Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 35 ÁRA gamall karlmaður var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 8. nóvember næstkomandi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst einnig á kröfu lögreglunnar um að maðurinn gengist undir geðrann- sókn. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið 65 ára gamlan mann með hnífi í risíbúð við Klapparstíg 11 en maðurinn lést af áverkum sínum. Leit að morðvopninu hefur ekki bor- ið árangur. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun var hinn grunaði á reynslulausn. Gat nafngreint árásarmanninn Árásin var tilkynnt til Neyðarlínu klukkan 21.35 á fimmtudagskvöld. Manninum sem varð fyrir árásinni hafði þá tekist að gera vart við sig hjá nágrönnunum en árásarmaður- inn var á bak og burt. Þegar lög- regla og sjúkraflutningamenn komu á staðinn var hann enn með meðvit- und og gat nafngreint árásarmann- inn. Sá sem varð fyrir hnífsstung- unni var þegar fluttur á slysadeild en hann var úrskurðaður látinn eftir að þangað var komið. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hóf lögregla þegar víðtæka leit að árás- armanninum, leitað var á dvalarstað hans, á veitingahúsum í nágrenni Klapparstígs og víðar um borgina. Um klukkan 23 fékk lögregla ábend- ingu um að hann héldi til á ákveðnum stað í austurborginni og var hann handtekinn skammt frá þeim stað nokkrum mínútum seinna. Greindur með geðklofa með ofsóknarívafi Vettvangur árásarinnar var lok- aður af fyrir sérfræðinga tækni- deildar lögreglunnar. Maðurinn var yfirheyrður í gær en lögregla verst að öðru leyti fregna af rannsókn málsins. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins á hinn grun- aði allnokkurn brotaferil að baki. Árið 1993 dæmdi Hæstiréttur hann fyrir innflutning á 1,2 kg af kókaíni til landsins og fyrir að hafa ætlað að selja það hér á landi. Hann var handtekinn eftir að hafa ekið á lög- reglubíl sem reyndi að hefta flótta hans undan lögreglu með kókaínið. Við áreksturinn sem varð á Vest- urlandsvegi slösuðust tveir lög- reglumenn, annar þeirra lífshættu- lega og varanlega. Maðurinn réðst síðan að lögreglumönnum sem hugð- ust handtaka hann með skærum en var yfirbugaður. Í framburði Högna Óskarssonar geðlæknis við réttar- höldin, kom fram að maðurinn væri haldinn geðklofa með ofsóknarívafi (schizophrenia paranoid) sem lýsti sér m.a. í alls kyns ranghugmyndum og ofskynjunum. Hann var þó talinn sakhæfur og dæmdur í sjö ára fang- elsi. Hinn látni hefur einnig komið við sögu lögreglunnar. Árið 1988 var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyr- ir að verða eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra á Klapparstíg 11, í sama húsi og hann hlaut þá áverka sem drógu hann til dauða í fyrra- kvöld. Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagði maðurinn í fyrstu að konan hefði sjálf veitt sér þá áverka sem drógu hana til dauða en játaði síðan að hafa lent í átökum við eiginkonu sína. Það hafi á hinn bóginn ekki verið ásetningur sinn að verða henni að bana. Hefði átt að vera undir eftirliti Eins og fyrr segir var hinn grun- aði á reynslulausn vegna fangelsis- dóms sem hann hlaut árið 1998. Þor- steinn A. Jónsson forstjóri Fang- elsismálastofnunar segir að maður- inn hafi ekki brotið gegn skilyrðum reynslulausnarinnar fyrr en í fyrra- kvöld, sé grunur lögreglu réttur. Maðurinn sé alvarlega veikur og Fangelsismálastofnun hafi reynt að aðstoða hann eftir megni en því mið- ur virðist ekkert úrræði vera til fyr- ir slíka menn í þjóðfélaginu. „Það er það sem er vandamálið númer eitt, tvö og þrjú. Hann er illa haldinn geðsjúklingur og alvarlega veikur en engin stofnun í þjóðfélaginu var tilbúin til að taka hann upp á sína arma eða bera ábyrgð á honum. Hver vísaði á annan. Við vorum bún- ir að gera allt sem við gátum og fleiri aðilar reyndu að hjálpa honum, til dæmis Þórarinn Tyrfingsson hjá SÁÁ,“ segir Þorsteinn. „Þetta er maður sem á heima á stofnunum og undir eftirliti lækna. Hann þurfti að- hald og þjónustu sem hann var tilbú- inn að þiggja en slíkt var ekki í boði.“ 35 ára gamall maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps á Klapparstíg Mun gangast und- ir geðrannsókn Var á reynslulausn og hefði átt að vera undir eftirliti lækna að mati forstjóra Fangelsismálastofnunar MEÐALLESTUR á Morgunblaðinu á landinu öllu var 57% í vikunni 15. til 22. september samkvæmt fjöl- miðlakönnun sem Gallup hefur gert. Þetta er heldur minni með- allestur en í síðustu fjölmiðlakönn- un Gallup sem gerð var í apríl sl. en þá mældist meðallestur á blaðinu 60%. Þessi breyting á meðallestri er þó innan skekkjumarka. Morg- unblaðið er mest lesna dagblaðið alla útgáfudaga þess samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meðallestur á Fréttablaðinu á landinu öllu er 49,2% skv. könn- uninni og hefur aukist úr 44,4% í aprílkönnun Gallup. Meðallestur á DV mælist nú 32,3% en var 31,5% í aprílkönnuninni. Gallup vann að gerð fjölmiðla- könnunarinnar fyrir samstarfshóp um fjölmiðlarannsóknir sem sam- anstendur af helstu fjölmiðlum landsins og Sambandi íslenskra auglýsingastofa (SÍA). 62,5% lesa Morgunblaðið á sunnudögum Könnunin náði til fólks á aldr- inum 12 til 80 ára af öllu landinu og fór fram í gegnum síma. Síðasta fjölmiðlakönnun Gallup í apríl sl. var aftur á móti dagbókarkönnun. Alls voru 1.500 manns í úrtaki könnunarinnar og var heildarfjöldi svarenda 899. Nettósvörun er því 62,5%. Sé litið á lestur einstakra tölu- blaða í könnunarvikunni yfir landið allt kemur í ljós að flestir lesa Morgunblaðið á sunnudögum (62,5%) og á föstudögum (61%). Fréttablaðið er mest lesið á föstu- dögum (53,5%) og á fimmtudögum (52,8%). DV er mest lesið á laug- ardögum (39,7%) og á fimmtudög- um (32,9%). Meðallestur Morgunblaðsins í Reykjavík og á Reykjanesi var 63,4% í könnunarvikunni. Meðal- lestur á Fréttablaðinu á höfuðborg- arsvæðinu var 65,5%. Ekki er töl- fræðilega marktækur munur á lestri Morgunblaðsins og Frétta- blaðsins, en meðallestur á DV í þessum landshluta var 31,5%. Sé meðallestur dagblaðanna greindur eftir kyni yfir landið kem- ur í ljós að meðallestur karla á Morgunblaðinu var 58,8% í könn- unarvikunni en 55,1% meðal kvenna. 48,7% karla lásu Frétta- blaðið að jafnaði hvern útgáfudag og 49,7% kvenna. Meðallestur á DV meðal karla var 34,7% en meðal- lestur kvenna 29,9%. Gallup kannaði einnig áhorf á sjónvarpsfréttatíma og nokkra sjónvarpsþætti sem voru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna í könnunarvik- unni. Flestir horfðu á aðalfrétta- tíma Ríkissjónvarpsins í könn- unarvikunni eða 50,6% að jafnaði skv. niðurstöðum fyrir landið allt. 39,5% horfðu á fréttir Stöðvar 2 kl. 18:30. Beðmál í borginni vinsælasti sjónvarpsþátturinn Þátturinn Beðmál í borginni í Ríkissjónvarpinu mældist með mest áhorf einstakra þátta sem könnunin náði til en 30,2% sögðust hafa horft á þann þátt. Álíka stórt hlutfall eða 30% horfði annaðhvort á frumsýn- ingu eða á endursýningar þáttarins Innlit/Útlit á Skjá 1. Þá horfðu 27,9% á frumsýningu eða endursýn- ingar á þættinum Djúpu lauginni á Skjá einum, 27,2% horfðu á frum- sýningu eða endursýningu Kast- ljóss Ríkissjónvarpsins og 21,6% horfðu á þáttinn Fear factor á Stöð 2. Skv. niðurstöðum könnunarinnar horfðu 11,9% landsmanna á leik Fylkis og KR í knattspyrnu sem sýndur var á Sýn og 8% horfðu á þáttinn 70 mínútur á Popp Tíví að jafnaði í könnunarvikunni.                     ! "  " # "!  " "              !" # "#  !  "  "       Dagblaðalestur á landsvísu samkvæmt símakönnun Gallup Morgunblaðið mest lesið alla útgáfudaga ÞAR sem haustið hefur verið óvenju milt og næturfrost hefur ekki gert vart við sig er sveppi enn að finna víða í náttúrunni. Á myndinni hér að ofan má sjá mynd af berserkja- sveppi (Amanita muscaria) í Ásbyrgi í N-Þingeyjarsýslu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hljóp Morgunblaðið nokkuð á sig þar sem sagði í myndartexta sem fylgdi myndinni, að sveppurinn væri girnilegur þótt ósagt skyldi látið hvort hann væri matarsveppur. Upplýsist það því hér með að um ber- serkjasvepp er að ræða sem er eitraður og alls ekki ætur, þótt hann sómi sér prýðilega á mynd. Berserkjasvepp- urinn er mjög áberandi í september þar sem hann ber ávöxt seint. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þótt svepp- urinn sé ekki baneitraður hafi hann mjög slæm áhrif fyrir þá sem neyta hans, bæði á ósjálfráða taugakerfið Eitraðir ber- serkjasveppir áberandi á haustin Morgunblaðið/Kári og miðtaugakerfið. Best sé að tína sveppi sér til matar í ágústmánuði og þá vitaskuld eingöngu sveppi sem maður þekki og viti að séu ætir. FRESTUR til að gefa kost á sér í kjörnefnd Varðar – Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vegna undirbúnings fyrir alþingis- kosningarnar í vor, rann út kl. 17 í gær. Alls höfðu þá borist 16 fram- boð skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Átta verða kjörnir skriflegri kosningu 15 manns eiga sæti í kjörnefnd- inni og skulu átta kjörnefndar- menn kosnir skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu ef fleiri en átta gefa kost á sér skv. reglum flokks- ins. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. október þar sem lögð verður fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um að fram fari sameiginlegt prófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmun- um 22. og 23. nóvember. Einnig verður lagt til að þátttökuréttur í prófkjörinu verði í samræmi við a- og b- lið 2. gr. prófkjörsreglna flokksins, sem þýðir að prófkjörið verður opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönnum og þeim er skrá sig í sjálfstæðisfélag fyrir lok kjörfundar. Verði tillaga stjórnar samþykkt á fundi fulltrúaráðsins mun yfir- kjörstjórn fljótlega auglýsa eftir framboðum til prófkjörsins. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík 16 í framboði til kjörnefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.