Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÍSLENSKI dansflokkurinn er kom- inn til Kaupmannahafnar og sýnir þar þrjú íslensk dansverk eftir jafn- marga íslenska höfunda. Sýningar flokksins, sem verða tvær, í dag og á morgun, eru liður í dagskrá danshátíðarinnar Primo og fara fram í einu helsta danshúsi borgarinnar, Dansescenen. Primo hátíðin, sem nú er haldin í annað sinn, samtímis í Kaupmanna- höfn og Malmö, hefur það markmið að kynna það fremsta og fram- sæknasta í norrænni danslist. Verkin þrjú sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir eru NPK, eftir list- dansstjóra flokksins, Katrínu Hall, verkið Elsa, eftir Láru Stefáns- dóttur, sem hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri danskeppni í Helsinki fyrir rétt rúmu ári og Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfs- dóttur, verk sem flokkurinn hefur sýnt víða í Evrópu og í Kanada allt frá því það var frumsýnt árið 1999. Þessi ferð til Kaupmannahafnar er upphafið af utanlandsferðum haustsins hjá Íslenska dansflokk- urinn en hann mun ferðast til Þýskalands og Frakklands í nóv- ember. Fleiri sýningarferðalög eru á döfinni á komandi ári og eru þau liður í þeirri stefnu sem Íslenski dansflokkurinn markaði sér um miðjan síðasta áratug, það er, að leggja áherslu á ræktun íslenskrar danslistar og koma henni á fram- færi erlendis jafnframt því að fá marga af fremstu danshöfundum Evrópu til liðs við flokkinn. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu Primo http://www.dans- escenen.dk/primoindex.asp Úr verkinu Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Íslenski dansflokkurinn sýnir í Kaupmannahöfn ÞRJÁR listakonur opna sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í dag kl. 14. Það eru þær Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir og Sólrún Trausta Auðunsdóttir sem sýna verk sín undir yfirskriftinni Hugmyndir um frelsi / Theories of Freedom. Þar fást listamennirnir við hugmyndina að baki frelsi einstaklingsins og ábyrgðinni sem felst í valmöguleik- um hans. Efniviðurinn er vatnslita- málverk, ljósmyndir og söngur í eyrnadiskói. Annu Wilenius var gestanemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands við fjöltæknideild 1995–’96, út- skrifaðist með BA-gráðu frá Uni- versity of Art and Design Helsinki, Departement of photography 1997. Hún lauk MA-námi frá University of Art and Design Helsinki, Departe- ment of photography 2000. Annu stundar nám í heimspeki og hugmyndasögu við University of Stockholm auk þessað starfa sem myndlistarmaður. Karla Dögg útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands, skúlptúrdeild 1999. Hún var gesta- nemandi við Kungliga konstaka- demian í Stokkhólmi 1998. Hún tók þátt í alþjóðlegu sam- vinnuverkefni í Helsinki, University of Art and Design 1999. Sólrún Trausta var við nám í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, á lista- sviði 1991–1994. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Fjöltækni- deild 1997. Sýningin stendur til 20. október. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Þorkell Sólrún Trausta Auðunsdóttir, Annu Wilenius og Karla D. Karlsdóttir. Fjallað um frelsi SÝNING á verkum 14 íslenskra myndlistarmanna verður opnuð í Ljósafossvirkjun í dag kl. 15. Titill sýningarinnar er Hvalreki og eiga þar verk Ásmundur Ásmundsson, Daníel Magnússon, Egill Sæbjörns- son, Erla S. Haraldsdóttir, Erla Þór- arinsdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hulda Hákon, Ilmur Stefánsdóttir, Jón Óskar, Margrét H. Blöndal, Sara Björnsdóttir, Steingrímur Eyfjörð og Svava Björnsdóttir. Frá júní til september sýndi sami hópurinn í Alma Löv-safninu, í Värmland í Svíþjóð og kynnti þar ís- lenska samtímalist. Sýningin í Ljósafossvirkjun er op- in þessa helgi og helgina 5. og 6. október frá kl. 14–18. Hvalreki í Ljósafossvirkjun ♦ ♦ ♦ MARGT bendir til þess að sátta- stefna stjórnvalda í Suður-Kóreu undanfarin ár gagnvart grannanum í norðri, „sólskinsstefnan“ svonefnda, sé að bera árangur og trúnaðartraust að myndast eftir áratuga óvild, að sögn utanríkisráðherra Suður- Kóreu, Choi Sung-hong. Hann vill engu spá um það hvenær ríkin tvö muni sameinast á ný en segir að fyrst verði að bæta samskiptin enn frekar og draga úr tortryggni. Umbætur í efnahagsstjórn Norður-Kóreu séu einnig nauðsynlegur grunnur slíkra umskipta. „Sameining landanna mun gerast í áföngum en ekki í einu vet- fangi eins og varð í Þýskalandi,“ segir hann. Choi er staddur hér á landi í opinberri heimsókn og ræddi við starfsbróður sinn, Halldór Ásgríms- son, um viðskipti landanna, mögu- leika á fríverslunarsamningi og fleiri mál í gær. Ekki hefur enn verið gerður frið- arsamningur eftir Kóreustríðið sem lauk 1953 og eru bæði ríkin, Suður- og Norður-Kórea, með mikla heri auk þess sem Bandaríkjamenn hafa um 30.000 manna herlið í suðurhlut- anum. Choi segir að mikil breyting hafi orðið til batn- aðar í samskiptum Suður-Kóreu og Japans við komm- únistastjórn Kim Jong-ils síðustu vikur og mánuði. Heimsókn Jun- icheiro Koizumis, forsætisráðherra Japans, til norður- hlutans nýverið hafi markað þátta- skil og George W. Bush Bandaríkja- forseti hafi ákveðið í vikunni að senda sérstakan sendimann til viðræðna við stjórn Kims í Pyongyang sem sé afar jákvætt. Verið að rjúfa einangrun Ráðherrann er spurður hvað sé að hans mati að gerast handan landa- mæranna, hvort skipulag komm- únista sé að gefa upp andann. „Það er tvennt sem Norður- Kóreumenn leggja mesta áherslu á,“ svarar Choi. „Annars vegar er það trygging fyrir öryggi landsins, þeir þurfa mjög á henni að halda. Hins vegar er það aðstoð, þeir eiga við mikinn efnahagslegan vanda að stríða. Alþjóðasamfélagið verður með til- liti til friðar og stöðugleika að takast á við þessi tvö viðfangsefni. Ég hygg að Norður-Kórea sé nú á réttri leið, verið er að rjúfa einangrunina, við reynum að stuðla að því. Síðustu árin höfum við fylgt „sólskinsstefnunni“ gagnvart Norður-Kóreu með það að markmiði að ríkið verði eðlilegur og ábyrgðarfullur liðsmaður í samfélagi þjóðanna. Með þessu viljum við vinna að friði og stöðugleika í heiminum. Þeir hafa nú svarað okkur með því að sýna vilja til að ræða við okkur og við höfum nýlega gert ýmsa góða samn- inga sem munu með tímanum ýta undir stöðugleika og að lokum sam- einingu norður- og suðurhlutans. Samskiptin hafa á undanförnu ár- um ýmist verið góð eða slæm en ég tel að með því að taka upp beinar við- ræður milli ráðherra ríkjanna hafi tekist að ná frábærum árangri. Við erum búin að tengja aftur saman járnbrautirnar, á ný hafa verið veitt leyfi til að ættingjar, sem landamær- in hafa stíað í sundur, geti hist. Allt er þetta góð byrjun á samstarfi og sátt- um milli Kóreuríkjanna og upphaf þess að hægt sé að byggja upp trún- aðartraustið sem við höfum svo mikla þörf fyrir.“ – Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkrum mánuðum að N-Kórea væri hluti af „öxli hins illa“. Nú send- ir hann fulltrúa sinn þangað til við- ræðna. Hafa Bandaríkjamenn kú- vent? „Jafnvel þótt Bush hafi sínar efa- semdir um ráða- menn Norður- Kóreu er nauð- synlegt að ræða við þá. Grundvall- arafstaða Bush er að hann vill finna lausn á deil- unum um gereyð- ingarvopn N- Kóreumanna með viðræðum. Forsetinn heim- sótti Suður- Kóreu í febrúar sl. og átti þá ágætar viðræður við for- seta okkar, Kim Dae-Jung. Banda- ríkjaforseti lýsti fullum stuðningi sín- um við stefnu okkar gagnvart N-Kóreu, um það ríkir enginn vafi. Forsetarnir urðu sammála um að leita lausna á þessum mikilvægu mál- um með viðræðum og þess vegna er sendimaður Bush nú á leið til Norð- ur-Kóreu.“ Ekki markmiðið að innlima N-Kóreu – Þú minntist á sameiningu í áföng- um. Norður-Kóreumenn eru fleiri en Austur-Þjóðverjar og mun verr staddir. Við sáum hvað það var erfitt fyrir Þjóðverja í vestri að taka inn nýju héruðin við sameininguna og þið eruð ekki næstum því jafnöflugir efnahagslega og Þjóðverjar. Hve hratt gengur þetta fyrir sig? „Við munum þurfa að undirbúa vel sameiningu Kóreu-ríkjanna og ferlið ætti að taka þann tíma sem þarf og gerast í áföngum. Þegar forseti okkar hratt úr vör „sólskinsstefnunni“ gerði hann öllum ljóst að markmið okkar væri ekki að innlima norðurhlutann í okkar ríki heldur væri það að efla alla hugsanlega þætti samvinnu sem hægt væri. Við höfum unnið að sátt- um milli ríkjanna tveggja, eflt frið og stöðugleika fyrir báða aðila en jafn- framt gætt þess vel að draga ekki úr varnarviðbúnaði okkar. Þegar Norð- ur-Kórea hefur storkað okkur höfum við orðið að geta svarað og það gerð- um við. En þegar þeir hafa viljað ræða frið höfum við tekið þeim vel. Sameining ríkjanna ætti að verða niðurstaða margslungins ferlis í sam- skiptum Kóreuríkjanna. Við getum engu slegið föstu um það hvenær hún verði. Mestu skiptir fyrir báða að við getum lifað hlið við hlið í friði. Þess vegna leggjum við æ meiri áherslu á samskipti, viðræður og samvinnu milli stjórna landanna og milli al- mennings í löndunum. Við erum ein og sama þjóðin, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Sameining, sem gæti orðið eftir mörg ár, ætti að vera eðlilegur lokahnykkur á þessu sáttaferli, ekki einhliða ákvörðun af neinu tagi eins og gerðist í Þýskalandi. Norður-Kóreumenn eiga við mikla örðugleika að etja. Ef þeir efna ekki til mikilla umbóta verður mjög erfitt fyrir þá að halda áfram á núverandi braut. Fyrir skömmu komu í ljós merki um að breytingar séu í vænd- um. Þeir hafa ákveðið að afmarka hluta af einu héraðinu og gera hann að sérstöku efnahagssvæði með eigin stjórn. Þetta kom okkur satt að segja mjög á óvart. Verði framtakið að veruleika gæti það sýnt að mikil stefnubreyting sé orðin meðal ráða- manna, þeir séu orðnir raunsærri og það myndi auka mjög trúverðugleika N-Kóreu meðal annarra þjóða í heim- inum sem margar eru reiðubúnar að veita ríkinu hjálparhönd.“ Lýðræðið verður rætt seinna – Hjá ykkur ríkir nú lýðræði í vest- rænum skilningi. Ræðið þið mikið um lýðræði þegar þið hittið viðsemjend- ur ykkar frá norðurhlutanum? „Ég tel að það ættum við að gera áður en yfir lýkur en við núverandi aðstæður er mikilvægara að taka á því sem mest hvílir á okkur, því sem leysa þarf strax. Það sem brýnast er að gera núna er að koma á friði og stöðugleika í samskiptum Kóreuríkj- anna. Þegar því verkefni er lokið munum við ræða um efni eins og t.d. hagsæld, kjör fólksins, einnig gereyð- ingarvopnin sem ógna örygginu. Spurningin um lýðræði í Norður- Kóreu er afar erfitt viðfangsefni fyrir ráðamenn þar. Þegar rétti tíminn er kominn, þegar sættir eru komnar á milli norðurs og suðurs, held ég að við getum farið að ræða um lýðræði en það gerist mun seinna og er ekki það sem er mest aðkallandi núna,“ segir Choi Sung-hong, utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Sameining Kóreu- ríkjanna mun gerast hægt og í áföngum Utanríkisráðherra Suð- ur-Kóreu, Choi Sung- hong, segir að sambúðin við kommúnistaríki Kim Jong-ils í norðri hafi batnað verulega síðustu vikurnar. Efnahags- stefna Norður-Kóreu sé einnig farin að taka mið af meira raunsæi en áð- ur. Kristján Jónsson ræddi við Choi. Morgunblaðið/Golli Choi Sung-hong, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, ásamt Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í gær. ’ Þegar Norður-Kórea hefur storkað okkur höfum við orð- ið að geta svarað og það gerðum við. En þegar þeir hafa viljað ræða frið höfum við tekið þeim vel. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.