytur erindið: Það mun skila sér. Svanfríður Jón- asdóttir alþingismaður flytur er- indið: Konur, völd og veiðimanna- samfélagið. Erindi Ragnheiðar Elvu Þorsteinsdóttur lögfræðings nefnist: Jafn réttur kvenna og karla til að ná kjöri. Svanur Krist- jánsson stjórnmálafræðingur flyt- ur erindið: Alþingiskosningar 2003 færri konur kjörnar á þing? Umræður og fyrirspurnir verða að loknum erindum. Ráðstefna um breytta kjör- dæmaskipan NORRÆNA félagið á Íslandi var stofnað árið 1922 og heldur upp á 80 ára afmæli sitt sunnudaginn 29. september. Norræna félagið hefur allan þennan tíma starfað ötullega að norrænum málefnum og auknum vina- og menningarsamskiptum milli Íslands og annarra Norður- landa. Félagsmenn í Norræna félaginu eru nú um 3.000 talsins í 26 fé- lagsdeildum víðs vegar um landið. Félagið flutti um miðjan ágúst í eigið húsnæði á Óðinsgötu 7, Reykjavík. Landsbanki Íslands gaf félaginu húsgögn í nýju skrifstof- una og hefur á ýmsan annan hátt greitt götu félagsins. Afmælis félagsins verður minnst með skemmtidagskrá í samkomu- tjaldi á Óðinstorgi gegnt Hótel Óð- insvéum milli kl. 14.00 og 17.00. Meðal skemmtiatriða má nefna hinn þekkta sænska vísnasöngvara Mikael Wiehe, Flensborgarkórinn og rapparana Sesar A og Blazroca. Hið nýja húsnæði verður opið al- menningi og boðið verður upp á kaffi, djús og kleinur. Norræna fé- lagið býður alla landsmenn hjart- anlega velkomna, segir í fréttatil- kynningu. Norræna félagið fagnar 80 ára afmæli LJÓSAFYRIRTÆKIÐ iGuzzini á Ítalíu hefur staðið að mörgum verkum í lýsingu á Íslandi. Þrír myndatökumenn frá Ítalíu heim- sóttu Ísland nýlega til að mynda nokkur ljósaverkefni. Myndirnar voru teknar í Bláa lóninu, Ís- lenskri erfðagreiningu (deCODE) og við opnun Marels í Garðabæ. Einnig voru myndaðir skólar, kirkjur, hafnarmannvirki o.fl. Þá var rætt við arkitekta og lýsingahönnuði hinna ýmsu verk- efna. Úrvals ljósahönnuðir mættu einnig frá Ítalíu við opnun Mar- els, en þar var lýsing frá iGuzzini notuð. Við þetta tækifæri gaf eigandi GH-Ljósa í Garðabæ bæjarstjór- anum, Ásdísi Höllu Bragadóttur, olíumálverk af víkingi til minn- ingar um fornminjar sem aldurs- greindar hafa verið frá árinu 980 við Hofstaði. Gáfu bæj- arstjóra Garðabæjar mynd Hvalbakur, ekki Kaldbakur Skerið Hvalbakur var kallað Kald- bakur í leiðara blaðsins í gær. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Nafn misritaðist Nafn Sigurðar G. Guðjónssonar misritaðist á einum stað í baksíðu- frétt í gær og stóð þar Sigurður G. Tómasson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Röng tala Röng tala var í baksíðufrétt í gær um nýja þotu í íslenska flugflotan- um. Þotan kostaði 11 milljónir doll- ara en ekki 11 þúsund dollara. LEIÐRÉTT NÝKJÖRIN stjórn Ungra vinstri- grænna hefur skipt með sér verk- um. Formaður var kjörin Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur, ritari Karólína Einarsdóttir, líf- fræðinemi, og gjaldkeri Huginn Freyr Þorsteinsson, heimspeki- nemi. Fráfarandi formaður, Sigfús Ólafsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýr formaður kjörinn Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.