Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 28.09.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 35 ÁRA gamall karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 8. nóvember næstkomandi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst einnig á kröfu lögreglunnar um að maðurinn gengist undir geðrann- sókn. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið 65 ára gamlan mann með hnífi í risíbúð við Klapparstíg 11 en maðurinn lést af áverkum sínum. Leit að morðvopninu hefur ekki bor- ið árangur. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun var hinn grunaði á reynslulausn. Gat nafngreint árásarmanninn Árásin var tilkynnt til Neyðarlínu klukkan 21.35 á fimmtudagskvöld. Manninum sem varð fyrir árásinni hafði þá tekist að gera vart við sig hjá nágrönnunum en árásarmaður- inn var á bak og burt. Þegar lög- regla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn var hann enn með meðvit- und og gat nafngreint árásarmann- inn. Sá sem varð fyrir hnífsstung- unni var þegar fluttur á slysadeild en hann var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hóf lögregla þegar víðtæka leit að árás- armanninum, leitað var á dvalarstað hans, á veitingahúsum í nágrenni Klapparstígs og víðar um borgina. Um klukkan 23 fékk lögregla ábend- ingu um að hann héldi til á ákveðnum stað í austurborginni og var hann handtekinn skammt frá þeim stað nokkrum mínútum seinna. Greindur með geðklofa með ofsóknarívafi Vettvangur árásarinnar var lok- aður af fyrir sérfræðinga tækni- deildar lögreglunnar. Maðurinn var yfirheyrður í gær en lögregla verst að öðru leyti fregna af rannsókn málsins. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins á hinn grun- aði allnokkurn brotaferil að baki. Árið 1993 dæmdi Hæstiréttur hann fyrir innflutning á 1,2 kg af kókaíni til landsins og fyrir að hafa ætlað að selja það hér á landi. Hann var handtekinn eftir að hafa ekið á lög- reglubíl sem reyndi að hefta flótta hans undan lögreglu með kókaínið. Við áreksturinn sem varð á Vest- urlandsvegi slösuðust tveir lög- reglumenn, annar þeirra lífshættu- lega og varanlega. Maðurinn réðst síðan að lögreglumönnum sem hugð- ust handtaka hann með skærum en var yfirbugaður. Í framburði Högna Óskarssonar geðlæknis við réttar- höldin, kom fram að maðurinn væri haldinn geðklofa með ofsóknarívafi (schizophrenia paranoid) sem lýsti sér m.a. í alls kyns ranghugmyndum og ofskynjunum. Hann var þó talinn sakhæfur og dæmdur í sjö ára fang- elsi. Hinn látni hefur einnig komið við sögu lögreglunnar. Árið 1988 var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyr- ir að verða eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra á Klapparstíg 11, í sama húsi og hann hlaut þá áverka sem drógu hann til dauða í fyrra- kvöld. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagði maðurinn í fyrstu að konan hefði sjálf veitt sér þá áverka sem drógu hana til dauða en játaði síðan að hafa lent í átökum við eiginkonu sína. Það hafi á hinn bóginn ekki verið ásetningur sinn að verða henni að bana. Hefði átt að vera undir eftirliti Eins og fyrr segir var hinn grun- aði á reynslulausn vegna fangelsis- dóms sem hann hlaut árið 1998. Þor- steinn A. Jónsson forstjóri Fang- elsismálastofnunar segir að maður- inn hafi ekki brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar fyrr en í fyrra- kvöld, sé grunur lögreglu réttur. Maðurinn sé alvarlega veikur og Fangelsismálastofnun hafi reynt að aðstoða hann eftir megni en því mið- ur virðist ekkert úrræði vera til fyr- ir slíka menn í þjóðfélaginu. „Það er það sem er vandamálið númer eitt, tvö og þrjú. Hann er illa haldinn geðsjúklingur og alvarlega veikur en engin stofnun í þjóðfélaginu var tilbúin til að taka hann upp á sína arma eða bera ábyrgð á honum. Hver vísaði á annan. Við vorum bún- ir að gera allt sem við gátum og fleiri aðilar reyndu að hjálpa honum, til dæmis Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁÁ,“ segir Þorsteinn. „Þetta er maður sem á heima á stofnunum og undir eftirliti lækna. Hann þurfti að- hald og þjónustu sem hann var tilbú- inn að þiggja en slíkt var ekki í boði.“ 35 ára gamall maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps á Klapparstíg Mun gangast und- ir geðrannsókn Var á reynslulausn og hefði átt að vera undir eftirliti lækna að mati forstjóra Fangelsismálastofnunar MEÐALLESTUR á Morgunblaðinu á landinu öllu var 57% í vikunni 15. til 22. september samkvæmt fjöl- miðlakönnun sem Gallup hefur gert. Þetta er heldur minni með- allestur en í síðustu fjölmiðlakönn- un Gallup sem gerð var í apríl sl. en þá mældist meðallestur á blaðinu 60%. Þessi breyting á meðallestri er þó innan skekkjumarka. Morg- unblaðið er mest lesna dagblaðið alla útgáfudaga þess samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meðallestur á Fréttablaðinu á landinu öllu er 49,2% skv. könn- uninni og hefur aukist úr 44,4% í aprílkönnun Gallup. Meðallestur á DV mælist nú 32,3% en var 31,5% í aprílkönnuninni. Gallup vann að gerð fjölmiðla- könnunarinnar fyrir samstarfshóp um fjölmiðlarannsóknir sem sam- anstendur af helstu fjölmiðlum landsins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa (SÍA). 62,5% lesa Morgunblaðið á sunnudögum Könnunin náði til fólks á aldr- inum 12 til 80 ára af öllu landinu og fór fram í gegnum síma. Síðasta fjölmiðlakönnun Gallup í apríl sl. var aftur á móti dagbókarkönnun. Alls voru 1.500 manns í úrtaki könnunarinnar og var heildarfjöldi svarenda 899. Nettósvörun er því 62,5%. Sé litið á lestur einstakra tölu- blaða í könnunarvikunni yfir landið allt kemur í ljós að flestir lesa Morgunblaðið á sunnudögum (62,5%) og á föstudögum (61%). Fréttablaðið er mest lesið á föstu- dögum (53,5%) og á fimmtudögum (52,8%). DV er mest lesið á laug- ardögum (39,7%) og á fimmtudög- um (32,9%). Meðallestur Morgunblaðsins í Reykjavík og á Reykjanesi var 63,4% í könnunarvikunni. Meðal- lestur á Fréttablaðinu á höfuðborg- arsvæðinu var 65,5%. Ekki er töl- fræðilega marktækur munur á lestri Morgunblaðsins og Frétta- blaðsins, en meðallestur á DV í þessum landshluta var 31,5%. Sé meðallestur dagblaðanna greindur eftir kyni yfir landið kem- ur í ljós að meðallestur karla á Morgunblaðinu var 58,8% í könn- unarvikunni en 55,1% meðal kvenna. 48,7% karla lásu Frétta- blaðið að jafnaði hvern útgáfudag og 49,7% kvenna. Meðallestur á DV meðal karla var 34,7% en meðal- lestur kvenna 29,9%. Gallup kannaði einnig áhorf á sjónvarpsfréttatíma og nokkra sjónvarpsþætti sem voru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í könnunarvik- unni. Flestir horfðu á aðalfrétta- tíma Ríkissjónvarpsins í könn- unarvikunni eða 50,6% að jafnaði skv. niðurstöðum fyrir landið allt. 39,5% horfðu á fréttir Stöðvar 2 kl. 18:30. Beðmál í borginni vinsælasti sjónvarpsþátturinn Þátturinn Beðmál í borginni í Ríkissjónvarpinu mældist með mest áhorf einstakra þátta sem könnunin náði til en 30,2% sögðust hafa horft á þann þátt. Álíka stórt hlutfall eða 30% horfði annaðhvort á frumsýn- ingu eða á endursýningar þáttarins Innlit/Útlit á Skjá 1. Þá horfðu 27,9% á frumsýningu eða endursýn- ingar á þættinum Djúpu lauginni á Skjá einum, 27,2% horfðu á frum- sýningu eða endursýningu Kast- ljóss Ríkissjónvarpsins og 21,6% horfðu á þáttinn Fear factor á Stöð 2. Skv. niðurstöðum könnunarinnar horfðu 11,9% landsmanna á leik Fylkis og KR í knattspyrnu sem sýndur var á Sýn og 8% horfðu á þáttinn 70 mínútur á Popp Tíví að jafnaði í könnunarvikunni.                     ! "  " # "!  " "              !" # "#  !  "  "       Dagblaðalestur á landsvísu samkvæmt símakönnun Gallup Morgunblaðið mest lesið alla útgáfudaga ÞAR sem haustið hefur verið óvenju milt og næturfrost hefur ekki gert vart við sig er sveppi enn að finna víða í náttúrunni. Á myndinni hér að ofan má sjá mynd af berserkja- sveppi (Amanita muscaria) í Ásbyrgi í N-Þingeyjarsýslu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hljóp Morgunblaðið nokkuð á sig þar sem sagði í myndartexta sem fylgdi myndinni, að sveppurinn væri girnilegur þótt ósagt skyldi látið hvort hann væri matarsveppur. Upplýsist það því hér með að um ber- serkjasvepp er að ræða sem er eitraður og alls ekki ætur, þótt hann sómi sér prýðilega á mynd. Berserkjasvepp- urinn er mjög áberandi í september þar sem hann ber ávöxt seint. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þótt svepp- urinn sé ekki baneitraður hafi hann mjög slæm áhrif fyrir þá sem neyta hans, bæði á ósjálfráða taugakerfið Eitraðir ber- serkjasveppir áberandi á haustin Morgunblaðið/Kári og miðtaugakerfið. Best sé að tína sveppi sér til matar í ágústmánuði og þá vitaskuld eingöngu sveppi sem maður þekki og viti að séu ætir. FRESTUR til að gefa kost á sér í kjörnefnd Varðar – Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vegna undirbúnings fyrir alþingis- kosningarnar í vor, rann út kl. 17 í gær. Alls höfðu þá borist 16 fram- boð skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Átta verða kjörnir skriflegri kosningu 15 manns eiga sæti í kjörnefnd- inni og skulu átta kjörnefndar- menn kosnir skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu ef fleiri en átta gefa kost á sér skv. reglum flokks- ins. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. október þar sem lögð verður fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um að fram fari sameiginlegt prófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmun- um 22. og 23. nóvember. Einnig verður lagt til að þátttökuréttur í prófkjörinu verði í samræmi við a- og b- lið 2. gr. prófkjörsreglna flokksins, sem þýðir að prófkjörið verður opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum og þeim er skrá sig í sjálfstæðisfélag fyrir lok kjörfundar. Verði tillaga stjórnar samþykkt á fundi fulltrúaráðsins mun yfir- kjörstjórn fljótlega auglýsa eftir framboðum til prófkjörsins. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík 16 í framboði til kjörnefndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.