Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90 og 72x92 Bæði ferkantaðir og bogadregnir. Heilir sturtuklefar Ármúla 21, sími 533 2020 ALÞINGISHÚSIÐ og nýr þjón- ustuskáli Alþingis verða opin al- menningi í dag frá kl. tíu til fjögur. Gengið er inn um aðaldyr skálans en útgangur verður um aðaldyr Al- þingishússins. Gestum gefst tæki- færi á að skoða bæði húsin og fá upplýsingar um Alþingi Íslendinga. Í Skálunum verður margháttuð þjónusta fyrir þingmenn, starfs- menn Alþingis og gesti. Þar er m.a. matstofa, fundarherbergi fyrir þingmenn þar sem þeir geta tekið á móti gestum, fræðslustofa fyrir hópa sem vilja kynna sér starfsemi þingsins og aðstaða fyrir fjölmiðla- menn. Nýbyggingin er samtals um 2.460 m², sjálfur Skálinn er um 1.150 m² en bílakjallarinn um 1.300 m². Aðalhönnuður Skálans er arki- tektastofan Batteríið. Aðalverktak- ar voru ÓG Bygg ehf. og Íslenskir aðalverktakar. Húsgögn í Skálanum eru hönnuð af Erlu Sólveigu Ósk- arsdóttur og er stóllinn Bessi ein- kennishúsgagn byggingarinnar. Listaverk eftir Hafdísi Helgadóttur og Ólöfu Nordal prýða neðri hæð Skálans. Löngu orðið tímabært að bæta starfsaðstöðuna Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að á síðustu áratugum hafi smám saman verið reynt að bæta aðstöðu þingmanna og starfsfólks en starfskilyrði í gamla alþingishús- inu hafi verið orðin mjög erfið. „Ég hygg að við höfum meira að segja verið á undanþágu varðandi aðbúnað starfsfólks. Starfsaðstaðan var að sumu leyti orðin óviðunandi, eins og t.d. við símsvörun og eld- unaraðstaða var algerlega ófull- nægjandi.“ Halldór segir að árið 1986 hafi farið fram samkeppni um nýbygg- ingar vestan við Alþingishúsið þar sem til húsa yrði öll starfsemi á veg- um Alþingis. En mönnum hafi þótti í of mikið ráðist og því verið fallið frá þeirri hugmynd. „Á síðasta kjörtímabili, þegar Ólafur G. Einarsson var forseti Al- þingis, var tekin ákvörðun um að byggja þjónustbyggingu til þess að leysa brýnustu þörfina. Skálinn er hugsaður sem eins konar kjarna- bygging sem mun nýtast þegar síð- an verður haldið áfram með ný- byggingum þar sem koma á fyrir herbergjum og starfsaðstöðu fyrir þingmenn og þingnefndir. Sigurði Einarssyni, arkítekt hjá Batteríinu, var falið að hanna þessa byggingu vegna þess að hann hafði fengið verðlaun fyrir nýbyggingar Alþing- ishússins á sínum tíma og það var talið rétt að láta hann njóta þess enda töldu menn hann hafa leyst verkefnið vel.“ Fundaraðstaða batnar mikið „Ég álít að hönnun skálans hafi tekist vel, hann svarar sínu hlut- verki alveg með prýði og eins fellur hann vel að gamla Alþingishúsinu. Ég hef fundið á fólki sem ég hef hitt að það er mjög ánægt með hönnun hússins og þau tvö listaverk sem það prýða. Þeir þingmenn sem hafa talað við mig hafa allir talað einum rómi um að þessi framkvæmd hafi tekist vel og betur en þeir áttu kannski von á, bæta sumir við.“ Halldór segir að með tilkomu Skálans verði gjörbreyting að því leyti að nú hafi ríkisstjórnin sér- stakt fundarherbergi þar sem for- sætisráðherra geti haldið fundi með ráðherrum eða öðrum sem funda þurfi með í þinginu. „Og svo eru í Skálanum ein fjögur eða fimm minni fundarherbergi þar sem þingmenn geta hitt þá sem þeir þurfa að ræða við en þá aðstöðu bráðvantaði hérna því í tengslum við þinghaldið er nauðynlegt að hafa aðgang að fundarrými. Á neðri hæð- inni er stærri salur og hann er m.a. hugsaður til þess að gestir sem hingað koma geti fengið þar upplýs- ingar um starfsemi Alþingis.“ Halldór tekur fram að endanlegir reikningar um verkið muni liggja fyrir í nóvembermánuði en á þessari stundu liggi ekki nákvæmlega fyrir hver niðurstaðan verður. „En kostnaðurinn verður ekki fjarri því sem gert var ráð fyrir að félli til á þessu ári.“ Halldór bendir í þessu sambandi á að það hafi færst mjög mikið í vöxt að gestir, bæði innlendir og erlend- ir, nemendahópar og félög sæki Al- þingi heim. „Þessir gestir skipta nú þúsundum á hverju ári og þetta er alveg sama þróun og í öðrum lýð- ræðisríkjum og við verðum að svara þessari þörf. Við höfum t.d. lagt áherslu á að hér séu alltaf þingverð- ir sem geti talað erlend tungumál.“ Halldór minnir á að í þinginu séu margvíslegir munir sem ekki megi glatast og að í húsinu séu ekki nægi- legar góðar geymslur til þess að varðveita þá muni. „Alþingi á töluvert af listaverk- um, bókum og við eigum merka hluti eins og t.d. gamlar fundar- gerðarbækur frá þjóðfundinum 1851, bréfasöfn og annað þess hátt- ar sem gæta þarf vel. Hér eru líka gömul málverk og munir sem þinginu hafa verið gefnir.“ Gerbreyting á aðgengi fyrir fatlaða Halldór segir að miklu máli skipti að nú séu komnar lyftur í Alþing- ishúsið þannig að orðið sé ferðafært um allt húsið fyrir fatlaða nema upp á pallana á 3. hæð. „Það er verkefni sem verður leyst síðar en ef svo ber undir er auðvelt að hjálpa mönnum þangað upp eða leyfa þeim að sitja í hliðarsölum til þess að hlusta á það sem fram fer. Þetta skiptir einnig miklu máli fyrir þingið sjálft því hér hafa verið alþingismenn sem þurft hafa að nota hjólastól.“ Inntur eftir því framtíðaráætlun- um segir Halldór að hugmyndin sé sú að byggja áfram til vesturs að Tjarnargötu, annars vegar hús fyrir skrifstofur alþingismanna og hins vegar hús fyrir nefndir Alþingis og aðra starfsemi. Sú framkvæmd verði þó væntanlega nokkuð dýr vegna þeirra krafna sem borgin set- ur um bílastæði sem þá yrðu vænt- anlega undir öllu húsinu. Þrengsli séu auk þess mikil þarna þannig að erfitt verði að standa að bygging- arframkvæmdum. „Við erum núna að jafna okkur eftir þessar fram- kvæmdir og stefnt er að því að ganga í það verk að fara í viðhald á Alþingishúsinu sjálfu en það er löngu tímabært og ýmsar endur- bætur sem orðnar eru aðkallandi. Það er verkefnið sem blasir við nú eftir að skálinn hefur risið.“ Gengið tengiganginn milli Skálans og gamla Alþingishúss- ins. Gegnsæ glerbygging tengir húsin saman. Sjálfur Skálinn vestan við Alþingishúsið er um 1.150 fer- metrar en nýbygging er alls liðlega 2.400 fermetrar. Vituð ér enn – eða hvað? Hljóðverk eftir Ólöfu Nordal í for- sal Skálans. Hvíslandi kvenmannsrödd flytur orð og hljóð. Skáli og Alþingishús opin almenningi í dag Morgunblaðið/Sverrir Matsalur alþingismanna er á annarri hæð og þar er einnig setustofa með lestraraðstöðu. Inn af matsalnum er stórt fundarherbergi. Miðborg FRAMKVÆMDASTJÓRI hjúkrun- arheimilisins Sunnuhlíðar í Kópa- vogi hefur krafist tafarlausra úrbóta vegna hljóðmanar við heimilið sem bílar hafa ítrekað farið yfir. Í eitt skipti endaði bifreið á hjúkrunar- heimilinu sjálfu og olli töluverðum skemmdum og fyrir rúmum tveimur vikum skemmdust fjórir bílar á bif- reiðastæði við mönina eftir að bifreið fór þar yfir á ofsahraða. Í bréfi framkvæmdastjóra Sunnu- hlíðar til Vegagerðarinnar eru mála- vextir raktir nokkuð en tilefnið er at- vikið hinn 13. september síðastliðinn þegar bílstjóri missti stjórn á bifreið sinni við hraðakstur á Hafnarfjarð- arvegi. Bíll hans fór yfir mönina og endaði í trjábeði við fjölbýlishús aldraðra á Kópavogsbraut 1B eftir að hafa gjöreyðilagt tvær bifreiðar og skemmt tvær til viðbótar. „Ekki munaði nema fáeinum metrum að bifreiðin lenti á íbúðarhúsinu, eða jafnvel inn um glugga,“ segir í bréf- inu. Kemur fram að þetta hafi verið í þriðja sinn sem Sunnuhlíð verður fyrir óþægindum af völdum bifreiða sem hafa farið yfir umrædda hljóð- mön. Fyrir nokkrum árum hafi bif- reið oltið af Hafnarfjarðarvegi inn á aðreinina að fjölbýlishúsinu og „1999 endaði bifreið nánast inní hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð eftir að hafa valdið töluverðum skemmdum á hús- inu“. Að sögn Áslaugar Björnsdóttur Íbúar og starfsfólk Sunnuhlíðar uggandi vegna umferðar við hljóðmön á svæ Vilja tafarlaus- ar úrbætur Kópavogur Morgunblaðið/Júlíus Hinn 13. september síðastliðinn endastakkst bíll yfir hljóðmönina inn á bifreiðastæðin við Sunnuhlíð eftir hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.