Morgunblaðið - 28.09.2002, Side 29

Morgunblaðið - 28.09.2002, Side 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 29 Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar - FÍS boðar til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 3. október kl. 12.00 í Háteigi, Grand Hótel. Frummælendur fundarins verða: Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur. „Er framtíð í þorskeldi“? Rannveig Björnsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og lektor við Háskólann á Akureyri. „Aðkoma rannsóknastofnana í fortíð og framtíð“ . Guðjón Indriðason framkvæmdastjóri Þórsbergs hf, Tálknafirði. „Reynsla af þorskeldi á Íslandi“. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 588 8910 eða á netfang lindabara@fis.is FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Haustfundur Útflutningsráðs Sv/FÍS Þorskeldi á Íslandi SAMTÖK VERSLUNARINNAR TVEIR af virtustu stjórnmála- fræðingum Svíþjóðar, Leif Lewin og Olof Petersson, birtu miðvikudaginn 18. september sl. grein í Dagens Nyheter þar sem viðteknum sann- indum um kosningaúrslitin þar í landi er kollvarpað. Ályktanir þeirra sem byggðar eru á kosningarann- sóknum eiga erindi til allra þeirra sem hugleiða lýðræði og þingræði. Mörkin óskýr Stjórnmálafræðingarnir telja að skýringanna á fylgisaukningu Þjóð- arflokksins sé ekki fyrst og fremst að leita í ánægju kjósenda með kröfu hans um sænskupróf fyrir innflytj- endur. Flest bendir til að stór hópur kjósenda, sem er andsnúinn Jafnað- armönnum, flytji sig á milli borgara- flokkanna sænsku eftir því hver þeirra er með eindregnasta og skýr- asta stefnu hverju sinni. Almennur boðskapur Þjóðarflokksins um að ríkisborgarar hafi ekki eingöngu réttindi heldur einnig skyldur, fékk að þessu sinni hljómgrunn hjá hluta þeirra kjósenda sem ekki er flokks- hollur en andvígur sænsku stjórn- inni. Að dómi Lewins og Peterssons er aðalvandamál þingræðisins í Svíþjóð að landinu hefur verið stjórnað af minnihlutastjórnum í 20 ár. Mörkin á milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa máðst út, og mistekist hefur að skapa trúverðuga kosti til stjórnar- myndunar. Þeir telja þessa þróun höfuðástæðu vaxandi áhugaleysis meðal kjósenda og minnkandi kosn- ingaþátttöku. Áhrif leiðtoga ýkt Áhrif flokksleiðtoga á kosningaúr- slit eru hverfandi. Finna má dæmi um slíkt en frásagnir fjölmiðla ýkja stórum áhrifamátt leiðtoganna. Til- höfðun flokksleiðtoga til kjósenda í nýafstöðnum kosningum var t.d. meiri hjá formönnum annarra flokka en Þjóðarflokksins, sem vann mest á í kosningunum. Skoðanakannanir hafa áhrif, en ráða ekki úrslitum.Allar kannanir sem birtar voru fyrir kosningarnar vanmátu styrk Jafnaðarmanna- flokksins. Ekki er heldur hægt að finna vísindaleg rök fyrir því að Þjóðarflokkurinn hafi hagnast á því að skoðanakannanir voru honum í vil, enda þótt dæmi séu þekkt um slík „sigurvagnsáhrif“ úr kosningum annarsstaðar. Fjölmiðlar stjórna Og þá er komið að hlut fjöl- miðlanna. Þeir eru ekki lengur í því hlutverki að spegla kosningabarátt- una heldur hafa þeir tekið stjórnina. Samkvæmt skilningi margra blaða- og fréttamanna standa fjölmiðlarnir utan við valdaferli þjóðfélagsins sem frjálsir fréttaflytjendur og rýnend- ur. Hlutverk fjölmiðla er að spegla veruleikann samkvæmt þeirri kokkabók. Rannsóknir sænskra stjórnmálafræðinga sýna hins vegar að fréttamenn hafa náð völdum yfir kosningaumfjöllun útvarps og sjón- varps. Af því leiði að stjórnmála- flokkarnir ráði ekki lengur hver séu aðalmál kosninganna. Það séu fréttamennirnir sem úrskurði hvað séu mikilvægustu kosningamálin, hugsanlega með hliðsjón af skoðana- könnunum. Lewin og Petersson telja að þetta ástand sé ófullnægjandi út frá lýð- ræðissjónarmiði. Flokkarnir eigi sí- fellt í meiri erfiðleikum að koma boð- skap sínum til skila. Fjölmiðlarnir bregðist rannsóknarhlutverki sínu í fréttaæsingi og brotakennum frá- sagnarstíl. Þeir sem tapi mest á þessu séu kjósendur. Þrátt fyrir allt talið um þekkingarsamfélag og upp- lýsingatækni hafi kjósendur ekki öðlast betri forsendur en áður til að rækja mikilvægt hlutverk sitt innan fulltrúalýðræðisins. Skýrari hlutverk Stjórnmálafræðingarnir telja að flokkarnir eigi sjálfir að ákveða hvernig þeir vilji kynna sig og stefnu sína fyrir kjósendum. Þörfin á sjálf- stæðri og gagnrýninni umfjöllun minnki ekki með því, þvert á móti. Brýna nauðsyn beri til að hlutverka- skiptin á þessu sviði verði skýrari. Kosningarannsóknir benda til þess að kjósendur hafi gegnumsneitt þá þekkingu, virkni og áhuga, sem lýðræðið krefjist. Þannig séu það ekki kjósendur sem séu aðalvanda- málið, heldur flokkar og fjölmiðlar. Þessar niðurstöður sænsku pró- fessoranna koma mér að mörgu leyti á óvart. En það er ástæða fyrir okk- ur að gefa þeim gaum því þær eru sprottnar úr fjölmiðla- og hug- myndaumhverfi sem er miklu líkara okkar aðstæðum á Íslandi heldur en t.d. í Bandaríkjunum, þaðan sem helstu kosningafræði koma. Margt bendir til þess að þróunin gangi í svipaða átt á Íslandi sem annars staðar á Norðurlöndum. Þar sem flokkar og fjölmiðlar virðast eiga hér skipta sök væri ekki úr vegi að ræða málið fyrir alþingiskosningar á kom- andi vori. Flokkar og fjölmiðlar bregðast kjósendum Eftir Einar Karl Haraldsson „Margt bendir til þess að þróunin gangi í svip- aða átt á Íslandi sem annars staðar á Norð- urlöndum.“ Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum. UMRÆÐA um inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur verið vaxandi og eru sumir á þeirri skoð- un að hagsmunum okkar sé best borgið með því að ganga í Sam- bandið. Því hefur verið haldið fram að hagur almennings vænkist við að vera í ESB og jafnframt er því haldið fram að EES-samningurinn dugi ekki lengur til. Nú er það svo að hagur þjóða er mældur með ýmsum þekktum leiðum og er ekki úr vegi að fara hér yfir nokkra lyk- ilþætti sem varða málið beint. Hagvöxtur hefur verið meiri á Ís- landi en í nokkru ESB-landi und- anfarin átta ár. Á þeim tíma hefur kaupmáttur launafólks vaxið um heil 25% sem er einsdæmi í Evrópu. Menn geta deilt um verð á ein- stökum vörum, en þegar allt kemur til alls skiptir það fólkið í landinu mestu að hafa góðan og vaxandi kaupmátt. Mátt til að kaupa. Án hans skiptir verðið litlu máli. Hag- vöxtur og kaupmáttur eru lykil- stærðir sem liggja til grundvallar hagsæld heimilanna, fyrirtækjanna og velferðarkerfisins. Tölur Íslands eru einstakar í allri Evrópu og er Ísland komið nú þegar í fremstu röð tekjuhæstu þjóða heims. Það getur því varla verið hagvöxtur og kaupmáttur sem heilla menn í ESB? Atvinnuleysi er sennilega það sem við viljum helst vera án. Í ESB er atvinnuleysi 8% að meðaltali og fer sums staðar upp í heil 20%. Á Íslandi hefur atvinnuleysi verið á bilinu 1,5–2,6% undanfarin ár. Á sama tíma alast heilu kynslóðirnar upp í Evrópu án atvinnu. Varla er það þetta sem heillar. Hvað er það þá sem er svona spennandi? Jú, viðkvæðið er að bjór og áfengi sé ódýrara í ESB-lönd- unum. Það er einfaldlega rangt. Áfengisverð er mismunandi eftir löndum og er það alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda að stjórna áfengisgjaldi á Íslandi. Um er að ræða neyslustýringu sem hefur verið gerð með meðvituðum hætti. Það má vel deila um hversu rétt- mæt þessi álagning er, en hún hef- ur ekkert með ESB að gera. Svo er önnur röksemd sem heyrist stund- um. Hún er sú að EES-samning- urinn sé „að verða úreltur“. Ekki hefur komið fram hvað átt er við með þessum fullyrðingum, en eins og flestir ættu að vita er hann ekki tímabundinn og síðasti söludagur því ekki framundan. Kostir Íslands eru fleiri og meiri en að ganga í ESB. Ég get vel skilið Eystrasaltsríkin og Pólland að vilja ganga í ESB. Þetta eru landfræði- legir nágrannar sem vilja flýta framförum með því að ganga til liðs við þróaðri ríki í vestri. Öðru máli gegnir um Ísland. Efnahagslegt ástand okkar er betra en í flestum ríkjum Evrópu. Sú staða ásamt því að vera sjálfstæð gerir okkur kleift að gera Ísland að eftirsóttum val- kosti fyrir alþjóðlegt fjármagn. Ís- land getur með lágum sköttum og tollum verið betri valkostur en ESB. Ísland hefur í dag samnings- frelsi við önnur ríki, en þann rétt missum við ef við göngum í ESB. Til hvers ættum við að gera það? Stóra málið er samt ekki fólgið í kostum og göllum aðildar að ESB eins og það er í dag. Stærsta málið er að ESB er í mikilli og hraðri þró- un. Það sem var í upphafi tolla- bandalag er að þróast í sam- bandsríki með sameiginlegri stjórnarskrá, sameiginlegum gjald- miðli og sameiginlegri utanríkis- stefnu. Ísland er því ekki að ganga í bandalag sjálfstæðra þjóða, nema kannski í stuttan tíma. Innganga í ESB er innganga í tilvonandi stór- ríki sem við ráðum engu um hvern- ig verður. Ólíkar þjóðir eins og Pól- verjar, Þjóðverjar, Portúgalar og Bretar eiga langa leið fyrir höndum ef svo fer sem horfir. Er ekki nær að njóta ávaxtanna af sjálfstæðinu sem við höfum og nýta okkur frelsi til samninga, frelsi til tollalækkana og frelsi til skattalækkana. Þar eru sóknarfæri sem hverfa með forræði á auðlindum okkar, ef við göngum í ESB. Evrópusambandsríkið Eftir Eyþór Arnalds „Er ekki nær að njóta ávaxtanna af sjálfstæð- inu og nýta okkur frelsi til samn- inga og tolla- og skatta- lækkana?“ Höfundur situr í stjórn Heimssýnar, félags sjálfstæðissinna í Evrópu- málum. Í LOK næsta mánaðar ganga fé- lagar í Samfylkingunni til kosn- ingar um mikikvægt þjóðfélags- málefni: Hvert við viljum stefna í Evrópumálum. Þetta er söguleg kosning. Stofnanir og ráð stjórn- málaflokka gera lítið af því að snúa sér beint til allra félaga og biðja þá að kjósa beint um tiltekið stefnumál. Samfylkingin hefur staðið fyrir víðtækri kynningu um málið eftir síðasta landsfund. Fræðslu- og umræðufundir hafa verið haldnir víða um land í kjölfar þess að gefin var út bók þar sem reifuð voru mörg álitamál varðandi Evrópu- sambandið og Ísland. Í hönd fara enn fleiri fundir þar sem félagar skiptast á skoðunum um Evrópu- sambandið. Almenningi er boðið að taka þátt í þessu ferli. Um miðjan næsta mánuð fá svo allir félagar kjörseðil þar sem spurt verður um hver stefna flokksins eigi að vera. Beint lýðræði Þessi aðferð lofar vissulega góðu. Samfylkingin getur verið stolt af því taka svo mikilvægt mál á dagskrá og færa með markviss- um hætti út til almennings með fræðslu og umræðum. Svona vilj- um við vinna að fleiri málum sem varða samfélagið í heild. Það er stefna okkar að færa æ fleiri stór- mál út til fólksins og láta kjósa um þau. Með því að sýna hvernig við störfum innan flokksins, sönnum við að okkur er full alvara þegar kemur til kastanna og við förum með stjórn landsins. Á það að vera stefna … Spurningin sem borin verður upp hljómar svona: Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Ís- lendingar skilgreini samnings- markmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til sam- þykktar eða synjunar? Nei er einfalt svar. Það merkir að flokksmenn eru ekki reiðubúnir að stíga þessi skref í átt til samn- inga við ESB og telja hag okkar betur borgið utan sambandsins, að svo stöddu að minnsta kosti. Þeir hafa gert upp hug sinn. Já þýðir hins vegar að flokks- menn vilja skilgreina samnings- markmið Íslendinga með hags- muni þjóðarinnar í huga, láta reyna á hvort þau markmið nást fram í samningum við ESB og leggja síðan slíkan samning í dóm þjóðarinnar. Já-svar er því þrí- hlaðið og skilyrt. Kosning Samfylkingarinnar snýst því ekki um já eða nei við aðild að Evrópusambandinu, líkt og kosið hefur verið tvisvar um í Noregi. Við erum einfaldlega ekki komin nógu langt til að það sé hægt. Samfylkingin hefur hins vegar tekið forystu í íslenskum stjórnmálum með því að færa Evr- ópuumræðuna út til almennings og með því að treysta hinum almenna félaga til að móta stefnu flokksins með beinum hætti í svo mikils- verðu máli. Í dag ræðir Samfylkingin þessi mál og fleiri á flokksstjórnarfundi og leggur drög að öflugu vetr- arstarfi utan þings og innan. Við hvetjum almenning til að fylgjast vel með á næstunni. Við ætlum að rjúfa þá herkví sem Evrópuum- ræðan hefur verið í. Evrópukosning Samfylking- arinnar Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylking- arinnar. „Það er stefna okkar að færa æ fleiri stór- mál út til fólksins og láta kjósa um þau.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.